Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 3
es //ý.J r/sr’/Z/ 'i BARNASAGAN Fyrir átta til tiu árum var ]>að ekki éins hversdagslegur viðburður og ]>að er nú að verða, að fram kæmi á sjónarsviðið ungur leikari. Það' vakti því talsverða at- hygli á sínum tíma, er ung stúlka, Helga, dóttir þjóðkunnra hjóna, Kristínar Jóns- dóttur listmálara og Valtýs Stefánssonar ritstjóra, bættist í leikarahópinn. Hún hafði verið tvo vetur í leikskóla Soffíu Guðlaugsdóttur og fékk strax vandar söm hlutverk í þremur útvarpsleikjum ,.Landafræði og ást“ eftir Björnstjerne Björnsson, „Þegar Ellen kom“, eftir Ejn- ar Howalt og „Pygmalion“ eftir G. B. Saw, og hún gerði þeim öllum slík skil, að það var almannarómur að hér myndi á ferðinni leikkona, sem mikils vairi af að vænla, með auknum lærdómi og þroska. Það urðu því mörgum sár vonbrigði, er það fréttist nokkru síðar, að Helga Valtýs- dóttir myndi hafa gefið leikliítina upp á bátinn fyrir fullt og allt. — En nú hafa þau góðu tíðindi borist okk- ur, að frú Helga Valtýsdóttir hafi á ný snúið sér að leiklistinni — í tómstundum frá húsmóðurstörfunum. Síðastliðinn vet- ur var hún í leikskóla Lárusar Pálssonar og þar mun hún sjálfsagt verða í vetur — og mun þess þá vonandi ekki langt að bíða að til hennat heyrist í útvarpsleik — og síðan á leiksviði. Nú les frú Helga eins og allir vita, sög- una Bangsímon í barnatíma útvarpsins, og gerir það svo vel að unun er á að hlýða. Höfundur sögunnar, Alan Alexander Milne, er brezkur. Sagan heitir á frum- málinu „Winnie the Pooh.“ og er það nafnið á bangsanum, sem er aðal sögu- setjan. Honum var valið nafnið „Bangsi- mon“ á íslenzku, og er það tekið úr þjóð- sögum Jóns Árnasonar. Það eru nokkuð mörg ár síðan bókin kom fyrsl út í Bretlandi, og hlaut hún þegar miklar vin ældir. Þegar það spurð- ist að höfundurinn hefði haft son sinn og leikföng lians til fyrirmyndar í persónur bókarinnar, varð svo mikill átroðningur fólks, sem vildi fá að sjá drenginn og leikföngin, að loks kom að því að fjöl- skyldan sá sér ekki annað fært en flvtjast brott. Milne hét því um leið að skrifa ekki fleiri barnabækur, en sem betur fer hélt hann ekki það loforð. Frú Helga les einn kafla í hverjum barnatíma, en kaflarnir eru alls tíu. OTVARPSTlÐINDI 3

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.