Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 7
Einar Kristjánsson: ENDURFUNDIR í þriðja sinn byrjar í'rúin að velja síma- númerið, og nú hættir hún ekki við, þó að símaáhaldið kijjpist til í hendi hennar við hvert hjartaslag. Ein —• tvær —• þrjár — fjórar hring- ingar, og nú er svarað. Frúin ræskir sig, og röddin er óstyrk. — Fyrirgefið þér, ekki mun Eyvindur Jóhannesson staddur þarna? Mætti ég fá að tala við hann? Stutt þögn. Frúnni þyngist um andardráttinn. og hjartað herð- ir á slögunum. — Fyvindur. Komdu sæll. Þekkirðu mig ekki? Nei, það er auðvitað engin von til þess. Þetta er Valborg — Valborg Ás- geirsdóttir. Jæja. Þú manst þá eftir mér, þó að langt sé Hðið frá því við sáumst síðast. — Já, rétt um tuttugu ár. I morgun sá ég þess getið í blaðinu, að þú værir stadd- ur hér í bænum. Þú mátt ekki fara án þess að líla heim til mín áður. Géturðu ekki komið hingað eitthvert kvöldið? SNei, nei. Fg er ein heima í húsinu. Maðurinn minn er í siglingu. — Já, í kvöld. Það er ágætl. Eg á von á jjér og verð heima. Vertu sæll, Eyvind- ur, og þakka þér fyrir. Hún leggur talfærið á og er rjóð í vöng- um og annarlegur glampi í augum henn- ar. Þá var þetta ákveðið. Nú fengi hún að sjá liann — eftir öll þessi ár. Skyldi hann vera orðinn mikið breyttur? Rödd hans hafði komið henni ókunnuglega fyrir eyru, dimmari og hrjúfari en hún átti von á. Hún fer að þurrka af húsgögnunum, og með hröðum handtökum gerir hún smá- vegis lagfæringar i stofunni, Jjó að svo mætti virðast, að jjar sé allt í fyllstu reglu. Að því loknu fer hún inn í svefnherbergið og tekur að snyrta sig og skipta um föt. Hún klæðist einum af sínum beztu kjól- um og skreytir sig dýrum, þungum skart- gripum. Það hvarflar að henni, að líklega sé þessi búnaður ekki alls kostar við hæfi á virkum degi, en mætti teljast fordild. ‘ Hann mun skilja, að ég hef gert það vegna lians, hugsar hún og hættir við að taka af sér skartgripina, en skoðar sig með velþóknun í speglinum. Hún lítur yfir herbergið og sér, að þar er nokkur óreiða á hlutunum. Hingað kemur hann ekki. hugsar hún, og þó að svo færi, kæmi það ekki að sök. Hún kallar fram í eldhúsið til stúlkunnar: — Þér megið eiga frí í kvöld, ég ljorða ekki heima í þetta skipti. Því næst sezt hún í hægindastól, tekur bók og flettir henni um stund, fimum, grönnum fingrum, án þess að lesa, og legg- ur hana síðan óþolinmóðlega frá sér og gengur úL að glugganutn. Síðdegisfriður ríkir yfir bænum, og það er lítil sem engin umferð á götunni, að- eins nokkur börn í boltaleik á gangstétt- inni. Hún sezt í stólinn á ný og grípur ófull- gerðan dúk og byrjar að sauma, en kastar honum fljótlega frá sér. gengur inn í ÚTVARPSTlÐINDI 7

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.