Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Qupperneq 11

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Qupperneq 11
Seon 0' Casey: JÚNÓ OG PÁFUGLINN Leikstjóri: Lárus Pálsson. Til morkari viflburíía í leiklistarlín okkar má tella sýn- ingu Þjóðieikhússins á Júnó og páfuglinum eftir irska skáldið Sean O'Casey. Aösókn að því varð þó í minna lagi. og þó kannskc sæmlleg e£ litlð er á allar aðstæður. þvi slík alvöruleikrit geta vist aldrei keppt við gamanleiki og óperettur. Þetta leikrit ætti að geta notlð sín vel í útvarp- inu, þaö er prýðilega leikiö. I leikskránni segir Lárus Sigurb.iörnsson um höíundinn m.a.: Sean O'Casey er fæddur i Dyflinni 1884. Iíann ólst úpp í mikilli fátækt og sumpart þess vegna en sumpart vegna sjóndepru, sem eltist af honum meö aldrinum, læröl hann ekki að lesa fyrr en á íjórtánda ári. Þegar heimur bók- anna opnaöist fyrir honum, las hann allt sem hönd á festi. en enskt ritmál nam hann fyrst og fremst af biblíunni og jafnöldrum sínum í fátækrahverfum borgarinnar. Hann þóttl í uppvextinum kjarnyrtur en heldur orðljótur, og fétagar hans í vegavinnunni köiluðu hann ..írska Jón“, af þvi að hann hafðl komlzt ýfir írska málfræði og sat yflr því aö læra hina fornu þjöðtungu, írskurta. Hlð einkenni- lega, hrjúfa og sterka málíar. sem birtist alls staöar í verkum hans, minnir á þessa þrjá þætti í sjálfsmenntun hans. Bróðlr hans einn var áhuga-leikarl og hjá honum kynntist O'Casey leiklistinni fyrst, siðar segist hann hafa numiö mest áf Boucicault og Shakespeare, einum andstæö- unum enn. Fyrsta leikritið, sem hann sendi Abbey-leik- húslnu hót ..Rauöi liturinn í íánanum" og var þaö endur- sent með þeim ummælum, að þaö værl ekkl fjarri lagl. Næsta leikrit hét ..Skuggi skotmanns" og var það sýnt 1923 1 banni lýðveldlssinna en með hervernd frá friríkis- mönnum. Annað ieikritlð var „Júnó og páfuglinn". sýnt 30. marz 1924. Höfundur úsamt dóttur slnni. hún þó um þokað, nema hún getur komið, til hans hrauði og hreinum nærbuxum, sem móðir lians semlir honum. En Naþoleon tekst að vinna sér hyili hinna nýju ráðamanna og er látinn laus, og Desirée fagnar honum ákaft. — Þau opinbera trúlofun sína, en um giftingu getur ekki orðið að ræða fyrr en eftir tvö ár, því Désirée er enn svo ung. Napoleon hverfur til Parísar. Hún situr eft- ir heima hjá móður sinni og bréfin frá hers- liöfðingjanum hennar eru undarlega fá og stutt. Loks, er hún liefur setið rúmt ár í festum, notar hún tækifærið, er móðir hennar, systir og mág- kona eru að heiman, og tekur sér ferð á hend- ur til Parísar. Frakklandi er nú raunverulega stjórnað af fimrn manna ráði og er Barras fyrirliði þeirra. Þeir njóta lífsins í hirð fagurra kvenna, og ráða ástmeyjar þeirra miklu um stjórnarathafnirnar. Napoleon er því ljóst, að hann verður að afla sér vina meðal kvennanna, ef framavonir lians og íramtíðaráætlanii' eiga að rætast. Ein af þessum glaisilegu og ráðamiklu konum var Theresa Tall- ien, hjá henni var jafnan opið hús og gestkvaunt af stjórnmálamönnum og hershöfðingjum. Helzta vinkona hennar er Josephina de Beanharnais greifaekkja. Þessar konur hindast samtökum um að greiða Napoleon Ieið til fraina. Urn þessar konur hefur Napoleon rætt i hréfum sinum til Jósephs hróður sins, og það hefur gert Désirée uggandi. Hún þykist því vita, að ef hún komist í samkvæmi frú Tallien, muni hún ná fundi unn- usta síns. E n þegar þangað kemur er Désirée ekki hleypt inn, vegna þess að hún er ein sins liðs, hálfgrát- andi hrökklast hún frá dyrunum, en mætir þá ungum hershöfðingja, sem er hár og spengi- legur — og í flcstu ólikur Napoleon — og hiður hann formálalaust að lofa sér að vera í fylgd með sér inn. IJann verður við þeirri ósk hennar. En Désirée sækir þá svo að, að Napoleon er einmitt að lýsa yfir trúlofun sinni og Jósep- hinu — sem er miklu eldri en hann. Yfir sig komin af sársauka riðst Dérisée fi;ani til liinna væntanlegu hrúðhjóna, hún horfist andartak í augu við Napoleon, skvettie síðan úr vínglasi sínu á kjól Jósephinu og er svo horfin, áður en fólk hefur áttað sig. OTVARPSTlÐINDI Jl

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.