Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FJÓRTÁN prósent launamanna hafa lent í launaskerðingu og 7% í lækkun starfshlutfalls frá því í október, sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Al- þýðusamband Íslands í desember. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir margt fróðlegt í niðurstöðunum, en hlutfall þeirra sem lent hafi í beinni skerðingu sé nokkru lægra en menn hafi átt von á. Það komi á óvart, en hins vegar þurfi að hafa þann fyrirvara á um lækkun starfs- hlutfalls að frekar hafi verið spurt út í lækkun þess frá fullri vinnuviku en til dæmis minnkun á yfirvinnu. Þá virðist skerðing launa og starfshlutfalls vera mun tíð- ari hjá launamönnum á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi, auk þess sem skerðing er algengari og meiri hjá körlum en konum. Í könnuninni kemur fram að 85% þeirra sem nú eru atvinnulausir hafa misst vinnuna eftir bankahrunið í byrjun október. Atvinnulausir nálgast nú ellefu þúsund. Íslendingar orðnir svartsýnir Þá óttast 24,2% þeirra sem eru í launaðri vinnu um starf sitt og eru karlmenn á höfuðborgarsvæðinu þar fjölmenn- astir. „Það undirstrikar alvöru málsins að um fjórðungur landsmanna leggist á koddann að kvöldi með áhyggjur af því hvort þeir hafi atvinnu. Auðvitað er það mjög ugg- vænleg staða,“ segir Gylfi. Á sama tíma var gerð hliðstæð könnun víða um Evrópu. „Íslendingar, sú áður bjartsýna þjóð, eru sú Evrópuþjóð núna sem hefur hvað dekksta framtíðarsýn. Það kemur í ljós að áhyggjur manna af at- vinnumissi eru verstar hér af öllum Evrópuþjóðum. Það undirstrikar líka umfang þess vanda sem hér er.“ Gylfi segir könnunina skerpa áherslur ASÍ fyrir endurskoðun kjarasamninga, þar sem hún sýni að atvinnustigið sé það sem almenningur hafi mestar áhyggjur af. Úrtakið var 1.500 manns og svarhlutfall 54,3%. 14% með lækkuð laun  Könnun ASÍ sýnir að starfshlutfall 7% launafólks hafði verið lækkað í desember  Fjórðungur svarenda er með áhyggjur af því hvort hann haldi vinnunni áfram Í HNOTSKURN »Margt bendir til að karlarfari hlutfallslega verr út úr kreppunni. Laun 18% karla hafa lækkað en 8% kvenna. »Starfshlutfall 9% karlahefur verið lækkað en 5% kvenna. »16% svarenda töldu lík-legt að laun sín lækkuðu á næstunni en 73% töldu það ólíklegt. »10% bjuggust við lækkunstarfshlutfalls á næstunni. Gylfi Arnbjörnsson ÁLFT ein lenti í hinu mesta basli þegar hún ætl- aði að komast upp úr vök á Tjörninni í gær en það hafðist á endanum. Makinn fylgdist rólegur með framvindu mála. Tryggð álfta við maka sína er alþekkt og þeir eru aldrei langt undan. Í gær var fjögurra stiga frost í Reykjavík. Næstu daga er því spáð að frostið verði um og yfir frostmarki og því er rétt að fólk gæti að sér því ísinn á Tjörninni gæti reynst ótraustur. Ekki gekk vandræðalaust að komast upp úr Morgunblaðið/Ómar VERÐI tryggingum hf. var heimilt að skerða um 50% bótarétt ökumanns sem olli þriggja bíla árekstri vegna stórfellds gáleysis mannsins við akstur. Þetta er niður- staða Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn slasaðist al- varlega í slysinu og krafðist fyrir dómi viðurkenningar á fullri bótaskyldu úr slysatryggingu ökumanns. Talið var sannað að með aksturslagi sínu þegar slysið varð hefði ökumaðurinn sýnt af sér stórfellt gáleysi og ætti því ekki rétt á fullum slysabótum. Hinn 7. október 2006 lenti maðurinn í umferðarslysi á Kringlumýrarbraut. Hann var ökumaður bifreiðar og lenti í árekstri við aðra þegar hann skipti um akrein. Bif- reið mannsins kastaðist við það yfir á öfugan vegarhelm- ing, þar sem þriðju bifreiðinni var ekið inn í hlið hennar. Maðurinn hlaut umtalsverða áverka í slysinu og brotn- uðu m.a. báðir fætur hans illa. Með bréfi frá Verði tryggingum hf. voru manninum boðnar 50% bætur úr slysatryggingu ökumanns, þar sem félagið taldi aksturslag hans í umrætt sinn hafa verið með þeim hætti að jafna mætti til stórkostlegs gáleysis. Úr- skurðarnefnd í vátryggingarmálum staðfesti ákvörðun Varðar og sagði að maðurinn hefði skipt um akrein án þess að viðhafa nægjanlega aðgæslu og ökuhraði hans virðist hafa verið alltof mikill með tilliti til frásagnar vitna og ummerkja á vettvangi. Fyrir dómi var lögð fram álitsgerð prófessors við verk- fræðideild Háskóla Íslands sem gerði rannsókn á öku- hraða bifreiðar mannsins þegar hann missti stjórn á henni. Niðurstaða prófessorsins var að maðurinn hefði sennilega verið á 137 km/klst., mögulegur lágmarkshraði væri 112 km/klst. en hámarkshraði 164 km/klst. Mað- urinn hélt því sjálfur fram að hann hefði verið á 80-90 km hraða. Héraðsdómur taldi sýnt fram á að maðurinn hefði verið á meiri hraða en hann sagði sjálfur. Því til stuðnings er bent á framburð vitna um að maðurinn hafi ekið hratt, og skemmdir á bifreiðunum. Þá liggur fyrir að bifreið mannsins kastaðist við fyrri áreksturinn 80 metra upp í mót, yfir umferðareyju og á aðra stærri bifreið sem við höggið fór út af veginum. Síðast en ekki síst er vísað til fyrrnefndrar álitsgerðar prófessorsins. the@mbl.is Heimilt var að skerða bótarétt vegna gáleysis SAMTÖK um 38.000 evrópskra flugmanna, ECA, sem Félag ís- lenskra atvinnu- flugmanna er að- ili að, fagna nú útkomu nýrrar skýrslu sem sýnir þörf á strangari reglum í flugör- yggismálum í Evrópu. Skýrslan tengist hvíldar- tíma flugmanna og byggist á vísinda- legum niðurstöðum um svefnþörf og starfshæfni þeirra sem þjást af of- þreytu, en talið er að 15-20% allra flugslysa og flugatvika tengist of- þreytu flugmanna sem látnir eru vinna margar langar vaktir með of stuttu millibili, og hafa því skerta at- hyglisgáfu í vinnunni. Samkvæmt upplýsingum frá ECA hafa samtök flugfélaga í Evrópu þegar hafið málflutning gegn skýrsl- unni til þess að draga úr vægi henn- ar, m.a. með því að reyna að tengja höfunda hennar við stéttarfélög flug- manna, eða halda því fram að gjald- þrotum fjölgi ef öryggisreglur verða hertar. „Farþegar og áhafnir eiga rétt á því að hagnast á ströngum og vís- indalegum öryggisstöðlum. Evr- ópskar reglur verða að tryggja að áhafnir séu hæfar til að starfa, lausar við ofþreytu,“ segir í fréttatilkynn- ingu sem samtökin ECA sendu frá sér í gær. Meira ör- yggi í far- þegaflugi Öryggi Flugmenn þurfa að hvílast. Þreyttir flugmenn valda um 20% slysa LÖGREGLAN hefur til rannsóknar slysatilkynningu sem reyndist vera gabb. Er málið litið mjög alvarlegum augum. Hringt var í Neyðarlínuna síðdegis á laugardag og tilkynnt um bílveltu á Eyrarbakkavegi við veit- ingahúsið Hafið bláa. Jafnframt var sagt að fólk væri slasað. Lögreglan sendi tvo sjúkrabíla og einn lög- reglubíl í forgangi á vettvang. Síðar kom í ljós að um gabb var að ræða. Óþekktur karlmaður hringdi í konu og bað hana að tilkynna um „slysið“. Konan, sem þekkti ekki þann sem hringdi, var með öllu grun- laus og hafði enga ástæðu til að ve- fengja manninn. Slysagabb í rannsókn Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis fær ekki annað séð en að enn kunni að vera uppi sama staða, af hálfu Reykjavíkurborgar og annarra eig- enda Orkuveitu Reykjavíkur, og sú sem fram kom við vinnu stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveitunnar snemma árs 2008. Þ.e. að Orkuveitan sé ýmist talin starfa á sviði einkaréttar eða á sviði opinberrar stjórnsýslu. Þetta ræður umboðsmaður af þeim upplýsingum sem hann hefur aflað um framgang REI-málsins í kjölfar skýrslu og tillagna stýrihóps- ins, afstöðu Reykjavíkurborgar og hvernig málið var afgreitt á fundi eigenda OR í febrúar 2008. REI-málið svonefnda, sem hlaust af fyrirhugaðri sameiningu dótt- urfélags Orkuveitunnar við Geysi Green Energy, þótti áfellisdómur yf- ir stjórnsýslu í borginni á sínum tíma og snerist m.a. um reglur um stjórnendavald yfir OR. Því þykir ástæða til að þetta sé skýrt. Meðferð valdsins óbreytt? Í gær var á heimasíðu umboðs- manns sagt frá fyrirspurn hans til borgarstjórnar á gamlársdag, um framgang málsins. Þar kemur fram að honum hafi ekki verið kynntar frekari ákvarðanir eða ráðagerðir um breytingar á reglum um meðferð eigendavalds sveitarfélaganna innan OR eða um stöðu fyrirtækisins al- mennt frá því í svari við bréfi sem hann ritaði í febrúar 2008. Umboðsmaður spyr enn um REI-mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.