Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650k r. Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! - S.V., MBL Fyrir sum verkefni þarftu einfaldlega atvinnumann 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM - H.E. DV „Ástralía... er epísk stórmynd sem sækir hugmyndir í kvikmyndasöguleg stórvirki á borð við„Gone with the wind“ og„Walkabout“. - S.V. Mbl - H.E. DV - S.V. Mbl Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 Transporter 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Australia kl. 6:30 - 10 B.i. 12 ára Inkheart kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára The day the earth stood still kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30 B.i. 12 ára Fyrir sum verkefni þarftu einfaldlega atvinnumann „HÖRKU HASAR MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI“ ÆVINTÝRAMYND AF BESTU GERÐ Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur galdra og ævintýra lifnar við Stærsta BOND-mynd allra tíma! 650k r.6 50kr. 650k r. 650k r. Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur galdra og ævintýra lifnar við ÆVINTÝRAMYND AF BESTU GERÐ „HÖRKU HASAR MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI“ HEIMILDAMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Seven pounds kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Australia kl. 5:30 - 9 B.i. 12 ára Skoppa og Skrýtla kl. 6 LEYFÐ Taken kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Seven Pounds kl. 8 - 10:10 LEYFÐ Australia kl. 7 B.i.12 ára Inkheart kl. 5:50 B.i. 10 ára Skoppa og Skrítla í bíó kl. 5:50 LEYFÐ Saw 5 kl. 10:10 B.i.16 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, SÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI “...BESTA MYND FRIÐRIKS ÞÓRS Í LANGANTÍMA“ - S.V., MBL “RAKLEITT Í HJARTASTAД - DÓRI DNA, DV “ÁN EFA BESTA HEIMILDAR- MYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ AF ÍSLENDINGUM... ...FULLT HÚS STIGA” - ÓMAR FRIÐLEIFSSON Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Í SUNNUDAGSBLAÐINU birti Morgunblaðið gengisvísitölu hljómsveitarinnar Sigur Rósar, þar sem farið er yfir feril hennar með tilstuðlan grafs. Tæpt er á helstu há- og lágpunktum í ferl- inum og einnig er grein gerð fyrir plötusölu. Blaðamaður sló á þráð- inn til Sigur Rósarliðans Kjartans Sveinssonar og innti hann eftir við- brögðum við úttektinni atarna. Kjartan hafði reyndar ekki séð grein- ina en hann og blaða- maður rúlla í gegnum þetta í hægðum sínum í gegnum símalínuna. Kjartan er með netá- skrift að blaðinu og því hæg heimatökin að fletta herlegheitunum upp í svofelldu pdf-sniði. Kjartan er hressilega hreinskilinn með þetta allt saman, fyrir löngu hættur að nenna „þetta er bara frábært!“ leiknum og hefur út á ýmislegt að setja. Allan tímann finnur maður þó sterkt fyrir glottinu og einstaka hláturgusur leka og í gegn- um tólið. Kjartan tekur þetta hæfilega alvarlega en stenst ekki mátið að skjóta hér og hvar. Vanilla Sky drasl „Ja … fyrir það fyrsta eru þessar sölutölur í tómu rugli,“ segir hann. „Ég held að Ágætis byrjun sé ekki komin upp í milljón eintök. Og það getur ekki verið að Með suð í eyrum … sé búin að seljast í 800.000 eintök- um! Ég trúi því ekki. Það er alltaf fleira fólk að mæta á tónleika en plötusala fer stöðugt minnk- andi um heim allan. Netið … helvítis netið (kím- ir).“ Kjartan rúllar í gegnum textann sem fylgir grafinu og hugsar upphátt með sjálfum sér („jú jú … þarna vorum við á gamla Grand Rokk,“ „já, þarna vorum við að líma saman umslagið“, „ég spilaði nú bara einu sinni á þverflautu … æ já, það er kannski verið að meina „Olsen Ol- sen“ … “). „En svo er mjög ósáttur við þessa dýfu þarna,“ segir hann og vísar í að línan vísar niður frá 2001 og alveg að árinu 2005 er Takk … kom út. „Já, þú mátt hafa það eftir mér að ég er alveg gríðarlega ósáttur. Þessi dýfa er alveg ferleg. Þessi tími … í kringum svigaplötuna … hann var góður og dramatískur.“ Kjartan er farinn að dæsa. „Og hvað er alltaf verið að taka út þetta Van- illa Sky-dæmi? Við höfum margoft lýst því að við vorum mjög ósáttir með þessa blessuðu mynd hans Cameron Crowe. Svo er alltaf verið að sirka hana út sem eitthvað sérstakt.“ Sorpblaðamennska Kjartan er nú að kominn að enda grafsins. „Já, ég sé að við erum u.þ.b. þremur millimetr- um frá því að vera goðsagnir. Ætli ég verði ekki samt að ná í reglustiku til að hafa þetta á hreinu.“ Og nú getur Kjartan ekki annað en látið vaða af krafti. „Æi … þetta er nú meiri vitleysan, svona blaðamennska. Ég hef svo litla þolinmæði fyrir svona æfingum. Að setja feril fólks upp í einhver gröf. Þetta er sorpblaðamennska á hæsta stigi (hlær). En svona er þetta. Tímarnir breyt- ast … og Mogginn með.“ 3 mm frá því að vera goðsagnir Kjartan Sveinsson, liðsmaður Sigur Rósar, bregst við gengisvísitölu sveitar sinnar 1996 Goðsagnir Ofurstjörnur Stjörnur Frægir Þekktir Efnilegir Óþekktir Gengisvísitala Sigur Rósar 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 20071994 19951993 2008 500 eintök 2009 1 3 5 6 Gefur út sitt fyrsta, og eina lag undir nafninu Victory Rose. Lagið heitir Fljúgðu og kom út þann 17. júní 1994 á safnplötunni Smekkleysa í hálfa öld. Jónsi og félagi hans Kjartan Sveinsson taka þátt í Músík- tilraunum með hljómsveitinni The Bee Spiders. Kjartan spilar í nokkur skipti með Victory Rose á þverflautu í kjölfarið. Hljómsveitin skiptir um nafn, verður Sigur Rós, og spilar við hvert gefið tækifæri. Liðsmenn, er voru þekktir fyrir afar hippalegt útlit, klippa sig allir á sama tíma. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Von, kemur út á Skært lúðrar hljóma seríu Smekkleysu. Selst lítið, en eykur hróður sveitarinnar er þykir þá þegar mögnuð tónleikasveit. Kjartan Sveinsson gengur formlega til liðs við sveitina sem hljómborðsleikari, eftir að hafa verið viðloðandi hana í marga mánuði. Eru orðnir mjög vinsæl tónleikasveit og spila á þremur lykiltónleikum. Á Íslensku tónlistarve- rðlaununum ´98 þar sem Björk sér þá í fyrsta skipti, fyrir upptöku Popp í Reykjavík á mögnuðum tónleikum í Loftkastalanum og svo á litlum tónleikum í kapellunni á Valsvelli þar sem erlendir útsendarar sjá þá í fyrsta sinn. Vonbrigði, er skartar endurhljóð- blandanir af Von, kemur út. Sigur Rós fær fyrst útvarpsspilun með laginu Leit að lífi. 2 Það vekur athygli að Ágúst trommari, er samdi einnig marga textana á Ágætis Byrjun, hættir í sveitinni eftir útgáfu-tónleika þeirra í Íslensku óperunni. Orri Páll Dýrason er fljótlega fenginn í staðinn. Smáskífa Sigur Rósar, Svefn-G-Englar, er valin smáskífa mánaðarins hjá NME. Leikstjórinn Cameron Crowe fær að nota tvö lög sveitarinnar í nýrri mynd sinni Vanilla Sky. Liðsmenn nýta fyrirframgreiðslur á plötusamningum sínum til þess að gera hljóðver úr gamalli sundlaug í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Ágætis Byrjun fær útgáfu í Bandaríkjunum og sveitin verður heimsþekkt í kjölfarið. Gefa út 1000 eintaka EP- plötu með upptökum þeirra og Steindórs Andersen er fer með íslenskar rímur. Nafnlausa platan eða ( ) kemur út. Sveitin ruglar heimspressuna í ríminu með því að nefna hvorki plötuna né lög hennar. Raul er í stað texta, eins og hafði ávallt verið hefðin hjá sveitinni á tónleikum, og liðsmenn kalla „tungumálið” vonlensku. Vinna verkið Hrafna- galdur Óðins sem er frumflutt á Listahátíð Reykjavíkur í Laugar- dalshöll við mikið húllumhæ. Fá boð um að gera dansverkið Ba Ba Ti Ki Di Do fyrir Merce Cunningham. Sigur Rós sá um fyrri hluta verksins en Radiohead þann seinni. Breiðskífan Takk... kemur út og sveitin endurheimtir fyrri vinsældir sínar. 4 Eftir heljarinnar tónleikaferðalag um heiminn snýr Sigur Rós aftur heim og býður Íslendingum óvænt upp á fjölda frírra tónleika, víðs vegar um landið. Sú tónleikaferð er kvikmynduð og gefin út sem myndin Heima ári síðar. Gefa út plöturnar tvær Hvarf-Heima í tengslum við útgáfu kvikmyndarinnar Heima. Plöturnar innihalda órafmagnaðar upptökur, hljóðversupptökur af eldri óútgefnum lögum er sveitin hafði spilað ítrekað á tónleikum og svo tónleikaupptökur. Vinna með upptökustjóranum Flood að breiðskífunni Með suð í eyrum við spilum endalaust sem er unnin hraðar en eldri plötur sveitarinnar. Myndband lagsins Gobledigook er bannað á MTV, YouTube og PoppTí vegna saklausra skota af nöktum ungmennum í villtri náttúrunni. Málið vekur mikla athygli. 313 eintök 1 Milljón eintök 500.000 eintök 800.000 eintök 800.000 eintök 100.000 eintök Gaman að þessu Kjartan Sveinsson tek- ur gengisvísitölu Sigur Rósar hæfilega alvar- lega. SÆNSKA söngkonan Karin Dreijer Andersson, er tónlistargrúskarar þekkja betur sem annan helming rafdúettsins The Knife, gefur út í dag á netinu fyrstu sólóplötu sína undir listamannsnafninu Fever Ray. Platan, sem er tíu laga, verður svo gefin út á geislaplötu í mars. Stúlkan hefur þegar sleppt einu myndbandi lausu en það er við lagið If I Had a Heart sem verður að telj- ast afar drungalegt. Í því heldur hún uppteknum hætti sínum að fela andlit sitt fyrir heiminum en The Knife hefur nær eingöngu komið fram á ljósmyndum og á tónleikum grímuklædd eða með einhvers kon- ar farða. Dreijer söng einnig slag- arann What Else is There sem norska sveitin Röyksopp gerði vin- sælt, en í myndbandi þess lags sást henni bregða fyrir í örstutta stund á meðan óþekkt fyrirsæta þóttist syngja texta lagsins. Í nýja mynd- bandinu sést Karin bregða fyrir með þykka hauskúpumálningu á andlitinu sem gerir hana nær óþekkjanlega. Aðdáendur The Knife hafa beðið spenntir eftir nýrri plötu en sú síð- asta Silent Shout endaði í topp- sætum á árslistum tónlistarblaða og vefsíðna um allan heim árið 2006. Karin mannar þá hljómsveit ásamt bróður sínum Olaf Dreijer en þau slógu fyrst í gegn eftir að landi þeirra José Gonzales gerði lag þeirra Heartbeats frægt. The Knife Ein af athyglisverðustu hljómsveitum Svía síðastliðin ár. Karin Dreijer gerir sólóplötu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.