Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is LANDSPÍTALI – háskólasjúkra- hús fór ekki varhluta af þróuninni í efnahagslífinu á liðnu ári. Lækkandi gengi krónunnar hafði veruleg áhrif á rekstrarstöðu spítalans, sem stefndi þó í að verða mun hagfelld- ari en hún hefur verið undanfarin ár ef gengisáhrifum er sleppt, sam- kvæmt upplýsingum um starfsemi spítalans. Rekstrarniðurstöður fyrir árið allt liggja enn ekki fyrir en á fyrstu 11 mánuðum ársins voru útgjöld sjúkrahússins umfram tekjur 2,3 milljarðar sem er 6,8% umfram áætlun. Þyngst vegur 39,6% aukinn kostnaður við lyf sem eingöngu eru til nota innan veggja sjúkrahússins, svonefnd S-merkt lyf. Lægra gengi – meiri kostnaður Alls nam kostnaður vegna þeirra rúmum 2,7 milljörðum króna en var tæpir tveir milljarðar á sama tíma- bili árið 2007. Aukinn kostnaður við S-merkt lyf milli ára nemur því rúmum 777 milljónum, eða 27%. Kostnaður við önnur lyf jókst um 10,4% á sama tímabili og nam rúm- um 1,1 milljarði króna en rúmum milljarði á sama tíma árið 2007. Þennan aukna kostnað má að stórum hluta skrifa á gengisáhrif, enda lyfin keypt að utan og geng- isþróun krónunnar afar óhagstæð. Rekstrarkostnaður annar en við lyf, s.s. við kaup á tækjum og sér- hæfðri sjúkrahúsvöru, fór líka illa út úr þessari þróun og fór 19,3% um- fram áætlun og varð um 9 milljarðar í stað rúmra 7 milljarða eins og áætlað hafði verið. Sá hluti reksturs spítalans sem ekki er háður geng- isþróun krónunnar, launakostnaður, var nánast alveg á áætlun og skeik- aði aðeins um 1%. Í Starfsemisupp- lýsingum er því spáð að árið 2009 verði ár mikilla breytinga á Land- spítalanum. Þar þurfa menn nú að finna nýjar leiðir til að viðhalda þjónustu spítalans í breyttu árferði. Að sjálfsögðu var því ekki ein- göngu um neikvæða þróun hjá LSH að ræða árið 2008 enda urðu heil- miklar framfarir innan veggja spít- alans eins og tekið er saman í Starf- semisupplýsingum. Má þar nefna ágætan árangur við að fækka legu- dögum og innlögnum á ýmsum svið- um, s.s. ný flýtibatameðferð eftir keisaraskurði og ýmsar kven- sjúkdómaaðgerðir, sem hefur fækk- að legudögum um allt að 400 á árinu. Þá var tekin í gagnið göngu- deild langvinnrar lungnabilunar sem hefur fækkað innlögnum meðal þeirra sjúklinga um 80% eða svo. Jákvæður samanburður Þá kemur fram í Starfsemisupp- lýsingum, í samanburði OECD- ríkja sem kynntur var á árinu, að dánartíðni innan 30 daga frá innlögn vegna bráðrar kransæðastíflu er lægri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og að 5 ára lifun kvenna með brjóstakrabbamein er mest á Íslandi af öllum OECD- þjóðunum. Þá má geta þess að á árinu var í annað skiptið haldið staðlað próf fyrir 6. árs læknanema og stóðu þeir sig afskaplega vel, í sumum til- fellum betur en bandarískir sam- anburðarhópar sem prófið er hann- að fyrir. 6,8% yfir áætlun  LSH býr sig nú undir að finna nýjar leiðir til að takast á við kreppuna  Gengi krónu kom niður á rekstrinum á liðnu ári ÞEIM sem leituðu til Landspítalans fjölgaði á fyrstu 11 mánuðum ársins um 4.147 manns frá sama tíma árið 2007, úr 97.541 í 101.688. Er þá vísað til fjölda einstaklinga en ekki fjölda heimsókna því sumir hverjir koma oft á spítalann. Mest hafa sjúkrahústengdar heimavitjanir aukist, eða um 10,1%, úr 12.227 í 13.466. Komum á dagdeildir hefur hins vegar fækkað, frá janúar til nóvember 2007 komu 89.533 á dagdeildir en 85.022 á sama tímabili 2008. Þá hefur meðallengd sjúkrahúslegu styst milli ára, úr 8,9 dögum í 8,1 dag. Fæðingum fjölgaði um 210, voru 2.881 fyrstu 11 mánuðina árið 2007 en 3.091 á sama tímabili árið 2008. Sjúklingum fjölgar Morgunblaðið/ÞÖK Landspítali Rekstrarkostnaður ársins 2008 er nokkuð umfram áætlun, en ýmisleg jákvæð þróun varð þó á árinu FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is HRUN íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, hefur komið illa við sjávarútvegsfyrirtæki víða um land- ið. Þau berjast nú fyrir lífi sínu. Veiðiheimildir margra fyrirtækja hafa verið veðsettar fyrir eignum sem nú eru horfnar en margir eig- endur veiðiheimilda voru umsvifa- miklir á hlutabréfamarkaði, þegar eitthvert líf var með honum. Upplýsingar um í hversu miklum mæli þetta hefur verið gert og hversu mörg lán með þessum veðum eru í uppnámi liggja ekki fyrir ná- kvæmlega, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Einu svörin sem fengust innan úr nýju bönkunum og skilanefndum gömlu bankanna voru þau að „ástæða væri til þess að hafa af þessu miklar áhyggjur“, eins og einn heimildarmanna komst að orði. Atvinnulíf í mörgum sjávarpláss- um í landinu gæti orðið fyrir miklum áföllum, a.m.k. tímabundið, komi til þess að skuldir sjávarútvegsfyrir- tækja leiði til gjaldþrota þeirra. Tugmilljarða kröfur Útlit er nú fyrir að sjávarútvegs- fyrirtæki þurfi að greiða 25 til 30 milljarða króna vegna gjaldmiðla- skiptasamninga sem þau gerðu í fyrra en með þeim ætluðu fyrirtækin að hagnast á styrkingu krónunnar. Samningarnir voru óhagstæðir fyrir fyrirtækin þegar bankarnir féllu og því skulda þau bönkum. Að öllum lík- indum verður samið um að nýju bankarnir kaupi kröfurnar af þeim gömlu miðað við umsamda gengis- vísitölu. Líklegt er talið að hún verði um 175 en það er vísitalan sem var þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir bankana í byrjun október. Hátt í fjörutíu sjávarútvegsfyrirtæki, þar af 33 sem voru í viðskiptum við Landsbankann, eiga mikið undir þessum samningum. Eitt þeirra bæjarfélaga sem eiga mikilla hagsmuna að gæta þegar kemur að gjaldmiðlaskiptasamning- um og veðsettum veiðiheimildum er Grundarfjörður. Kjarninn í atvinnulífi bæjarins er fiskvinnsla. Útgerðarfyrirtækin Guðmundur Runólfsson hf. og Soff- anías Cecilsson hf. fengu á sig mikil högg við fall bankanna. Eignir Soff- aníasar voru að stórum hluta veð- settar fyrir lánum til hlutabréfa- kaupa í bönkunum. Guðmundur Runólfsson þarf að líkindum að greiða umtalsverðar fjárhæðir vegna gjaldmiðlaskiptasamninga. Framkvæmdastjórinn, Guðmundur Smári Guðmundsson, vildi ekki upp- lýsa hversu mikið fyrirtækið þyrfti að greiða vegna samninganna þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær en sagði fyrirtækið vel ráða við það. Alvarleg staða sjávarútvegs- fyrirtækja Veðsettar veiðiheimildir í bönkum Morgunblaðið/Golli Fjöreggið Fiskvinnslan hefur verið lífæð Grundfirðinga. Í HNOTSKURN » Margir útgerðarmenntelja eigendur bankanna hafa beitt sig blekkingum til þess að reyna að hagnast á styrkingu krónunnar á meðan eigendurnir sjálfir veðjuðu á veikingu. » Engar opinberar upplýs-ingar eru til um verðið á veiðiheimildum. Líklegt er tal- ið að það muni lækka hratt. MARGRÉT Oddsdótt- ir, skurðlæknir við Landspítala og prófess- or við læknadeild Há- skóla Íslands, er látin, 53 ára að aldri. Foreldrar Margrétar voru Oddur Pétursson, bæjarverkstjóri á Ísa- firði, og Magdalena M. Sigurðardóttir, hús- móðir og gjaldkeri Menntaskólans á Ísa- firði. Margrét lauk embættisprófi frá læknadeild Háskóla Ís- lands 1982. Hún stund- aði sérfræðinám í skurðlækningum við Yale University School of Medic- ine og sérfræðinám í kviðsjáraðgerð- um við Emory University School of Medicine í Atlanta í Georgíu. Margrét starfaði sem sérfræði- læknir á Landspítala frá 1994 til dauðadags. Hún var ráðin yfirlæknir í almennum skurðlækningum 2002, skipuð dósent í almennum skurð- lækningum við lækna- deild HÍ 1995 og pró- fessor frá 2002. Margrét gegndi marg- víslegum trúnaðar- störfum fyrir Land- spítala og Háskólann og sat í stjórn lækna- deildar þar til hún lést. Hún var brautryðjandi á sviði kviðsjárað- gerða, fyrst í Banda- ríkjunum og síðar hér á landi og eftir hana liggur fjöldi vísinda- greina í alþjóðlegum læknatímaritum. Margrét giftist árið 1985 Jóni Ás- geiri Sigurðssyni, blaða- og frétta- manni, en hann lést árið 2007. Synir þeirra eru Oddur Björn nemi, (f. 1991), Sigurður Árni (f. 1993) og Ragnar Már (f. 1993, d. 1993). Stjúp- börn Margrétar eru Sigríður Jóns- dóttir viðskiptafræðingur og Þor- grímur Darri Jónsson viðskipta- fræðingur. Andlát Margrét Oddsdóttir Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is FJÖLSKYLDUFAÐIR hefur sent borgarráði bréf þar sem hann krefst þess að jafnræðis sé gætt og góðra stjórnsýsluhátta. Hann keypti ásamt vinafjölskyldu tvíbýlislóð í Úlfarsár- dal fyrir rúmlega 32,5 milljónir króna árið 2007. Borgin greiðir nú verðbætur til verktaka, þrátt fyrir að það hafi ekki staðið í upprunalegum samningi á sama tíma og hún neitar fjölskyldum um að skila útboðslóðum, þar sem slíkt ákvæði hafi ekki verið í samn- ingnum. „Þar stóð heldur ekki að ekki mætti skila henni,“ segir hann. Staðan sé bagaleg. „Við fjölskyld- urnar, sem sitjum uppi með lóðirnar, fáum enga úrlausn en verktakarnir, sem gerðu samningana, geta nú þeg- ar verðbólgan fer af stað fengið verð- bætur upp á 250 milljónir fyrir áður óverðtryggða samninga.“ Í fundargerð borgarráðs frá því 20. desember voru drögin að sam- komulagi Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins um verðbæturn- ar lögð fram og samþykkt með 4 at- kvæðum gegn 1. Borgarfulltrúi Vinstri grænna mótmælti og bókaði: „Ekki verður séð að samkomulagið sé byggt á sanngirnissjónarmiðum, enda eru verðbætur aftur í tímann við einn aðila umfram aðra í því ástandi sem nú ríkir illa réttlætan- legar.“ Samið var við þá sem höfðu tekið að sér verk á vegum borgarinn- ar eftir 1. mars 2008. Fjölskylduföðurnum var ráðlagt í banka að taka erlent lán fyrir lóðinni þrátt fyrir að eiga fyrir henni. Í út- reikningum var gert ráð fyrir að vextirnir af innlánum hans myndi á fáum árum greiða lóðarverðið niður. Erlenda lánið hefur hækkað um helming og innlánið dekkar því ein- ungis um helming lánsins. Undrast ójafnræði og að vera stefnt í skuldafen  Fjölskylda í fjárhagsvanda eftir að hafa fjárfest í útboðslóð Í HNOTSKURN »Þeir sem keyptu lóðir í út-boði hjá Reykjavíkurborg fá ekki að skila þeim. Það stóð ekki í skilmálum. »Lóðirnar seldust á tugimilljóna króna. Þeim var síðar úthlutað í Úlfarsfelli fyr- ir mun lægri upphæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.