Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 ÖRYGGISMÁL Valur Ingimund- arson prófessor í sagnfræði við HÍ. B orgaralegar áherslur í ör- yggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins sam- rýmast þeim verkefnum sem Íslendingar hafa tekið þátt í á al- þjóðavettvangi,“ segir Valur Ingi- mundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og sérfræð- ingur í varnarmálum, þegar hann er inntur eftir því hvernig stefna Ís- lands í öryggis- og varnarmálum félli að stefnu ESB. „Meðal þeirra verkefna sem ESB hefur tekið að sér er að styrkja inn- viði réttarríkisins og efla löggæslu í þeim ríkjum sem það hefur haft af- skipti af í umboði Sameinuðu þjóð- anna, til dæmis með því að senda dómara, lögfræðinga og lögreglu- menn á vettvang. Sambandið veitir einnig 55 prósent af allri þróun- araðstoð í heiminum. Það væri því ekkert því til fyrirstöðu að Íslend- ingar tækju þátt í aðgerðum ESB, eins og þeir hafa reyndar gert áður, til dæmis í Makedóníu.“ Ekki hernaðarbandalag Hann bætir því við að Evrópu- sambandið sé ekki hernaðarbanda- lag í sama skilningi og NATO. „Þótt ESB hafi stofnað 1.500 manna fjölþjóðlegar átakasveitir – auk þess sem það setti sér það markmið að koma sér upp 60.000 manna hraðliði árið 1999 – og sent hermenn til svæða eins og Bosníu, Kongó og Tsjad, er áherslan enn sem komið er fyrst og fremst á borgaralegar aðgerðir,“ segir Valur. Líklega veigamesta atriðið sem snýr að Íslandi og ESB í utanríkis- og öryggismálum varðar spurn- inguna um öryggistrygginguna sem aðild að bandalaginu veitir. „Ef við tölum almennt um Evrópusambandið sem öryggis- bandalag fjallar ein efnisgrein í Lissabon- sáttmálanum sér- staklega um þetta álitamál,“ segir Valur. „Þar felst nokkurs konar yfirlýsing um samstöðu aðildarríkj- anna ef eitt þeirra verður fyrir hryðju- verkaárás eða náttúruhamförum, eða öðrum hamförum af mannavöldum. Sér- staklega er tekið fram að það taki einnig til hernaðarlegs stuðn- ings. Síðan er þetta ákvæði reyndar útvatnað með því að segja að það séu aðildarríkin sjálf sem geti ákveðið viðbrögð sín. Hér er því ekki um beina skuldbindingu um aðgerðir að ræða. Þar sem flest aðildarríki ESB eiga einnig aðild að NATO var ekki vilji til að styrkja öryggistryggingu sam- bandsins frekar. Ef við horfum til öryggistryggingar Atlantshafs- bandalagsins, það er að segja til 5. greinar Atlantshafssamningsins, um að aðildarríkin skuli koma hvert öðru til hjálpar ef ráðist yrði á eitt þeirra, er það ekki skilgreint nánar í hverju þau viðbrögð skuli felast. Það þýðir að hvert aðild- arríki getur ákveðið það upp á eig- in spýtur. Munurinn felst í því að Evrópusambandið leggur meiri áherslu á að bregðast við þver- þjóðlegum og borgaralegum hætt- um, á meðan áhersla NATO er á hernaðarógnir.“ Yrði að sýna samstöðu Ljóst sé að mikill þrýstingur yrði á ESB að koma einstökum að- ildarríkjum til hjálpar í neyð. „Það á við um ESB eins og önn- ur pólitísk bandalög: Nauðsynlegt er að sýna slíka samstöðu til að halda trúverðugleik- anum út á við. Hins vegar hafa orðið breytingar á þeim ógnum sem miðað er við. Það hefur leitt til endurskilgreiningar öryggishugtaksins. Áherslan hefur færst frá hernaðarlegum þáttum yfir á sam- félagslegt öryggi, eins og umhverfisógnir, skipulagða glæpa- starfsemi, efnahags- legan óstöðugleika og netógnir, svo eitthvað sé nefnt. Munurinn á ytri og innri hættum er með öðr- um orðum að þurrkast út. Núverandi hugmyndafræði gengur út á að þetta sé allt sam- tengt. Meira að segja í Atlants- hafsbandalaginu, sem er fyrst og fremst hernaðarbandalag, er lögð áhersla á að samræma hern- aðarlega þætti og borgaralega.“ Áþreifanleg áhrif hryðjuverkastríðsins Inntur eftir rótum þessarar breyttu stefnumótunar vestrænna ríkja vísar Valur til endaloka kalda stríðsins og þeirrar tvípóla heims- myndar sem einkenndi það. Síðan hafi friðargæsluverkefni á Balkanskaga, hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin og hernáms- stjórnir í Afganistan og Írak eftir innrásir í ríkin leitt til meiri áherslu á samvinnu hernaðarlegra og borgaralegra stofnana til að bregðast við „óvini“ sem ekki sé eins vel skilgreindur og í kalda stríðinu eða til að koma á pólitísk- um stöðugleika eftir stríð eins og til dæmis í Írak, Afganistan, Bosn- íu og Kosovo. „Í stefnu ESB í öryggismálum, sem lögð var fram árið 2003, var lögð áhersla á hryðjuverk, skipu- lagða glæpastarfsemi, þrotríki og aðra þætti sem taldir voru kalla á viðbrögð borgaralegra stofnana. Þróunin var í átt til samfélagslegs öryggis. Ef við horfum til fram- tíðar er nú rætt um að uppfæra öryggisstefnu ESB með sömu áherslum, en búast má við mun meiri áherslu á orkuöryggi sem og aðra þætti eins og útbreiðslu ger- eyðingarvopna.“ Evrópusambandið er sem stend- ur mesta efnahagsveldi heims og því eðlilegt að spyrja hvort ætla megi að sambandið fari að beita slagkrafti sínum á alþjóðavett- vangi, líkt og t.a.m. Bandaríkin. Inntur eftir slíkum vangaveltum bendir Valur á að sambandið sé í eðli sínu mjög ólíkt Bandaríkj- unum. Vill gera sig meira gildandi „Eitt markmiðið með stjórn- arskrá Evrópusambandsins, sem var felld, var að gera ESB meira gildandi á alþjóðavettvangi, til dæmis með utanríkisráðherra, en sumum þessara breytinga hefur verið haldið eftir í Lissabon- sáttmálanum. Það er augljóst að sambandið vill fá meiri pólitísk áhrif, eins og í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs, en það verð- ur öðruvísi áhrifavaldur en Banda- ríkin. Þótt Bandaríkin séu enn í sérflokki sem heimsveldi er það að mörgu leyti frekar gamaldags þjóðríki, sem túlkar alþjóðamál þröngt út frá því sem stjórnvöld túlka sem þjóðarhagsmuni. Innan ESB er áherslan hins vegar á fjöl- þjóðlega samvinnu við lausn vandamála, þótt einstök aðildarríki fari vitaskuld sínu fram í krafti eigin utanríkisstefnu eða setu í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna.“ Valur bendir því næst á þann mun sem sé í ákvarðanatökuferl- inu hjá ESB og Bandaríkjunum, sem liggi öðrum þræði í því að Bandaríkin „áskilji sér rétt til að gera hluti einhliða ef þau telja það þjóna hagsmunum sínum“, en ESB þurfi að taka mun meira mið af ólíkum sjónarmiðum í ákvarð- anatökuferlinu. Hvað hernaðar- umsvif áhrærir sé einnig ólíku saman að jafna. „ESB sendir ekki hermenn í neinar viðamiklar hernaðar- aðgerðir nema með þátttöku Breta og/eða Frakka,“ segir Valur Ingi- mundarson. baldura@mbl.is Samrýmast verkefnum Íslendinga  Borgaralegar áherslur í öryggis- og varnarmálastefnu ESB féllu að áherslum Íslands á alþjóðavettvangi  Mikill þrýstingur yrði á Evrópusambandið að koma einstökum aðildarríkjum þess til hjálpar í neyð Valur Ingimundarson VARNIR Robert Coo- per stýrir þeirri deild ráðherraráðs ESB sem fer með mál sem tengjast utanrík- ismálum og pólitísk- um og hernaðarlegum málum (DG for exter- nal and politico- military affairs). Þ að fer auðvitað ekkert á milli mála að slag- kraftur ESB á alþjóðavettvangi er verulegur og Cooper sér kostina við það með skýrum hætti. „Ef þú þarft að semja um viðskipti við Bandaríkin er slæmt að vera lítill. Samninga- viðræður við Bandaríkin um við- skipti eru alltaf blóðugar. En í slík- um samningaviðræðum semjum við (ESB) sem jafningi.“ Það má þó ekki draga þá ályktun af ofangreindum orðum Coopers að hann vilji að ESB verði að ríki, of- urríki. „Nei auðvitað ekki. Það er bara eitt ofurríki (Bandaríkin) og það er alveg nóg,“ segir hann og bætir við að hann sé ekki óánægður með stöðu Bandaríkj- anna sem ofurríkis. „En ef þau eru fleiri er hætta á átökum,“ segir hann. Stöðvað stríð? Cooper segir gríð- arlega mikilvægt að að- ildarríkin komist að sameiginlegri nið- urstöðu í stórum mál- um, aðeins þannig geti Evrópuríki haft áhrif. Þetta hafi berlega kom- ið í ljós í aðdraganda Íraksstríðsins, þá hafi sum ríki (Bretland o.fl.) stutt Bandaríkjamenn og þannig vonast til að hafa áhrif á framgang stríðsins en önnur (Þýskaland, Frakkland o.fl.) verið andvíg stefnu Bandaríkj- anna en um leið viljað hafa áhrif á hana. Afleiðingin af því að ekki náðist samstaða hafi orðið sú að ekkert þessara ríkja hafði áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar. Cooper telur að ef ríki ESB hefðu komist að sameig- inlegri niðurstöðu hefði mátt koma í veg fyrir innrásina. „En auðvitað veit maður þetta aldrei með vissu því þetta gerðist ekki. En hefðu ríki ESB staðið saman og sagt að þau myndu styðja Bandaríkin ef vopna- eftirlitssveitum Sameinuðu þjóðanna yrði gert kleift að ljúka starfi sínu og að það yrði upplýst án vafa hvort Írakar framleiddu gereyðingarvopn, þá hefði orðið erfitt fyrir Bandaríkin að ráðast inn í Írak. Hernaðarlega þurftu Bandaríkin engan stuðning en þetta hefði orðið erfitt pólitískt.“ Íraksstríðið og stefna (eða stefnu- leysi, innsk. blaðamanns) ESB þegar átök blossuðu upp á Balkanskaga um 1990 hafi verið mestu áföll sem sameiginlega utanríkis- og öryggis- málastefnan hefði orðið fyrir. Í báð- um tilvikum hefðu þessir atburðir þó styrkt stefnuna, aukið samheldni að- ildarríkjanna. Þetta sæist m.a. í þeirri sameiginlegu stefnu sem ríkin hefðu gagnvart Íran. Tvö kraftaverk Að þessu leyti var sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnan vonbrigði. En Cooper segir að ESB hafi einnig gert kraftaverk. Raunar tvö. Í fyrsta lagi hafi ESB og for- verar þess stuðlað að friði í álfunni eftir seinni heimsstyrjöldina. Í öðru lagi hafi ESB stuðlað að stöðugleika og lýðræði í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna. Hvorugt hafi verið sjálfgefið, raunar þvert á móti. Saga Evrópu sé uppfull af stríðum og bylt- ingum líkt og þeim sem áttu sér stað í Austur-Evrópu hafi yfirleitt lokið með hörmungum. Allt sem fram hefur komið í þessu viðtali snýst um stóru málin og um stórveldapólitík. En hvernig myndi öryggi Íslands aukast með aðild að ESB? Myndi ESB til dæmis hlutast til um að tryggja öryggi á flutn- ingaleið sem kann að opnast þegar (ef) íshellan á norðurskautinu bráðn- ar? Það er auðheyrt á Cooper að hann hefur ekki hugsað þetta mál til hlítar enda má segja að brýnni mál séu á hans könnu, t.d. að fylgjast með sjó- ræningjum við Sómalíu og frið- argæslu í Georgíu, en þetta er meðal nýjustu verkefna ESB á sviði utan- ríkis- og öryggismála. Varðandi hugsanlega flutningaleið segir hann að þar gætu ýmis lög- fræðileg álitaefni komið upp. Hugs- anlega snerti eitthvert þeirra Græn- land og þar með hefði ESB hagsmuna að gæta. ESB myndi einnig hafa mikinn áhuga á málinu ef það færi að snúast um orkumál og afhendingaröryggi orku, t.d. ef olíu- lindir, „annar Noregur“, væri í set- lögum á sjávarbotni. Ef það tæki hins vegar að hitna verulega í kol- unum, t.d. milli Rússlands og Nor- egs (eða Íslands), myndi NATO væntanlega láta til sín taka enda væri ESB ekki hernaðarbandalag, heldur pólitískt bandalag. Margar hliðar öryggis Cooper benti á að almennt ykist öryggi ríkja þegar þau gengju í ESB. Þetta hefði augljóslega gerst í Mið- og Austur-Evrópu, ekki endi- lega vegna þess að ESB gæti veitt hernaðarlega vernd, heldur ekki síð- ur pólitíska. Öryggi á Írlandi hefði líka aukist, aðildin hefði bætt svo stöðu Íra gagnvart Bretlandi að jarðvegur myndaðist fyrir frið- arsamkomulag á Norður-Írlandi. Ekki mætti heldur gleyma því að ör- yggismál snerust um margt annað en hernað, t.d. mætti setja verulegan þrýsting á ríki með efnahagslegum þvingunum, hætta að selja því gas eða olíu. Á því sviði gæti ESB beitt sér. runarp@mbl.is  Lengri útgáfa er á mbl.is/esb Engin áhrif þegar samstaðan brást  Samningaviðræður við Bandaríkin um viðskipti eru alltaf blóðugar en ESB getur samið sem jafningi  Öryggismál snúast ekki bara um hernaðarátök, heldur ekki síður um efnahagslegar þvinganir Robert Cooper M al ta 0, 03 8 K ýp ur 0, 23 9 (T öl ur fr á 2 0 0 6 ) Lú xe m bo rg 0, 31 9 Ei st la nd 0, 32 9 Li th áe n 0, 37 2 Le tt la nd 0, 39 S ló ve ní a 0, 60 2 B úl ga rí a 0, 63 1 S ló va kí a 0, 92 5 Ír la nd 1, 15 2 U ng ve rj al an d 1, 25 5 Té kk la nd 2, 14 4 R úm en ía 2, 30 3 Fi nn la nd 2, 67 7 A us tu rr ík i 3, 16 8 P or tú ga l 3, 34 3 D an m ör k 3, 66 6 B el gí a 4, 39 8 S ví þj óð 5, 27 2 P ól la nd 6, 97 3 G ri kk la nd 9, 34 6 H ol la nd 9, 85 3 S pá nn 14 ,6 28 Íta lía 33 ,0 86 Þ ýs ka la nd 36 ,9 29 Fr ak kl an d 53 ,5 79 B re tla nd 59 ,7 05 Sa m ta ls ES B 25 7, 32 2 B an da rí ki n 54 6, 78 6 K ín a 58 ,2 65 (Á æ tlu n) Í milljónum Bandaríkjadala á föstu verðlagi 2005 Útgjöld ESB-ríkja til varnarmála Evrópusambandið | Utanríkis- og öryggismál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.