Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 ✝ Munda KristbjörgGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 27. september 1926 . Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir að kvöldi 4. janúar síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 7. júní 1901, d. 10. maí 1977, og Guðmundur Magn- ússon, skipasmiður á Kleifum í Skötufirði, f. 27. júní 1897, d. 23. nóvember 1969. Stjúpfaðir Mundu Kristbjargar var Guðmundur Guð- jónsson, vélstjóri í Reykjavík, f. 10. desember 1883, d. 16. júní 1978. Systkini Mundu Kristbjargar, börn Guðrúnar Jónsdóttur og Guð- mundar Guðjónssonar, eru: 1) Krist- ín, f. 22. júní 1929, d. 6. ágúst 2006, 2) Alfons, f. 10. ágúst 1930, d. 4. febrúar 2007, og 3) Dóra Íris, f. 12. maí 1938, d. 30. janúar 1999. Syst- kini Mundu Kristbjargar samfeðra eru: 1) Magnús Kristinn, f. 24. ágúst 1934, 2) Bjarni Ragnar, f. 14. sept- ember 1936, d. 7. september 1944, 3) Gyða Ólöf, f. 7. nóvember 1940, 4) Hjördís Karen, f. 11. desember 1943, d. 29. júní 1999, 5) Bjarni Ragnar, f. 16. júlí 1945, 6) Ragnheið- ur, f. 22. nóvember 1946, 7) Sveinn Halldór, f. 5. september 1948, og 8) Hildur Rebekka, f. 23. október 1952. Munda Kristbjörg giftist 23. júlí 1949 Helga Ólafssyni, f. 25. desember 1926. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur Óli, f. 24. febrúar 1949, sonur hans Kristbjörn Orri, f. 18. nóvember 1970, kvæntur Björgu Guð- mundsdóttur, f. 29. júlí 1966. Börn þeirra eru Edda Lind, f. 25. ágúst 1989, Karen Ösp, f. 2. júní 1992, og Regína Eik, f. 20. nóv- ember 2002. 2) Guðrún Lára, f. 25. mars 1955, gift Christer Bo All- anson, f. 29. júlí 1953. Börn þeirra eru Fredrik Baldur, f. 15. júní 2002, og Júlía Sunneva, f. 29. desember 2004. 3) Þórólfur Örn, f. 31. ágúst 1959. 4) Hulda Hrönn M., f. 6. júní 1961, 5) Kjartan Orri, f. 19. nóv- ember 1967, kvæntur Guðlaugu Erlu Halldórsdóttur, f. 7. október 1975. Börn þeirra eru Helga Karen, f. 8. febrúar 1991, og Kári Fannar, f. 28. október 2006. Munda Kristbjörg lauk prófi frá Húsmæðraskólanum í Reykjavík vorið 1948 og eftir að hún gekk í hjónaband helgaði hún sig uppeldi barna sinna, fjölskyldu og húsmóð- urstörfum. Útför Mundu Kristbjargar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kallið er komið, komin er nú stundin. Tengdamóðir mín, Munda Krist- björg (Boggý), er fallin frá og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Það var á gamlárskvöld fyrir rétt rúmum 9 árum sem ég kom fyrst á heimili tengdaforeldra minna og tóku þau strax vel á móti mér. Síðan þá eru ófáar stundirnar sem við tengdamamma höfum talað um menn og málefni líðandi stundar í eldhúsinu á meðan feðgarnir voru annars staðar að ræða sín mál. Auðvitað áttum við líka oft öll saman líflegar umræður, ekki síst þegar rifjuð voru upp eft- irminnileg atvik úr ferðalögum þeirra en þau gáfu henni greinilega mikið og hún ljómaði gjarnan við endurminn- ingarnar. Á sumrin sátu þau hjónin oft saman á svölunum á Sunnuveg- inum og hefur það alltaf verið nota- legt að fá að koma til þeirra þar og njóta veðurblíðunnar í skjóli frá myndarlegum gróðrinum. Boggý var mikil áhugamanneskja um blóm og garðrækt, og sést það meðal annars á fallegum garðinum þeirra. Hún hafði þó um nokkurt skeið ekki haft heilsu til að vinna mik- ið í garðinum sjálf sökum stirðleika í fótum en á besta aldri lenti hún í mjög slæmu fótbroti sem hún náði sér aldr- ei alveg af, og þegar árin færðust yfir átti hún orðið frekar erfitt með gang og hafði oft verki sem hún var þó ekki mikið að tala um, frekar en nokkuð annað sem hrjáði hana. Heimilið á Sunnuveginum er hlýlegt og notalegt enda hugsaði Boggý um það af mikilli natni og hafði gaman af að safna fal- legum munum sem hún var iðin við að pússa og fægja. Þegar Helga, dóttir Kjartans, kemur til okkar hefur það fyrsta sem óskað er eftir að gert sé með okkur oftast verið að fara í heim- sókn til ömmu og afa. Þar var henni tekið fagnandi og dekrað við hana, yf- irleitt boðið upp á ís og stundum ekta ömmu-sunnudagssteik sem við nut- um auðvitað líka góðs af. Oft voru líka rifjaðar upp sögur af henni síðan hún var lítil stelpa að skemmta ömmu sinni og afa. Og mikið varð amman glöð þegar við færðum henni þær fréttir að von væri á barni, enda hafði hún beðið nokkuð eftir þeim. Kári okkar varð líka mikill ömmustrákur og veitti hann henni greinilega mikla gleði frá byrjun, líkt og hin barna- börnin hennar. Hún var óþreytandi við að tala og leika við hann þegar við hittum hana. Allra skemmtilegast fannst henni að gefa honum eitthvað gott að borða og undir það síðasta að leika við hann með gamla bíla sem eru margir hverjir farnir að láta á sjá en voru fyrir honum alger gullnáma að komast í og ganga undir nafninu ömmubílar. Hinn 25. október síðast- liðinn varð hún fyrir því óhappi að lærbrotna. Ekki hefði okkur hin grunað þá að hún ætti ekki eftir að koma heim aftur eftir það, en sú varð raunin. Hún fékk þó að skreppa heim til sín á gamlársdag og naut sín vel innan um okkur fjölskylduna og verð- ur sá dagur okkur ógleymanlegur. Börnin, barnabörnin og barnabarna- barnið hennar Mundu Kristbjargar hafa misst mikið og mest hefur Helgi misst þar sem hún var lífsförunautur hans og félagi í gegnum súrt og sætt í 60 ár. Þeim votta ég samúð mína. Guðlaug Erla Halldórsdóttir. Það var kalt og niðdimm þoka um- lukti okkur á fjallavegi í Vestur-Virg- iníu að kvöldi hins 4. janúar. Í bílnum var þögn, allir einbeittu sér að því að reyna að sjá veginn. Síminn hringdi og okkur var tilkynnt að amma á Sunnuvegi væri dáin. Við vorum alls ekki viðbúin slíkum fréttum. Vissum að amma hafði verið mikið veik fyrir jól en henni hafði farið vel fram og við vorum þess fullviss að hún myndi ná sér aftur. Munda Kristbjörg Guðmundsdótt- ir var oftast kölluð Boggý en á okkar heimili var hún kölluð amma á Sunnu- vegi eða langa á Sunnuvegi eftir því hvert okkar átti í hlut. Við hittum Boggý nokkrum sinnum í ferð okkar til Íslands síðastliðið sumar og erum þakklát fyrir það. Okkur fannst amma ekkert hafa breyst, ekkert hafa elst og við héldum að við fengjum að hafa hana í lífi okkar mikið lengur. Það var gott að koma á Sunnuveg- inn. Við vorum alltaf velkomin og sama hversu stuttur fyrirvarinn var, amma átti alltaf nóg af bakkelsi til að slá upp veislu. Yngsti fjölskyldumeð- limurinn, Regína Eik, gerði Boggý að sínu uppáhaldi og var dugleg við að knúsa löngu sína. Við höldum að amma hafi haft lúmskt gaman af því. Regína var framan af nokkuð feimin og það voru fáir sem hún rauk í fangið á. Það tekur okkur sárt að geta ekki verið með fjölskyldunni í dag. Það er á stundu sem þessari sem erfitt er að búa í útlöndum og eiga ekki heiman- gengt. Við þökkum ömmu á Sunnuvegi, Mundu Kristbjörgu, fyrir margar góðar stundir á vegferð okkar í lífinu og biðjum góðan Guð að styrkja afa, pabba og systkini hans á þessum erf- iða tíma. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Hvíl í friði, amma og langa, Kristbjörn Orri, Björg, Edda Lind, Karen Ösp og Regína Eik. Það var bara venjan þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa að leggjast upp í sófa til ömmu og horfa á Glæstar vonir og þar gátum við setið tímunum saman. Svo má ekki gleyma því þegar við spiluðum tveggja manna vist inni í vaskahúsi og amma leyfði mér alltaf að vinna, því ég var svo tapsár. Ég sakna þess þegar við sátum inn í búri, amma og ég, og spjölluðum um dag- inn og veginn á meðan við gæddum okkur á ömmukleinum eða einhverju öðru góðgæti. Maður fór nefnilega aldrei svangur þaðan út. Ferðirnar í sumarbústaðinn eru líka alveg ógleymanlegar. Þá var afi alltaf að brasa eitthvað úti og amma sat í stóln- um sínum og las bækunar sínar og passaði upp á að ég gerði ekki eitt- hvað af mér. Yndislegir tímar. Auðvit- að var það margt annað skemmtilegt sem gerðist sem of langt er upp að telja. Elsku amma mín, mig langar til þess að þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Þín Helga Karen. Munda Kristbjörg Guðmundsdóttir                                       ✝ Elskuleg móðir okkar, dóttir, stjúpmóðir, systir, mágkona og frænka, MARGRÉT ODDSDÓTTIR skurðlæknir og prófessor, Birkigrund 39, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 9. janúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 16. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð styrktarfélagsins Göngum saman, til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Oddur Björn Jónsson, Sigurður Árni Jónsson, Oddur Pétursson, Magdalena M. Sigurðardóttir, Sigríður Jónsdóttir, Hallsteinn Magnússon, Þorgrímur Darri Jónsson, Elías Oddsson, Ingibjörg Svavarsdóttir, Ólöf Björk Oddsdóttir, Valdimar J. Halldórsson, Haukur Oddsson, Margrét Gunnarsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Jón Ólafur Sigurðsson, Pétur Oddsson, Sigurlín G. Pétursdóttir, Sigurður Oddsson, Erla Helga Sveinbjörnsdóttir og systkinabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hrafnagili, síðast til heimilis á Heiðarvegi 40, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, föstudaginn 9. janúar. Jarðarför hennar fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Hrafnhildur Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Georg Hermannsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR INGIMUNDARSON, Gvendur á Garðstöðum, bifvélavirki, Lindartúni, Garði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, föstudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, föstudaginn 16. janúar kl. 14.00. Helga Sigurðardóttir, Sigurður Guðmundsson, Ester Guðmundsdóttir, Þórir Guðmundsson, Ingibjörg Georgsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Þröstur Steinþórsson, Guðjón Guðmundsson, Herborg Valgeirsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR HJARTARSON, Hólabergi 78, Reykjavík, lést miðvikudaginn 7. janúar á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðsungið verður frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 16. janúar kl. 13.00. Jarþrúður Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, ÞÓRUNN SCHEVING THORSTEINSSON, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 9. janúar. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 15. janúar og hefst kl. 11.00. Hólmfríður Jónsdóttir, Þorlákur Gestur Jensen, Jón Múli Franklínsson, Stefán Scheving Thorsteinsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.