Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Hvað gerir krakki sem erheillaður af tónlist oglangar að verða tónlist- armaður, þegar pabbi segir nei, nei, en mamma segir já, já? Hann lærir tónlist og verður tón- listarmaður. Þannig var Georg Friedrich Händel, jafnaldri Bachs og Do- menicos Scarlatti, fæddur 1685 í Halle í Þýskalandi, búsettur á Eng- landi bróðurpart ævi sinnar.    Händel er í dag metinn meðmestu jöfrum tónlistarsög- unnar og þótt barnsárin hafi verið erfið með allskonar laumuspili (í orðsins fyllstu merkingu), þá hafði hann til þess kjark unglingur að aldri að hætta í laganáminu sem faðir hans hafði þvingað hann í, til þess að verða organisti í heimabæ sínum. Eins og títt var um tónlist- armenn á þessum tíma og þrátt fyrir að hann væri afburðagóður organisti, spilaði hann á ýmis önn- ur hljóðfæri – það var ekkert talað um sérhæfingu í þá daga og hann fluttist til Hamborgar þar sem hann varð fiðluleikari og semb- alleikari í óperuhljómsveitinni í Hamborg. Já, við erum að tala um árið 1704 og óperuhús. Kannski var það þar sem líkindin með Händel og Bach fóru að greinast í sundur. Händel kolféll nefnilega fyrir því unga listformi sem óperan var, listformi sem Bach virðist ekki hafa haft nokkurn áhuga á að reyna sig við. Händel byrjaði strax að semja óperur og þær fyrstu voru frumsýndar skömmu eftir komuna til Hamborgar.    Það er auðvelt að setja sig í sporHändels. Hann var ungur, ákafur og um fram allt efnilegur, og á Ítalíu var bókstaflega „allt að gerast“ í tónlistinni. Tækifærið kom þegar Medici-fjölskyldan bauð honum í heimsókn og til Ítalíu fór hann. Illu heilli hafði páfinn sett bann á óperuflutning á Ítalíu en Händel var klókur og samdi andleg verk, en í óperustíl, með resitatív- um, aríum og kórum, og gat þann- ig æft sig í óperusmíðum, þótt efni- viður verkanna væri trúarlegur. Þegar banninu var aflétt, árið 1707 var hann ekkert að slóra við smíði ópera og fékk nokkrar þeirra sett- ar upp á Ítalíu næstu árin. Ef til vill hefur Händel talið það afturhvarf að sækja um fast brauð heima í Þýskalandi, en það gerði hann árið 1710, og eflaust án þess að vita hvaða ævintýri biðu hans handan við hornið. Hann réðst til tónlistarstjórastarfa við hirð Georgs kjörfursta í Hannover, en hann var náfrændi Önnu Breta- drottningar. Við dauða hennar erfði Georg krúnuna og varð Georg fyrsti Englandskonungur. Händel, jafn ákafur að skoða heim- inn og fylgjast með því nýjasta í tónlistinni hafði flust til Englands 1712 í vinnu hjá Önnu drottningu og hjá Georg fyrsta eftir hennar dag. Händel varð vinsæll á Englandi og efnaðist mjög sem stjórnandi Konunglegu tónlistarakademíunn- ar og King’s-leikhússins. Þá starf- aði hann einnig fyrir Konunglegu óperuna í Covent Garden þar sem fjölmargar óperur eftir hann voru frumfluttar.    Händel samdi ekki bara óperurþótt þær vegi þungt í verka- safni hans. Óratoríusmíð átti líka vel við hann, en oft voru skilin milli þeirra og óperanna einungis efniviðurinn og uppfærslumátinn, því óratoríurnar voru fluttar í tón- leikaformi. Händel átti létt með að semja og tækifæristónlistin sem hann samdi fyrir þá konungbornu af margvíslegum tilefnum er með- al þess vinsælasta sem hann skóp. Vatnatónlistin, samin fyrir veislu á Thames 1717 var gjöf til Georgs fyrsta og Konunglega flugelda- tónlistin var gjöf til sonar Georgs, Georgs annars árið 1749. Tólf þús- und manns tróðust að til að hlusta á frumflutninginn; þrír létust í troðningnum, þar af trompetleik- ari í hljómsveitinni. Viðskiptaveldi Händels í óp- eruheiminum fór á hausinn um 1740 og hann tapaði gríðarlegum fjármunum. Hann náði sér þó á strik og mitt í upprisunni samdi hann verkið sem hæst hefur borið nafn hans, Messías. Í fræðilegum skilningi er Messías ekki óratoría, vegna þess að verkið hefur ekki óslitinn söguþráð. Verkið, meira í ætt við mósaíkmyndir af lífi og dauða frelsarans er þó yfirleitt kallað óratoría.    Eftir fyrri fjárhagsleg áföll efn-aðist Händel aftur og þegar hann lést lét hann eftir sig gríð- armikla fjármuni, sem frænka hans í Þýskalandi erfði að mestu, en líka þjónustufólkið hans, góð- gerðarstofnanir, vinir og aðrir vandamenn. Hann var nær blindur þegar hann lést, árið 1759. Síðustu tónleikarnir sem hann stjórnaði var flutningur á Messíasi. Meira en þúsund manns fylgdu honum þeg- ar hann var borinn til grafar eins og fyrirmenni í Westminster Ab- bey. Þess er minnst víða um heim að í ár eru liðin 250 ár frá andláti hans. Händel – heimsmaður með höfðingjum Georg Friedrich Händel Efnaðist vel á flutningi vinsælla ópera sinna. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir » Það má segja aðBach hafi fullkomnað þýsku hefðina, meðan Händel leitaði fanga víðar og fann sér aðrar leiðir. Hann gerði ítalska óperustílinn að sínum og í Englandi tók hann upp á sína arma þau form tónlistar sem Englendingar höfðu lagt rækt við. Lljósmyndavélin er skrán-ingartæki. Maskína semskráir – á filmu eða ístafrænum kóða – það sem mætir linsunni þegar stutt er á takkann. Eitthvert áhugaverð- asta viðfangsefnið innan hins víð- feðma heims ljósmyndunar finnst mér vera þegar unnið er á mark- vissan og agaðan hátt með það svið sem kallast heimilda- ljósmyndun. Þar sem ljósmyndari með þroskaða sýn skráir á form- rænan hátt viðfangsefni í sam- félaginu, svo útkoman myndar sannfærandi heild. Sagan er sögð í stökum ljósmyndum, en á ennþá fyllri hátt þegar fleiri verk koma saman. Við Langholtsveg í Reykjavík er verslunin Beco; sérverslun með hvers kyns vörur fyrir atvinnu- og áhugaljósmyndara. Fyrir innan borð hanga ljósmyndir eftir ýmsa kollega mína, fjölbreytilegt úrval. Ég átti leið á Langholtsveginn á dögunum og var boðið upp á kaffi - þá skoðaði ég enn og aftur þessa ljósmynd Guðmundar Ingólfssonar, sem er ein myndanna í versluninni. Guðmundur, sem er fæddur árið 1946, hefur um árabil verið einn okkar kunnustu ljósmyndara. Iðn- aðarljósmyndari í fremstu röð, en jafnframt afar snjall og persónu- legur heimildarljósmyndari sem hefur sýnt verk sín víða. Hann er okkur hinum góð fyrirmynd í því hvernig hann sameinar vald sitt á tækninni, innsýnina sem hann hef- ur í myndheiminn, og persónuleg stílbrögðin. Segja má að nálgun Guðmundar í hans persónulegu ljósmyndun sé nokkuð þýsk í anda, og ekki óeðli- legt, þar sem hann lærði hjá hin- um kunna ljósmyndara og kennara Otto Steinert í Essen, og var að- stoðarmaður hans um tíma. Þegar ég segi „þýsk í anda“, á ég við að hann notar stórar plötuvélar við ljósmyndunina, sem þýðir að myndirnar eru ofur-skarpar, tærar og formhreinar, hann vandar mjög til hvers ramma og áhorfandinn velkist aldrei í vafa um á hvað hann horfir. Myndraðir Guðmundar eruýmist í lit eða svarthvítu,og áhrifin mismunandi eftir því hvaða miðil hann kýs sér. Í myndröð sem hann gerði af sjoppum í borginni, sem nú eru horfnar, og hann sýndi fyrir nokr- um árum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, tjáðu litbrigðin í verkunum (upplitaðar auglýsingar, dofnandi málningin) vel að þetta var heimur sem hörfaði undan tím- anum. Önnur röð verka Guð- mundar er um jaðar borgarinnar, sem þrýstir sér sífellt lengra inn í náttúruna; þar sýndi liturinn einn- ig vel ofur-raunveruleika aðstæðn- anna. Hér kýs Guðmundur hins vegar að mynda í svarthvítu og eins og gerist í þeim miðli verður áherslan iðulega meiri á sjálft formið. Í svarthvítri mynd verður formræni þátturinn nefnilega að virka, burt- séð frá efninu, á meðan aðlaðandi litur getur dugað til að fleyta lit- myndinni langt inn í huga þeirra sem á horfa. Í viðtali í norskri sýningarskáárið 2005, þegar þessi myndog fleiri úr sömu röð voru sýndar, sagði Guðmundur að hann drægist að iðnaðararkitektúr sem efnivið, „því hann á fyrst og fremst að vera „praktískur“ en ekki „fag- urfræðilegur“. Guðmundur gerði talsvert af því á síðasta áratug að skrá hér á landi slíkan arkitektúr, sem er smám saman að hverfa; um leið og hann skapar persónuleg listaverk eignumst við merkar heimildir um staði og hönnun. Þetta er ein þeirra mynda úr serí- unni sem mér hafa þótt hvað mest heillandi, en hún er tekin inni í tanki – í „draugabænum“ Djúpa- vogi – sem annaðhvort var byggð- ur fyrir lýsi eða olíu. Rýmið vísar í sviðsmynd fyrir ævintýri, sem gæti gerst einhvers staðar í geimnum, eða verið sérhannað fyrir leiksvið, en það er engu að síður hannað með klárt notagildið í huga; píp- urnar í gólfi tanksins eru til að hita seigfljótandi efnið sem hefur fyllt tankinn hér áður. Ljósgjafinn í myndinni er ein- ungis tvö manngeng op. Ljós- myndarinn hefur gætt vel að sam- spili súlnanna, hringformanna á gólfinu, birtunnar og bogadregins veggsins, við að skapa þessa eft- irminnilegu mynd. Hún er ab- strakt í eðli sínu, en engu að síður kaldhömruð skráning á raunveru- legri iðnhönnun. Svona gera snjall- ir ljósmyndarar. Heimild um horfinn tíma MYNDVERKIÐ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Händel var merkisberi þýskrar tónlistarhefðar barokktímans. Það var samtímamaðurinn frægi, Jó- hann Sebastian Bach líka. Báðir voru þeir meistarar orgelsins og báðir sömdu þeir óratoríur, kantötur, kammerverk, kons- erta og allt mögulegt ann- að. Það má segja að Bach hafi fullkomnað þýsku hefð- ina, en Händel leitaði fanga víðar og fann sér aðrar leiðir. Hann gerði ítalska óperustílinn að sínum, og í Eng- landi tók hann upp á sína arma þau form tónlistar sem Eng- lendingar höfðu lagt rækt við. Hann var ófeiminn við nýjungar – hafði beinlínis áhuga á þeim. En hann var líka óragur við að nýta tónlist sína til þrautar og endurnýtti þætti úr eldri verkum í ný. Það var ekkert tiltökumál á þeim tíma að gefa góðri laglínu annað líf. Eilíflega verða þessir þýsku meistarar og jafn- aldrar bornir saman, kannski að ósekju, kannski ekki. Báðir voru þeir risar í tón- listinni, annar kon- ungur á heimavelli, hinn konungur heimsmennsk- unnar. Händel og Bach Jafnaldrinn Jóhann Sebastian Bach. Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari tók þessa mynd í Djúpavík árið 1992. Myndin er 40x50 sm. Hún er tekin á stóra plötuvél, 8x10 tommu filmu – filman er 20x25 sm að stærð sem þýðir að upplýsingarnar í myndinni, og skerpan, eru óviðjafnanleg. Þessi ljósmynd Guðmundar hefur meðal annars verið á sýningu í Galleri ROM í Noregi og birst í tímaritum erlendis. Ljósmyndin Djúpavík er í röð ljósmynda sem Guðmundur tók á nokkurra ára tímabili á síðasta áratug lið- innar aldar, af yfirgefnum iðnaðarmannvirkjum hér á landi, meðal annars af gömlum lýsis- og olíutönkum. Djúpavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.