Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EKKI tóku öll smærri fjármálafyr- irtæki þátt í veðlánaviðskiptum, eins og þeim hefur verið lýst á síðum Morgunblaðsins. Byr sparisjóður og MP banki voru t.d. ekki með slíkar stöður við fall bankanna. „Við töldum þetta of áhættusöm viðskipti,“ segir Styrmir Þór Braga- son, forstjóri MP banka. „Við vildum frekar hafa áhyggjur af okkar eigin rekstri án þess að bæta ofan á þær áhyggjum af rekstri annarra fjár- málastofnana.“ Ragnar Z. Guðjóns- son, sparisjóðsstjóri Byrs, segir að sjóðurinn hafi sem betur fer ekki haft neinar slíkar stöður í haust. Viðskiptin, sem um ræðir, fóru þannig fram að stór banki, Glitnir, Kaupþing eða Landsbanki, gaf út skuldabréf. Smærra fjármálafyrir- tæki fékk þessi bréf að láni, eða keypti þau, lagði inn hjá Seðlabanka Íslands sem veð fyrir láni frá bank- anum. Lánsféð afhenti smærra fyr- irtækið stóra bankanum, en hélt eftir vaxtamuninum, sem gat numið 1-2% af upphæð skuldabréfsins. Ekki í veðlánum Morgunblaðið/G.Rúnar Veðlán Byr sparisjóður var ekki með veðlánastöður hjá Seðlabankanum, þegar viðskiptabankarnir þrír fóru á hliðina síðasta haust. Forstjóri MP banka segir veðlánavið- skipti hafa verið of áhættusöm ● MATSFYRIRTÆKIN þrjú Fitch, Moo- dy’s og S&P telja lánshæfi íslenska rík- isins vera mun lakara nú en það var fyrir bankahrunið í byrjun október. Fyrir fall var lánshæfi ríkisins talið gott, enda skuldir íslenska ríkisins á þeim tíma með því minnsta sem þekktist. Mat fyr- irtækjanna nú er hins vegar að íslenska ríkið verði með þeim skuldugustu í heiminum. Í Morgunkorni Glitnis segir að mat fyrirtækjanna sé að skuldahlut- fall Íslands fari yfir 100 prósent af landsframleiðslu í ár, en skuldir hins op- inbera voru um 29 prósent af lands- framleiðslu fyrir hrun. thordur@mbl.is Lánshæfi ríkisins slæmt               !           ! "!  #$ ! "!  %!  &'!!(!!) *+)!,  - !      ''   !./ ''  0'! 01* 2  *3!/  4 2  56 7 $  8 6   9:!+  &0;<9     ='!/   = 4 "!$  4 +   ! "  #                                >  ' $ ? , @  $  &   BC  CB    C C C B C (    ( ( (      ( ( D BD D DB  D  D  D ( D D  ( ( ( C D ( ( CD D BDB DC DC  D  D  D (  D D (  D (  D  D D *+ $   ' (   B B  (   ( ( (   ( E6 '   !                 B      (   B      C ? ? ? <%F $ <%F %      <%F & ' F      E. G 9        *?&2 EF       <%F ( <%F C     ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar hækkaði um 1,53% og var lokagildi hennar 898,24 stig. Ekkert félag lækk- aði í verði í viðskiptum gærdagsins, en gengi bréfa Straums-Burðaráss hækk- aði um 7,62% og Marels um 1,05%. Velta á hlutabréfamarkaði nam 76 millj- ónum króna, en velta með skuldabréf nam 12,4 milljörðum. bjarni@mbl.is Hækkun í Kauphöll ● VINNA við út- gáfuáætlun rík- isbréfa til að fjár- magna ríkissjóð á þessu ári stendur yfir hjá Seðlabank- anum. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eru vonir bundnar við að ársáætlun í lánamálum ríkisins fyrir árið í heild verði tilbúin í næstu viku. Ríkið mun þurfa á háum fjárhæðum að halda næstu mánuði til að fjármagna rekstur sinn og skuldbindingar. Mikill hallarekstur ríkissjóðs á sama tíma og áætlað er að tekjur muni dragast sam- an og endurfjármagna þarf bankakerf- ið og Seðlabankann vegur þungt. gretar@mbl.is Ársáætlun í lánamálum ríkisins í næstu viku ● HREIN eign lífeyriskerfisins rýrnaði um 11% að raungildi frá upphafi síð- asta árs til nóvemberloka. Eignastaðan batnaði þó heldur í nóvembermánuði, þótt stærstur hluti nafnaukningar eigna hafi verið vegna þess hve gengi krónu var lágt í nóvemberlok. Í tölum um efnahag lífeyrissjóða sem Seðlabankinn birti á föstudag kemur fram að hrein eign til greiðslu líf- eyris var 1.713 milljarðar króna í nóv- emberlok, og hafði þá aukist að nafn- virði um 77 milljarða í mánuðinum. Til samanburðar voru eignir lífeyr- issjóðanna til greiðslu lífeyris 1.697 milljarðar króna í upphafi árs 2008. guna@mbl.is Eignir rýrnuðu í fyrra Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) ákvað á föstudag að veita sér lengri fresti til að meta eignir og skuldir nýju viðskiptabankanna. Sam- kvæmt ákvörðun FME hefur það nú tíma til 15. febrúar til að ákveða hvenær það muni ljúka við og birta verðmat á eignum bankanna. Þegar FME tilkynnti ákvörðun sína um ráðstöfun eigna og skulda Landsbankans hinn 9. október var tekið fram að mati á eignum og skuldum ætti að skila innan 30 daga. Þegar sambærileg ákvörðun birtist vegna Glitnis þremur dögum síðar var búið að lengja frestinn í 60 daga. Þegar ákvörðun um ráð- stöfun eigna og skulda Kaupþings var birt hinn 21. október voru dag- arnir orðnir 90. Nú er ljóst að matið mun ekki liggja fyrir fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. Í ákvörðun vegna nýjustu frest- unarinnar kemur fram að ekki hafi tekist að ljúka verðmatinu innan þess tíma sem til þess var ætlaður, en það er fjármálaráðgjafarfyr- irtækið Oliver Wyman sem hefur umsjón með og annast endurmatið. Samkvæmt tilkynningu FME vegna endurskipulagningar bankanna, sem var birt á heimasíðu þess í des- ember, er aðferðunum sem notaðar verða við matið ætlað að end- urspegla þau verðmæti sem til „langs tíma litið felast í eignum nýju bankanna, en ekki það verð sem fengist við þvingaða sölu við erfiðar markaðsaðstæður“. FME tekur sér lengri tíma til að meta eignir Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is VEXTIR af verðtryggðum lánum banka og sparisjóða eru á bilinu frá um 9% og upp í um 14%, líklega í flestum tilvikum nálægt því að vera þar um það bil mitt á milli. Því má ætla að raunvextir af verðtryggðum lánum séu í flestum tilvikum á bilinu 11-12%. Vextir af óverðtryggðum lánum banka og sparisjóða eru frá um 20% og upp í um 25%. Dráttarvextir sam- kvæmt ákvörðun Seðlabankans eru nú 25,0%. Þar sem verðbólgan mælist nú um 18% eru raunvextir af verðtryggðum lánum því líklega töluvert hærri en af óverðtryggðum lánum. Þessir vextir eru að sjálfsögðu umtalsvert hærri en í boði eru í öll- um nágrannalöndum okkar, enda eru stýrivextir hér það einnig, en þeir hafa mikið að segja um þau vaxtakjör sem bankar og sparisjóðir bjóða upp á. Allt að 5% vaxtaálag Útilokað hefur verið að fá ná- kvæmar upplýsingar um hvaða vaxtakjör almenningi og fyrirtækj- um stendur raunverulega til boða hjá bönkum og sparisjóðum. Ástæð- an er sú að í vaxtatöflum þeirra eru vextir kynntir sem svonefndir kjör- vextir, sem mjög fáum standa til boða, eftir því sem næst verður kom- ist. Ofan á kjörvextina leggjast hins vegar ákveðnir álagsflokkar, sem fara upp í um 5%. Er sagt að það ráð- ist af ýmsum aðstæðum lántakend- anna hve hátt þetta vaxtaálag verð- ur. Þar komi m.a. til viðskiptasaga lántakandans, tryggingar fyrir lán- inu og fleira. Þess vegna er ekki hægt að segja nákvæmar um vaxta- kjör bankalána en að vextir af verð- tryggðum lánum séu á bilinu frá um 9% og upp í um 14%, og að svipað eigi við um óverðtryggð lán. Raunvextir vel yfir 10% Eins og staðan er núna eru raunvextir af verðtryggðum lánum, sem bjóðast hjá bönkum og sparisjóðum, líklega töluvert hærri en af óverðtryggðum lánum Í HNOTSKURN » Kjörvextir af verð-tryggðum lánum voru í kringum 5% fyrir um þremur árum. Þeir voru hins vegar komnir í tæp 9% í byrjun síð- asta árs og hafa verið svipaðir og það síðan þá. » Margt hefur breyst viðfall bankanna. Áður var ráðgjöf, miðlun og fjár- mögnun á yfirtökum stór hluti tekna þeirra. Nú má ætla að vaxtamunur af inn- og útlán- um vegi hins vegar þyngra. ● FJÁRFESTIRINN Beat Siegenthaler, sem hefur stundað mikil viðskipti með íslenskar krónur, ráðleggur við- skiptavinum sínum að halda í þær krón- ur, sem þeir hafa undir höndum. Í bréfi, sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um, segir hann að útlit sé fyrir styrk- ingu krónu á þessu ári og betra sé að bíða með að selja krónur þar til það gerist. Gengi krónunnar styrktist í gær en gengisvísitalan endaði í 219,46 stigum en var 220,10 stig við upphaf viðskipta í dag, samkvæmt upplýsingum frá gjald- eyrisborði Glitnis. Eitthvað er geng- isvísitalan misjafnt skráð á milli banka en Seðlabanki Íslands er hættur að gefa út gengisvísitöluna. bjarni@mbl.is Ráðleggur fólki að selja ekki krónur strax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.