Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 40
GLAMÚR og glæsileiki einkenndu 66. Gol- den Globe-verðlaunahátíðina sem fór fram í Hollywood í fyrrakvöld. Það var kvikmyndin Slumdog Millionaire sem hlaut flest verðlaun á hátíðinni eða fern. Myndin fjallar um munaðarleysingja sem ryður sér leið út úr fátækrahverfum Mumbai á Indlandi og fara óþekktir leik- arar með aðalhlutverkin. Breska leikkonan Kate Winslet vann líka mikinn sigur en hún fór heim með tvær styttur, sem besta leikkona í drama- hlutverki og sem besta leikkona í auka- hlutverki. Hún hefur verið tilnefnd fimm sinnum áður til Golden Globe en vann nú í fyrsta skipti og þykir vel að því komin. Heath Ledger sálugi fékk verðlaun sem besti karlleikari í aukahlutverki fyrir Jóker- inn í The Dark Knight. Það var leikstjóri myndarinnar, Christopher Nolan, sem tók við verðlaununum og minntist Ledger með fögrum orðum svo sumir viðstaddra klökkn- uðu. Besti karlleikari í dramahlutverki var valinn Mickey Rourke fyrir The Wrestler. Rourke hefur snúið aftur með frammistöðu sinni í myndinni en hann skaust upp á stjörnuhimininn í Hollywood með myndinni 9½ vika á níunda áratugnum. Rourke er nú rúmlega fimmtugur og hefur látið á sjá sök- um hnefaleikameiðsla, en árið 1991 ákvað hann að snúa sér aftur að hnefaleikum sem hann hafði stundað áður en leiklistin tók við. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við sigurvegarana í flokki sjón- varpsefnis en þar var Mad Men valin besti dramaþátturinn og 30 Rock besti gam- anþátturinn. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 * GILDIR EKKI Í LÚXUSSALI OG Á ÍSLENSKAR MYNDIR. * Kvikmyndir Kvikmynd, drama: Slumdog Millionaire Kvikmynd, gaman- eða söngleikur: Vicky Christina Barcelona Leikari, drama: Mickey Rourke, The Wrestler Leikkona, drama: Kate Winslet, Revolutionary Road Leikstjóri: Danny Boyle, Slumdog Millionaire Leikari, gaman- eða söngleikjamynd: Colin Farrell, In Bruges Leikkona, gaman- eða söngleikjamynd: Sally Hawkins, Happy-Go-Lucky Aukaleikari: Heath Ledger, The Dark Knight Aukaleikkona: Kate Winslet, The Reader Mynd á öðru tungumáli en ensku: Waltz With Bashir Teiknimynd: Wall-E Handrit: Simon Beaufoy, Slumdog Millionaire Tónlist: A.R. Rahman, Slumdog Millionaire Lag: Bruce Springsteen, The Wrestler Heiðursverðlaun: Steven Spielberg Sjónvarp Dramaþáttur: Mad Men Leikari, drama: Gabriel Byrne, In Treatment Leikkona, drama: Anna Paquin, True Blood Gamanþáttur: 30 Rock Leikari, gaman: Alec Baldwin, 30 Rock Leikkona, gaman: Tina Fey, 30 Rock Stuttþáttasería eða sjónvarpsmynd: John Adams Leikari stuttþáttaseríu eða sjónvarpsmynd: Paul Giammatti, John Adams Leikkona, stuttþáttaseríu eða sjónvarpsmynd: Laura Linney, John Adams Leikari í aukahlutverki: Tom Wilkinson, John Adams Leikkona í aukahlutverki: Laura Dern, Recount Sigurvegarar Glæsilegur Gerard Butler verður að fá að vera með. Tískuslys? Skiptar skoðanir eru um kjól Renee Zellweger. Húðlitað korselettið undir gegnsærri blússunni fer ekki vel. Og hvað með hárið? Sykursæt Cameron Diaz var virkilega flott í Chanel kjólnum sínum. Töffari Mickey Rourke virðir verðlaunastyttuna fyrir sér. Lala Síður jakki Seal er ekki að virka vel og skór Heidi Klum passa ekki við kjólinn sem er annars flottur. Gaman Tina Fey og Alec Baldwin fengu bæði verðlaun fyrir besta leik í gamanþætti fyrir 30 Rock. Blásin Klæðaburður Drew Barry- more var innblásinn af Marilyn Monroe og hárið bara svolítið blásið. Ken og Barbie Brad Pitt og Angelina Jolie klikkuðu ekki á útlitinu. Öðruvísi Leikkonan Maggie Gyllenhaal var töff að vanda og ekki eins og hinar stúlkurnar. Reuters Glæsileiki á Golden Globe Fagnar Kate Winslett með tvennu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.