Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja- og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana. Kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs Háskólatorgi 15. janúar 2009 kl. 15 - 18 Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi ● M e n n ta á æ tlu n E S B ● 7.ra n n só kn a á æ tlu n E S B ● E vró p a u n g a fó lksin s ● M e n n in g a rá æ tlu n E S B ● E U R E S - E vró p sk vin n u m ið lu n ● E n te rp rise E u ro p e N e tw o rk ● N o rð u rsló ð a á æ tlu n ● E u ro g u id a n c e ● e Tw in n in g - ra fræ n t skó la sa m sta rf ● P R O G R E S S - ja fn ré ttio g vin n u m á l ● D a p h n e III - g e g n o fb e ld iá ko n u m o g b ö rn u m ● A lm a n n a va rn a á æ tlu n in ● C O S T Áætlanir sem kynntar verða á Háskólatorgi eru: www.evropusamvinna.is Allir ve lkomnir ! H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n GULLEGIÐ 2009, frumkvöðla- keppni Innovit fyrir íslenska há- skólanema og nýútskrifaða, er nú hafin öðru sinni. Keppnin er að fyrirmynd sams konar keppni við MIT í Bandaríkjunum sem hefur skapað þúsundir starfa og verið stökkpallur nýrra sprotafyr- irtækja. Keppnin er fyrst og fremst hugs- uð sem tækifæri fyrir frumkvöðla til að öðlast reynslu, þekkingu og tengslanet til að koma sínum hug- myndum á framfæri og vinna að stofnun nýrra og öflugra fyr- irtækja á Íslandi. Nokkur sprota- fyrirtæki sem tóku þátt í keppninni í fyrra eða voru stofnuð í kjölfar hennar hafa nú náð glæsilegum ár- angri og má þar nefna fyrirtækin Eff2 techno- logies, Clara, Bjarmalund, Tu- nerific og Vinun. Þátttaka í keppninni er ókeypis og öllum opin svo fram- arlega að í hverju teymi á bak við viðskiptahugmynd sé að minnsta kosti einn háskólanemi eða ein- staklingur sem hefur útskrifast úr íslenskum háskóla á síðustu fimm árum eða lokið háskólanámi er- lendis á sama tímabili. Skráningu viðskiptahugmynda í keppnina lýk- ur 21. janúar nk. Frumkvöðlakeppni fyrir íslenska háskólanema og nýútskrifaða hafin SJÖFN Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, segir samtökin fagna ákvörðun skólastjórnenda Grunnskóla Seltjarnarness, þess efn- is að gefa nemendum hafragraut í morgunmat líkt og Hagaskóli og fleiri skólar gera. „Frábært framtak þar á ferð og nú er rétti tímapunkt- urinn til að huga sérstaklega vel að velferð og líðan barna og ungmenna. Við vonum að þetta verði til þess að fleiri skólar og sveitarfélög taki við sér. Þetta er öflug hvatning fyrir alla aðila,“ segir Sjöfn. Fram kom í Morg- unblaðinu í gær að frá þeim degi gátu nemendur Valhúsaskóla fengið hafragraut tvisvar á dag en í skólanum eru nemendur í 7. til 10. bekk. Yngri nemendur eru í Mýrarhúsaskóla. Heimili og skóli fagnar fríum hafragraut Frítt Fleiri fá nú frían hafragraut. SUS, Samband ungra sjálfstæð- ismanna, hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er þeim breytingum sem Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur lagt til á sviði heilbrigðismála. Með tillögunum sé gerð tilraun til þess að ná fram var- anlegum umbótum á rekstri heil- brigðisstofnana á Íslandi í því skyni að auka skilvirkni og hagræði. Til- lögur ráðherrans feli í sér varanlega hagræðingu og þannig séu hags- munir sjúklinga og skattgreiðenda settir ofar hagsmunum stofnana. „Ungir sjálfstæðismenn fagna því að ráðamenn þjóðarinnar hafi þor til að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir. Ennfremur skorar stjórn SUS á þingmenn og ráðherra að skjóta sér ekki undan þeirri ábyrgð að taka erfiðar ákvarðanir í því árferði sem nú ríkir,“ segir m.a. í ályktun SUS. SUS fagnar ákvörðun ráðherra STUTT Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „AÐ MÍNU viti ættu Íslendingar ekki að flýta sér um of í því að taka afstöðu til aðildar að Evrópu- sambandinu (ESB) undir núverandi kringum- stæðum. Ég hef miklar efasemdir um að samn- ingsferli sem byggist annars vegar á flýti og hins vegar á fjármálakerfi sem er í rúst í kjölfar fjár- málakreppunnar séu vænlegar leiðir til árangurs,“ segir Thomas Vermes, blaðamaður á norska net- miðlinum ABC nyheter. Umræðan tekur ekki bara vikur Vermes bendir á að áður en Norðmenn greiddu atkvæði um aðild að ESB á sínum tíma hafi farið fram nokkurra ára samfélagsumræður þar sem menn reyndu að meta kosti og galla aðildar. „Slíka umræðu er varla hægt að fara í gegnum á aðeins nokkrum vikum,“ segir Vermes og tekur fram að umræðunni um Evrópusambandsaðild hafi raunar verið haldið á loft frá 1994 bæði af fylgjendum og andstæðingum aðildar. Spurður hverjir hafi stýrt umræðunni í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslu og veitt almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo kjósendur væru betur færir um að gera upp hug sinn nefnir Ver- mes stjórnmálaflokkana, öflugar já- og nei-hreyf- ingar sem hafi verið ötular við að gefa út bæklinga og lesefni þar sem reynt er að leita svara við þeim spurningum hvað aðild myndi þýða fyrir lands- menn og loks hin ýmsu hagsmunasamtök. Nefnir hann í því sambandi samtök atvinnulífsins í Nor- egi, bændasamtök og útvegssamtök. Spurður nán- ar um afstöðu einstakra hagsmunasamtaka segir Vermes að flest fyrirtæki atvinnulífsins séu fylgj- andi aðild að Evrópusambandinu á meðan sjó- menn og bændur séu andvígir aðild. Fiskveiðar og spurningin um sjálfstæðið Spurður hvort hann telji að eitthvað eitt hafi ráðið úrslitum í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Norðmenn höfnuðu aðild að Evrópusam- bandinu svarar Vermes því neitandi og tekur fram að um hafi verið að ræða flókið samspil ólíkra þátta. Bendir hann á að mest hafi þó farið fyrir umræðunni um neikvæða áhrif aðildar á fiskveiðar og landbúnaðinn. Einnig hafi umræðan um hvort sjálfstæði landsins væri betur tryggt innan eða ut- an ESB farið mjög hátt. „Fyrir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu heyrðist það sjónarmið að norskt viðskiptalíf myndi lenda í stórkostlegum vandræðum stæði landið utan Evr- ópusambandsins, en slík varð ekki reyndin. Marg- ir fylgismenn eru þeirrar skoðunar að í stað þess að einblína á nauðsyn þess að Noregur sæki um aðild eigi frekar að benda á kosti aðildar.“ Ekki vænlegt að flýta sér um of  Norðmenn ræddu aðild að Evrópusambandinu í nokkur ár áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kom  Norskur blaðamaður telur ekki hægt að fara í gegnum slíka umræðu á aðeins nokkrum vikum Í HNOTSKURN »Norðmenn hafa tvisvargreitt þjóðaratkvæði um aðild sína að Evrópusamband- inu og hafnað aðild. Fyrst árið 1972 og síðan árið 1994. »51% Norðmanna er and-vígt inngöngu í ESB, 35,8% eru fylgjandi og 13,2% eru óákveðin. Þetta kemur fram í skoðanakönnum sem gerð var fyrir norska rík- isútvarpið og birt í gær. »Sjálfstæðisflokkurinn hef-ur flýtt landsfundi sínum og Framsóknarflokkurinn flokksþingi sínu til þess að flokksmönnum gefist færi á að endurskoða afstöðu sína til Evrópumála. Morgunblaðið/Ómar Thomas Vermes varar Íslendinga við því að rasa um ráð fram í umræðunni um aðild að ESB. SÓKNARNEFND og sókn- arprestur Ástjarnarkirkju í Hafn- arfirði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem undrun er lýst og áhyggjum vegna tilkynningar heilbrigð- isráðherra um fyrirhugaða lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Er skor- að á ráðherra að endurskoða ákvörð- un sína og tryggja að ekki komi til niðurskurðar á þjónustunni. Áhyggjur innan Ástjarnarkirkju STJÓRN Félags eldri borgara í Skagafirði mótmælir í ályktun sinni fyrirhugaðri sameiningu Heilbrigð- isstofnunarinnar á Sauðárkróki við nýja Heilbrigðisstofnun Norður- lands á Akureyri. Lýst er stuðningi við áform sveitarfélagsins um að taka reksturinn yfir. Aldraðir í Skaga- firði mótmæla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.