Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 M bl .is M or gu nb la ði ð Samkvæmt könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 19.–23. des. Íslendingar treysta Mbl.is og Morgunblaðinu 64,3% mikið traust lítið traust 11,4% 64,0% 8,9% STUÐNINGSMAÐUR Jacobs Zuma, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, ANC, í Suður-Afríku við dómshús í Bloemfontein í gær, klæddur bol með mynd leiðtogans. Áfrýjunarréttur úrskurðaði að hefja mætti aftur réttarhöld í máli gegn Zuma sem er m.a. sakaður um aðild að peningaþvætti og fleiri brot. Áður hafði lægra dómsstig vísað málinu frá vegna tæknigalla. Zuma mun fara fyrir flokknum í þingkosningum á árinu en talið er nær öruggt að þingið kjósi hann forseta landsins ef flokkurinn heldur völdum. Eftir sem áður yrði samt hægt að sækja hann til saka í spillingarmálinu. AP Réttað í máli Zuma LÍKUR hafa nú aukist á því að Tony Blair, fyrr- verandi forsætis- ráðherra Bret- lands, verði fyrsti raunverulegi for- seti Evrópusam- bandsins. Emb- ættið verður að veruleika á næsta ári ef Lissabon-sáttmálinn tekur gildi. Blaðið Financial Times segir að nokkur mjög vandasöm mál sem ESB hafi þurft að takast á við seinni hluta síðastliðins árs hafi aukið fylgi við þá skoðun að væntanlegur forseti skuli vera þungavigtarmaður. Frammistaða Nicolas Sarkozy, for- seta Frakklands, sem var forysturíki sambandsins seinni hluta ársins, hafi þótt traustvekjandi og sýna þörf á öflugum manni í forsetaembættið. Þjóðverjar höfðu í fyrra augastað á Jean-Claude Juncker, forsætisráð- herra Lúxemborgar. En nú segja diplómatar að stjórnmálamaður frá stærri þjóð sé vænlegri til að öðlast nauðsynlegan myndugleika. kjon@mbl.is Verður Blair for- seti ESB? Æ fleiri vilja „þunga- vigtarmann“ Tony Blair Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍSRAELSKI herinn sækir nú hægt og bítandi inn í Gaza-borg og því varla hægt að búast við að mann- fallið í röðum óbreyttra borgara minnki á næstu dögum. Talsmenn Ísraela fullyrða að þorri hinna rösk- lega 900 Palestínumanna sem hafa fallið sé í reynd vígamenn úr röðum Hamas og annarra slíkra hópa en erfitt er að sannreyna þá fullyrð- ingu. Gert er ráð fyrir að Hamas geti teflt fram um 20.000 vopnuðum mönnum og því ljóst að varla verður það skortur á mannafla sem brýtur samtökin á bak aftur. Hamas-liðar hafa lært af bæði Hizbollah og Talíbönum og nota vopnlausa borgara eins og mannlega skildi, treysta því að Ísraelar hiki við að ráðast á vígi og vopnabúr sem liggja þétt við moskur, skóla og sjúkrahús. Fyrir skömmu lokuðu stjórnvöld í Íran, sem styðja Hamas, blaðinu Kargozaran. Blaðið hafði fordæmt árás Ísraela en líka Hamas fyrir að skjóta á Ísraela frá skólum og sjúkrahúsum til að auka mannfall meðal óbreyttra borgara og fá þann- ig aukna samúð umheimsins. Er full eining í röðum Hamas sem nú nýtur að sögn heimildarmanna vaxandi samúðar og stuðnings meðal Palestínumanna vegna árása Ísr- aela. Út á við tala menn einum rómi en lengi hefur verið vitað að deilur hafa verið milli þeirra sem stýra á Gaza-spildunni og æðstu leiðtoganna sem eru í útlegð í Damaskus í Sýr- landi, fjarri vopnabrakinu á Gaza. Í grein á vefsíðu Dagens Nyheter segir að samningaviðræður sem fram fara í Kaíró um vopnahlé hafi leitt vel í ljós klofninginn í Hamas. Salah Bardawil, sem er prófessor í bókmenntafræði, og Jamal Abu Hashem þingmaður, báðir frá Gaza, vilja tafarlaust vopnahlé en þeir taka þátt í vopnahlésviðræðunum. Þeir sökuðu nýlega fulltrúa æðstu manna Hamas í Sýrlandi um að „lifa á ann- arri plánetu“. Bardawil og Hashem hvöttu líka Khaled Meshaal, yf- irmann Hamas, til að hætta að tala stöðugt um stríð fram í rauðan dauð- ann í ræðum sínum. Ekki hefur tekist að fá Hamas til að fallast á skilyrðislaust vopnahlé. En Ísraelar setja líka skilyrði. Þeir heimta að lokað verði fyrir aðdrætti til sveita Hamas sem nota fjölmörg jarðgöng á landamærum Gaza og Egyptalands til að smygla vopnum inn á spilduna. Þykir ljóst að Hamas muni seint samþykkja tillögur um að komið verði upp alþjóðlegu eftirliti á landamærunum til að stöðva vopna- smyglið til Gaza. Klofningur í forystu Hamas Útlægir leiðtogar í Sýrlandi vilja stríð en félagar á Gaza heimta vopnahlé Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÚSSNESKA gasfyrirtækið Gaz- prom tilkynnti í gær að það hygðist hefja gasflutninga að nýju til Evr- ópulanda um leiðslur í Úkraínu eftir að samkomulag náðist um eftirlit með gasstreyminu. Gazprom hafði stöðvað gasflutn- ingana og sagt ástæðuna þá að Úkra- ínumenn hefðu stolið gasi sem ætlað var öðrum Evrópulöndum. Gasflutningar til fimmtán landa stöðvuðust eða minnkuðu verulega vegna deilunnar. Gasskorturinn hef- ur verið mestur í Bosníu, Búlgaríu, Tékklandi, Ungverjalandi, Serbíu og Slóvakíu. Hundruð þúsunda manna hafa verið án gass til kyndingar vegna deilunnar og sala á rafmagns- ofnum hefur stóraukist, enda hefur verið allt að 20 stiga frost á þessum slóðum. Þúsundir fyrirtækja hafa neyðst til að minnka framleiðsluna eða jafnvel stöðva hana. Verði ekki eins háð Rússagasi Deilan hefur vakið reiði í garð Rússa í austanverðri Evrópu, m.a. í Sarajevo þar sem frostið var 14 stig. „Við höfum ákveðið að nota rafmagn í stað gass til húshitunar,“ sagði rúmlega fimmtug kona í Sarajevo. „Við ætlum aldrei aftur að reiða okk- ur á skapið í Rússum.“ Dæmi eru um að Serbar hafi kveikt í fána Rúss- lands í mótmælaskyni og serbneska stjórnin óskaði eftir gasi frá Ung- verjalandi og Þýskalandi til að koma í veg fyrir neyðarástand. Mánuði áð- ur hafði stjórn Serbíu selt Gazprom ríkisolíufyrirtækið NIS með afslætti og Serbar töldu að salan myndi tryggja þeim nægar gasbirgðir. Orkumálaráðherrar ESB-landa komu saman í Brussel í gær til að ræða aðstoð við ríki þar sem gas- skorturinn er mestur og leiðir til að afstýra því að slíkt ástand skapaðist aftur. Ráðherrarnir hvöttu ESB til aukinna fjárfestinga til að tryggja að löndin yrðu ekki eins háð gasinn- flutningi frá Rússlandi. Reiði í garð Rússa vegna gasskortsins AP Í kulda og trekki Þessi 86 árs gamla kona, sem býr ein í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, greip til þess ráðs að nota eldivið í stað gass til að kynda íbúð sína. Er Mahmoud Abbas enn forseti? Kjörtímabil palestínska forsetans rann út fyrir nokkrum dögum, full- yrða Hamas-menn sem segja hann aðeins vera almennan borgara núna. En Abbas og menn hans í Fatah segja að hann eigi ár eftir og benda á breytingu sem gerð var á lögum eftir að hann tók við. Nýtur Abbas stuðnings fólksins? Ekki hafa verið gerðar kannanir ný- lega. En heimildarmenn á svæðinu segja að árásir Ísraela hafa ýtt undir stuðning við Hamas sem var farinn að dvína. Þetta hafi einnig gerst á Vesturbakkanum, aðalvígi Fatah. Abbas hefur nú hert gagnrýni sína á aðgerðir Ísraela. S&S UM 51% Norðmanna er á móti aðild að Evrópusambandinu, 35,8% hlynnt en 13,2% í vafa, ef marka má nýja könnun Norsat. Í könnun fyrir Nationen og Klassekampen í desember voru 55,6% á móti en 32,8% með, segir á vef norska útvarpsins, NRK. Anette Trettebergstuen, sem er í Verka- mannaflokknum og styður aðild, segir að efnahagslega dugi EES-að- ildin Norðmönnum ágætlega. Efna- hagsleg rök muni því ekki snúa fólki. kjon@mbl.is Meirihluti á móti ESB NIÐURSTÖÐUR rannsóknar vís- indamanna hjá dönsku jarð- fræðistofnuninni Geoecenter Dan- mark sýna að segulsvið jarðar hefur veruleg áhrif á loftslag á jörðinni, segir í frétt vefsíðu blaðs- ins Jyllandsposten. Magn koldíox- íðs í andrúmsloftinu er því ekki jafn þýðingarmikið fyrir hlýnun loftslags og talið hefur verið. Blaðið segir að um sprengju sé að ræða í loftslagsumræðunum vegna þess að niðurstöðurnar renni stoðum undir umdeildar kenningar þess efnis að loftslag stýrist að miklu leyti af geim- geislum sem streyma inn í lofthjúp jarðar. Eðlisfræðingurinn Henrik Svensmark hjá Danska tæknihá- skólanum setti fyrir áratug fram kenningarnar um geimgeislana og olli þá hörðum deilum. Nú hafa tveir Danir, jarðeðlisfræðingurinn Mads Fourschou hjá jarð- fræðistofnun Árósaháskóla og Pet- er Riisager, jarðeðlisfræðingur hjá GEUS, stofnun er annast rann- sóknir í Danmörku og á Græn- landi, borið saman loftslagsgögn sem safnað var í dropasteins- hellum í Kína og Óman við módel er sýnir segulsvið jarðar á for- sögulegum tíma. Kom í ljós að breytingar á segulsviði jarðar hafa haft áhrif á úrkomumagn í hitabeltinu síðustu 5.000 árin. Þeir segja báðir að koldíox- íðmagn sé að vísu mjög mikilvægt fyrir loftslagið. En loftslagskerfi séu geysilega flókin og óhjá- kvæmilegt sé að niðurstöðurnar þvingi menn til að taka meira mark á kenningum Svensmark. kjon@mbl.is Geimgeislar mikilvægari fyrir loftslag en talið var?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.