Morgunblaðið - 29.05.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.05.2009, Qupperneq 2
MAÐURINN sem lést í um- ferðarslysi á Grindavíkurvegi að morgni sl. miðvikudags hét Sigurfinnur Jónsson, til heim- ilis í Grindavík. Hann var 48 ára. Sigurfinnur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Lést í um- ferðarslysi 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BORGARSTARFSMENN settu í gær upp skilti til að benda ökumönnum sem aka af Vesturlandsvegi upp í Grafarholt eða Grafarvog á að gæta að hraðanum svo þeir aki ekki yfir fuglana sem sækja í tjörnina við veginn. Gætum að andarungunum Morgunblaðið/Heiddi UM 350 krakkar sungu inn lista- og menning- arhátíðina Bjarta daga á Thorsplani í Hafn- arfirði í gærmorgun. Síðar um daginn söng Jó- hanna Guðrún Jónsdóttir Evróvisjón-lagið sitt „Is it true?“ fyrir gesti á hátíðinni en Jóhanna var útnefnd bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í gær. Kristján Tryggvi Martinsson tónlist- armaður og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir fengu hvatningarstyrki bæjarins. Á hátíðinni, sem stendur í 11 daga, verða fjölbreyttir tónleikar, myndlistarsýningar, bíó- og leiksýningar, rat- leikir, fuglaskoðun og fleira. Morgunblaðið/Ómar FRÁBÆR STEMNING Á BJÖRTUM DÖGUM FIMMTÁN ára stúlku, sem ekið var á á Breiðholtsbraut um fjögurleytið í gær, er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Stúlkan var á hjóli þegar ekið var á hana á móts við Ögur- hvarf. Læknir á gjörgæsludeildinni vildi lítið segja um ástand stúlkunn- ar, en samkvæmt lögreglu var hún mjög alvarlega slösuð. Eftir slysið í gær varð um tíma mikil umferðarteppa á Breiðholts- brautinni um Víðidal í vestur. Ekið á fimmtán ára stúlku Henni er haldið sofandi í öndunarvél HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær átta ára fangelsisdóm yfir manni sem beitt hafði stjúpdóttur sína kyn- ferðisofbeldi í níu ár. Mun þetta vera þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi í kynferðisbrotamáli. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa á árunum 2004 til 2007, þegar stúlkan var 11 til 14 ára, nauðgað henni tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Brotin, sem áttu sér stað á heimili stúlkunnar og mannsins, hóf- ust með þukli og kossum þegar hún var fimm ára. Sigríður Björnsdóttir, formaður félagsins Blátt áfram, fagnar dóm- inum. „Ég fagna því að það skuli vera tekið harkalegar en áður á kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börnum. Vonandi verður þessi dómur um- hugsunarefni fyrir þá menn sem hafa slíkt í huga svo að þeir leiti sér hjálpar. Vonandi verður þessi dómur einnig til þess að þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi beri fram kæru. Þolend- ur hafa í allt of mörgum tilfellum ekki séð neinn tilgang í því að kæra,“ segir Sigríður. Stúlkan, sem nauðgað var af stjúpföður sínum, sagði skólastjóra sínum frá ofbeldinu haustið 2007 og hann hafði þá samband við lögregl- una. Fullsannað þótti, með trúverðug- um framburði stúlkunnar, vitnis- burði og vottorði læknis um líkam- legt ástand hennar, og forstöðumanns Barnahúss um and- legt ástand hennar, auk vitnisburðar móður stúlkunnar um andlegt ástand hennar og samskipti hennar við stjúpföðurinn, að hann hefði framið þann verknað sem lýst var í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður dæmt manninn í átta ára fang- elsi og til að greiða stúlkunni 3 millj- ónir í bætur. Hæstiréttur lækkaði upphæðina um hálfa milljón en tveir dómarar töldu ekki ástæðu til þess. ingibjorg@mbl.is Þyngsti dómur í kynferðisbrotamáli Fékk átta ára fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn stjúpdóttur ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í borgarráði lögðu til á fundi ráðsins í gær, að gerð yrði út- tekt á hraðakstri og kappakstri í borg- arlandinu og gerðar tillögur að úrbótum og frekari stefnu- mörkun borgarinnar um hraða um- ferðar innan borgarlandsins. Er í tillögunni vísað til umferðarör- yggisstefnu borgarinnar, m.a. með hliðsjón af slysum og slysablettum og reynslu af 30 kílómetra hverfum. Gert er ráð fyrir, að úttektin verði unnin í samráði við lögreglu, Rann- sóknarnefnd umferðarslysa og trygg- ingafélög, íbúa og aðra hags- munaaðila, eftir atvikum. Vilja úttekt á hraðakstri í borgarlandinu Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.