Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 að sjá þig aftur og njóta samveru- stunda öll saman meir. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku Konni minn. Þegar ég hugsa til þín þá ertu allt- af með brosið þitt ljúfa og faðminn þinn góða. Þú varst einstaklega ljúfur maður, skarpgreindur og minnugur. Ég kynntist þér fyrir 34 árum en aldrei eins vel og síðustu árin. Þið Siggi voruð alltaf svo nánir og skild- uð hvor annan svo vel. Þú varst yndislegur afi og mjög barngóður. Varst alltaf svo stoltur af öllum barnaskaranum og umvafðir okkur öll með hlýju þinni. Þegar Biggi Konni og Árni Davíð voru litlir þá mátti helst enginn nema þú sinna þeim. Þú elskaðir að vinna og varst vinnandi fram á síðasta dag, 85 ára gamall. Þú fylgdist vel með öllu og vannst mikið við tölvuna, sendir okk- ur bréf í tölvunni og krökkunum okkar sem búa erlendis. Þegar ég kvaddi þig og Siggu áður en þið fór- uð utan þá ræddum við um að ég myndi „adda“ þér inn á Facebókina þegar þið kæmuð heim. Þvílíkt sem þú fylgdist vel með öllu! Þetta fannst þér spennandi nýjung og lýsti þér svo vel, alltaf ungur í anda, mynd- arlegur og varst varla farinn að grána. Mig langar að þakka þér fyrir samfylgdina öll árin, hlýjuna og hvað þú trúðir alltaf á okkur og börnin okkar Sigga. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig. Elsku Sigga tengdamamma, börn og ykkar fólk allt. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur og styrkja í sorg ykkar. Elska ykkur öll. Blíðar kveðjur, Bryndís Markúsdóttir. Elsku besti afi Konni. Ég bara get ekki trúað því að þú sért farinn, þú sem varst alltaf svo hress og heilbrigður næstum öll þín ár. En ég er svo ótrúlega heppin að eiga margar yndislegar og skemmti- legar minningar um þig. Þú varst svo mikill afi, sagðir manni alltaf fullt af skemmtilegum sögum, fræddir mann um heiminn og svo margt annað. Þú varst alltaf að hrósa manni og segja hvað þú værir stoltur afi. Þú sagðir alltaf við mig að ég gæti gert allt, og ég mun sko allt- af hugsa til þín, elsku afi, þegar ég næ árangri í lífinu. Ég var alltaf og mun ávallt verða litla afastelpan þín og ég er svo stolt og ánægð að hafa átt svona yndislegan, lífsglaðan og góðhjartaðan afa. Þín verður sárt saknað. Þú og amma Sigga voruð svo krúttleg og alveg yndisleg saman, alltaf svo góð við hvort annað og allt- af jafn skotin. Það var svo gott að koma til ykkar. Mér þykir ofboðslega sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig en ég veit að þú ert hjá mér og munt alltaf verða. Ég mun alltaf hugsa til þín, afi minn. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hvíldu í friði og Guð geymi þig. Þín afastelpa, Bryndís Erla.  Fleiri minningargreinar um Kon- ráð Sveinbjörn Axelsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Reidun Gustumfæddist í Sör- Fron í Gudbrandsdal í Noregi 29. sept- ember 1941. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi fimmtudaginn 21. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Alva Gustum, f. 11. febrúar 1914, d. 2. nóvember 1995, og Oddvar Gustum, f. 29. maí 1922, d. 21. janúar 1989. Systkini Reidun eru Astrid Amundsen, f. 17. september 1937, og Oddmund Gustum, f. 6. september 1954. Eiginmaður Reidunar er Hjört- ur Jónasson kennari, bóksali og leiðsögumaður, f. í Ásseli í Sauða- neshreppi 27. júlí 1931. Þau gift- ust á gamlárskvöld 1962 í Sör- Fron í Noregi. Foreldrar Hjartar voru Jónas Aðalsteinn Helgason, f. 13. ágúst 1896, d. 29. júní 1977, og Hólmfríður Sóley Hjart- ardóttir, f. 29. ágúst 1910, d. 20. mars 1983. Börn Reidunar og Hjartar eru: 1) Sturla bílstjóri, f. 16. október 1965. Sonur hans og f. 14. júlí 1925. Dóttir Þórðar og Sifjar Konráðsdóttur, f. 4. desem- ber 1960 er Helga Österby, f. 18. júlí 1995. 2) Jón Helgi, f. 20. ágúst 1960, d. 19. janúar 1999, móðir hans er Kristín Þórarinsdóttir, f. 24. janúar 1928, d. 25. maí 1996. Reidun og Hjörtur skildu árið 1977, en hófu sambúð að nýju árið 1979, og giftu sig aftur 15. júní 2001. Reidun lauk verslunarprófi frá Haugens handelsskole í Otta 1958, eftir það fer hún að vinna hjá Mesna Bruk í Lillehammer við al- menn skrifstofustörf og vinnur þar þar til hún fer til Íslands 1962, til starfa sem au pair-stúlka hjá hjónum í Reykjavík. Reidun og Hjörtur kynnast fljótlega eftir komu hennar til Íslands, og trú- lofa þau sig í maí 1962. Reidun starfaði hjá bókabúð Kron í Reykjavík frá 1963 og vinnur þar fram að þeim tíma er Sturla fæð- ist, og er eftir það að mestu heimavinnandi húsmóðir ásamt því að aðstoða við bóksölu Hjart- ar. Reidun tók virkan þátt í fé- lagsstörfum um ævina, meðal ann- ars sem gjaldkeri fyrir Nord- mannslaget, félagsskap Norðmanna á Íslandi. Útför Reidunar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin kl. 15. Lindu Óskar Wiium, f. 31. október 1970, er Hjörtur Símon, f. 4. ágúst 1988. Dóttir Sturlu og Sonju Berglindar Hauks- dóttur, f. 23. ágúst 1974, er Birta Júlía, f. 10. júlí 1998. 2) Hermann margmiðl- unarfræðingur, f. 23. ágúst 1969. Sonur hans og Klöru Eg- ilson, f. 11. mars 1971, er Ingólfur Máni, f. 31. október 1992. Dætur Hermanns og Lísu Bryndísar Matthews, f. 10. októ- ber 1971, eru Alva Lena, f. 19. mars 1996, og Lilja Sóley, f. 1. júli 1997. 3) Hólmfríður Sóley bóka- safnsfræðingur, f. 2. júlí 1971, í sambúð með Axel Blöndal við- skiptafræðingi, f. 28. september 1965. Dætur þeirra eru Ester El- ísa, fædd og dáin 22. febrúar 2008, og Sigrún Björt, f. 14. febr- úar 2009. 4) Oddvar Örn ljós- myndari, f. 4. febrúar 1977. Fyrir átti Hjörtur tvo syni, þeir eru: 1) Þórður, f. 26. júlí 1956, móðir hans er Helga Þórðardóttir, Elsku mamma: ég er garðurinn þinn sem þú sáðir í fræjum hlúðir að og nærðir það er komið sumar garðurinn blómstrar ég er fallegu blómin þín Ég kveð þig mamma, fullur af þakklæti. Þinn Hermann. Elsku amma mín, ég sakna þín rosalega mikið og mér finnst erfitt að þú sért farin frá okkur, og það er margt sem ég vil tala við þig um, en ég vil að þú vitir að mér þykir milljón billjón prósent vænt um þig, amma mín og mun alltaf gera það, og ég þakka fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig, elsku besta amma mín. Þú hefur alltaf verið góð og hlý við alla og þín verður minnst alla tíð sem ynd- islegrar konu sem gaf mikið af sér. Ég er mjög sorgmædd yfir því að þú ert farin og ég vona innilega að þér líði vel þar sem þú ert. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Ástarkveðja. Þín ömmustelpa, Birta Júlía Sturludóttir. Elsku besta amma, mér þykir þetta svo leitt. Ég elska þig alveg rosalega mikið og mun sakna þín sárt. Þú varst alltaf svo góð og brostir alltaf til allra. Þú hafðir alveg rosalega góðan húmor og eldaðir alveg æðislega góðan mat. Ég bjó til púða af stjörnumerkinu þínu, Voginni, sem er flottasta stjörnumerkið. Ég man að í nóvember eða desem- ber 2008 vorum við inni í matarbúri og Stulli kveikti á tónlistinni svo fór- um við að dansa saman, það var æð- islega gaman. Ég man þegar við lás- um saman Tóta Tætubuska sem ég fæ aldrei nóg af. Hér fyrir neðan er ljóð sem mér finnst fallegt og vona að þér finnist það líka. Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Lilja Sóley Hermannsdóttir. Ég og amma vorum mjög góðar vinkonur. Ég var mjög oft hjá henni bæði yfir nótt og líka yfir daginn. Einu sinni þegar ég var veik og þurfti að fara úr skólanum þá leyfði amma mér að koma til sín og baka bollur. Þegar við skelltum bollunum í ofninn þá byrjuðum við að dansa og gleymd- um okkur svo þær brenndust. Amma var alltaf í góðu skapi og alltaf að hjálpa öðrum sem áttu bágt. Amma var alltaf að prjóna og prjónaði mjög flottar peysur og húfur. Amma kenndi mér að prjóna og sauma og núna í dag þá kann ég að prjóna peys- ur. Ég mun aldrei gleyma þessari konu og það er alltaf einhver partur af henni í mér. Alva Lena. Kveðja frá „Syklubben“ Það var fallegt sumarkvöld úti, eitt það fegursta hingað til á þessu ári. Þetta kvöld lést okkar kæra vinkona Reidun eftir fjögurra mánaða baráttu við alvarlegan sjúkdóm. Það ríkti frið- ur og ró í herberginu þegar við kvöddum hana, stund sem aldrei gleymist. Það er stutt síðan við í „Sy- klubben“ kvöddum í hinsta sinn aðra kæra vinkonu, Liv Synnöve Foss-Er- iksen Þorsteinsson, sem lést 8. mars sl. Liv og Reidun mörkuðu báðar djúp spor í „Syklubben“ og við söknum þess að þær eru ekki lengur meðal okkar. „Syklubben“ var stofnaður árið 1958 af norskum konum búsettum á Íslandi og héldum við upp á 50 ára af- mælið 2008. Í gegnum árin hafa stungið upp kollinum fleiri slíkir saumaklúbbar norskra kvenna á mis- munandi aldri, sem urðu mikil hjálp- arhella fyrir þær sem voru að aðlag- ast nýjum aðstæðum. Samstaðan hjálpaði okkur verulega í okkar dag- lega lífi. Saman gátum við talað okkar eigin tungu og það var alltaf einhver sem hafði eitthvað nýtt að segja frá Noregi. Með hlátri, góðum mat og handavinnu urðum við endurnærðar eftir hvern saumaklúbb. Saumaklúbbarnir heima hjá Reid- un í Mosfellsbæ voru ætíð einstakir. Þá bar hún fram það besta sem við vissum, „Lapskaus“ eftir uppskrift frá Gudbrandsdalen. Við nutum þess að vera heima hjá henni bæði á haust- og vetrarkvöldum við skíðlogandi ar- ininn. Hún var alger sérfræðingur að skapa góða stemningu. Það er sagt að allir hafi sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. Nú er Reidun horfin af sjón- arsviðinu og við sáum aldrei nokkuð neikvætt í fari hennar. Reidun var ættuð frá Gud- brandsdalen, sem er einn fegursti staður Noregs, og þangað kom hún oft á sumrin og heimsótti fjölskyldu sína þar. Í kjallara á heimili systur hennar höfðu þau Hjörtur innréttað litla íbúð, þar sem þau gátu búið er þau voru stödd í Noregi. Reidun hlakkaði ávallt til að koma þangað og heimsækja systkini sín og fjölskyldur þeirra. Það gerist alltaf eitthvað innra með okkur er við komum aftur þangað þar sem við erum upprunnin. Þetta er til- finning sem margir þekkja, hvort sem við erum norsk eða íslensk. Reidun var hrifin af Íslandi og þjóðinni sem þar býr, en hún hélt ætíð sínu norska ríkisfangi. Við söknum hennar í saumaklúbbn- um og minnumst hennar með þakk- læti og virðingu og þökkum allar góðu samverustundirnar í gegnum árin. Við vottum Hirti, börnum þeirra og fjölskyldum, ásamt fjölskyldu Reidun í Noregi, okkar dýpstu samúð í sorg- inni. Minningin um Reidun mun ætíð lifa meðal okkar. Norge mitt Norge, så gi meg din vår med sol over vuggende vanne. Men hör meg, ja, hör meg: Når dagen forgår, og aftenen skygger min panne, da lær meg å visne, å Norge, min mor, da red meg en seng i din hellige jord når sommeren drager av lande. (Theodor Caspari) Farvel, Hvil i Fred. Kari, Turid J., Turid E., Torunn, Tove, Gerd, Grethe og Astrid. Þótt sólin skini sínu skærasta bliki þá skína minningar mínar skærar þegar ég minnist Reidunar Gustum. Innan við tvítugt voru tvær stelpur, önnur frá Akranesi og hin úr Borg- arfirðinum að leita sér að herbergi til leigu. Örlögin leiddu þær að Ljós- vallagötu 14. Önnur dvaldi ekki lengi en hin, sem var ég, bjó í húsinu sem leigjandi þar til ég keypti hús sjálf. Ég vann í mjólkurbúðinni á horninu og þekkti því flesta í hverfinu. Hverfið var á þessum tíma lítill bær í borginni, bær sem hýsti frumkvöðla þess tíma, kvenfélagskonurnar úr kvenfélagi Hringsins. Þarna var samfélag mann- legra samskipta eins og þau gerast best, börnin frjáls á götunni hlaup- andi inn um gluggann á búðinni: „Áttu vínarbrauðsenda og mjólk“, spurðu þau, og að sjálfsögðu var end- unum aldrei hent og mjólkurhyrnurn- ar duttu óvart og sprungu þannig að litlir munnar fengu smá aðhlynningu. Ég leigði hjá Reidun og Hirti Jón- assyni eitt herbergi sem var staðsett við hliðina á þeirra íbúð. Það var nú frekar hægt að kalla mig heimalning en leigjanda því ég var heimagangur hjá þeim þótt enginn skyldleiki kæmi til heldur aðeins fágæt manngæska og velvilji. Kennaraeðlið í Hirti hvatti mig litlu sveitastúlkuna til dáða og var sú hvatning kannske ein helsta orsök þess að ég fór seinna á ævinni í öldungadeild Hamrahlíðarskóla og þaðan í HÍ. Reidun var norsk og fyrst eftir að hún giftist Hirti saknaði hún heimahaganna, en eins hrein og bein og hún var þá smámsaman annaðist hún allt umhverfi sitt því hvar sem hún fór skildi hún eftir sig slóð um- hyggju og alúðar. Þegar ég var veik hjúkraði Reidun mér, þegar mig vantaði vin fékk ég hennar vináttu sem aldrei brást og hún var sönn hvernig sem hlutirnir sneru. Alltaf gekk ég með hrósyrði og velvild á bakinu frá heimili þeirra hjóna og fannst litla sveitastelpan búa við vernd og öryggi í návist þessara góðu hjóna. Síðan leið tíminn og við fórum í sitthvora áttina. Það var þó fyrir nokkrum árum að við Reidun hitt- umst á förnum vegi og það var ekki eins og einn dagur hefði aðskilið okk- ur. Reidun var óbreytt, hlýjuna, væntumþykjuna og þolinmæðina lagði frá henni. Við gáfum loforð um að hittast sem við efndum ekki. Tím- inn er töfratól blekkinga því það ferst oft og frestast sem er meira virði en annað þegar horft er til baka. Guð blessi þig og geymi, mín hjartahreina Reidun, og gefi ykkur, kæri Hjörtur, afkomendur og tengda- fólk, líkn í sorg ykkar. Helga Sigþórsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast nágrannakonu minnar og vinkonu, Reidunar, en hún lést fimmtudaginn 21. maí sl. eftir stutt en erfið veikindi. Ekki óraði mig fyrir því þegar hún sagði mér í lok janúar að hún hefði nýlega greinst með æxli í höfðinu að hún yrði farin fjórum mán- uðum síðar. Reidun hafði mjög góða nærveru og þegar ég hugsa til hennar kemur orðið „fágun“ upp í hugann. Hún var iðin og vann sín verk af natni og alúð. Allt var hreint og fallegt sem hún kom nálægt og hún vildi hafa hlutina í lagi. Þau hjónin voru nágrannar okkar til 30 ára og aldrei bar þar skugga á. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér og eigum við sannarlega eftir að sakna hennar. Við vorum þó ekki hlaupandi á milli húsanna í tíma og ótíma en það samband sem við átt- um var mjög gott. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa kynnst henni og átt hana að. Við hjónin sendum Hirti og fjöl- skyldu ásamt systkinum og fjölskyldu hennar í Noregi innilegar samúðar- kveðjur. Megi Guð almáttugur styrkja ykkur og varðveita. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þórdís og Gunnar. Reidun Gustum  Fleiri minningargreinar um Reid- un Gustum bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.