Morgunblaðið - 29.05.2009, Page 30

Morgunblaðið - 29.05.2009, Page 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Bækur til sölu Kollsvíkurætt, Sléttuhreppur, Ólafur Snóksdalín ættartölur 1- 3, Bergsætt 1-3. Uppl. í síma 898 9475. Dýrahald LABRADOR TIL SÖLU Af óviðráðanlegum ástæðum er 9 mánaða gamall labrador rakki til sölu. Myndir inn á www.pointing- lab.tk Ættbók frá HRFÍ. Uppl. í síma 824 4184 og 567 1844. Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI STREITU- OG KVÍÐALOSUN. Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694-5494, www.EFTiceland.com. Húsnæði óskast Reglusamur, reyklaus og góður leigjandi Ég er 24 ára kona sem leita að ein- staklingsíbúð í Vestur-, mið- eða Austurbænum. Hámarksleiga 90.000 (allt innifalið). Vinsamlegast hringdu í s: 695 7263 ef þér líst á þetta. Húsnæði óskast, pnr. 101 eða 107 Norðm. reyklaust par v/Háskóla Ísl. 1.8.09 - 1.7.10, vantar 3ja herb. íb. m. húsg. og sturtu. Vinsaml. sendið símanr. m. SMS í 0047-98 64 82 77 Einnig E-mail með upplýsingum á gunhildrf@hotmail.com Atvinnuhúsnæði Til leigu 416 fm atvinnuhúsnæði með 16 fm millilofti og glæsilegri aðstöðu fyrir framan, gott auglýs- ingagildi á besta stað við Smiðjuveg. Tvær stórar innkeyrsludyr og 5 metra lofthæð, 2 bílalyftur, loftpressur og fleira getur fylgt. Hentar vel undir bílaverkstæði eða þess háttar. Uppl. í s. 820 5207. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Sumarbústaðaland til sölu Sölusýning á laugardag kl. 13-16 í landi Kílhrauns á Skeiðum. Kalt vatn, sími og rafmagn að lóðarmörkum. Verið velkomin. Hafið samband í síma 824 3040 eða 893 4609. www.kilhraunlodir.is Spennandi gisting Ættarmót, fyrirtækjahópar, golfhópar, saumaklúbbar, kínahópar, hvata- ferðir o.fl. o.fl. Bjóðum upp á frábæra aðstöðu fyrir alla hópa og fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Stutt í sundlaug. Allar sjónvarpsstöðvar -líka ef þú ert boltanörd. www.minniborgir.is og Gsm 868-3592. Rotþrær-siturlagnir Heildarlausnir - réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. Borgarplast, www.borgarplast.is s. 561 2211 - Völuteigi 31 - Mosfellsbæ. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is All kinds of everything Jarðskjálftahús Sigurðar Ágústs ehf. www.sigurhus.is Einnig ýmislegt annað. Iðnaðarmenn Pípulagningaþjónusta Jónas pípulagningameistari. S: 896-0074. Pípulagnaþjónusta - Stillingar kerfa - Get bætt við smáverkefnum í pípulagnaþjónustu, ásamt stillingum stjórnb. o.fl. Vönduð vinnubrögð. Föst verðtilboð. Lögg. pípul.meistari. Sími 893 7124. Til sölu Matador og Sava vörubíladekk Tilboð 295/80 R 22.5 DR 1 kr. 59.000 + vsk. 12 R 22.5 kr. 49.000 + vsk. 13 R 22.5 kr. 55.000 + vsk. 215/75 R 17.5 kr. 29.000 + vsk. Kaldasel ehf. Dalvegi 16 b, Kópavogi, sími 544 4333. Óska eftir KAUPI GULL Ég Magnús Steinþórsson, gull- smíðameistari er að kaupa gull, gullpeninga og gullskartgripi og veiti ég góð ráð og upplýsingar. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Upplýsingar hjá demantar.is og í síma 699-8000, eða komið í Pósthússtræti 13. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. sími 897-9809. Garðsláttur á betra verði Gerum tilboð í garðslátt fyrir húsfélög og einstaklinga, eitt skipti eða fyrir allt sumarið. Gæði og gott verð fara saman hjá ENGI ehf. Sími: 857-3506. Brúðkaup á DVD Tek að mér HD vídeóupptökur á hátíðarstundum og klippi saman í fallega minningu á DVD. Nánari upplýsingar í síma 899-2320 eða á sigridur02@simnet.is Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari getur bætt við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Málningarvinna og múrviðgerðir Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. Tilboð eða tímavinna. Lítið Mál ehf. S. 896-5758. Ýmislegt Teg. 11007 - stækkar brjóstin um númer, fæst í BC skálum á kr. 3.850,- buxur í stíl á kr. 1.950,-, Teg. 11001 - flottur fyrir þær "brjóstgóðu" fæst í CDEF skálum á kr. 3.850,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Sumargallar Sumargallar fyrir konur á öllum aldri. Str. frá 8 - 22. Sími 568 5170 Blómaskór. Margir litir. Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Reiðhjól Rafmagnsreiðhjól Rafmagnsreiðhjól, verð 98.900,- engin tryggingariðgjöld/bensín- kostnaður. Allt að 25 km/klst. án þess að stíga hjólið, ca. 20 km á hleðslunni. www.el-bike.is Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í Námskeið Byrjendanámskeið í tennis Skemmtileg byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumar- skráning hafin. Tíu tíma námskeið. Upplýsingar í síma 564 4030 og á tennishollin.is ✝ Anna María Guð-mundsdóttir Bachmann fæddist á Hólmum við Reyð- arfjörð 1.1. 1930. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi 17.5. sl. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, f. 27.8. 1880, d. 4.5. 1939, og Guðrún Jónína Ól- sen, f. 6.10. 1898, d. 9.7. 1949. Systkini Önnu: Valborg, f. 1918, d. 1993; Óskar, f. 1919, d. 1972; Magnús Sigurjón, f. 1921, d. 2004; Lára Ingibjörg, f. 1923; og Jens Ásgeir, f. 1924. Sonur Önnu með Stefáni Sig- björnssyni, f. 16.3. 1924, d. 27.3. 2009, er 1) Ingi Kristinn, f. 24.4. 1949, kvæntur Valgerði Jónu Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru: a) Gunnar Trausti, synir hans Tristan Ingi og Alexander Helgi; b) Jón Kristinn, í sambúð með Fidu Abu Libdeh, dóttir þeirra Ragnheiður Tahrir. Fósturdóttir Jóns og dóttir Fidu er Watan Amal; c) Hanna Ragnheiður. Anna giftist 16.12. 1950 Hall- dóri Bachmann járnsmiði, f. 2.10. 1921, d. 10.4. 2000. Foreldrar hans voru Halldór Bachmann Jónsson, f. 22.4. 1893, d. 29.5. 1921, og Guð- laug Narfadóttir, f. 8.10. 1897, d. 14.2 1984. Börn Önnu og Halldórs eru: 2) Fjóla, f. 13.9. 1950, í sambúð með Vígsteini Gíslasyni. Börn Fjólu með Ágústi Inga Ágústs- syni eru: a) Anna Dóra, gift Jóni Karli Jónssyni. Börn Önnu Dóru: Ágúst Freyr Guðmundsson, Friðný Fjóla Jóns- dóttir og Erika Mjöll Jónsdóttir; b) Ingi Þór, í sambúð með Rósamundu Bald- ursdóttur. Börn Inga Þórs: Andrea, Kristófer Snær og Katrín Lóa; c) Gylfi Már, unnusta Unnur Pálmarsdóttir. 3) Guðlaug, f. 26.1. 1952, gift Þórhalli Árna- syni. Börn þeirra eru: a) Kristín, í sambúð með Manolito van Haren. Börn Kristínar: Margrét Halldóra Harðardóttir, Tómas Theodór M. van Haren og Íris María M. van Haren; b) Rannveig, gift Ólafi Erni Péturssyni. Börn Rann- veigar: Kolbeinn Þór Nökkvason, Grímur Ólafsson og Sigrún Ólafs- dóttir; c) Anna María, gift Bene- dikt Ólasyni. Dóttir þeirra er Guð- laug Björk; d) Guðný Rós. 4) Rósa, f. 3.3. 1953, gift Sigurgeiri Árna Aðalsteinssyni. Börn þeirra eru: a) Steindór, kvæntur Huldu Þóreyju Garðarsdóttur. Börn þeirra: Starri, Freyja og Saga; b) Anna Sigríður, í sambúð með Hafþóri Gylfa Jónssyni. Börn Önnu Sigríð- ar: Telma Rós Hallsdóttir og Al- mar Hannes Hafsteinsson; c) Að- alsteinn, í sambúð með Dagnýju Ágústsdóttur. Synir Aðalsteins: Sigurgeir Árni, Alexander Gauti og Gabríel Darri. 5) Inga Lára, f. 3.1. 1955, gift Ólafi Haraldssyni. Börn þeirra: a) Jósep, f. 30.6. 1974, d. 6.1. 1990; b) Anna María, f. 17.2. 1977, d. 30.3. 2003. Anna María var í sambúð með Árna Friðrikssyni. Sonur hennar er Ró- bert Steindór Steindórsson; c) Katrín, í sambúð með Friðriki Helgasyni. Sonur þeirra er Kor- mákur Hólmsteinn. 6) Jónína, f. 1.6. 1957, gift Eyþóri Geirssyni. Sonur þeirra Halldór Gunnar. 7) Halldór, f. 29.3. 1965, kvæntur Hönnu Guðbjörgu Birgisdóttur. Sonur Halldórs og Kristbjargar Magnúsdóttur: Fannar, f. 6.6. 1989, d. 22.10. 1989. Synir Hall- dórs og Hönnu: Hrannar og Breki. Anna María ólst upp á Hrauni og Klöpp í Reyðarfirði, en um fermingaraldur byrjaði hún í vinnumennsku, fyrst á Reyðarfirði og síðan á Norðfirði. Þau Halldór hófu búskap á Selfossi, en bjuggu síðar lengst í Mosfellssveit, á Pat- reksfirði og á Akureyri. Hringn- um lokuðu þau svo er þau fluttu aftur á Selfoss árið 1992. Þar bjuggu þau lengst í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Grænumörk 5 og nutu þar góðrar umönnunar. Anna vann við heimilisstörf, en auk þess við sauma og oft hafði hún kostgangara og leigjendur. Hún átti og rak ennfremur hann- yrðaverslanir bæði á Akureyri og Selfossi. Anna María verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, 29. maí, kl. 13.30. Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? – Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? (Stefán frá Hvítadal) Þetta fallega erindi úr kvæðinu Vorsól eftir Stefán frá Hvítadal finnst mér einkar viðeigandi sem upphaf minningargreinar um tengdamóður mína, Önnu Bach- mann. Hún kvaddi södd lífdaga á fallegum og sólríkum vordegi þar sem náttúran skartaði sínu fegursta og ég sé hana fyrir mér svífa til him- inhæða með bros á vör. Anna var einstaklega vel skapi farin frá nátt- úrunnar hendi, – alltaf stutt í brosið og dillandi hláturinn. Því veit ég að henni var þetta draumaskapadægur að hverfa inn í vorið. Önnu og Dóra, mann hennar, hitti ég fyrst þegar við Ingi giftum okk- ur. Þá bjuggu þau Anna og Halldór Bachmann á Patreksfirði og eðlilega var lítið um samgöngur við Reykja- víkurliðið. Ég minnist spenningsins vegna giftingarinnar og ekki síður þess að berja þessa tengdaforeldra mína augum í fyrsta skipti. Er skemmst frá því að segja að ekki varð ég fyrir vonbrigðum með þau hjónin og áttum við eftir að eiga margar skemmtilegar samveru- stundir. Anna og Dóri fluttu til Ak- ureyrar skömmu síðar og þangað fórum við Ingi á hverju sumri í sum- arfríinu. Þar var gleðin og léttleik- inn í fyrirrúmi því Dóri var enginn eftirbátur konu sinnar í því að sjá spaugilegar hliðar mannlífsins. Á Akureyri var okkur alltaf tekið með kostum og kynjum. Ekkert var til sparað og farið með okkur eins og kóngafólk. Ég finn enn bragðið í munninum af kjúklingaréttinum góða sem Anna dreif í að útbúa þeg- ar hún vissi að okkar var von. Þá er skemmst að minnast allra sumarbú- staðaferðanna í Borgarfjörðinn þar sem þau Anna og Dóri voru með op- ið hús í KEA-bústaðnum góða og allt krakkastóðið mætti með börn og buru og hávaðinn og ærslin tóku út yfir allan þjófabálk! Anna var ein- staklega handlagin kona, jafnvíg á sauma, prjón og hekl. Hún lét þann draum sinn rætast á Akureyri að eignast handavinnubúð, hannyrða- verslunina Maríu. Þar undi hún sér löngum og naut sín í botn í spjalli við akureyrskar húsfrúr. Komin á eft- irlaunaaldur fluttu þau Anna og Dóri til Selfoss og ákváðu að eyða þar ævikvöldinu. Hún lét ekki deig- an síga í verslunarrekstrinum og fékk inni í húsnæði hjá Fjólu dóttur sinni og Vígsteini manni hennar og þá verslun kallaði hún Maríuhornið. Í lífi Önnu tengdamóður minnar skiptust á skin og skúrir eins og í lífi flestra. Hennar einstaka geðslag varð þess valdandi að hún brotnaði aldrei heldur tók boðaföllum tilver- unnar með reisn. Síðustu æviárin átti Anna við vanheilsu að stríða eft- ir að hafa fengið heilablóðfall síðla árs 1999. Hún gafst þó ekki upp og bjó til dauðadags í fínu íbúðinni sinni í Grænumörk 5. Er á engan hallað þótt ég nefni til sögunnar Fjólu dóttur hennar sem sýndi í margra ára veikindum móður sinnar og reyndar föður líka fádæma fórn- fýsi og ræktarsemi. Það verður seint fullþakkað. Nú eru þau heiðurshjón Anna og Halldór gengin á vit feðra sinna. Blessuð sé minning þeirra beggja. Valgerður J. Gunnarsdóttir. Anna María Guðmunds- dóttir Bachmann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.