Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, fagnar framkomnu frumvarpi um strandveiðar. „Við höfum lengi bar- ist fyrir frelsi til handfæraveiða og þetta frumvarp er fyrsta skrefið í þá átt. Eins og frumvarpið ber með sér eru nokkur belti og nokkur axlabönd á því, til þess væntanlega að girða fyrir það að þetta springi með lát- um. En það er tilraunarinnar virði að sjá til hvernig þetta kemur út,“ segir Arthur. Hann segir að veiðarnar séu tak- mörkunum háðar og hvort skilyrðin gangi of langt sjáist þegar á þau reyni. Hann geti þó sagt það nú að hann telji óþarft að vera með tíma- takmarkanir á veiðunum, þ.e. 12 klukkustundir á degi hverjum, því veiðarnar séu hvort sem er tak- markaðar við 800 kílóa veiði yfir daginn. Tímamörkin geri það að verkum að þeir sem þurfi að sækja langt á miðin eigi erfitt og jafnvel ómögulegt með að nýta sér strand- veiðarnar. Ekki hrist fram úr erminni Arthur segist hafa orðið var við umtalsverðan áhuga fyrir þessum veiðum en kannski ekki eins mikinn og sögur hafa gengið um. Hann seg- ir vel í lagt að áætla að 300 bátar muni stunda veiðarnar og telur að þeir verði færri. „Menn verða að átta sig á því að það er meira en að segja það að hefja slíkan veiðiskap. Menn þurfa að eiga bát og rúllur og þetta þarf að vera í lagi og uppfylla kröfur til jafns við það sem gerist hjá núverandi atvinnubátum. Þessi veiðiskapur hefur lotið heldur betur í gras eftir að dagakerfi smábáta var aflagt. Það er búið að selja marga báta úr landi, jafnvel þá bestu.“ Arthur segir ennfremur að allir aðdrættir hafi hækkað um tugi pró- senta. Viðhald og vélahlutir, svo dæmi séu tekin, hafi jafnvel hækkað um 100%. Það sé ágætt að menn fái innsýn í það hvað kosti að gera út bát. „Þetta er ekki eins og að fara með skóflu út í banka og byrja að moka út,“ segir Arthur, og bætir við að þetta sé kannski ekki alveg heppileg samlíking þessa dagana. „Ég þekki þetta sjálfur frá fornu fari, þegar veiðarnar voru algerlega frjálsar, að ég átti aldrei pening. En maður var hamingjusamur í baslinu og ástríðan að gera út bát er sterk hjá okkur Íslendingum,“ segir hann. 60 til 65% daganýting? Heimilt er að stunda veiðarnar á virkum dögum mánuðina júní til ágúst. Þetta gerir 73 daga. Arthur segist hafa fengið símtöl frá mönn- um, sem hafi talið að þeir geti róið í 73 daga og veitt 800 kíló á hverjum degi. Þannig næðu þeir að veiða 58 tonn. „Þetta er mikill misskilningur. Það er fráleitt að það sé logn og blíða alla daga, jafnvel yfir sumarið. Ég tel algert hámark að reikna með 60-65% nýtingu á dögum,“ segir Arthur. Hann segir að það segi sig sjálft að takmarkað magn af þorski takmarki það hve mikið einstakir bátar muni veiða í sumar. Þá sé þorskverðið lægra að sumri til en á veturna og það takmarki enn af- raksturinn. Áætla megi að hvert tonn af þorski muni seljast á ca. 220 þúsund krónur. Nýtt líf í höfnunum Arthur telur að þeir sem geti fyrst og fremst nýtt strandveiðarnar séu þeir sem séu á atvinnuveiðum núna og þeir sem eigi verkefnalausa báta. Hann telur að strandveiðunum verði fagnað í mörgum plássum, þar sem smábátum hefur fækkað mikið á síðustu árum. Nefnir hann Flat- eyri sem dæmi. Þar séu gerðir út tveir bátar en þeir skiptu áður tug- um. „Flestir munu fagna því að fá líf við bryggjurnar og bið við lönd- unarkranana,“ segir Arthur. Ranghermt var í frétt í fyrradag að kvóti strandveiðanna væri 6.455 tonn. Hið rétta er að hann er 3.955 tonn af óslægðum þorski, 119 tonn af ýsu og 593 tonn af ufsa, samtals 4.667 tonn. Lengi barist fyrir frelsi til að veiða á handfæri „Ástríðan að gera út bát er sterk hjá okkur Íslendingum,“ segir Arthur Bogason SIGURD Joansen á Eskifirði er einn þeirra mörgu sjómanna sem hyggjast í sumar fara á frjálsu handfæraveiðarnar, svokallaðar strandveiðar. Hann keypti sér bát fyrir skömmu frá Breiðdalsvík, Dofra SU-500, og er að útbúa hann til veiða. Hann hyggst einnig róa í almenna kerfinu og leigja sér aflaheimildir. Sigurd er ekki alls kostar ánægður með frumvarpið um strandveiðarnar eins og það er núna. „Mér sýnist á frumvarpinu að það sé sett upp fyrir einhverja hobbýkarla,“ segir Sigurd. En hann kveðst vonast til þess að mestu vankantarnir verði sniðnir af því. Hann er til dæmis ósáttur við 12 tíma regluna. Í hans tilfelli taki stím á miðin einn og hálfan tíma og því fari allt að fjórir tíma af 12 í siglingu. Verði þessu ekki breytt hyggst hann gera út ann- aðhvort frá Stöðvarfirði eða Djúpavogi, en þaðan er styttra á miðin. Sigurd hefur verið á aflaskipinu Jóni Kjartanssyni í 28 ár, þar af 17 síðustu árin sem kokkur. Hann sótti um frí til að prófa smábáta- sjómennskuna. Það var ekki í boði og því ákvað hann bara að söðla um og fara að róa sjálfur. Kokkurinn á aflaskipinu ætlar nú að róa sjálfur STARFSFÓLK Kastljóss og út- varpsstjóri voru í gær sýknuð í Hæstarétti, í miskabótamáli, sem höfðað var vegna umfjöll- unar um íslensk- an ríkisborg- ararétt Luciu Celeste Molina Sierra, í apríl og maí 2007. Í dómnum sagði þó að starfsmenn Sjónvarpsins hefðu í ýmsum atrið- um brotið gegn starfsskyldum sín- um, m.a. að vilji þeirra til að fara rétt með staðreyndir hefði verið of- urliði borinn af viðleitni til að sýna fram á óeðlilega málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hefðu misbeitt valdi sínu gagnvart ráðherra og allsherjarnefnd þingsins, en ekki þeim Luciu og manni hennar, Birni Orra Péturssyni. Lucia hafði kraf- ist 2,5 milljóna króna og Birnir Orri 1 milljónar króna í miskabætur og vísuðu þau til friðhelgi einkalífsins. Kastljós sýknað en braut gegn starfsskyldum Jónína Bjartmarz Dómurinn taldi brotið á þessum fyrrum ráðherra. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karli á fimmtugsaldri, sem réðst á þáverandi unnustu sína og mis- þyrmdi henni. Skal hann sæta fang- elsi í eitt ár, þar af níu mánuði skil- orðsbundna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í maí 2007 ruðst inn í íbúð á Laugarvatni, dregið konuna þaðan út og ekið henni annað, þar sem hann dró hana út og sló í andlit og líkama. Hann ók þá aftur á Laugarvatn og dró hana með offorsi upp í íbúð á 2. hæð þar sem hann réðst á hana og beitti kynferðisofbeldi. Tæplega tveggja ára fangelsi var staðfest BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær tillögu borgarstjóra um 5 milljarða króna lántöku til að fjármagna framkvæmdir á veg- um Reykjavíkurborgar á árinu 2009. Lánið er tekið með skuldabréfaútboði til 45 ára en þegar liggja fyrir skuldbindandi fyrirheit frá lífeyrissjóðum um kaup á 5 milljörðum. Er lánið tek- ið til að fjármagna framkvæmda- áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Er það í samræmi við sameiginlegan vilja borgarstjórnar skv. fréttatilkynningu borgarráðs. Tryggja allt að 650 ný störf Forgangsraða á framkvæmdum og er áætlað er að með þeim verði hægt að tryggja allt að 650 störf í Reykjavík. Fyrir utan þessar ný- framkvæmdir ætlar borgin að setja um 3,5 milljarða króna í við- hald gatna, opinna svæða og fast- eigna en áætlað er að þær við- haldsframkvæmdir skapi til viðbótar allt að 350 aðkeypt störf á árinu, fyrir utan störf borg- arstarfsmanna. Hæstu upphæðir fara til bygg- ingar skóla og leikskóla eða um 1,5 milljarðar og vegur þar þyngst uppbygging Sæmundarskóla og Norðlingaskóla en til þeirra fram- kvæmda fara 700 milljónir. Í mið- borginni verða nokkrar fram- kvæmdir, s.s. uppbygging á horni Lækjargötu og Austurstrætis og endurgerð á Laugavegi 4-6. Til framkvæmda í miðborginni eru áætlaðar 775 milljónir. Íþróttasvæði og gatnagerð 290 millj. fara til framkvæmda vegna íþrótta, m.a. félagshús Leiknis í Austurbergi, íþrótta- svæði Fylkis í Árbæ og hjá Þrótti í Laugardal. Framlag vegna hjúkrunarheimila nema um 315 milljónum og hlutdeild borg- arinnar í byggingu framhaldsskóla er 300 millj. Stærsta einstaka gatnaframkvæmdin er svokallaður Hlíðarfótur við Öskjuhlíð, en til þeirrar framkvæmdar ver borgin rúmum 400 milljónum. Þá er jafn- framt fyrirhuguð breikkun Flug- vallarvegar. omfr@mbl.is Lífeyrissjóðir lána borginni Gæti tryggt allt að 650 manns atvinnu Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Í startholunum Sigurd Joansen og báturinn hans, Dofri SU-500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.