Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Stormar og styrjaldir - Sturlunga Einars Kárasonar (Söguloftið) Lau 30/5 kl. 16:00 Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið - sýningum lýkur í vor) Fös 29/5 kl. 20:00 U síðasta sýn. ! Mið 3/6 aukas. kl. 20:00 Lau 6/6 aukas. kl. 20:00 U Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 31/5 kl. 16:00 Ö Mið 3/6 aukas. kl. 17:00 Fös 5/6 kl. 20:00 U Lau 6/6 kl. 16:00 U Fös 19/6 kl. 20:00 Lau 20/6 kl. 20:00 Sun 21/6 kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ódó á gjaldbuxum (Síðustu sýningar) Fös 29/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 20:00 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks (Smíðaverkstæðið) Frida... viva la vida (Stóra sviðið) Vínland - athyglisverðasta áhugaleiksýningin 08/09 (Stóra sviðið) Dreams 2009 - alþjóðleg döff leiklistarhátíð (Kassinn) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Fös 11/9 kl. 20:00 Frums. U Lau 12/9 kl. 20:00 2. sýn. Ö Fös 18/9 kl. 20:00 3. sýn. Ö Fös 12/6 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Ö Lau 30/5 kl. 20:00 Ö Lau 19/9 kl. 20:00 4. sýn. Ö Fös 25/9 kl. 20:00 5. sýn. Lau 26/9 kl. 20:00 6. sýn. Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn. Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn. Lau 6/6 kl. 14:00 U Lau 6/6 kl. 17:00 U Sun 7/6 kl. 14:00 U Sun 7/6 kl. 17:00 U Lau 13/6 kl. 14:00 U Fös 29/5 kl. 18:00 U Lau 30/5 kl. 14:00 U Lau 30/5 kl. 17:00 U Fim 4/6 kl. 18:00 Ö Fös 5/6 kl. 18:00 U Lau 13/6 kl. 17:00 U Sun 14/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 17:00 U Sun 30/8 kl. 14:00 Ö Sun 30/8 kl. 17:00 Ö Í samstarfi við Draumasmiðjuna Aðeins ein sýning, tryggið ykkur sæti í tíma Snarpt sýningatímabil - miðaverð aðeins 1.500 kr. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Lau 20/6 kl. 19:00 stóra svið Lau 27/6 kl. 19:00 stóra svið Fös 3/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 11/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 18/7 kl. 19:00 stóra svið Ökutímar (Nýja sviðið) Fös 29/5 kl. 19:00 Ö Síðustu sýningar. Söngvaseiður. Sýningar haustins seljast hratt Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Fös 5/6 kl. 20:00 fors. Lau 6/6 kl. 19:00 frums.U Mið 10/6 kl. 20:00 Fim 11/6 kl. 20:00 Fös 12/6 kl. 20:00 Lau 13/6 kl. 20:00 Sun 14/6 kl. 20:00 Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 U Lau 30/5 kl. 20:00 U Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaU Mið 3/6 kl. 20:00 U Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukasU Lau 6/6 kl. 16:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 U Sun 7/6 kl. 16:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 U Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukasU Lau 13/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 16:00 U Fös 4/9 kl. 19:00 Lau 5/9 kl. 19:00 Sun 6/9 kl. 19:00 Fim 10/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 20:00 Lau 19/9 kl. 19:00 Ö Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Djúpið (Litla sviðið) Fös 5/6 kl. 20:00 frums. Lau 6/6 kl. 16:00 Fim 11/6 kl. 20:00 Fös 12/6 kl. 20:00 Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00 Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200 Takmarkaður sýningafjöldi Fim 4/6 kl. 20:00 Ný sýn U Fös 5/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö Lau 6/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö Sun 7/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö EF það er eitthvað sem mörlandinn þarf á að halda núna þá er það bylmingshratt og stuðvænt rokk af þyngri gerðinni. Því hvað er betra en að hrista hreinlega úr sér böl- móðinn við sveitt, adrenalínskotið rokk og ról – þó ekki sé nema kvöldstund? Bandaríska sveitin Ramming Speed ætlar að reynast hvíti rokk- riddarinn í þessum efnum, en hún stendur fyrir tvennum tónleikum nú um helgina. Sveitin leikur „speed-metal“ af gamla skólanum, er ekkert að flækja hlutina og framreiðir eldsnöggt rokkið með heilnæmum slatta af gáska og gleði. Fyrri tónleikar sveitarinnar verða á Kaffi Hljómalind í kvöld (ásamt Logni, Munnriði og Muck) en á morgun leikur hún á Grand Rokk (ásamt Manslaughter, Skít og Celestine). Ekkert aldurstakmark er á fyrri tónleikana en tuttugu ára aldurstakmark er á þá síðari. Góða flösuþeytingu! Á hraða ljóssins Hraði Ramming Speed nenna engu kjaftæði, eins og glögglega má sjá! @ HÚN er um margt undarleg, sú lenska að leiða saman í eina sæng fulltrúa frá þeim tveimur heimum tónlistar sem svo gjarnan er talað um. Hver er tilgangurinn? Stundum halda popp- og rokksveitir að þær verði frekar teknar alvarlega ef þær raða í kringum sig svo sem einu stykki sinfóníuhljómsveit (og helst kór líka). Útkoman úr slíkum æfing- um hefur oft verið hálfgert stórslys, tónlistin upphafin og tilgerðarleg. Þá vilja hinir lærðu stundum gefa af sér þá mynd að þeir séu nú „hipp og kúl“ þrátt fyrir að þeir kunni að lesa nótur og stíga því ólmir í vænginn við „alþýðlegri“ tónlistarmenn. Út- koman úr slíkum stefnumótum get- ur verið ámóta klúðursleg. Við sjáum því að þetta er alltaf spurning um hvaða forsendur fólk gefur sér. Er tilgangurinn sá að þjóna tónlistargyðjunni? Eða er hann einhver annar og vafasamari? Ég viðurkenni að mér fylgdi dulít- ill kvíðbogi þegar ég tyllti mér niður í Íslensku óperunni í fyrradag. Var ég að fara að upplifa uppskrúfaða sýndarmennsku enn eina ferðina, til- gangslausa flugeldasýningu þeirra sem finnst svo „sniðugt“ að blanda saman poppi og klassík? En hvaða, hvaða ... er þessi ólund ekki óþarfi. Því að hér erum við jú með hljómsveit sem gerir beinlínis út á samfléttun popps og klassíkur. Þannig er hljómur hennar. Að bæta kammersveit við kammerpoppið ætti því varla að valda miklum ósk- unda. Andi tónleikanna – og sú sam- fléttun sem áheyrendur áttu eftir að upplifa – var undirstrikaður strax í upphafi og það áður en nokkur nóta var slegin. Hljóðfæraleikararnir og stjórnandi stikuðu á sviðið, flestir í hæfilega hirðuleysislegum klæðnaði. Strigaskór og leðurbuxur í bland við krumpaðar skyrtur og snjáða jakka. Aðrir voru ögn „snyrtilegri“ en allur mannskapurinn að sjálfsögðu prúðbúinn. Bara hver á sinn hátt. Svona kristallaðist heilnæmt skeyt- ingarleysið gagnvart því sem má og ekki má – hugsun sem hefur legið Hjaltalín nokkuð til grundvallar. Upphafslagið var „Trailer Music“, af einu plötu Hjaltalín til þessa, Sleepdrunk Seasons. Viss óöryggis gætti í blábyrjun en það átti eftir að brá af, hægt og örugglega. Leiðtog- inn, Högni Egilsson, kynnti tónlist- ina og þræddi hárnákvæmt jafnvægi léttúðar og heilnæms ótta við að hlutirnir gengju kannski ekki upp. Leitun er að jafn sjarmerandi for- vígismanni hljómsveitar í dag; það bókstaflega stafar af þessum dreng. Hjaltalín og sérstaklega samsettri sveit Daníels óx fiskur um hrygg með hverju lagi og þegar það var komið að „The Trees Don’t Like The Smoke“ fór útgangspunktur tón- leikanna að verða mér ljós. Hér var ekki verið að stilla upp hjálparsveit sem myndi gera hvert og eitt lag voldugra, kraft- eða hljómmeira. Nei, það var þvert á móti verið að vinna skapandi með þessa tvo hluti, þ.e. kammersveitina og svo Hjalta- lín. Og það sem meira er, húmorinn var aldrei langt undan, eins og út- setningin á nefndu lagi bar með sér, sem fer best á að lýsa sem grall- aralegri. Í lokalagi fyrir hlé steig svo fjög- urra manna drengjakór á svið; hljóð- færaleikarar klöppuðu í takt á einum tíma og flutningurinn allur helber snilld. Þetta var farið að rúlla... Eftir hlé fengum við m.a. að heyra nýtt smáskífulag sveitarinnar, „Suit- case Man“. Og nú var allt komið á blússandi stím. Samhljómur popp- og kammersveitar fullkominn og ævintýralegt að fylgjast með því sem fram fór á sviði; Högni sem hamslaus í innlifuninni. Fleiri ný lög fengu að hljóma, og það er greinilegt að næsta plata sveitarinnar, sem nú er unnið að, mun sæta einhverjum meiriháttar tíðindum. Útsetningin á „Traffic Music“ var líka enn eitt skínandi dæmið um hvernig unnið var með kosti sveitanna tveggja, og það besta úr báðum heimum dregið fram. Fagnaðarlátunum ætlaði svo aldr- ei að linna og uppklappslagið var glæsileg útgáfa af Sjómannavalsi Svavars Benediktssonar. Þegar hér var komið sögu langaði mann ekkert til að fara heim. Það var unaðslegur ævintýrabragur yfir salnum og mað- ur gekk út í nóttina með glóð í geði. Þannig að samslátturinn tókst. Það tókst að búa til eitthvað nýtt, annað og meira úr þeim stórkostlega efnivið sem þó var fyrir. Og ástæðan er einföld. Hjaltalín, frambærileg- asta dægurhljómsveit landsins í dag, er á þvílíku flugi um þessar mundir að henni er einfaldlega fyrirmunað að taka feilspor. Segi og skrifa það. Ævintýri enn gerast Íslenska óperan Hjaltalín ásamt kammersveit  Hljómsveitin Hjaltalín ásamt kamm- ersveit undir stjórn Daníels Bjarnason- ar. Tónleikarnir voru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Miðvikudaginn 27. maí. ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Morgunblaðið/Kristinn Á flugi „Leitun er að jafn sjarmerandi forvígismanni hljómsveitar í dag; það bókstaflega stafar af þessum dreng,“ segir gagnrýnandi um Högna Egilsson, leiðtoga hljómsveitarinnar Hjaltalín sem átti stórleik í Íslensku óperunni. , ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.