Fréttablaðið - 01.10.2011, Side 36

Fréttablaðið - 01.10.2011, Side 36
1. október 2011 LAUGARDAGUR36 Gerlos er aðlaðandi skíðabær í austurrísku Ölpunum og vel þekktur á meðal skíðafólks. Hann býður upp á frábærar aðstæður fyrir skíðafólki á öllum aldri og líflega fjallastemningu. Gerlos liggur í 1.300 m hæð og er eitt af fjórum skíðasvæðum í Zillertal Arena, liggur í allt að 2.500 m hæð yfir sjávarmáli og því talið einstaklega snjóöruggt svæði. Tæplega 50 skíðalyftur eru á svæðinu og skíðabrekkurnar sem eru um 166 km á öllum erfiðleikastigum eiga eflaust eftir að koma vönu skíðafólki skemmtilega á óvart. Flogið er með Icelandair til München og haldið sem leið liggur til Gerlos. Gist er á 3* fjölskyldureknu hóteli í austurrískum stíl þar sem morgunverðarhlaðborð og fjögurra rétta kvöldverður með salathlaðborði er innifalið. Hótelið býður einnig upp á nýlega heilsulind. Fararstjórar eru með hópnum alla ferðina, gista á sama hóteli og sjá um að skipuleggja skíðaferðir fyrir þá sem það vilja. Fararstjórar: Guðmundur K. Einarsson & Steingrímur Birgisson Verð: 184.400 kr. á mann í tvíbýli. Rútuferðir til / frá hóteli í Gerlos innifaldar! Innifalið: Flug með Icelandair til München, flugskattar, rútuferðir til og frá flugvelli, gisting í 7 nætur á 3* hóteli í Gerlos, morgun- og kvöldverður, aðgangur að heilsulindinni og íslensk fararstjórn. 4. - 11. febrúar 2012 Sp ör e hf . s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Gerlos í Austurríki SVIGSKÍÐAFERÐ Tóbak róm ræmir, remmu framkvæmir, tungu vel tæmir, tár af augum flæmir, háls með hósta væmir, heilann fordæmir, og andlit afskræmir. Tóbaksneysla hefur alla tíð verið álitin leiður ávani, eins og þessi vísa eftir Hallgrím Péturs son sýnir. Skáldið var uppi á sautjándu öld, á sama tíma og tóbakið var að ryðja sér til rúms á Íslandi. Tóbak var sagt hafa sljóvgandi áhrif á fólk, auk þess sem það þótti ósómi að eyða pen- ingum í tilgangslaust nautnalyf. Þá þótti það einfaldlega argasti sóðaskapur að neyta þess. Stór hluti af stúkumenning- unni í upphafi 20. aldar var að tala fyrir hvers kyns bindindi og var tóbakið þar ekki undanskil- ið. Sígarettur urðu ekki vinsæl- ar á Íslandi fyrr en á stríðsár- unum, en þá var það helst ungt fólk sem reykti þær amerísku. Á sjötta áratug síðustu aldar komu fram rannsóknir sem sýndu mjög ákveðin tengsl lungnakrabba- meins og sígarettu reykinga. Þá var farið að berjast af alvöru gegn sígarettureykingum og árið 1969 voru fyrstu tóbaks- varnarlögin sett. Í þeim fólst bann við auglýsingum á sígar- ettum. Reyndar voru þá einnig gerðar tilraunir með að merkja sígarettupakka með viðvörunum, en því var fljótlega hætt vegna deilna við framleiðendur. Árið 1974 gerði borgarlæknir könnun á reykingavenjum grunn- skólabarna. Niðurstöðurnar voru sláandi, en þær sýndu að 12 pró- sent tólf ára barna reyktu á þeim tíma. Eftir þessa rannsókn var farið í mikið átak, sem skilaði hröðum árangri meðal yngstu notendanna. Þótt verulega hafi dregið úr sígarettureykingum virð- ist tóbakið alltaf hafa eitthvert aðdráttarafl. Á undanförnum árum hefur neysla munn tóbaks til dæmis aukist. Því fer því fjarri að þeir sem berjast gegn tóbaksneyslu geti lagt árar í bát og snúið sér að öðrum málum. Tóbak tár af augum flæmir Í Horni Þjóðminjasafnsins stendur nú yfir sýning þar sem skoða má úrval gripa sem tengjast tóbaksnotkun. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hafði sýningarstjórann, Ágústu Kristófersdóttur, sér til halds og trausts á röltinu um safnið. Gripirnir, sem margir hverjir voru til á hverju heimili á síðustu öld, eru svo framandi í dag að full þörf var á leiðsögn. ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Rétt eins og með alla aðra iðju þarf að æfa sig að reykja áður en það kemst upp í vana. Þessar stúlkur æfðu sig fyrir framan spegil með bros á vör. Myndin var tekin í kringum 1955. MYND/GESTUR EINARSSON Spýtubakki Munntóbaksmenn notuðu spýtubakka til að hrækja út úr sér tóbakinu þegar þeir voru búnir að ná úr því nikótíninu. Vinnu konur höfðu víst margar hverjar óbeit á bökkunum, þeir þóttu óþrifalegir og þá þurfti að þrífa daglega. Í einni munnmælasögunni sem sjá má á sýningu Þjóðminjasafnsins segir af karli sem þurfti nýtni sinnar vegna ekki að nota spýtubakka: „Karl einn átti að hafa verið sérlega nýtinn á tóbakið sitt, af fátækt, nísku eða bara forsjálni. Hann tuggði skroið en hélt tuggunum til haga þegar þær fóru að dofna, þurrkaði þær og notaði síðan í pípuna. Öskunni hélt hann líka til haga, spýtti í hana tóbaksleginum þegar hann tuggði skroið og notaði hana síðan sem neftóbak.“ Tóbakspungur Tóbakspungurinn var einfaldlega gerður úr eltum hrútspungi. Í hann fór tóbakið þegar búið var að skera það á tóbaksfjöl. Krakkarnir voru oft fengnir í það verk að skera tóbakið, enda þótti það heldur leiðinleg iðja. Þegar tóbakið hafði verið skorið var það elt í pungnum, það er að segja pungurinn nudd- aður og tóbakið þannig gert smærra. Þá var tóbakið tilbúið til neyslu og tekið úr tóbakspungnum og sett í dós eða pontu. Tóbakshorn Tóbaksponturnar voru afar mis- jafnar í útliti og margar hverjar fegurstu smíðisgripir. Algengt var að þær væru úr kinda- hornum eða beinum og fagurlega útskornar eða skreyttar. Konur gengu ekki með eins stórar pontur og karlarnir, enda þótti það ekki sérlega fínt að konur tækju í nefið. Þeirra pontur voru töluvert minni, fóru vel í vasa eða undir svuntuna, og voru kallaðar kerlingarpontur. GAMALL MAÐUR SNÚSSAR SIG Sumir fengu sér tóbak með því að hella einfaldlega úr pontunni upp í nefið á sér. MYND/ÓLAFUR MAGNÚSSON ■ BARÁTTAN GEGN BÖLINU Reykjarpípa Pípureykingar hafa verið stundaðar á Íslandi svo lengi sem tóbak hefur verið flutt hér inn. Þær hafa hins vegar aldrei verið í farar- broddi yfir þær leiðir sem mögulegar eru til að næla sér í nikótín. Krítarpípur eru þó með algengustu fornleifafundum frá 17. öld. Tóbaksdósir Tóbaksdósirnar voru, rétt eins og ponturnar, notaðar til að geyma tóbakið í þegar það var tilbúið til neyslu. Á Þjóðminja- safninu eru til ógrynni af þeim, frá einföldustu dósum til gulli sleginna dósa með eðalsteinum. Þessi fína tóbaks dós úr gulli, sem mynd fylgir af hér, var í eigu Tryggva Guðmundssonar alþingis- manns. Hann fékk dósina að gjöf árið 1878, en tóbaks- dósir þóttu tilvaldar tækifærisgjafir fyrir fína menn. Dósin ber það með sér að hafa lítið sem ekkert verið notuð og má því leiða að því líkur að annað hvort hafi Tryggvi ekki verið mikill tóbaksmaður eða átt aðra ófínni pontu sem hann notaði hversdags. S ígarettur komust fyrir alvöru í tísku á Íslandi á stríðsárunum. Þeim hefur þó alltaf fylgt talsverð andstaða og börðust ungmennasamtök oft gegn þeim. Drengir gengu sumir í samtök á borð við „Samtök pilta gegn sígarettureykingum“, þar sem þeir hétu því að reykja aldrei og reyna eftir fremsta megni að halda öðrum pilt- um frá reykingum líka. Ungu mennirnir á þessari ljósmynd hafa líkast til ekki gengið í samtökin á sínum yngri árum, svo sátt- ir virðast þeir vera við sígaretturnar sínar þar sem þeir bregða á leik í grasinu. Öskubakkar Eftir að sígarettur náðu yfir- höndinni á tóbaksmark- aðnum um miðbik 20. aldarinnar urðu ösku- bakkar að vin sælum tækifærisgjöfum. Allir áttu öskubakka í stofunni hjá sér, hvort sem þeir reyktu eða ekki, enda þóttu þeir bæði stofu stáss og oftast sjálfsagt mál að gestir reyktu inni fyrir ef þeim sýndist svo. Glit-öskubakkarnir íslensku voru fögur hönnun sem var til á öllum betri heimilum. Þá var það klassískt að fyrirtæki létu gera fyrir sig sérmerkta öskubakka úr harðplasti. Þeir þóttu viðeigandi gjöf til starfsmanna og annarra velunnara fyrirtækjanna. ■ ENGIR STÚKUDRENGIR MYND/ÓLAFUR JÓHANNESSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.