Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2011, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 01.10.2011, Qupperneq 102
1. október 2011 LAUGARDAGUR70 PERSÓNAN Eva Bjarnadóttir Aldur: 27 ára. Starf: Togarasjómaður. Fjölskylda: Mamma og pabbi og svo á ég sex bræður. Búseta: Ég á heima í miðbænum. Stjörnumerki: Vog. Eva gerði hlé á námi sínu í Myndlistar- skóla Reykjavíkur og skellti sér á norskan frystitogara. „Þegar ég fór að lesa þetta þá brá mér eilítið í brún á köflum og mér fannst ég vera að kynn- ast nýjum Kobba Magg,“ segir Jakob Frímann Magnús son. Samtalsbók Þórunnar Erlu-Valdi- marsdóttur við Stuðmanninn Jakob Frímann Magnússon kemur út fyrir þessi jól. Jakob hefur verið í sviðsljósinu síðan elstu menn muna, bæði sem tónlistarmaður en líka í hlutverki stjórnmálamanns, miðborgarstjóra og ekki síst menningarfulltrúa í London. Jakob viður kennir í bókinni að hafa daðrað við hina heilögu þrenningu tónlistarmannsins; kynlíf, rokk og eitur lyf en reynsluheimur hans markist þó ekki af þessu þrennu. Jakob segir samstarfið við Þórunni hafi verið skemmtilegt, þegar svona merkur sagnfræðingur og rithöfundur banki upp á hjá manni fyllist maður lotningu og undirgefni en vonandi ekki eftir sjá. Hann hafi verið búinn að afþakka svona boð í tvígang en það sé einhver þrenning sem sé gegnumgangandi í lífi okkar. „Ég bauð henni í bíltúr og hún spurði mig spjörunum úr og rakti úr mér garnirnar. Þetta var langur en fróðlegur bíltúr, ekki síst fyrir mig sem var ekki búinn að gleyma mörgu en grafa sumt djúpt í minni.“ - fgg Kynntist nýjum Kobba Magg MILLI MALBIKSINS OG REGNBOGANS Samtalsbók Þórunnar Erlu-og Valdimarsdóttur við Jakob Frímann kemur út fyrir þessi jól. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta lík- lega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Stein- þór Helgi Arnsteinsson, tónleika- haldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúnings- hópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugar- dalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetj- an Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stór- stjörnur komi fram, Samhliða tón- leikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheims- átaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra sam- takanna hér á landi að halda tón- leika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbill- inn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum sam- takanna í London, Jóhannesar- borg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjón- varpað til milljóna áhorfenda. Síð- ustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbún- ing tónleikanna um tvær millj- ónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmála- ráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleik- arnir fari fram. Að sögn Steinþórs STEINÞÓR HELGI: TÓNLEIKAR FYRIR NELSON MANDELA Á ÍSLANDI Undirbúa stærstu tónleika Íslandssögunnar á næsta ári HEIMSVIÐBURÐUR Stefnt er að því að halda stórtónleika samtakanna 46664, sem frelsishetj- an Nelson Mandela stofnaði, hér á landi á næsta ári. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Gunnlaugur Briem sitja í undirbúningshópi tónleikanna en borgarráð Reykjavíkur samþykkti fyrir skemmstu að styrkja undir- búningsvinnu þeirra um tvær milljónir. hafa ekki enn borist svör frá ráðu- neytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Man- dela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundr- uð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þess- um samtökum og fyrir tónlistar- bransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 „Mig hefur lengi langað til að opna sýningu hér í Lúxemborg og lét loksins verða af því núna,“ segir Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari en hún opnaði ljós- myndasýningu í Lúxemborg í gærkvöldi. Myndirnar sem Nína er með á sýningunni eru af fatnaði Berg- lindar Ómarsdóttur klæðskera en báðar eru þær búsettar í Lúxem- borg. Mikið var um dýrðir á opn- uninni sem var með ákveðnum Íslendingabrag en Elísabet Ólafs- dóttir söngkona tók meðal annars nokkur lög. „Okkur Berglindi langaði að stilla saman strengi okkar og gera eitthvað sniðugt saman. Það er mikil samheldni hjá Íslending- um hérna í Lúx og við erum stór hópur kvenna sem eru duglegar að gera eitthvað saman,“ segir Nína Björk, sem hefur búið þar síðastliðin tvö ár. Þegar Fréttablaðið náði tali að Nínu í gær var hún á fullu að undirbúa opnunina enda í mörg horn að líta. „Þetta er mjög flott- ur staður en umhverfið minn- ir örlítið á helli þegar maður er kominn inn. Við eigum von á fullt af gestum í kvöld en staður- inn tekur milli 300-400 manns,“ segir Nína Björk en hún er iðin með myndavélina í Lúxemborg og hefur meðal annars breytt vef- síðu sinni í nina.lu. „Ég er nýkomin úr fæðingar- orlofi og er að koma mér í gang aftur. Ég hef samt þróast í að taka meira af fjölskyldu- og barnaljósmyndum í stað tísku- mynda sem ég gerði mikið af á Íslandi. Mér finnst það mjög gaman og það hefur verið fullt að gera hjá mér,“ segir Nína Björk og er ekkert á leiðinni aftur til landsins í bráð. „Lífið hér er yndislegt og okkur líkar vel. Við flytjum samt aftur til Íslands í framtíðinni, bara ekki næstu árin.“ - áp Nína opnar sýningu í Lúxemborg MIKIÐ AÐ GERA Nína Björk Gunnars- dóttir opnaði ljósmyndasýningu í Lúxemborg í gær ásamt Berglindi Ómarsdóttur klæðskera.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.