Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 F í t o n / S Í A Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Golfferðir Golf í haust Express ferðir bjóða pakkaferðir við allra hæfi á þrjá frábæra golfvelli á Spáni, Bonalba, La Sella og Oliva Nova. • Bonalba – Skemmtilegur völlur, frábært verð! • La Sella – Fjölbreyttur golfvöllur, 5* hótel, ótrúlegt verð! • Oliva Nova – Krefjandi og frábær æfingavöllur, tilboðsverð! Spilaðu golf við bestu aðstæður og njóttu lífsins í sólinni á Spáni! Skelltu þér á www.expressferdir.is/golf eða hringdu í 5 900 100 og kynntu þér kostina. Verð á mann frá 167.900 kr. Golfferðir haustsins eru komnar í sölu! Forsætisráðuneytið er þannigmannað að það kemur ekki á óvart að aðstoðarmaður ráðherrans láti gamminn geisa á hinum ýmsu vefsíðum og ausi þar ósannindum yf- ir fjölmiðla og blaðamenn.    Það kemur ekki heldur á óvart þóað aðrir spunakarlar Samfylk- ingarinnar elti aðstoðarmanninn út á foraðið.    Og það kemurekkert á óvart að óðinsvé RÚV skuli þegja þegar forsætis- ráðherra þarf á að halda.    En það kemur þrátt fyrir alltpínulítið á óvart að fréttastofa Stöðvar 2 skuli taka að sér aðal- hlutverk í spunanum og segi af því „frétt“ að forsætisráðuneytið haldi því fram að fréttir Morgunblaðsins um samskipti forsætisráðuneytis Ís- lands og Kína séu rangar.    Morgunblaðið hefur þau gögnsem þarf til að styðja frétt- irnar og nær væri fyrir Stöð 2 að vinna sjálfstæðar fréttir og afla upp- lýsinga í stað þess að gerast hluti spunavélar Samfylkingarinnar.    Hvorki forsætisráðherra né að-stoðarmaðurinn hafa veitt færi á viðtali vegna málsins. Þau eru raunar í felum út af flestum málum, enda virðist ótrúlega margt í ráðu- neytinu sem ekki þolir dagsins ljós. Hvað er það fleira sem forsætisráðu- neytið hefur að fela með und- anbrögðunum?    Er ekki kominn tími til að frétta-stofa RÚV og fréttastofur 365 fari að sinna því hlutverki sínu að veita stjórnvöldum aðhald í stað þess að styðja áfram ógeðfelldan feluleik- inn og spunann? Hrannar Björn Arnarsson Spunavélin og fjölmiðlarnir STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 11 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 13 skýjað Nuuk 10 alskýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 20 skúrir Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 26 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 18 skúrir Dublin 16 léttskýjað Glasgow 16 léttskýjað London 17 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 21 léttskýjað Berlín 23 léttskýjað Vín 24 skýjað Moskva 18 skýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 32 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 23 skýjað Montreal 23 skýjað New York 27 heiðskírt Chicago 27 heiðskírt Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:24 23:43 ÍSAFJÖRÐUR 2:38 24:39 SIGLUFJÖRÐUR 2:18 24:25 DJÚPIVOGUR 2:43 23:23 Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is „Við dalsbúar erum orðin lang- þreyttir á hraðakstri í gegnum Mos- fellsdalinn,“ segir Dísa Anderiman, háskólakennari og íbúi á Skeggja- stöðum í Mosfellsdal. Íbúar og dýr á svæðinu munu marsera saman, á þjóðveginum sem liggur í gegnum dalinn til Þingvalla, til að mótmæla hraðakstri á svæðinu. „Við munum leggja af stað klukkan eitt frá af- leggjaranum við Helgardalsveg og ganga að Tjaldanesi. Við ættum ekki að fara framhjá neinum, þar sem hænur, hestar og menn sam- einast í kröfugöngu.“ Á 120 kílómetra hraða Dísa segir hraðakstur orðið mikið vandamál á svæðinu, en hraðinn er takmarkaður við sjötíu kílómetra á klukkustund. „Fólk sem leggur leið sína til Þingvalla eða á Laugarvatn ekur oft á um 120 km hraða í gegn- um dalinn,“ segir Dísa og bætir við að börn, íbúar og hestamenn leggi leið sína yfir veginn nánast daglega. „Við erum margoft búin að leggja inn kvörtun til yfirvalda og biðja um að eitthvað verði gert í málinu, en því hefur ekki verið svarað.“ Mosfellsdalurinn er stór partur af menningarsögu okkar Íslendinga. Halldór Kiljan Laxness nóbelsverð- launahafi fluttist þangað árið 1905 og bjó þar til æviloka, á Gljúfrasteini. Blikkandi aðvörunarskilti „Nú erum við búin að fá nóg og ætlum að efna til jákvæðra mótmæla í von um að lausn verði fundin á mál- inu,“ segir Dísa sem kveðst ætla að fara fram á að rafrænum blikk-skilt- um, sem sýna hraða, verði komið fyr- ir víðsvegar um dalinn. Hún segir að gott væri að fá hraðakstursmynda- vélar og telur að það muni svara kostnaði, þar sem gríðarleg aukning hefur orðið á umferð í gegnum dal- inn eftir að nýr vegur um Lyngdals- heiði var opnaður. Að lokum segist Dísa vonast til þess að eitthvað verði gert í málinu. Hún hvetur alla sem vilja styðja mál- stað dalsbúa til að mæta í dag og fá sér göngutúr í góða veðrinu. Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Lagt verður af stað klukkan eitt frá afleggjaranum við Helg- ardalsveg og marserað að bænum Tjaldanesi í Mosfellsdal. Dalsbúar samein- ast í kröfugöngu  Íbúar og dýr munu marsera saman - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.