Morgunblaðið - 09.07.2011, Page 37

Morgunblaðið - 09.07.2011, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 Það eru töluverðir eft-irskjálftar hruns og búsá-haldabyltingar í nýrri bókBjarna Bernharðs, Undir tjaldhimni veruleikans. Ljóð hans minna raunar um margt á skor- inortan skáldskap 7. áratugarins. Talað er út frá siðferðislegu sjón- armiði röddu róttæks vandlætara. „Við erum kornin / í brauði auð- valdsins / sem hinir lystugu gæða sér á ,“ segir í upphafsljóði bók- arinnar. Skáldið veltir tæpitungu- laust fyrir sér draumförum brennu- manna hrunsins: Fláráðir bankafurstar, brennumenn hórkarlar mammons þjóðníðingar hvað dreymir þá um nætur En í eftirskjálftanum miðjum er auga sem horfir inn á við. Eins og í fyrri bókum skáldsins er meginþráð- urinn leit að innri friði. Í formi bók- arinnar og titlum ljóða sjáum við ákveðna viðleitni til formfestu and- spænis óreiðu tímanna, ekki í brag- fræðilegum skilningi heldur efnis- legum. Og skáldinu er hugleikin leið síns sálarskips í ölduróti í sálarvíti erfiðra stunda. En ljóðmælandi er þó kominn á þann stað að hann getur horft fram á veg í einhvers konar sátt: þó vildi ég síst lífshlaup þetta lasta. Nú eru klungrin og hinar hálu brautir að baki í húsi skáldsins er andinn ferskur. Í dag er fylling tímans! Ljóð Bjarna Bernharðs einkenn- ast af markvissri myndsköpun og af- dráttarleysi. Þetta er með betri bók- um hans. Ég reikna þó ekki með að ljóð hans verði allra. Áferð þeirra er hrjúf og á stundum hvöss. Á hinn bóginn skilja þau eftir sig sterkar myndir í huganum. Eftirskjálftar hruns Undir tjaldhimni veruleikans bbbnn Bjarni Bernharður. Egoútgáfan 2011 – 55 bls. SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON BÆKUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvöss Ljóð Bjarna Bernharðar einkennast af markvissri myndsköpun og afdráttarleysi. Undir tjaldhimni veruleikans er með betri bókum hans. Sænski glæpa- sagnahöfund- urinn Liza Mark- lund er með þekktustu rithöf- undum Norður- landanna á sínu sviði, bækur hennar hafa selst í milljónum ein- taka og verið þýddar á tugi tungu- mála. Tíu bóka hennar hafa komið út á íslensku og ein að auki sem hún skrifaði í samvinnu við bandaríska reyfarahöfundinn James Patterson. Fyrir stuttu gáfu Uppheimar út að nýju þrjár fyrstu bækur Mark- lund, en þær komu út á íslensku á árunum 2001 til 2003. Bækurnar heita Sprengivarg- urinn, Stúdíó Sex og Paradís og segja allar frá ævintýrum blaðakon- unnar Anniku Bengtzon. Sprengi- vargurinn var fyrsta bókin þar sem Bengtzon kom fyrir, Stúdíó Sex önn- ur bókin, þó hún gerist átta árum fyrir atburðina í Sprengivarginum, og Paradís þriðja bókin. Í Sprengivarginum segir frá því er sprengja springur þegar undir- búningur fyrir Ólympíuleika í Stokkhólmi stendur sem hæst og ein valdamesta kona Svíþjóðar ferst í sprengingunni. Annika Bengtzon, blaðamaður á Kvöldblaðinu, rann- sakar málið. Sprengivargurinn kom út á sænsku 1998 og á íslensku 2001. Í Stúdíó Sex, sem gerist átta árum fyrir atburðina í Sprengivarginum, eins og áður er getið, segir frá því er Annika Bengtzon er ráðin í sumar- afleysingar á Kvöldblaðinu og flæk- ist inn í rannsókn á morði á nektar- dansmær. Stúdíó sex kom út á sænsku 1999 og á íslensku 2002. Í Paradís segir frá því er tveir menn finnast skotnir til bana eftir óveður sem gengur yfir Svíþjóð, en auk þess sakna menn vindlinga- farms upp á tugi milljóna. Fleiri lík finnast, Bengtzon rannsakar málið og liðsinnir stúlku á flótta. Paradís kom út á sænsku 2000 og á íslensku 2003. arnim@mbl.is Liza Marklund endurútgefin Endurútgáfa Sænski rithöfund- urinn Liza Marklund. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Nú stendur yfir í Tónlistarskóla Kópavogs kvartettnámskeið á veg- um Tónlistarhátíðar unga fólksins. Kennari er fiðluleikarinn Sig- urbjörn Bernharðsson, sem hefur starfað mikið erlendis á und- anförnum árum og hlotið alþjóð- legar viðurkenningar fyrir leik sinn með Pacificakvartettinum, þar á meðal Grammy-verðlaun. Á sunnu- dag verða haldnir tónleikar þar sem afrakstur námskeiðsins verður kynntur. Sextán nemendur eru á nám- skeiði Sigurbjörns og úr ýmsum áttum, íslenskir, hollenskir, banda- rískir, tævanískir, kanadískir og suðurafrískir. Námskeiðið hófst á prufuspili, en síðan voru myndaðir kvartettar sem leika verk eftir Bar- tók, Schumann, Beethoven og Mendelssohn. Sigurbjörn kom sér- staklega til Íslands til að kenna á námskeiðinu en hann spilar víða um heim með Pasifica og er einnig prófessor í fiðluleik við háskólann í Illinois auk þess að vera gesta- kennari við háskólann í Chicago og Longy School of Music í Cam- bridge, Massachusetts. Stórmerkileg hátíð Námskeiðið sem Sigurbjörn kennir á er liður í Tónlistarhátíð unga fólksins sem verður haldin í ágúst, en hann fékk að vera aðeins á undan vegna anna. „Þessi hátíð er stórmerkileg og ég held það hljóti að vera einsdæmi í heiminum að svona námskeið séu rekin af fólki á tvítugsaldri,“ segir Sig- urbjörn, en auk þess eru á hátíð- inni námskeið fyrir börn og ung- menni og kennt á flest hljóðfæri og einnig eru söngnámskeið. Í upphafi var Tónlistarhátíð unga fólksins hugsuð sem tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn sem ekki áttu þess kost að fara á námskeið erlendis í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi, en Sigurbjörn segir að hún sé löngu orðin að alþjóðlegri hátíð sem sjáist meðal annars á því að nemendur hans að þessu sinni séu frá fimm löndum. „Ég spurði til dæmis hollenska stúlku sem er á námskeiðinu af hverju hún hafi kosið að koma til Íslands og hún sagðist ekki þekkja neinn hér á landi en hefði rekist á það á netinu. Flestir þessara krakka höfðu aldrei hist áður en eru nú að læra að spila kvartetta saman og pró- grammið er bara að þau hittast á morgnana kl. 8:00 og æfa saman sem kvartett í fimm og hálfan tíma og æfa sig sjálf í um klukkutíma en svo er samspilstími sem er einn og hálfur tími þannig að þetta er mjög stíft prógramm fyrir þau. Það sem þau læra er þessi rosalega hóp- vinna þar sem fjórar mismunandi manneskjur með mismunandi bak- grunn þurfa að finna algerlega samhæfða túlkun á erfiðum tón- verkum; þau þurfa að læra að spila verkin, að spila þau saman og að finna samhæfða túlkun þannig að fjórir heilar verði einn,“ segir Sig- urbjörn og bætir við að það sé mjög mikilvægt fyrir hljóðfæraleik- ara að komast á svo samþjappað námskeið því það gefist alla jafna svo fá tækifæri til slíkra æfinga. „Þegar fólk er í skóla með sitt mis- munandi bóklega nám og mismun- andi námskeið er ekki tími til að æfa kvartetta saman fjóra til fimm tíma á dag.“ Eins og getið er verða tónleikar á sunnudag þar sem kvartettarnir sýna hvað þeir hafa lært á nám- skeiðinu. Tónleikarnir hefjast í Salnum í Kópavogi kl. 20:00 og að- gangur er ókeypis. Fjórir heilar verða einn  Afrakstur fjölþjóðlegs kvartettnámskeiðs kynntur á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudag Ljósmynd/Guðný Þóra Guðmundsdóttir Hópvinna Sigurbjörn Bernharðsson á kvartettnámskeiði á vegum Tónlist- arhátíðar unga fólksins í Tónlistarskóla Kópavogs. Listsýningin „Einstök sýning – Listamaðurinn með barnshjartað“ stendur yfir á Gíslastöðum í Haukadal í Dýrafirði. Sýndar eru myndir eftir þrjá vestfirska ein- fara í íslenskri myndlist og sér- stök sýning er um sögu einleikja- listarinnar á Íslandi. Listahjónin Elfar Logi Hannes- son og Marisbil G. Kristjánsdóttir dvelja á sumrin í gamla samkomu- húsinu, Gíslastöðum í Haukdal, ut- an við Þingeyri. Fjölskyldan notar leiksviðið sem svefnstað og ryðja svo rúmunum í burtu þegar hópar koma til að sjá Gísla Súrsson eða aðra einleiki Elfars Loga. Verk eftir listahjónin Þau hafa safnað saman verkum eftir listahjónin frá Hofi í Dýra- firði, Gunnar Guðmundsson og Guðmundu Jónu Jónsdóttur, og sýna í stuttan tíma á sumrin og bæta síðan við verkum fleiri ein- fara. Þau hófu bæði listsköpun á efri árum. Marsibil er barnabarn þeirra. Í sumar eru nokkur verk eftir listamanninn með barnshjartað, Samúel Jónsson í Selárdal, á sýn- ingunni. Samúel er einn þekktasti alþýðulistamaður landsins og margir hafa skoðað höggmyndir hans og byggingar í Selárdal. Verkin standa enn þótt þau hafi verið gerð af miklum vanefnum. Unnið hefur verið að lagfær- ingum. Sýning um einleiki Einleikjaformið á sér langa og merka sögu hér á landi en hefur verið einkar áberandi í vestfirsku leikhúslífi síðustu árin, en þar starfar Kómedíuleikhúsið sem Elfar Logi og Marsibil reka, fyrsta atvinnuleikhúsið á Vest- fjörðum og stendur fyrir árlegri einleikjahátíð, Act Alone. Saga einleikjalistarinnar er sögð á söguspjöldum en einnig er til sýnis kynningarefni um einleiki hér á landi, svo sem leikskrár og handrit. Sýningin stendur til sunnudags- ins 24. júlí og er aðeins opin í tvo tíma á dag, frá klukkan 14 til 16. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. helgi@mbl.is Einfari Þingeyri, 1970. Fyrsta málverk Gunnars Guðmundssonar. Einstök sýning í tvo tíma á dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.