Morgunblaðið - 09.07.2011, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.07.2011, Qupperneq 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ BORÐAÐIR ALLAR JÓLASMÁKÖKURNAR!? JÁ ...OG HVAÐ ÞYKIST ÞÚ ÆTLA AÐ GERA Í ÞVÍ? KLAGA Í JÓLA- SVEININN! NEI!!! FYRIRGEFÐU MÉR, ÉG SKAL BAKA FLEIRI SMÁKÖKUR! ÉG SKAL LÆRA AÐ BAKA! ÉG BIND MIKLAR VONIR VIÐ ÞETTA LEIK- TÍMABIL ÉG VEIT AÐ ÞAÐ HEFUR GENGIÐ Á ÝMSU HJÁ OKKUR EN ÉG HELD AÐ ÞETTA ÁR VERÐI ÁRIÐ OKKAR ÉG VERÐ HINS VEGAR AÐ VIÐURKENNA AÐ ÉG BJÓST VIÐ BETRI MÆTINGU Á FYRSTU ÆFINGUNA OKKAR VONANDI MÆTA FLEIRI Á MORGUN ÞIÐ VERÐIÐ BARA AÐ LÁTA OKKUR VITA EF KLUKKAN ER ORÐIN OF MARGT OG YKKUR LANGAR AÐ FARA AÐ SOFA KLUKKAN ER ALLS EKKI ORÐIN OF MARGT EN MÉR SKILST SAMT AÐ ÞAÐ SÉ GOTT FYRIR MANN AÐ STANDA UPP OG HREYFA SIG Á NOKKRA KLUKKUTÍMA FRESTI TIL AÐ KOMA BLÓÐRÁSINNI AF STAÐ ÞVÍ MIÐUR EIGUM VIÐ HÖFUNDARRÉTTINN AÐ „HANN Á AFMÆLI Í DAG” ÞANNIG AÐ ÞÚ VERÐUR BARA AÐ SYNGJA EINHVERN ANNAN AFMÆLISSÖNG Á MEÐAN ÞÚ ÞVÆRÐ Á ÞÉR HENDURNAR TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN HERRA FORSETI... VIÐ UNNUM NÁMSKEIÐ HJÁ „KÖKUKÓNGUM” HVAÐ ER ÞAÐ EIGINLEGA? ÞEIR SÉRHÆFA SIG Í STÓRFENGLEGUM KÖKUSKREYTINGUM EINS OG MAÐUR SÉR STUNDUM Í SJÓNVARPINU. KÖKUR SEM LÍTA ÚT EINS OG LISTAVERK HEFURÐU ÁHUGA? ÉG ER BARA ÁNÆGÐUR MEÐ KÖKURNAR SEM HÆGT ER AÐ KAUPA Í STÓRMARKAÐINUM ÞÁ SIT ÉG BARA EIN AÐ ÞESSU ÞAÐ ER ÚTI UM ÞIG BIGSHOT! ÞÚ ÁTT EKKI SÉNS! ÞAÐ ER AUÐVELT FYRIR MIG AÐ SLEPPA OG ÞETTA ER ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ! DÓTTIR MÍN! Flugstöð Eitt af því sem gæti bætt efnahag Íslend- inga er flugstöð í Reykjavík, því eins og bent var á hér í blað- inu, er Reykjavíkur- flugvöllur hluti af flug- vallakerfi Evrópu og öllum frjálst að fljúga hingað frá flugvöllum innan EES. Við þorpið Hahn í Þýskalandi gerðu Bandaríkja- menn herflugvöll sem þeir lokuðu fyrir nokkrum árum. Til að auka umsvif í héraðinu beitti héraðsstjórnin sér fyrir bygg- ingu flugstöðvar við völlinn og nú iðar þarna allt af lífi. Við þekkjum þennan flugvöll sem Frankfurt Hahn. Flug- stöðin sem Þjóðverjarnir byggðu er stálgrindahús klætt garðastáli og virðist ekki hafa kostað mikið. Af þessu leiðir að flugvallargjöld eru lág og völlurinn miðstöð lággjaldaflugs. Ef Besti flokkurinn vill standa undir nafni ættu forystumenn hans að fara til Hahn, skoða flustöðina og spyrja kollega sína í hreppsnefnd Hahn hvar þeir geti keypt teikningar að svona flugstöð. Gistingu er hægt að kaupa á Gasthaus-Sauerwein fyrir 15 evrur á sólarhring (10 ef tveir eru saman) með morgunverði. Eina leiðin til að koma í veg fyrir eymd, er að fólk fái tækifæri til þess að vinna fyrir sér. Nú er verið að kvarta yfir því að allt allt sé að fyllast af am- eríkukrabba og síld- arstofninn sé ónýtur vegna sýkingar sem drepi síldina. Hvað verður um dauða síld? Hún sekkur til botns, er étin af krabbanum, breytist í krabbakjöt og afurðaverðið tífald- ast. Þarna er tækifæri fyrir þá sem nenna að bjarga sér, það þarf engan kvóta á krabba. Fræðslufulltrúi hafnarinnar, Einar heitinn Egilsson, veiddi oft hátt í hundrað krabba yfir nóttina í gildru af endanum á varðskipabryggjunni. Samkvæmt þessu ætti hann Jóhannes kokkur í Hörpu að geta veitt krabba út um eldhúsgluggann og breytt honum í dýrasta túristamat í heiminum. Lausn eymdarvandans er að byggja ódýra flugstöð og hefja dagsferðir með ferðamenn frá Evrópu og ala þá á krabbasúpu. Gestur Gunnarsson tæknifræðingur Flókagötu 8. Ást er… … þegar hann skefur af bílnum fyrir þig á snjóþungum morgnum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Karlinn á Laugaveginum varíbygginn á svip, þar sem hann gekk niður Frakkastíginn, nýbúinn að fá sér molasopa á Holtinu. „Kerlingunni líst ekki á Landsdóm- inn,“ sagði hann. „Þetta eru póli- tísk réttarhöld,“ sagði hann og bætti við: Bráðræðið er alltaf brýnast, slá bumbur og láta sig týnast og vera ekki neinn. Að ákæra einn er siðleysi til þess að sýnast. Það er ekki af gefnu tilefni for- sætisráðherra sem þessi limra Kristjáns Karlssonar rifjast upp, enda ort áður en hennar tími kom: „Það kvað vera fallegt í Kína,“ sagði konan og lét í það skína. Hvað hún hét veit nú enginn, hún er annaðhvort genginn eða afplánar varfærni sína. Þetta er fyrsta limran sem ég lærði eftir Kristján og þykir hún alltaf jafngóð: „Ég man ekki meira í flýti,“ sagði maður, sem flaut á spýtu. Hann drukknaði óðara en hann drukknaði fróðari um dauða og minni og spýtu. Veitingahús á Norðurlandi voru kölluð „baukur“. Jónas á Völlum kom fullur inn á Bauk á Akureyri. Þar var fyrir ungur maður, sem var að gera ráð fyrir að bæta ráð sitt og hætta að drekka. Þá kvað Jónas: Treystu djarft á drottin þinn, drjúg er náðar-ausan. Sittu og drekktu, drengur minn, djöfulinn ráðalausan! Á efnaheimili í Borgarfirði voru ávallt til fyrningar af kjöti. Um sveitarómaga, sem dó á heimilinu, kvað Jón Eyjólfsson á Hvammi í Hvítársíðu: Að hann dáið hafi úr hor hygg ég rengja megi. En hitt er satt hann var í vor vel framgenginn eigi. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Siðleysi til þess að sýnast Árið 1953 ákvað bókafélag sósíal-ista, Mál og menning, að kaupa húsið á Laugavegi 18 og reisa þar stórhýsi undir skrifstofu sína og bókabúð. Safnað var fé til smíð- innar. Ekki gekk söfnunin betur en svo, að Kristinn E. Andrésson, framkvæmdastjóri Máls og menn- ingar, og Einar Olgeirsson, formað- ur Sósíalistaflokksins, leituðu 1955 til sendiherra Ráðstjórnarríkjanna í Reykjavík um styrk að austan. Ákveðið var að veita fyrirtækinu 250 þúsund króna lán til fimm ára. Í desember 1959 var húsið komið undir þak. Þá birtist viðtal við Kristin í Þjóðviljanum, þar sem hæðst var að þeirri kenningu, að hann hefði fengið rússagull í húsið. Hinn faldi fjársjóður hans væri samheldni félagsmanna í Máli og menningu. Morgunblaðið vísaði þessu á bug. Félagsmenn hefðu ekki bolmagn til að leggja í húsið þær 7-8 milljónir króna, sem það kostaði. Blaðið hafði rétt fyrir sér, eins og skjöl í Moskvu sýna. Kristinn og Einar höfðu í janúar 1959 gengið á fund sendiherra Ráðstjórnarríkj- anna í Reykjavík og beðið um nýjan styrk. Húsið myndi kosta sex millj- ónir króna, og hefðu þegar verið notaðar í það tæpur helmingur þeirrar upphæðar. Kristinn end- urtók styrkbeiðni sína úti í Moskvu. Virðist hann eftir rússneskum gögnum hafa fengið styrk að upp- hæð 500 þúsund krónur frá Kreml- verjum það ár, 1959, og síðan af- skrifaðar skuldir að svipaðri upphæð ári síðar. Kallaði Morg- unblaðið húsið eftir það „Rúbluna“. En nú urðu sósíalistar að útvega afganginn, fimm af sex milljónum. Einhverju hefur verið safnað með hlutafé, en eflaust hefur munað um það, að Hilmar Stefánsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, lánaði Máli og menningu fé í húsið gegn því, að sósíalistar styddu 1961 son hans, Stefán Hilmarsson, til að taka við stöðu hans. Ekki þurfti að hafa þungar áhyggjur af endurgreiðslu bankalánsins. Verðbólgan sá um að minnka það, sífellt verðfall krón- unnar. Væri þess vegna ekki réttara að kalla húsið „Krónuna“ en „Rúbl- una“? Eða jafnvel „Rúbluna og Krónuna“? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Rúblan og Krónan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.