Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 10
Það var líf og fjör í góða veðrinu í Nauthólsvík fyrir helgina. Þar héldu frístundamiðstöðvarnar í Frosta- skjóli, Miðbergi, Kringlumýri og Gufunesi sameiginlega sumarhátíð til styrktar minningarsjóði Sigrúnu Mjallar. Líkt og sjá má á myndunum skemmtu unglingarnir sér hið besta. Þeir gæddu sér á pylsum og kandíflossi, hlustuðu á tónlist, sóluðu sig og spígsporuðu létt- klæddir um víkina. Einnig var farið í boltaleiki og sjó- sund. Hátíðin var sannarlega gott framtak hjá krökk- unum og vel heppnuð, enda gátu allir fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Sumarhátíð Fjör í Nauthólsvíkinni Morgunblaðið/Ernir Stuð Haffi Haff fór létt með að skemmta unglingunum og söng af miklum móð í múnderingu í sínum stíl. Sprækir Þessir drengir voru hressir og víluðu ekki fyrir sér að stilla sér upp fyrir ljósmyndarann. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 Ljósmynd/Ólafur Þorvaldz Alvar Alto Leikarinn Jóel Sæmundsson brá sér í gervi arkitektsins finnska og leiddi gesti um Norræna húsið. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Norræna húsið býður núupp á leiðsögn um hús-ið með arkitekt þess,Alvar Alto. Ólafur Þor- valdz hannaði leiðsögnina en Jóel Sæmundsson og Jón Sigurðsson munu skiptast á að bregða sér í hlutverk Alvars Alto og fræða gesti og gangandi um sögu húss- ins, hönnun þess og leyndardóma auk þess sem gestir fá að smakka á kræsingum DILL restaurant sem staðsettur er í húsinu. Ævintýralegur staður Þegar ég var krakki var ég tíður gestur í Norræna húsinu en þar sem ég gekk til fundar við Al- var Alto áttaði ég mig á því að ég hafði ekki komið þangað í óratíma. Á meðan ég beið eftir því að leið- sögnin hæfist fór hugurinn að reika. Ég er fædd í Svíþjóð og myndi segja að ég væri Skandinavi í húð og hár. Þegar ég var yngri og þráði að heyra sönglandi sænskuna settist ég á stól í sýning- arsal hússins og horfði á persónur Astridar Lindgren á tjaldinu. Ég sökkti mér niður í bækur um Pelle Svanslös á bókasafninu og sníkti kakó á kaffiteríunni út úr fullorðna fólkinu ef það var með í för. Fyrir utan húsið fannst mér sem krakka ekkert vera nema víðáttan og stundum settist ég í gæsaskítinn við tjörnina og naut nestis og út- sýnis. Það var allt til alls þarna. Alvar Alto segir frá Leiðsögnin færði mig aftur í tímann en um leið komst ég að heilmiklu sem ég vissi ekki, það var bæði óvænt og ánægjulegt. Jó- el Sæmundsson var einstaklega Um króka og kima Norræna hússins Norræna húsið hefur verið á sínum stað í Vatnsmýrinni í Reykjavík síðan 1968. Það er rekið af Norrænu ráðherranefndinni með það að markmiði að styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Hægt er að fá leiðsögn um húsið með arkitekt þess, hinum finnska Alvar Alto. Vefsíðan readprint.com er sannar- lega tilvalin fyrir lestrarhesta. En þar er hægt að lesa (án greiðslu) alls konar gamlar bækur þar sem höfund- arrétturinn er fyrndur. Meðal höf- unda má nefna Jane Austen, Oscar Wilde og Agötu Christie auk fjölda annarra. Bækurnar eru vandlega flokkaðar eftir efni í leikrit, ljóð, stuttar sögur og þar fram eftir göt- unum. Einnig má þar líka finna rit- gerðir. Á síðunni geta einnig þeir sem vonast eftir frægð og frama í rithöf- undaheiminum sent inn handrit í von um að einhver lesi. Þetta gæti vissu- lega hjálpað einhverjum að komast upp úr handritaskúffunni. Sniðug síða fyrir þá sem njóta þess að lesa og nýta sér nútímatækni til þess. Það er jú sérstaklega þægilegt t.d. á lengri ferðalögum þegar fólk nennir ekki að þyngja farangurinn með bók- um. Vefsíðan www.readprint.com Morgunblaðið/Golli Jane Austin Leikfélag Kvennaskólans setti upp Hroka og hleypidóma hér um árið. Frábær fyrir lestrarhesta Tíminn líður hratt, það vita allir. Langþrátt sumar er loksins komið en því miður verður það fljótt að líða og áður en við vitum af er búið að sækja kuldaskóna og dúnúlpuna í geymsl- una. Njótum því árstíðarinnar í botn. Látum goluna líða um tærnar í opn- um skóm, njótum þess að geta verið úti á peysunni eða aðeins í léttum jakka og að vakna við birtuna á morgnana. Borðum úti ef veður leyfir, förum í útilegur, sitjum við varðeld- inn, öndum djúpt að okkur ilminum af nýslegnu grasi og förum í miðnætur- göngutúra. Veturinn er allt of langur til að njóta sumarsins ekki í botn. Endilega … … njótið útiverunnar Morgunblaðið/Ernir Gaman Gott er að hlaupa berfættur. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. „Dagurinn hefst á því að ég vakna í Skaftafelli og keyri þaðan yfir í Neskaupstað. Ég stoppa á nokkrum vel völdum stöðum, ætla að vera dálítill túristi,“ segir Ragnar Sól- berg, söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Sign, en hann hóf förina austur í gær með trommu- leikaranum í Sign, kærustu sinni og vinkonu hennar. Sign mun stíga á svið á Eistnaflugi í Neskaupstað í kvöld. „Klukkan 21.45 stígum við á svið í Egilsbúð. Við verðum með íbúð í Neskaupstað og ætli við borðum ekki kvöldmat þar áður en við spil- um. Þegar við erum búnir að spila á tónleikunum ætlum við að horfa á böndin sem spila á eftir okkur, t.d. Triptycon sem við erum mjög spenntir að sjá. Ætli það verði síðan ekki „wrap- up“ partí hjá okkur í íbúðinni eftir tónleikana en þó í rólegri kantinum því á morgun keyrum við til baka til Reykjavíkur. Þá förum við hinsvegar norðurleiðina og aftur ætlum við að stoppa á vel völdum stöðum, t.d. Mývatni. Ég er því að fara hringinn um landið um helgina,“ segir hann. Hvað ætlar þú að gera um helgina? Egilsbúð Þar mun hljómsveitin Sign stíga á stokk í kvöld. Spilar og syngur á Eistnaflugi Ragnar Sólberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.