Morgunblaðið - 09.07.2011, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.07.2011, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 ✝ Elísabet HildurMarkúsdóttir fæddist í Stykk- ishólmi 6. janúar 1937. Hún lést á Hjúkrunarheimili Hrafnistu, Boða- þingi 5, Kópavogi, 28. júní 2011. Foreldrar El- ísabetar voru Lauf- ey Bjarnadóttir, f. 9. nóvember 1916 í Stykkishólmi og Markús Þórð- arson, f. 17. ágúst 1910 í Hnífs- dal. Systkini Elísabetar: Þórð- ur, f. 23.9. 1940, d. 19.7. 1983, Sigríður, f. 1. júlí 1942, Ólöf, f. 13. september 1943, Kristín, f. 16. september 1944, d. 25. júlí 1956, Birna, f. 11. febrúar 1947 og Kristín, f. 16. nóvember 1951. Hálfsystkini Elísabetar febrúar 1965, Guðbjörg Ingv- eldur, f. 30. mars 1973 og Úlfar, f. 14. desember 1976, maki Linda Björk Halldórsdóttir. Barnabörnin eru 13 og barna- barnabörnin eru orðin 6. Elísabet gekk í Barnaskóla Stykkishólms og fór snemma að vinna fyrir sér. Hún byrjaði, eins og flestar stúlkur þess tíma, í húshjálp, svo var það fiskurinn. Um tíma vann hún á Sjúkrahúsi Ísafjarðar og hún reyndi fyrir sér við landbún- aðarstörf í Noregi. Síðan tóku við ár barneigna og uppeldis. Eftir að börnin komust upp og um hægðist heima fyrir fór hún aftur út að vinna. Hún sá um flugvöllinn á Rifi um árabil en hætti þar þegar heilsan tók að bila. Elísabet og Ragnar bjuggu fyrstu búskaparárin á Mið- Görðum í Kolbeinsstaðahreppi, en fluttu svo til Hellissands og bjuggu þar síðan. Elísabet flutti á Hrafnistu fyrir réttu ári. Elísabet verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju í dag, 9. júlí 2011, kl. 13. eru Kristbjörg Markúsdóttir og Egill Hólm. Eiginmaður El- ísabetar var Ragn- ar Jónatansson frá Mið-Görðum í Kol- beinsstaðahreppi, f. 2. nóvember 1932, d. 3. ágúst 1995. Foreldrar Ragnars voru Jón- atan Lífgjarnsson og Margrét Stefanía Lár- usdóttir. Börn Elísabetar eru: Kristinn Ásbjörnsson, f. 6. júlí 1958, maki Danuta Miek- iszewska, Bjarni Hauksson, f. 17. janúar 1960, maki Anna Sobolewska, Margrét Stefanía, f. 24. ágúst 1961, maki Jónas Jóhannesson, Jónatan, f. 30. nóvember 1962, Hugrún, f. 1. Hún elsku stóra systir mín er dáin. Beta mín var búin að berjast við illvígan sjúkdóm um skeið. Hún var nú ekki ókunnug baráttu við veikindi, því af þeim fékk hún ríflegan skammt um ævina. Hún var samt alveg ótrúlega æðrulaus manneskja og fannst hún alls ekki vera neitt heilsulaus. Þegar ég hringdi í hana og spurði um heils- una, svona eins og maður gerir, þá var svarið oftast nær: „Heilsan er ágæt, ég held ég megi þakka fyrir hvað ég er hraust manneskja.“ Hún Beta var dugleg að skrifa okkur systrunum. Ég á fullt af bréfum frá henni, óskaplega skemmtilegum bréfum. Hún skrifaði um allt milli himins og jarðar nema það sem helst bar á góma í samtölum. Já, það var sko gaman að fá bréf frá henni Betu, þau voru engu lík bréfin hennar. En nú er baráttan á enda og Beta mín farin til nýrra heim- kynna, sem hún var fullviss um að biðu hennar að þessu lífi loknu. Hún átti marga vini, hún systir mín, og var eins og maðurinn minn orðaði það einu sinni, alveg sérstaklega vel liðin manneskja. Það löðuðust að henni ólíkustu menn, trúðu henni fyrir draumum sínum og vonbrigðum. Leyndar- málin voru vel geymd hjá Betu, sem hlustaði, það kunni hún svo sannarlega. Það var sama sagan með frændsystkini hennar, þeim þótti öllum óumræðilega vænt um Betu sína. Hún hafði einhvern tíma litið eftir þeim flestum, því það var eins og alltaf væri pláss fyrir einn krakka í viðbót hjá Betu, þótt sjálf ætti hún stóran hóp, en sjö voru þau börnin hennar. Henni þótti engu muna þótt eitt og eitt bættist í hópinn. Hún hafði einstakt lag á krökkum og líklega hefur með- fætt glaðlyndi átt þar sinn stóra þátt. Það var líka glaðlyndið, sem hún flutti með sér að Hrafnistu við Boðaþing, þar sem hún dvaldi síð- asta árið sitt. Þar leið henni vel hjá góðum vinum sem þar eiga heima og yndislegu starfsfólki sem sinnir þar veiku fólki með hlýju og umhyggju. Hún hafði oft orð á því hve vel þetta fólk sinnti sínu starfi og hvað hún væri þakk- lát börnunum sínum fyrir að hafa fengið þarna inni fyrir hana. Ég sendi öllum þeim, sem elsk- uðu þessa góðu manneskju og sakna hennar nú, innilegar sam- úðarkveðjur. Ég kveð hana stóru systur mína, sem ég á svo margt að þakka, með orðum skáldsins Lár- usar Halldórssonar, sem segir svo fallega: Þegar ég leystur verð þrautunum frá þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. Ólöf. Elsku amma, nú ertu farin og stundirnar með þér verða ekki fleiri. Fátt gladdi okkur systkinin meira en að heimsækja þig. Okk- ur leið alltaf svo vel hjá þér og vor- um við svo lánsöm að hafa þig hjá okkur hér í Reykjavík síðasta árið þitt. Þegar okkur var sagt að þú værir dáin þá vildum við ekki trúa því. En því miður er þetta satt og munu knúsin þín og gleðistund- irnar með þér ekki verða fleiri. Við söknum þín sárt, elsku amma. Kristján Ragnar og Herdís Arna. Í dag kveð ég ástkæra tengda- móður mína, hana Elísabetu eða Betu eins og hún var ávallt kölluð. Fyrir 15 árum síðan þegar ég kynntist manninum mínum var ég ekki einungis lánsöm að hitta hann heldur eignaðist ég líka ynd- islega tengdamóður. Milli okkar myndaðist fljótt mikill vinskapur og leit hún alltaf á mig eins og litlu dóttur sína. Hún tengdist ekki einungis mér náið heldur fjöl- skyldu minni líka og fengu bræð- ur mínir alltaf pakka frá ömmu Betu um jólin þegar þeir voru litl- ir. Systir mín hafði það á orði við mig um daginn að þegar ég kynnt- ist Úlfari þá leið systkinum mín- um eins og þau hefðu eignast auka-ömmu, svo yndisleg var Beta. Við áttum margar góðar stund- ir saman og það var alltaf notalegt að koma til hennar á Hellissand. Hún tók alltaf fagnandi á móti okkur og þegar kom að kveðju- stund föðmuðumst við ávallt lengi því þá vorum við strax farnar að sakna hvor annarrar. Þar sem við bjuggum í hvor í sínum landshlut- anum vorum við svo heppnar að okkur þótti mjög gaman að tala í síma og voru símtölin á milli okkar ófá og þannig héldum við góðum tengslum. Við gátum rætt saman um heima og geima og eftir að barnabörnin hennar fæddust þótti henni fátt skemmtilegra en að heyra sögur af þeim. Við fjöl- skyldan vorum svo lánsöm að síð- asta árið hennar bjó hún hér hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu. Þá fækkaði símtölunum en heim- sóknir til hennar jukust til muna. En því miður var tíminn stuttur sem við höfðum hana svona ná- lægt okkur og nú hefur hún kvatt okkur. Hjá okkur fjölskyldunni hefur myndast mikið tómarúm. Hennar er og verður ávallt sárt saknað. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Hvíl í friði, elsku Beta. Þín tengdadóttir, Linda Björk. Hún amma Beta var engin venjuleg manneskja. Fyrir það fyrsta var hún auðvitað ekki amma mín heldur öldungis vandalaus kona sem tók okkur mæðgur undir verndarvæng sinn og útnefndi okkur náðarsamleg- ast stelpurnar sínar. Um árabil vorum við nágrannakonur á Skólabrautinni og vorum harla ánægðar með það fyrirkomulag. Reyndar stóð Beta við hótun sína um að stíga aldrei fæti inn í húsið mitt, kallaði það draugahús og hafði þar að auki horn í síðu katt- anna minna en hún var þeim mun kátari og elskulegri þegar ég kom til hennar. Hún sagði mér sögur úr lífinu sínu, sumar býsna skrautlegar enda hafði lífið henn- ar verið býsna skrautlegt á köfl- um og sennilega ekki alltaf dans á rósum. Þar að auki var hún Beta ekki kona þeirrar gerðar sem lætur góða sögu gjalda sannleik- ans, um það vitnaði hrossahlát- urinn sem glumdi á sögustund- unum í litla húsinu hennar. Þegar næturnar gerðust dimmar og drungalegar var gott að sjá ljós í glugganum á númer fimm og vita af Betu glaðvakandi því amma Beta var bóhem sem svaf á dag- inn og vakti á nóttinni. Seinna skildu leiðir en þó aldr- ei alveg því hún Beta hélt áfram að lífga upp á tilveruna með uppátækjum sínum og áfram var gott að koma til hennar í litla hús- ið á Skólabrautinni og síðar á nýja heimilið í Kópavoginum þar sem henni leið svo vel. Þar hitt- umst við síðast nokkrum dögum fyrir andlát hennar, það gustaði minna af henni en venjulega en hún sagðist engu kvíða. Hún var sofandi þegar ég fór, það var kannski eins gott, ég hefði hvort sem er ekki getað komið orðum að því sem átti við að segja. Ég kveð ömmu Betu með söknuði og þakklæti fyrir öll árin sem við Ylfa mín fengum að vera stelpurnar hennar. Ég vildi óska að þau hefðu orðið fleiri. Fólkinu hennar Betu sendum við mæðgur samúðarkveðjur. Sigþrúður. Elsku vinkona. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért látin en ekki hvarflaði að mér þegar mamma mín lést á afmælisdaginn þinn 6. janúar sl. að þú myndir vera farin hálfu ári síðar. Okkar kynni hófust fyrir rúmu ári þegar þú fluttir á hjúkrunar- heimili Hrafnistu í Boðaþingi. Þú varst svo jákvæð og glaðleg og sást alltaf það besta í öllum. Það voru ekki ófá kvöldin sem við sát- um saman og spjölluðum, hlóg- um, gerðum grín, saumuðum, prjónuðum og stundum borðuð- um við nýbakaðar kökur hjá And- reu og hinum krökkunum. Félagsskapurinn þinn var okk- ur mömmu ómetanlegur. Þrátt fyrir að mamma ætti erfitt með mál þá reyndir þú að spjalla við hana og veita henni félagsskap sem hún sóttist mikið í. Fjöl- skyldan mín á þér mikið að þakka en þú varst yndisleg við okkur öll og hjálpaðir okkur við að reyna að gera lífið léttara. Þú varst algjör lestrarhestur og hafðir gaman af því að lesa góðar bækur og það voru allir að reyna að finna bækur sem þú gætir haft gaman að lesa. Helst vildir þú fá spennandi sakamála- sögur en ekki einhverjar ástar- vellur eða vælubækur. Þú gerðir oft grín að því að þú værir að lesa fram undir morgun og vildir helst sofa langt fram eftir degi í stað- inn. Þú kunnir að segja frá og sagð- ir okkur stundum sögur og svo kom þessi dillandi smitandi hlátur í framhaldinu! Fyrir jólin fannst þér ómögu- legt annað en að það yrðu bak- aðar smákökur. Það skapaðist svo skemmtileg stemming en allir vildu taka þátt í bakstrinum með þér. Fólk kom af öðrum deildum til að taka þátt í bakstrinum. Spiluð voru jólalög og boðið upp á staup af líkjör með. Ilm- urinn af smákökunum var yndis- legur á deildinni og allir svo glaðir og ánægðir. Á jólahátíðinni fannst þér ómögulegt að vera með sömu matardiskana og voru notaðir dags daglega. Þá bauðst þú fram fallega spari-matarstellið þitt. En ég mun aldrei gleyma þessum jól- um í Boðaþinginu, því það lögðust allir á eitt til að gera þau sem há- tíðlegust og það tókst ótrúlega vel. Þú varst svo stolt af góða mór- alnum á deildinni og þú áttir svo stóran þátt í að gera þennan góða skemmtilega móral, Beta mín. Hvað við hlógum mikið síðasta sumar! Þú veist hvað ég er að tala um! Stórt skarð er komið á litlu deildina okkar í Boðaþingi en þú ert sú fimmta á þessu ári sem kveður þennan heim en það er mikið á ellefu manna deild. Þín er sárt saknað af öllum, elsku Beta mín. Þú átt yndislega fjölskyldu sem þér þótti mjög vænt um og var alltaf til staðar fyrir þig. Það fékk ég að heyra frá þér en það er ómetanlegt að eiga góða fjöl- skyldu sem stendur þétt við bakið á manni. Þú gast alltaf leitað til þeirra og þau fylgdust vel með þér, bæði með heimsóknum og svo í gegnum símann. Þú sagðir stundum að þú yrðir að drífa þig inn því nú færu þau að hringja og þá væri eins gott að þú værir við símann því annars færu þau að hafa áhyggjur. Elsku Beta mín, takk fyrir allt spjallið og að vera til staðar fyrir mig á erfiðum tíma í lífi mínu. Mér þótti svo vænt um þig. Þín vinkona Hulda. Elsku Beta okkar. Það eru 16 ár síðan við hittum þig fyrst, frá fyrsta degi tókstu okkur opnum örmum. Þú bauðst okkur velkomin í fjölskylduna þína og sagðir öllum sem heyra vildu að við værum líka börnin þín. Af því getum við ekki verið annað en stolt, enda yndisleg fjöl- skylda það. Stundirnar með þér eru okkur ógleymanlegar og við erum þakklát fyrir minningarnar sem við eigum eftir. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Við hefðum viljað vera með ykkur síðustu vikurnar, ykkur til stuðnings. Ólafur, Sunna og synir, Englandi. Elísabet Hildur Markúsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir og amma, DAGMAR KOEPPEN, Þinghólsbraut 56, Kópavogi, lést laugardaginn 2. júlí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 11. júlí kl. 13.00. Brynjar Bjarnason, Erwin Pétur Koeppen, Erwin, Marcela, Ingimar, Magdalena, Angela, Sverrir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU JENNADÓTTUR WIIUM, sem jarðsungin var frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 29. júní. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Vilhelm Gunnar Kristinsson, Galina Shcherbina, Ásbjörn Ragnar Jóhannesson,Elín Aðalsteinsdóttir, Sigfríður Inga Wiium, Kjartan Smári Bjarnason, Margrét Sigrún Wiium, Alejandro Herrera Martin, Stefanía Gunnlaug Wiium, Jenný Hugrún Wiium, Þorsteinn Hansen, Elín Ósk Wiium, Stefán Ómar Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógar- bæ þriðjudaginn 28. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS, Félag áhugafólks og aðstand- enda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, www.alzheimer.is, sími 533 1088, tölvupóstur faas@alzheimer.is, og Karitas, hjúkrunar– og ráðgjafarþjónustu, símar 551 5606 og 551 5636, tölvupóstur karitas@karitas.is. Sigurður Þorkelsson, Þorkell Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Ásdís Þórbjarnardóttir, Árni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTS VALS GUÐMUNDSSONAR húsgagnasmíðameistara, Sóleyjarima 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík fyrir alúð og umönnun. Guð blessi ykkur. Svava Berg Þorsteinsdóttir, Jónas Ágúst Ágústsson, Halldóra G. Árnadóttir, Sólveig Björk Ágústsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Þorsteinn Valur Ágústsson, Íris Dröfn Smáradóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Skorrastað. Ingibjörg María Jónsdóttir, Haukur Baldursson, Bjarni Jónsson, Hulda Kjörenberg, Guðrún Jónsdóttir, Sigfús Illugason, Björn Reynir Jónsson, Halldór Víðir Jónsson, Guðrún Baldursdóttir, Guðmundur Birkir Jónsson, Guðný Elvarsdóttir, Soffía Jónsdóttir, Helgi Þór Helgason, Fjóla Jónsdóttir, Kristján V. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.