Morgunblaðið - 09.07.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.07.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 ✝ Edda SigrúnSvavarsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 1. jan- úar 1936. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 29. júní 2011. Foreldrar Eddu voru hjónin Svavar Þórðarson, f. 11. febrúar 1911, d. 10. janúar 1978 og Þórunn A. Sig- jónsdóttir, f. 26. febrúar 1913, d. 25. júlí 1998. Edda var elst sex systra. 2) Dóra G., d. 3. febrúar 2004, gift Halldóri Pálssyni, 3) Friðrikka, gift Hrafni Oddsyni, 4) Áslaug, gift Ingvari Vigfús- syni, 5) Svava, í sambúð með Agli Ásgrímssyni, 6) Sif, gift Stefáni Sævari Guðjónssyni. Edda giftist þann 24. júní 1954 Garðari Þ. Gíslasyni, kaf- ara og vélvirkja. Edda og Garð- Hávarðssyni, börn þeirra: Há- varður Þór, kvæntur Alinu Mar- in. Erna Dögg og Breki Örn. 5) Lára Ósk, f. 16. október 1961, gift Jósúa Steinari Óskarssyni, börn Láru frá fyrra hjónabandi: Þórey Anna, í sambúð með Bóasi Eiríkssyni, barn þeirra: Elísa. Svavar Kári og Guð- mundur Ásgeir. 6) Garðar Rún- ar, f. 17. nóvember 1962, kvænt- ur Rindu Rissakorn, börn þeirra: Sæþór Örn og Sigríður Lára. Edda fæddist í húsinu London í Vestmannaeyjum og bjó þar og síðan að Heiðavegi 11 sín uppvaxtarár. Edda og Garðar byrjuðu búskap árið 1954 á Heiðavegi 11 og reistu síðan sér einbýlishús að Illugagötu 50, fluttu þau þangað árið 1967 og bjó hún þar til dauðadags. Árið 1964 stofnuðu Edda og Garðar fyrirtækið Vélaverk- stæðið Þór ásamt öðrum og vann Edda hjá því meðan heils- an leyfði. Edda átti við heilsu- brest að stríða í mörg ár. Útför Eddu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 9. júlí 2011, og hefst at- höfnin klukkan 14. ar eignuðust sex börn. 1) Svavar, f. 24. apríl 1954, kvæntur Valdísi Stefánsdóttur, börn þeirra: Baldvin Þór, kvæntur Hörpu Sigmars- dóttur, börn þeirra: Valdís Bára, Sig- mar Þór, Marel og Arnór. Edda Sig- rún, í sambúð með Ragnari Þór Ragnarssyni. 2) Gísli Þór, f. 17. janúar 1956, kvæntur Elvu Ragnarsdóttur, börn þeirra: Anna Lára, í sam- búð með Birni Friðrikssyni, barn þeirra: Tanja Rut. Garðar Þorvaldur. 3) Eggert, f. 3. febr- úar 1957, giftur Svövu Björk Johnsen, börn þeirra: Edda Björk, í sambúð með Tómasi Þóroddssyni, börn Eddu: Alex- andra Bía og Sara Sif. Anton Örn. 4) Sigríður, gift Hjalta Ég ætla að minnast elskulegr- ar móður minnar sem lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 29. júní sl. eftir stutta sjúkrahús- legu. Þrátt fyrir að hafa barist við nýrnasjúkdóm í 30 ár var mamma alltaf kát og hress. Eftir að nýru hennar hættu að virka þurfti hún að ganga þrautargöngu og m.a. fara í blóðskilju 2-3 í viku og síðan kviðskilju. Árið 1988 fékk mamma svo nýra frá Láru systur og lagaðist heilsa hennar til muna við það. Í veikindum sínum var Sísí systir þeim mömmu og pabba ómetanleg og var alltaf jafn gott að sjá brosið hennar mömmu er hún talaði um þá hjálp sem Sísí veitti. Þrátt fyrir þessi veikindi var mamma alltaf frísk og fótfær. Hún hélt sér alltaf til og var í alla staði glæsileg kona. Mamma og pabbi voru lánsöm í sínu hjóna- bandi og eignuðust sex börn. Allt- af mundi mamma eftir að hringja í barnabörn sín til að óska þeim til hamingju með afmælið og svo seinna einnig til að óska þeim til hamingju með afmæli barna sinna. Mamma hélt alltaf góðu sambandi við systur sínar og verðum við ævinlega þakklát fyr- ir þær dýrmætu stundir sem þær Rikka áttu sl. ár, en samband þeirra var einstakt. Söknuður okkar allra er mikill, barnabörnin rifja upp notalega tíma með ömmu, við systkinin hugsum með hlýju til þeirrar konu sem ól okkur upp og gerði okkur að því sem við erum og pabbi syrgir eiginkonu sína til 57 ára. Ég vil biðja Guð að styrkja pabba, systkini mín og aðra í sorg sinni og hugga sig áfram yfir góð- um minningum um mömmu. Að lokum vill ég þakka starfsfólki Sjúkrahúsi Vestmannaeyja inni- lega fyrir einstaka góðvild og natni í hennar garð. Eggert, Svava og börn. Elsku mamma, það er sárt að þurfa að kveðja þig, en í huga mínum eru svo margar góðar minningar sem ég á um þig. Allar þær samverustundir sem við átt- um saman eru mér ógleymanleg- ar. Við töluðum saman oft á dag. Þegar þú lást á spítalanum og ég kíkti til þín í heimsókn á kvöldin þá hringdir þú oft í mig seinna um kvöldið, því þig langaði svo að heyra í mér áður en þú færir að sofa. En við munum tala saman áfram á annan hátt. Þú varst algjör hetja, sama hversu veik þú varst, alltaf reistu upp aftur. Þegar ég kom til þín á spítalann þá spurði ég þig alltaf hvernig þú hefðir það, þá sagð- irðu alltaf: „Þetta hlýtur að lagast eins og allt annað.“ Þegar ég kom til þín og þú varst eitthvað slöpp þá sagðirðu: „Sísí mín, þú kemur alltaf eins og stormsveipur, ég fæ alltaf svo mikinn kraft þegar þú kemur.“ Þetta er búið að vera sérstak- lega erfitt hjá þér síðan í haust, allar spítalalegurnar sem þú hef- ur þurft að þola, en þú varst alltaf svo jákvæð. Þegar þú spurðir mig: „Hvernig lít ég út?“ þá sagði ég við þig að þú værir alltaf jafn falleg bæði að utan og innan. Við vorum ekki bara mæðgur heldur vorum við bestu vinkonur. Það er svo óendanlega margt sem mig langar til að segja en það er bara svo erfitt að setja það nið- ur á blað. Nú ertu laus við allar þær miklu þjáningar sem þú hef- ur þurft að líða, ég veit að þér líð- ur vel og það verður tekið vel á móti þér, elsku mamma. Þú varst svo yndisleg í alla staði. Minning þín er ljós í lífi mínu, þú átt stóran stað í hjarta mínu. Ég vil þakka frábæru starfs- fólki Heilbrigðisstofnunar Vest- mannaeyja fyrir einstaklega góða umönnun. Ég elska þig að eilífu. Þín Sigríður. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Elsku amma mín, með þessum orðum kveð ég þig. Ég geymi all- ar góðu minningarnar um þig í hjarta mínu. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Góða ferð, amma mín, og sjáumst seinna. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta ) Þín Anna Lára. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Við áttum margar stundir saman sem eru mér kær- ar. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og það var alltaf til eitthvað gotterí hjá þér. Ég mun aldrei gleyma hvað það var gott að koma til ykkar afa á Illó í hádegismat, ég vildi frekar koma til ykkar en að borða í skólanum. Þið stjönuðuð við mig og vilduð allt fyrir mig gera. Mér þykir mjög vænt um þig, elsku amma, og ég á eftir að sakna þín. Ég veit að Guð mun hugsa vel um þig og þér mun líða vel. Ég elska þig, amma mín. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þinn Breki Örn. Elsku besta amma mín, ég trúi ekki að það sé komið að kveðju- stund, það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Ég var ekki tilbúin til að kveðja þig því við áttum eftir að gera svo margt saman. En ég er virkilega lánsöm að hafa fengið að kynnast þér og er mjög glöð hvað við vor- um nánar. Því eftir standa marg- ar góðar minningar sem ég mun geyma í hjarta mér. Allar þær samverustundir sem við áttum saman eru margar og ógleymanlegar. Ef maður var dapur og vantaði hjálp þá varst þú alltaf svo glöð að depurðin hvarf og vandamálin með. Ætíð man ég hvað þú varst spennt yfir því að ég fengi bílpróf því þá gæt- um við farið saman á rúntinn og í bæinn hvenær sem okkur hent- aði. Lokins kom að því að ég fékk bílpróf, það þótti okkur ekki leið- inlegt enda voru bæjarferðinar ófáar. Einnig fannst þér gott að geta hringt í Ernu þína og beðið hana að skjótast fyrir þig í bæinn að kaupa eitt og annað. Ég man hvað það gladdi þig mikið þegar ég ákvað að verða hárgreiðslu- dama því þá gæti Erna þín sett í þig rúllur og gert þig fína um hár- ið hvenær sem er, þér fannst svo gott að láta dekra við þig. Elsku amma mín, því miður fórstu áður en ég náði að greiða þér eins og þú hlakkaðir svo til. Ég greiði þér samt í huganum, því þegar ég byrja í skólanum þá mun ég hugsa til þín og læra fyrir þig. Þú vildir alltaf vera svo fín, enda varstu stórglæsileg kona og alltaf svo vel tilhöfð. Þú fórst ekki út úr húsi nema vera ánægð með sjálfa þig. Þú spurðir mig alltaf áður en við fórum út: „Er ég í lagi svona? – er þessi jakki í lagi?“ og að sjálfsögðu varstu alltaf í lagi. Fyrir síðustu jól veiktistu illa en náðir þér upp úr því eins og alltaf því þú varst svo jákvæð og lífsglöð. Í vetur veiktistu nokkr- um sinnum en við vissum sem var að þú kæmir alltaf aftur heim upp á Illó vegna jákvæðninnar. Allar þær spítalaferðir sem við mamma fórum til þín eru okkur ógleyman- legar. En því miður veiktistu einu sinni enn og vaknaðir ekki í það skiptið til að segja: „Hvenær fæ ég að fara ég heim?“ Það er óbærileg sorg að missa ömmu sína sem maður elskar út af lífinu. En nú ertu komin heim til Guðs og ég veit að þar líður þér vel. Ég veit að þú munt ætíð fylgja mér í gegnum mitt líf og veita mér þá jákvæðni og lífgleði sem þú hafðir. Minnigarnar sem ég á eru alltof margar og ég gæti skrifað svo miklu miklu meira. En minningar lifa með mér alla mína tíð, elsku amma. Þú varst frábær í alla staði, ég gæti ekki átt betri ömmu. Þú varst langbesta amm- an í öllum heiminum og einnig varstu líka besta vinkona mín. Lífsgleðin var það sem einkenndi þig og þú tókst á móti öllum opn- um örmum, sama hver það var. Takk, elsku amma, fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Ég mun alltaf hugsa um þig og þú átt stað í hjarta mínu. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið en ég mun minnast þín með gleði í hjarta. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig. Þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér og ég veit að þú munt elska mig og geyma mig og gæta hjá þér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir.) Þúsund kossar, amma, ég elska þig af öllu mínu hjarta og mér þykir óendanlega vænt um þig. Guð geymi þig og ég veit að þér mun líða vel. Ég bið góðan Guð að styrkja afa og mömmu á þessum erfiðu tímum. Þín að eilífu, Erna Dögg Hjaltadóttir. Meira: mbl.is/minningar Þú varst einstök systir, góð vinkona og erum við systurnar svo stoltar yfir að hafa átt þig sem stóru systur. Á milli okkar systranna eru sterk bönd sem verða aldrei rofin. Það var alltaf svo yndislegt að hitta þig; faðmlögin, knúsin og orðin voru aldrei spöruð um hvað okkur þætti vænt hver um aðra. Þú varst alltaf svo ljúf, glöð, spar- aðir aldrei brosið og gerðir góð- látlegt grín að sjálfri þér. Við eigum svo margar góðar minningar og stundir saman sem við munum geyma í hjörtum okk- ar. Takk fyrir allt, elsku Edda okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þínar systur, Friðrikka, Áslaug, Svava og Sif. Edda Sigrún Svavarsdóttir • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐBJÖRN GUÐNI AÐALSTEINSSON, lést fimmtudaginn 7. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásta Einarsdóttir, Magnús Guðnason, Klara Sveinbjörg Guðnadóttir, Birgir Guðnason, Borghildur Sverrisdóttir, Eygló Guðnadóttir, Kristinn Gunnarsson, Ingi A. Guðnason, Sonja Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri sonur, unnusti og bróðir, SIGÞÓR BESSI BJARNASON, Næfurási 3, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 6. júlí. Útför verður auglýst síðar. Guðrún E. Baldvinsdóttir, Bjarni Bessason, Erna Jóna Guðmundsdóttir, Magnús Snorri Bjarnason, Sólveig Bjarnadóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÞORSTEINN VALTÝR KRISTJÁNSSON, lést sunnudaginn 3. júlí. Jarðarförin fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju mánudaginn 11. júlí kl. 14.00. Jón Kristmann Þorsteinsson, Guðný Baldursdóttir, Kristján Rúnar Þorsteinsson, Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, Heimir Þorsteinsson, Berglind Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Tengdamóðir mín, ÓLÖF ÁSLAUG JÓHANNESDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, Reykjavík, fimmtudaginn 7. júlí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhann Lárus Jónasson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, JÓNÍNA Þ. FINNSDÓTTIR frá Flateyri, sem andaðist að morgni miðvikudagsins 6. júlí, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 20. júlí kl. 13.00. Grímur Þ. Sveinsson, Finnur Torfi Magnússon, Þórunn Erhardsdóttir, Steinþór Bjarni Grímsson,Sigurbjörg Lóa Ármannsdóttir, Sveinn Víkingur Grímsson, Sigurveig Grímsdóttir, Kristinn R. Sigurðsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SNORRI KRISTJÁNSSON bakarameistari, Dvergagili 9, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 13.30. Heba Bjarg Helgadóttir, Kristján Snorrason, Anna Lísa Óskarsdóttir, Júlíus Snorrason, Linda Ragnarsdóttir, Birgir Snorrason, Kristín Petra Guðmundsdóttir, Kjartan Snorrason, Sveindís I. Almarsdóttir, Anna Lára Finnsdóttir, Davíð Valsson, Kristín Sveinsdóttir, Einar Viðarsson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.