Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 14
„Halli hefur alltaf verið að hugsa um veðr-
ið, alveg frá því ég kynntist honum fyrst,“
segir Sigrún Sólmundardóttir, kona Har-
aldar í Belgsholti. Hún á nokkra sök á því
að hann leiddist út á vindmyllubrautina.
„Þegar hann varð fimmtugur fann ég
ekkert til að gefa honum, þangað til ég
datt niður á veðurstöð. Það róaði hann að-
eins,“ segir Sigríður. Hægt er að lesa af
veðurstöðinni við eldhúsborðið og tölvan
safnar einnig upplýsingum um mæling-
arnar.
Niðurstöðurnar úr veðurstöðinni eru
grundvöllur ákvörðunar Haraldar um að
fara út í þessa framkvæmd og jafnframt
þeirrar aðstoðar sem hann hefur fengið til
verksins.
„Halli þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir
stafni. Nú bíð ég bara eftir því hvað kemur
næst,“ segir Sigrún um frumkvöðlastarf
eiginmannsins.
Alltaf að hugsa
um veðrið
HÓFST MEÐ AFMÆLISGJÖF
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ef þetta verður til þess að alltaf verður gott
veður, logn og blíða, þá er til einhvers unnið,“
segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í
Melasveit. Hann hefur sett upp vindmyllu sem
verður formlega tengd við dreifikerfi Rarik í
dag. Tilefni ummæla hans er að þá fáu daga
sem liðnir eru frá því vindmyllan var sett upp
hefur lítið blásið og spaðarnir staðið kyrrir
langtímum saman.
Landslag er breytt í Melasveit. Hafnarfjallið
og Skarðsheiðin eru á sínum stað og útsýnið til
Snæfellsjökuls er jafn fallegt og áður, en nýtt
kennileiti hefur bæst við, vindmyllan sem er á
25 metra háu mastri á Hjallholti, við gömlu
fjárhúsin í Belgsholti.
Selur umframorkuna
„Það var af forvitni og svo drauminum um að
geta notað vindinn til verðmætasköpunar,“ seg-
ir Haraldur um hugmyndina.
Uppfinningamenn hafa gert tilraunir með
vindmyllur hér á landi, smíðað þær sjálfir og
sett upp, með misgóðum árangri. Haraldur seg-
ir að tæknin sem nú er notuð sé allt önnur og
góð reynsla komin á vindmyllur í nágranna-
löndunum. Hann óttast því ekki að vindmyllan
virki ekki rétt.
Þótt vindmyllan í Belgsholti sé ekki sú fyrsta
sem rís hér á landi er hún sú fyrsta sem notuð
er til að framleiða rafmagn inn á landskerfið.
Haraldur hefur gert samrekstrarsamning við
Rarik og selur frá sér þá orku sem ekki er not-
uð til heimilis og búrekstrar. Fallorka á Ak-
ureyri selur honum rafmagnið sem upp á vant-
ar og kaupir það sem umfram er.
Þótt vindmyllan hafi lítið snúist í vikunni
kom þó viss reynsla á hana. Daginn sem hún
var tengd blés ágætlega og hún náði að fram-
leiða raforku þann daginn. En kýrnar létu
óánægju sína í ljós því um leið ruglaðist róbót-
inn sem annast mjaltirnar. Í ljós kom að spenn-
an breyttist örlítið þegar vindmyllan tók við
framleiðslunni en sérfræðingum tókst að ráða
bót á því.
Fylgjast spenntir með
Haraldur fór að forvitnast um möguleika á
nýtingu vindorkunnar fyrir fjórum árum. Þá
hafði hann fylgst sérstaklega vel með veðrinu
með hjálp veðurstöðvar og gat lagt fram gögn
um veðurfarið í nokkur ár. Komst hann í sam-
band við starfsmann Orkuseturs á Akureyri
sem hafði verið að kanna vindmyllur sér-
staklega.
Samkvæmt ábendingum Orkuseturs heim-
sótti Haraldur vindmylluframleiðandann
Hannevind í Svíþjóð og leist vel á. Hann fékk
vilyrði um styrk úr Orkusjóði til að reisa til-
raunavindmyllu gegn því að upplýsingar um
rekstur hennar yrðu aðgengilegar þeim sem
vildu. Einnig lofaði Framleiðnisjóður landbún-
aðarins stuðningi. Þegar Haraldur ætlaði að
hefjast handa féll gengið og bankarnir og um
leið getan og hugurinn til framkvæmda.
Hann dustaði rykið af áætlunum sínum síð-
astliðið haust. „Það er annaðhvort að gera þetta
núna, eða gleyma því,“ segir Haraldur. Hann
hefur lagt mikla vinnu í verkið. Smíðaði til
dæmis mastrið sjálfur með aðstoð sona sinna.
„Það eru margir spenntir fyrir því að sjá
hvernig þetta kemur út,“ segir Haraldur og
getur þess að mörg þeirra fyrirtækja og ein-
staklinga sem lögðu honum til efni og vinnu hafi
gefið honum ríflega afslætti og jafnvel unnið í
sjálfboðavinnu, til að sjá þetta gerast. Nefnir
hann Ferrózink sem seldi honum járnið í
mastrið og Ískraft sem seldi jarðkapalinn.
Einnig Víkurvagna, Rafsetningu og Þórarin
Þórarinsson vélamann.
Best að nýta sem mest heima
Vindasamt er í Melasveit og óttast Haraldur
ekki að lognið verði honum að fótakefli í þessu
verkefni. Hann er þess fullviss að hafgolan
haldi vindmyllunni á hreyfingu. Vindmyllan
þarf ákveðinn vind til að komast í gang, 3-4
metra meðalvind á sekúndu, og nær fullum af-
köstum með 10 metra vindhraða. Myllan stöðv-
ast þegar vindurinn fer upp í 22 metra á sek-
úndu. Haraldur segir að vindurinn sé yfirleitt á
þessu bili og vísar til veðurstöðvarinnar með
það. Hann tekur það fram að oft sé logn í Belgs-
holti í júlí og því sé ekki ástæða til að örvænta
þótt vindmyllan snúist ekki mikið þessa dag-
ana.
Afl vindmyllunnar er 30 kílóvött og gera
áætlanir ráð fyrir að hún gefi 75-80 þúsund
kílóvattstunda orku á ári. Er það meiri orka en
fæst úr samskonar myllum í Svíþjóð enda talið
að vindurinn sé hagstæðari í Melasveit.
„Reynslan ein sker úr um þetta,“ segir hann.
Hagkvæmni vindmyllunnar grundvallast á
því að sem mest af framleiðslu hennar nýtist til
búrekstrar og heimilis. Belgsholtsbúið notar
liðlega 100 kílóvattstunda raforku á ári og
greiðir fyrir um 1,5 milljónir. Vonast Haraldur
til að rekstur vindmyllunnar, bæði það sem
hann fær til eigin nota og selur út á kerfið, verði
til að lækka rafmagnsreikninginn um 70%.
Sparnaðurinn nýtist til að greiða niður stofn-
kostnað vindmyllunnar.
Fallorka kaupir þá orku sem búið nýtir ekki
á hverjum tíma, en verðið er aðeins brot af
kaupverði orkunnar með flutningskostnaði.
„Það þýðir ekki að reisa vindmyllu til að fram-
leiða raforku inn á landskerfið,“ segir Har-
aldur.
Stofnkostnaður vindmyllunnar er 11-12
milljónir kr. og hefur Haraldur þá reiknað eigin
vinnu til verðs. Frá kostnaði dragast rann-
sókna- og nýsköpunarstyrkir sem veittir hafa
verið til verkefnisins.
„Jafn lengi og annar búrekstur,“ svarar Har-
aldur snöggt þegar hann er spurður að því hvað
það taki langan tíma fyrir vindmylluna að
borga sig upp, „eða jafn lengi og það tekur
sumarbústað að borga sig.“ Hann segir að
þetta sé sitt áhugamál, aðrir kaupi sér mót-
orhjól eða byggi sumarbústað. „Ég stend og fell
með þessu – nei ég fell ekki, það er ekki verra
að eiga vindmyllu en hlutabréf,“ segir hann.
Mikill skóli að fara í gegnum
Þótt Haraldi sjálfum finnist gaman að fara
ótroðnar slóðir og reyna nýjungar vill hann
ekki ráðleggja öðrum að koma sér upp vind-
myllu, að svo komnu máli. „Menn ættu að bíða
og sjá hvað kemur út úr rannsóknum á okkar
myllu,“ segir hann.
„Ég er miklu fróðari, þetta hefur verið mikill
skóli að fara í gegnum,“ segir Haraldur um
undirbúning og byggingu vindmyllunnar. „Ég
er mjög ánægður með að hafa farið út í þetta
ævintýri.“
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011
Vindmyllan verður formlega tengd inn á
dreifikerfi Rarik í dag klukkan 14. Har-
aldur og Sigrún í Belgsholti bjóða öllum
sem áhuga hafa á framtakinu að koma
og fylgjast með athöfninni og skoða
mannvirkið.
Opið hús í dag
Belgsholtshjónin hafa opnað heima-
síðu, belgsholt.is, þar sem birtar verða
allar upplýsingar um veðrið, fram-
leiðslu vindmyllunnar, rafmagnsnotkun
og sölu, og annað sem skiptir máli
varðandi reksturinn. Þá geta áhuga-
samir fylgst með því hvort vindmyllan
gengur eða ekki í beinni útsendingu á
vefmyndavél.
Vindmylla í beinni
UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Vindmylla Framleiðsla vindrafstöðva er háð veðri. Spaðarnir fara ekki að snúast fyrr en vindurinn nær 3-4 metrum á sekúndu. Hafgolan í Belgsholti mun koma henni á hreyfingu flesta daga.
Óttast ekki lognið í Melasveit
Haraldi Magnússyni í Belgsholti finnst gaman að fara ótroðnar slóðir Vindmylla sem verið hef-
ur áhugamál hans til margra ára er komin upp Fyrsta vindmyllan sem tengd er við landskerfið
Leyfi Síðustu handtök Haraldar Magnússonar
við mylluna voru að hengja upp virkjanaleyfið.