Morgunblaðið - 09.07.2011, Síða 41

Morgunblaðið - 09.07.2011, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA DÝRAFJÖR MIÐASALA Á SAMBIO.IS TRANSFORMERS 3 3D kl. 3 - 5 - 8 12 HORRIBLE BOSSES kl. 10 10 BEASTLY kl. 8 - 10:20 10 SUPER 8 kl. 3 - 5:30 - 8 12 KUNG FU PANDA 2 3D Ísl. tali kl. 3 - 6 L KUNG FU PANDA kl. 2 12 TRANSFORMERS 3 3D kl. 5 - 8 - 11:10* 12 PIRATESOFTHECARIBBEAN kl. 2 - 5 10 SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 TRANSFORMERS3D LAU kl. 5 - 8 - 11:10 12 TRANSFORMERS3D SUN kl. 5:50 - 9 L ZOOKEEPER kl.3:30 -5:50-8-10:10 L KUNGFUPANDA23D kl. 3 / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK TRANSFORMERS kl. 5 - 8 12 KUNG FU PANDA 2 kl. 4 L SUPER 8 kl. 5:50 - 10:30 12 BEASTLY kl. 8 10 / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI 750 kr. á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ FRÁBÆR MYND SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART NÚTÍMA ÚTGÁFA AF BEAUTY AND THE BEAST HHH - MIAMI HERALD - ORLANDO SENTINEL HHH EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS HHHHH -ENTERTAINMENT WEEKLY - JIMMYO, JOBLO.COM HHHH - QUICKFLIX HHHH 100/100 - TIME HHHH - FRÉTTABLAÐIÐ HHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI H POWERSÝNING FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER 90/100 VARIETY "KUNG FU PANDA 2 ER SKOTHELD SKEMMTUN." - Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA KRINGLUNNI OG SELFOSSI - S.F. CHRONICLE HHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í Sunnudagsmogganum í dag er sagt frá tónleikum Bjarkar Guð- mundsdóttur á alþjóðlegu listahá- tíðinni í Manchester þar sem hún kynnir verkefnið Biophilia. Í gær var svo tilkynnt að verkefnið verði sett upp í Hörpu á Airwaves í haust. Tónleikarnir fara fram í Silfur- bergi sem verður breytt í heim Bi- ophiliu Bjarkar. Á tónleikunum mun Björk flytja lög af vænt- anlegri plötu sinni, auk eldri laga. Með henni kemur fram hópur tón- listarmanna, þ.á m. stúlknakórinn Graduale Nobili, sem syngur nú með henni ytra. Sérhönnuð hljóð- færi eru notuð við flutninginn, m.a. pípuorgel sem stjórnað er stafrænt og rúmlega 3 metra hár pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðar til að skapa tónmynstur. Þessi hljóð- færi voru sérstaklega smíðuð í samstarfi við Björk fyrir verkefnið og verða á Biophilia-sýningu sem opnuð verður 10. október. Á næstunni mun Biophilia verða sett upp víða um heim, en Reykja- vík er næst í röðinni á undan fjöl- mörgum stórborgum. Stöðug gæsahúð Ég náði tali af Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra Iceland Airwa- ves, þar sem hann var á gangi á götu í Lundúnum. Hann var við- staddur tónleika Bjarkar í Man- chester og orða vant eftir þá upp- lifun, á erfitt með að lýsa upplifuninni en tekst það þó smám saman: „Ég veit ekki hvað ég hef farið á marga tónleika frá því í jan- úar 1981, en augnablik eins og ég upplifði í gær gerast mjög sjaldan. Þetta hreyfði gríðarlega við mér og öllum sem voru þarna, Björk er að blanda saman hlutum sem margir hafa reynt að láta falla saman en ekki tekist; náttúra, tækni og tón- list og allt er það án einhverrar nostalgíu, manni líður eins og það sé einhver von, það sé eitthvað að byrja. Það er ekki oft sem maður er með stöðuga gæsahúð á tón- leikum og ræður ekkert við hana.“ Björk er listamaður í þróun Grímur segir að það hafi lengi verið draumur aðstandenda Ice- land Airwaves að fá Björk til að spila á hátíðinni, menn hafi reynt að láta það ganga upp í tólf ár og því eðlilega mikil ánægja að það hafi tekist. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að erfitt eða ógern- ingur verði að setja svo flókna tón- leika hér á landi. „Við stefnum að því að setja upp samskonar tón- leika hér og í Manchester en Björk er þó sífellt að þróa verkefnið og því eins líklegt að það taki ein- hverjum breytingum, Björk er listamaður í þróun og Biophilia er í þróun.“ Hvað fjárhagslegu hliðina varðar segist hann ekki sjá að það gangi upp þó ekki komist margir inn á hverja tónleika. „Við erum að vinna í því að þetta gangi upp og þetta mun ganga upp þó það verði enginn gróðabisness. Við þurfum bara að vanda okkur í öllu og líka í excel-skjalinu.“ Náttúra, vísindi og tónlist Alls verða sex tónleikar og tveir þeir fyrstu á Iceland Airwaves, 12. og 16. október, en síðan verða tónleikar 19., 22., 25. og 28. októ- ber. Þeir sem keypt hafa sér arm- band á Iceland Airwaves gefst kostur á að kaupa sér miða í sér- stakri forsölu frá og með deginum í dag, en 400 miðum verður að auki dreift án endurgjalds til miðahafa á Iceland Airwaves á sjálfri hátíð- inni. Almenn miðasala hefst svo 14. júlí á icelandairwaves.is og harpa- .is. Aðeins komast 700 manns á hverja tónleika. Tónleikarnir eru samstarfsverk- efni Iceland Airwaves, Smekkleysu og Manchester International Festi- val. Icelandair er helsti stuðnings- aðili Iceland Airwaves og Biophiliu á Íslandi. Auk tónleikanna verður sett upp sérstök sýning og fræðsluverkefni fyrir börn hrint af stað í tengslum við verkefnið, en í því eru náttúra, vísindi og tónlist tengd saman með einstökum hætti. Biophilia sett upp í Hörpu  Björk heldur tvenna tónleika á Airwaves í haust  Sex tónleikar í Silfurbergi sem verður breytt í heim Biophiliu  Sérhönnuð og sérsmíðuð hljóðfæri notuð við flutninginn Mögnuð Frá tónleikum Bjarkar í Manchester í síðustu viku. Hún hyggst halda sex tónleika í Hörpu í haust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.