Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Krafa ríkissjóðs á hendur Sögu fjárfesting- arbanka, áður Saga Capital, er nú í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands rétt eins og krafan á hendur þrotabúi VBS, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Vorið 2009 fengu Saga og VBS veðlán frá ríkissjóði, upp á 29,8 milljarða í tilviki VBS og 19,7 milljarða í tilviki Sögu. Þetta var gert til að endurfjármagna veðlán, sem bankarnir höfðu stofnað til við Seðlabankann og sem búið var að framselja til ríkissjóðs. Síðan þá voru kröfur ríkissjóðs framseldar aftur til baka til Seðlabankans og fer Eigna- safn Seðlabanka Íslands nú með kröfurnar. Nýju lánin voru með afar hagstæðum vöxtum, eða um 2% þegar markaðsvextir voru í kringum 12%. Bankarnir tekjufærðu báðir vaxtamuninn og í tilviki Sögu nam tekjufærslan tæpum sjö milljörðum króna og hjá VBS 9,4 milljörðum. Þessi tekju- færsla var gagnrýnd af hálfu Fjármálaeft- irlitsins. Reynt að tryggja hagsmuni ríkisins VBS var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu vorið 2010 og var skipuð slitastjórn yfir þrotabúinu. Saga fjárfestingarbanki er enn starfandi. Viðskiptablaðið greindi frá því á fimmtudag að slitastjórn VBS hefði sent Seðlabankanum bréf þar sem hafnað er veð- töku Seðlabankans í eignum þrotabús VBS á þeim grundvelli að Seðlabankinn hafi vitað vel að fjárfestingarbankinn væri ógjaldfær þegar Seðlabankinn tryggði sér veð í eignum hans. Í bréfinu mun einnig sagt að slitastjórnin telji 26,4 milljarða króna lán ríkissjóðs til VBS í mars 2009 hafi verið sýndargerningur. Ríkissjóður og Seðlabanki hafi vísvitandi dregið að setja VBS í þrot til að sölsa undir sig veð í nær öllum eignum bankans á kostn- að annarra kröfuhafa. Í samtali við RÚV sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að með lánveit- ingunni hefði verið reynt að tryggja hags- muni ríkisins með því að breyta kröfunum í lán með veðum. Það hefði verið fullkomlega eðlilegur gerningur sem hefði verið útskýrð- ur og rökstuddur. Bætti hann því við að ríkið myndi taka til varna í tilviki VBS. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins segir í bréfi slitastjórnar VBS til Seðlabankans að Seðlabankanum hafi verið ljóst strax í ágúst 2009 að eigið fé VBS væri neikvætt þrátt fyr- ir áðurnefnda tekjufærslu. Í stað þess að knýja bankann í umsjá FME eins og honum hafi borið að gera hafi Seðlabankinn veitt VBS 53 milljóna króna lán, að því er virðist til að standa straum af greiðslu launa. Lánið til Sögu fékk sömu meðferð Morgunblaðið/Ernir Ráðherra Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar gengið var frá lánasamning- unum við VBS og Sögu. Þeir tryggðu ríkinu veð fyrir tugmilljarða lánum til bankanna.  Slitastjórn VBS segir lán ríkissjóðs til bankans hafa verið sýndargerningur  Saga fjárfestingar- banki fékk samskonar lán  Báðir bankarnir tekjufærðu lánin og fengu bágt fyrir hjá FME Lánin » Bæði VBS og Saga skulduðu Seðla- bankanum umtalsverðar fjárhæðir eftir bankahrun vegna veðlánaviðskipta. » Krafa Seðlabankans var færð til rík- issjóðs sem svo lánaði bönkunum fé til að endurfjármagna skuldirnar. » Að því loknu var krafa ríkissjóðs færð á ný til Seðlabankans. »Nýju lánin voru á mun lægri vöxtum en gekk og gerðist á þeim tíma og tekjufærðu bankarnir þennan vaxta- mun. » Var sú tekjufærsla gagnrýnd af Fjár- málaeftirlitinu. Vöruskiptajöfn- uður var já- kvæður um 1,8 milljarða króna í júní, sam- kvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar. Í júní í fyrra var hann já- kvæður um 11,4 milljarða króna. Útflutningur var 5,7 milljörðum króna minni en í júní 2010. Munar þar mestu um iðnaðarvörur, en út- flutningur á þeim var 2,4 millj- örðum króna minni en sama mán- uð árið 2010. Þá var innflutningur 3,9 millj- örðum króna meiri en í júní 2010. Mest jókst virði innflutnings á eldsneyti og smurolíu, um 2,1 milljarð króna. Innflutningur á fjárfestingavörum minnkaði þó, um rúman milljarð króna, milli ára. Það sem af er ári er vöru- skiptajöfnuður hagstæður um 42,8 milljarða króna, sem er 23,5 millj- örðum minna en á sama tíma í fyrra. ivarpall@mbl.is Dregur verulega úr afgangi vertíðar í sjávarútvegi og í því sam- hengi skipti góð loðnuveiði máli. Þessara áhrifa mun af augljósum ástæðum ekki gæta þegar lands- framleiðslan á öðrum ársfjórðungi verður mæld. Hagstofan segir að vísbendingar séu um að einkaneyslan hafi aukist mikið á öðrum ársfjórðungi. Er hún rakin til skammtímaáhrifa út- greiðslu viðbótarlífeyris og ein- greiðslu í tengslum við kjarasamn- inga auk áhrifa nýrra kjarasamn- inga. Þrátt fyrir að stofnunin spái 3% vexti einkaneyslu í ár er tekið fram í þjóðahagsspánni að vart sé hægt að búast við að neyslan haldist út á því stigi sem hún hefur verið á öðrum fjórðungi. Rétt er að taka fram að mikil óvissa hvílir jafnframt yfir mögulegum áhrifum þátta á borð við úrræði vegna skulda heim- ilanna og gengisdóma á einkaneyslu heimila. Það sama á við áhrif þess þegar tímabundið greiðsluskjól heimila hverfur. Í þeim tilfellum sem svigrúm myndast fyrir heimilin má alveg eins gera ráð fyrir að það verði nýtt til greiðslu skulda, eins og til einkaneyslu. Samkvæmt spá Hagstofunnar mun stækkun við álverið í Straums- vík og bygging kísilverksmiðju í Helguvík að stærstum hluta standa undir fjórðungsaukningu atvinnu- vegafjárfestingar í ár. Jafnframt er reiknað með framkvæmdum Lands- virkjunar við Búðarháls í spánni. Neyslu og utanríkisverslun ætlað að taka upp slakann Fjárfesting í íslenska hagkerfinu hefur verið með allra minnsta móti undanfarin ár, meðal annars vegna þess hve hægt hefur gengið að end- urskipuleggja efnahagsreikninga skuldsettra fyrirtækja. En Hagstof- an gerir ráð fyrir að fjárfestingar utan stóriðju muni glæðast á ný í ár og á næstu árum. Hagstofan telur hinsvegar að „með batnandi efna- hagshorfum“ muni fjárfesting utan stóriðju aukast hóflega á næstu ár- um. Þrátt fyrir þetta gerir Hagstof- an ekki ráð fyrir að hlutur atvinnu- vegafjárfestingar í landsframleiðslu muni ná meðaltali síðustu fimmtán ára. Það þýðir því að einkaneysla og utanríkisverslun verða að taka upp þann slaka sem við það myndast í ríkari mæli en áður, ekki síst vegna þess að skuldastaða ríkisins leyfir ekki vöxt samneyslunnar. Hagstofan sér sól í kortunum  Spáir 2,8% hagvexti að meðaltali næstu ár  Bjartsýnni spá en hjá Seðlabanka  1,6% minni einkaneysla á fyrsta ársfjórðungi miðað við síðasta ársfjórðung 2010 Morgunblaðið/ÞÖK Bjart yfir Hagstofan spáir góðu veðri í íslenska hagkerfinu á næstu misserum. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Hagstofan gerir ráð fyrir 2,8% hag- vexti að meðaltali næstu þrjú ár í nýrri þjóðhagsspá. Vöxtur lands- framleiðslunnar verður knúinn áfram af einkaneyslu og fjárfest- ingu. Gert er ráð fyrir 2,5% hagvexti í ár og 3,1% hagvexti árið 2012. Athygli vekur að Hagstofan hækkar hagvaxtarspá sína frá þjóð- hagsspá sinni í apríl. Þá var spáð 2,3% hagvexti í ár og 2,9% á næsta ári. Í apríl lækkaði Seðlabankinn sína hagvaxtarspá frá fyrri spá og gerði ráð fyrir 2,3% í ár í stað 2,8% vaxtar áður. Þetta þýðir því að þjóð- hagsspá Hagstofunnar er umtals- vert bjartsýnni en spá Seðlabank- ans. Á þetta einnig við spár stofnana á borð við Efnahags- og framfara- stofnunina og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Sem fyrr segir telur Hagstofan að vaxandi einkaneysla samhliða mikl- um vexti fjárfestingar muni standa undir hagvextinum. Gert er ráð fyr- ir að einkaneyslan muni vaxa um 3,1% í ár og að atvinnuvegafjárfest- ing aukist um fjórðung frá fyrra ári. Úr takti við vísbendingarnar frá fyrsta ársfjórðungi Það sem vekur athygli við þessa spá er að engin merki um þessa þró- un sáust í mælingu Hagstofunnar á landsframleiðslunni fyrstu þrjá mánuði ársins. Á fyrsta ársfjórðungi dróst til að mynda einkaneyslan saman um 1,6% frá síðasta ársfjórð- ungi 2010. Fjárfesting dróst saman enn þá meira eða um tæp 7% milli fjórðunga. Í raun og veru voru birgðabreytingar það eina sem stóð undir þeim tveggja prósenta hag- vexti sem Hagstofan mældi fyrstu þrjá mánuði ársins. Hún var fyrst og fremst til komin vegna vetrar-                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-.2 +3+-02 33-+4 3+-/52 +0-3+1 +/,-,, +-5354 +05-31 +,1-/0 ++,-/+ +01-15 +3+-35 33-3/1 3+-5+3 +0-3,0 +/4-.5 +-5302 +05-0 +,1-05 33+-/4,/ ++,-12 +01-22 +3+-12 33-/ 3+-541 +0-/3+ +/4-53 +-5//+ +01-/1 +,,-/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.