Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 ✝ Margrét Helga-dóttir fæddist á Núpum í Fljóts- hverfi 17.8. 1917. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum 28.6. 2011. Foreldrar henn- ar voru Agnes Helga Sigmunds- dóttir, f. 12.10. 1879 á Núpum í Fljóts- hverfi, d. 13.7. 1954 og Helgi Bjarnason, f. 3.3. 1878 í Hörgs- dal, d. 27.10. 1951. Systkini voru Elín Helga, f. 2.2. 1909, d. 28.8. 1999 og Sigmundur Þorsteinn, f. 26.4. 1912, d. 15.8. 1974. Hinn 25.12. 1940 giftist Mar- grét Helga Pálssyni á Fossi á Síðu, f. 26.2. 1916, d. 27.5. 1963. Foreldrar hans voru Þórdís Guðmundsdóttir, f. 16.5. 1873 frá Söndum í Meðallandi, d. 5.6. 1938 og Páll Helgason, f. 4.7. 1877 á Fossi á Síðu, d. 5.11. 1919. Börn Margrétar og Helga: 1. Drengur, f. 25.7. 1941, d. sama dag. 2. Páll f. 15.8. 1942, maki Ólafía Davíðsdóttir, f. 11.5. 1946, börn: Helgi, f. 4.3.1968, maki Ragnhildur Anna Þorgeirsdóttir, f. 29.9. 1970, þau eiga þrjú börn. Mar- ísabet S. Gísladóttir, f. 31.7. 1974, þau eiga fjórar dætur. Agnes Harpa, f. 21.4. 1973, maki Birgir Engilbertsson, f. 30.1. 1965, þau eiga tvær dætur. Viðja Hrund, f. 8.5. 1976, maki Erling- ur Erlingsson, f. 2.5. 1970, Viðja á eina dóttur með Sigurði Harð- arsyni, f. 26.9. 1967. 5. Jónas Helgi, f. 11.6. 1950, d. 8.2. 1959. 6. Helga, f. 3.7. 1954, maki Gunn- ar Bjarni Þórisson, f. 5.12. 1955, börn: Þórir Hrafn, f. 4.2. 1981. Sigrún, f. 16.8. 1986. Helgi Már, f. 20.6. 1994. 7. Þórhallur, f. 27.1. 1956, dætur: Margrét, f. 15.11. 2004, Ólöf Þóra, f. 15.11. 2004, móðir Dagný Ólafsdóttir Zoëga, f. 28.1. 1960. Margrét ólst upp hjá for- eldrum sínum á Núpum í Fljóts- hverfi. Árið 1938 fluttist Mar- grét að Fossi á Síðu og stýrði hún búi með eiginmanni sínum, Helga Pálssyni, þar til hann lést árið 1963 og eftir það með Páli syni sínum, þar til hann tók við búinu árið 1968. Frá þeim tíma vann hún á Hótelinu á Klaustri í nokkur sumur. Síðan vann hún á Hrafn- istu í Reykjavík fram yfir sjö- tugt, bjó hún á Réttarholtsvegi 3, en dvaldi á Fossi á sumrin. Hún flutti að Fossi á Síðu árið 2000 og frá árinu 2005 bjó hún á hjúkrunarheimilinu Klaust- urhólum. Útför Margrétar fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu í dag, 9. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. grét Lára, f. 25.7. 1969, maki Valdi- mar Steinar Ein- arsson, f. 12.2. 1969, þau eiga þrjú börn. Davíð, f. 13.3. 1974, maki Oddný Sófusdóttir, f. 3.7. 1983, Oddný á þrjú börn með Halldóri Heiðari Halldórs- syni, f. 26.4. 1982, Davíð á eina dóttur með Höllu Rós Eiríksdóttur, f. 18.11. 1981. Jóna Hulda, f. 7.4. 1987, maki Ingi Þórarinn Frið- riksson, f. 29.7. 1982, þau eiga einn son. 3. Fanney, f. 4.1. 1944, börn: Helgi, f. 24.8. 1967, faðir Birgir Ágústsson, f. 2.10. 1933, d. 2.6. 2003, maki Margrét Agn- arsdóttir, f. 30.8. 1970, þau eiga einn son og Helgi á eina dóttur með Sesselju Þóru Sigurð- ardóttur, f. 15.11. 1965. Helga Sjöfn, f. 10.2. 1981, maki Guð- mundur Magni Ágústsson, f. 3.9. 1975, Magni á tvær dætur. Mar- grét Una, f. 6.7. 1983, faðir Helgu Sjafnar og Margrétar Unu er Kjartan Jónsson, f. 25.1. 1946. 4. Agnes Hjördís, f. 3.6. 1949, maki Hreggviður Her- mannsson, f. 18.7. 1950, börn: Jónas Már, f. 2.3. 1972, maki El- Látin er elskuleg amma dætra minna, Margrét Helgadóttir frá Fossi á Síðu. Hæglát var hún og brosmild, teinrétt og grönn. Ein- staklega glæsileg kona með ynd- islega nærveru. Möggu kynntist ég fyrir 10 ár- um þegar ég tengdist inn í Foss- fjölskylduna. Hún tók mér strax ákaflega vel og Helgu, dóttur minni, reyndist hún einnig sem besta amma. Magga hafði óþrjótandi áhuga á öllu því sem fólkið hennar tók sér fyrir hendur og fátt gladdi hana meira en samvera með börnum sínum og afkomendum þeirra. Gleði Möggu var líka mik- il þegar okkur Þórhalli fæddust tvær yndislegar dætur árið 2004. Litlu stúlkurnar okkar voru líka hændar að ömmu sinni því Magga hafði slíka útgeislun að börn löðuðust strax að henni. Magga ólst upp á Núpum í Fljótshverfi. Það gladdi hana mikið þegar Þórhallur, sonur hennar, tók við jörðinni og hóf að lagfæra húsakost og fegra þar umhverfið. Meðan heilsan leyfði kom hún stundum í heimsókn að Núpum og þá var gaman að ganga með henni að gamla bæn- um og hlýða á hana ræða um æsku sína á Núpum og hvernig lífið var í þessari afskekktu sveit á fyrri hluta 20. aldarinnar. Þótt sjálfsagt hafi talsvert verið haft fyrir lífinu á þeim tíma var greinilegt að Magga átti góða æsku á Núpum. Hún var ákaf- lega stolt af bænum sínum og þá ekki síður af trjánum sem henni voru færð úr Núpsstaðaskógi þegar hún var ung stúlka og hún gróðursetti við bæinn. Hún þekkti líka jörðina eins og hand- arbak sitt og vissi heiti allra kennileita og kunni óteljandi sög- ur þeim tengdar. Trjálundurinn hennar Möggu stendur enn við gamla bæinn – trén orðin fremur lúin og sum fallin – en lundurinn engu að síð- ur fagur minnisvarði þessari ein- stöku konu sem sannarlega lifði tímana tvenna. Ég kveð Margréti Helgadótt- ur með virðingu og hlýju og votta ástvinum hennar samúð mína. Dagný Zoëga. Við systkinin nutum þeirra forréttinda að fá að alast upp með ömmu. Svo blíð og ótrúlega góð, engin mannleg vera gæti verið betri. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur, hvort sem við vorum svöng, blaut, gat á fötum, til að lesa með okkur eða bara til að vera hjá okkur. Amma var ein- faldlega best. Amma var afskap- lega skapgóð kona og sagði aldrei eitt styggðaryrði við okkur krakkana þótt hún hafi sjálfsagt orðið vitni að flestum okkar uppátækjum. Á seinni árum við- urkenndi hún það fyrir okkur að hafa oft bjargað okkur úr vand- ræðum án þess að nokkur vissi. Þegar amma steikti kleinur át- um við afskurðinn eins og úlfar og þó nokkrar heilar ósteiktar laumuðust með. Sama var með pönnukökurnar, langur tími gat liðið áður en stafli fór að myndast á disknum, við stukkum á þetta um leið og hún var búin að rúlla upp pönnukökunum. Amma bannaði okkur þetta aldrei, held- ur brosti í kampinn. Svangir munnar máttu borða. Heitar kleinur og pönnukökur með ískaldri mjólk er hluti af ljúfum minningum um ömmu, þetta bjó hún til, að því virtist án fyrirhafn- ar og virtist alltaf vita hvenær við vildum þetta mest. Ef við komum rennandi blaut inn úr rigning- unni eða dauðþreytt úr hey- skapnum, þá var amma alltaf með uppdekkað borð fyrir okkur öll. Amma fluttist að Fossi frá Núpum og þessir tveir staðir voru henni kærastir allra staða. Hún talaði um blessaðan Fossinn og blessuð fjöllin sín á Núpum, hana Brunná og annað eftir því. Sagði frá því þegar hún var að leika sér lítil stelpa á Núpum, yngst systkina sinna, þóttist ekk- ert hafa orðið að liði. Trúlegt er það eða hitt þó heldur því amma var ekki bara alltaf til staðar heldur var hún auðvitað alltaf að gera eitthvað, bæði það sem við- kom búskapnum, í heimilisstörf- um eða að vinna utan heimilis. Enda talaði hún mikið um letina sem henni fannst hafa gripið sig á elliheimilinu en samþykkti þó með semingi að hún væri líklega búin að vinna fyrir því. En þó henni hafi þótt letin endalaus, þá flæðir út úr skápum hjá henni allskonar fínirí sem hún hefur verið að föndra undanfarin ár á Klausturhólum. Hvar sem amma bjó var svo ósköp notalegt að koma, góðmennskan var henni í blóð borin, börnin okkar og mak- ar fengu að njóta hennar ekki síður en við systkinin. Amma var fram á háan aldur mjög heilsuhraust en lífið fór þó ekki alltaf mjúkum höndum um hana og hún þurfti t.d. að sjá á eftir tveimur sonum og svo afa, langt fyrir aldur fram. En nú verða þar endurfundir og það er gott að vita að þeir fái nú aftur að njóta þess að vera með ömmu því við vitum hvað það er frábært. Við þökkum elsku bestu ömmu fyrir allar stundirnar, gamlar sem nýjar og kveðjum hana með miklum söknuði. Helgi, Lára, Davíð, Jóna Hulda makar og börn. Í dag kveðjum við ömmu okk- ar, Margréti Helgadóttur, eða ömmu Möggu. Þó amma hafi orð- ið langlíf, þá er söknuðurinn mik- ill og tómarúmið stórt nú við and- lát hennar. Amma hefur upplifað ótrúlega tíma og voru persónuleg þrekvirki hennar mikil. Amma var fædd og alin upp í torfbæ á Núpum í Fljótshverfi. Þegar hún giftist afa okkar flutt- ist amma að Fossi á Síðu og bjó þar í tvíbýli í gamla bænum ásamt systur afa og hennar fjöl- skyldu. Amma eignaðist sjö börn og komust fimm til fullorðinsára, hún var því húsmóðir á stóru sveitaheimili án flestra þeirra þæginda sem nú þykja sjálfsögð. Eftir að afi féll frá og elsti sonur hennar hafði tekið við búskapn- um, flutti amma í bæinn og vann á Hrafnistu á veturna en var á Fossi á Síðu á sumrin. Það sem kemur efst í hugann þegar við hugsum til ömmu eru allar þær stundir sem við áttum með henni þegar við vorum lítil á Réttarholtsveginum. Við þurft- um ekki annað en að fara yfir götuna og þá vorum við komin til hennar. Hjá ömmu var alltaf svo mikil ró og notalegt að vera. Uppi á veggjum voru ótal myndir af börnum og barnabörnum sem endalaust var hægt að skoða. Það voru líka ófá skiptin sem við fór- um yfir til ömmu og mamma setti rúllur í hárið á ömmu sem var þykkt, dökkt og fallegt. Sumrin með ömmu fyrir aust- an á Fossi voru ógleymanleg og gott var að heimsækja hana á Klausturhóla þar sem vel var hlúð að henni síðustu æviárin. Amma Magga var hjartahlý kona og var alltaf alveg ofboðs- lega góð við okkur barnabörnin. Hún hafði gengið í gegnum margt um ævina. Eftir því sem við höfum orðið eldri þá höfum við áttað okkur á því hversu sterk hún hefur verið. Í návist ömmu skein alltaf í gegn um- hyggja og hlýja. Amma hafði mikla ánægju af ljóðum og í uppáhaldi var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Okk- ur langar til að enda síðustu kveðjuna okkar til ömmu með ljóði eftir hann. Guð blessi þig og varðveiti, elsku amma Magga. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Helgi Birgisson, Helga Sjöfn Kjartansdóttir, Margrét Una Kjartansdóttir. Hún amma mín var góð kona, örugglega ein vænsta og besta kona sem gengið hefur um hér í jarðríki. Hún mátti ýmislegt reyna um dagana, ólst upp í torfbæ þar sem ekki var alltaf hlýtt, missti tvo syni sína og mann sinn langt fyrir aldur fram. Þrátt fyrir þessi áföll fann ég aldrei að hún væri bitur, heldur einkenndi hana æðruleysi og góðvild í garð allra í hennar umhverfi. Sökum fjarlægðar sem var milli heimila okkar hitti ég hana ekki eins oft og ég hefði viljað en þeirra stunda sem við áttum saman minnist ég með hlýju og væntumþykju. Mig langar að láta fylgja hér vísu sem hún lét mig hafa og taldi lýsa hlutskipti íslensku konunnar í gegn um aldirnar. Illa greidd og illa þvegin arkar hún sama stutta veginn, meðan aðrir sælir sofa sækir hún taðið út í kofa, kveikir undir grautnum glóð. (Jakob Thorarensen) Jónas Már. Mig langar að minnast önd- vegiskonu, Margrétar Helga- dóttur, Fossi á Síðu. Hún and- aðist á hjúkrunarheimilinu á Klausturhólum þriðjudaginn 28. júní. Ég fór í sveit til Margrétar til að passa eldri börn hennar, Pál, Fanneyju og Hjördísi, og var ég í 5 sumur þar. Það var yndislegt að vera á Fossi á þessum fallega stað. Margrét var glæsileg og vel gerð í alla staði, og var mikill vin- skapur við fjölskylduna sem ekki bar skugga á. Ég votta Páli, Fanneyju, Hjör- dísi, Helgu, Þórhalli og fjölskyld- um þeirra mína samúð. Kveðja. Nikulína. Mér er stundum hugsað til Margrétar um leið og móður minnar. Þær voru af þeirri kyn- slóð kvenna, sem margar voru vanastar því að þjóna sínu fólki og vilja helst sjálfar mæta af- gangi. Mér er í minni þegar mamma og tengdamamma komu í heimsóknir til okkar í Háagerð- ið. Þær kepptust um að víkja úr plássi hvor fyrir annarri og bjóða hinni á undan sjálfri sér. Þessar konur voru báðar vanari því að standa álengdar við borðhald fjölskyldna sinna en að sitja sjálf- ar til borðs. Allra síst að vera ein- hverjir heiðursgestir barna sinna, hvað þá að „láta hafa fyrir sér.“ Mér leið alltaf vel í návist Mar- grétar og er þakklátur fyrir þá þægilegu nærveru sem hún veitti okkur fjölskyldunni þegar hún bjó í næsta húsi við okkur í Reykjavík, einmitt þegar dæt- urnar voru ungar og nutu um- gengni við ömmu sína og Helgi fékk inni hjá henni á námsárun- um til lestrar í sínu námi, því þar var meira næði en í okkar húsi. Ég upplifði andrúmsloftið hjá henni í risíbúðinni á Réttarholts- veginum þannig, að þar væri ei- lífur og friðsæll sunnudagur. Ekki síst á helgidögum þegar boðið var uppá heitt kofareykt hangikjöt frá Páli á Fossi með heitu floti. Á stofuveggnum hékk stórt málverk af æskuheimili hennar: Núpum í Fljótshverfi, fjallinu og gamla bænum. Að koma til hennar þar var einna lík- ast því að vera kominn austur í Skaftafellssýslu. Við Margrét áttum oft skemmtileg og fróðleg samtöl, sérstaklega þegar aðrir voru ekki nálægir. Mér þótti þá oft gaman að heyra skaftfellsk orð og orðatiltæki hennar frá fyrri tíð. Ég naut þess oft að hlusta á þessa lífsreyndu konu segja frá því af sínu lífi, sem hún kaus að segja frá. Margrét var ekki margorð um sína hagi eða örlög frekar en margir Skaftfellingar. Um leið og ég kveð Margréti Helgadóttur, votta ég öllum hlut- aðeigandi samúð mína við fráfall hennar. Ég er henni ævinlega þakklát- ur fyrir allt sem hún gerði svo vel fyrir mitt fólk og alltaf velvild í minn garð. Ég vona að sem flestir afkom- endur hennar erfi sem mest af þeim eiginleikum hennar, sem ég þekkti hana að og met mest: Hógværð og æðruleysi. Kjartan Jónsson. Margrét Helgadóttir HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við vottum Páli, Fann- eyju, Hjördísi, Helgu, Þór- halli og fjölskyldum þeirra okkar samúð. Halldóra og Friðrikka. ✝ Yndislegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, sonur og bróðir, EINAR SKAGFJÖRÐ SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Fögruhlíð 3, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 2. júlí. Jarðsungið verður frá Garðakirkju fimmtudaginn 14. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Erla Sveinsdóttir, Telma Rut Einarsdóttir, Linda Björg Reynisdóttir, Þórir Gunnarsson, Einar Örn Reynisson, Kolbrún Ósk Elíasdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður Skagfjörð, Birna Baldursdóttir, Eyjólfur Guðni Björnsson, Jóna Björk Sigurðardóttir, Steindór Árnason, Bogi Sigurðsson, Borga Harðardóttir, Auður Bryndís Sigurðardóttir, G. Brynja Sigurðardóttir, Anna Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Úlfar Ragnarsson, Aðalheiður Drífa Sigurðardóttir, Guðmundur Björn Sigurðsson, Natalia Vico. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, BJARNI MAGNÚSSON, Brúnavegi 9, Reykjavík, áður til heimilis á Bugðulæk 16, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 15.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Birna Birgisdóttir, Gunnar Ólafur Bjarnason, Sigrún Sigfúsdóttir, Dóra Bjarnadóttir, Gylfi Gunnarsson, Gunnar Ásbjörn Bjarnason, Guðný Káradóttir, Hannes Bjarnason, Birna Vilbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, amma, systir og frænka, RAGNHEIÐUR BRYNJÚLFSDÓTTIR viðskiptafræðingur, Bleikargróf 11, Reykjavík, lést á blóðlækningadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.00. Smári Grímsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Vilhjálmur Goði Friðriksson, Sigríður Bríet Smáradóttir, Sigurður Sigurðsson, Steinunn Lilja Smáradóttir, Kristinn Már Matthíasson, Brynjúlfur Jónatansson, Smári Rúnar Róbertsson, Ragnheiður Anna Róbertsdóttir, Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, Steinunn Erla Sigurðardóttir, systkini og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.