Birtingur - 01.12.1955, Síða 41

Birtingur - 01.12.1955, Síða 41
að setja svip á húsin i bænum og hefur uin nokkurt árabil verið allheimarík í íslenzkri ljóðasmíði (vafalaust áhrif frá listmálurunum). Ég held þetta só gott og blessað: með vaxandi þekkingu og þjálfun lærum við að gæta hófs og mála bctur. Jóhannes hefur eignazt sinn litakassa: „litlir hvítir fætur / vaða yfir rauðan streng í blárri æð", „Rauð sál víkur fyrir blárri stjörnu / og scm hvít gufa í logni / bærist mín hljóða sál", „Tveir rauðir dropar / hanga á bláum þræði: / djúpið fyrir neðan er svart", svo þrjú dæmi séu nefnd. bjóðkvæði hafa fengið mjög á hjörtu sumra íslenzkra ljóðasmiða seinustu árin. Sennilega á þjóðkvæðaáhuginn rætur að rekja til hættunnar sem íslenzkri þjóðmenningu stafar frá hcrnáminu, ef til vill einnig til fregna frá Spáni, Tyrklandi og víðar að. En hafi einhverjir gert sér von um svipaðan árangur hinnar íslenzku „þjóðkvæða- vakningar" og t. d. García Lorca og Nazim Hikmet náðu með því að hverfa til fundar við skáldbræður sína frá fyrri tíð, hljóta þeir að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Hið eina sem við höfum uppskorið hingað til er firn þjóð- kvæðastælinga og tilbúinna fornmenja. „Lítið þar und lrarði við lambsbringu klukkublóm kúrir en á vatni hinu veiðisæla hljóðar himbrimi af þrá. Sem á þræði blám silfur skjálfi líður lind um heiði cn í dal gljár við utankuli dögg svöl dýja." „Bifast língras þá blær strýkur — víðis flöt gárar vorgola: svo hrærist og fyr sefa þínum vera sú hver er vin þreyr". Eallcg erindi sem við mundura henda á lofti, cf við rækjumst á þau í óþekktu handriti frá umliðnum öldum, og svo er um fleira í hinitm gamal-nýja skáldskap. En um þcssi stef cr hið sama að segja og aðrar gerviforn- menjar í íslenzkum samtímakveðskap (þótt þau séu ekki að öllu leyti vel valin dæmi, þar sem þau fjalla um cfni úr goðafræðinni): að nútímann er hvergi í þeim að finna. Jóhannes hefur aldrei lagt sig eins fram um að fága Ijóð sín og í Sjödægru, aldrei ort jafn vel. Þó finnst mér gæta ofhlæðis enn í ljóÖum hans: orða og mynda sem höfund- urinn hefur ckki timt að strika út eða láta víkja fyrir öðrum einfaldari, vegna þess að honum hefur fundizt þau „skáldleg". Póesía hversdagsorðanna er illa nýtt. Birta ein- faldlcikans cr einna heiðust i Þulu frá Týli. — Annar áberandi galli er tilgerðar- og sérvizkulegt orðalag og orðaval, t. d. ofnotkun danskrar eignarfallsmyndunar: „fjallkonunnar vor", „landsins stóru vöggu", „hlíðarinnar jurt", „jónsmessunnar himinlind", „afa míns sáluga tún" og þannig cndalaust; eða þessi orð og orðasambönd: „ódeili sinnar nándar", „bifan liins óræða", „alltuppljúk- andi mund", „í óviti alvitundarinnar" og fleira mætti telja sem manni gæti dottið í hug að væri tekið bcint úr safni andatrúarnýyrða eftir dr. Svein Bergsveinsson. Sjödægra er unglegasta ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum og líflegasta vcrkið, sem íslenzkt ljóðskáld af kynslóð hans hefur sent frá sér, síðan Tíininn og vatnið kom út. Þó er bezta ljóðið í bókinni, Þú leggst í grasið, ort með gamla laginu. Þar er tónninn upprunalegastur og lát- lausastur. Höfuðkostir skáldsins cru cnn sem fyrr hugsjónaeldur- inn, einlægnin, afsláttarlaus réttlætisþrá, ást á grósku og fegurð: „Þetta er hamingjan: að yrkja jörðina að yrkja ljóðið og elska jörðina og ljóðið." Einar Jiragi. Hér erum við Iiér erum við heitir bókin og er eftir Steinar Sigurjóns- son. Ritstjórar Birtings hafa heyrt mig fara viðurkcnnandi orðum um þetta kver og vilja að ég standi við það á prenti. Þá vandast nú náttúrlega málið. Ég er að vísu sann- færður um að hér er gott skáldcfni á ferð, en það er ekki alltaf auðvclt að rökstyðja skoðun sína. Það er mjög örðugt að velja þessari bók sæti í tegunda- flokki. Fyrstu þættir hennar, sem eru lengstir, líkjast helzt smásögum; þó er þar varla söguþráður, og staða- og hugsanalýsingar eru nokkuð á reiki. Þetta eru raddir úr ýmsum áttum, skáldsýnir, sem venjulegt fólk mundi freist- ast til að telja að hefðu ekki náð fullu sambandi við skynjun liöfundar og því ekki orðið það, sem efni stóðu kannski tij. Síðari þættir bókarinnar eru styttri og heilsteyptari, nálgast stundunr órímaða ljóðið. í þeim eru vlða myndir, sem lengi vaka í huga manns. Höfundur minnir mig helzt á ungling, sem alizt hefur upp í mikilli náttúru, fæddan tónsnilling, sem veit ekki að hljóðfæri eru til. Ég gæti þessvegna ýmislegt fundið að málfari höfundar, setningamótun og orðskipan, en venjulega segir listgáfa hans og smekkvísi til sín, svo að kunnáttuleysi verður sjaldnast að falli. Hafið mig fyrir því, að hér er mikið og gott efni. — En livað úr því verður? — Því getur aðeins Steinar Sigurjónsson svarað með framtið sinni. J.ii.V. 39

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.