Ritmennt - 01.01.2005, Page 36

Ritmennt - 01.01.2005, Page 36
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON RITMENNT borið þessa bæn á sér sér til verndar fyrir allri vá og þetta blað skyldu sem flestir eiga og bera á sér. Á eftir fer kafli sem nefnist Bænin sjálf, og er enn bænarákall til Jesú Krists og til muna kröftugra ákall en í fyrri bæninni. Minnir hún víða í orðalagi sínu á sjálft Faðirvorið okkar. Þá er í Hb krossmynd í grænum, rauðum og svörtum lit. Hún er einnig í nolclcrum öðrum bréfum, en ólituð. Undir krossinum er texti, þar sem fram kemur, að hann er vörn og verja fyrir þann, sem ber hann á sér. „Hann er góður í háskasemdum, bæði til lands og vatns, sé hann borinn sér á brjósti milli fata." Enn fremur er telcið fram, að hver sá, sem krossinn elski af alúð, verði var við dauða sinn, áður en hann kemur. Þá kemur hér merkileg athugasemd, sem svo hljóðar: „Þvílíkan rúðukross hafði og brúk- aði sér til trúarstyrkingar í mörgum mann- raunum og háskasemdum Olafur kóngur Tryggvason, Sæmundur fróði, Ari prestur hinn fróði og langtum fleiri menn, sem vóru af náttúrunni upplýstir í Andans gáfum, hvörjir upp á þau héldu mest af sínum inn- siglum og lcölluðu þau Instrumentum." Enn kemur teikning, sem eru þrír svartir hringar, hver utan um annan. Bréfið heldur áfram undir þessari mynd. Er þar enn lögð áherzla á áhrifamátt róðukrossins meðal fornmanna. Því til sönnunar er tekið fram, að Snorri Sturluson lögmaður, Sæmundur fróði og fleiri hávitrir menn hafi haldið upp á þessi skrif í alls konar mótlæti og borið þau á brjósti sér „innlögðu pergamenti". Vegna þessa féll þeim „til handa lukka, heill og hamingja á sjó og landi". Hér er og kallaður til Ari fróði, „að þetta háverðuga innsigli sé öllum það þeim hjartanlega elska og á það treysta óbrigðanlegt innsigli sálar og líkama". Engum getum skal að því leitt, hvenær þessir kunnu „fornaldarmenn" voru tengd- ir við himnabréfið, en ástæðan er auðsæ. Nöfn þeirra hlutu að hafa áhrifamátt á þá, sem bréfin báru á sér innanklæða og auka trú manna á verndarmátt þeirra gegn öllum hættum, sem yrðu á vegi þeirra. Þá hlaut það og að hafa sín áhrif, að þessir rnenn báru þau einnig við brjóst sér. Ljóst er, að himnabréfið hefur þannig verið heimfært upp á ákveðna, nafngreinda menn fyrri alda og um leið fært til ákveðins tíma. Er það ekki ósvipað því, sem gert var við norrænu bréfin, þó að með öðrum hætti væri gert. Þá er eitt við himnabréf ömmu minn- ar, sem ég hef hvergi séð annars staðar í íslenzltu himnabréfi. Það er, hversu víða er notuð rauð skrift við ákveðin orð. Virðist það gert til áherzlu á því, sem tekið er fram. Þessi aðferð gerir þetta himnabréf sérstaklega áhugavert ásamt og með lituðu myndunum, sem áður er sagt frá. Þótt elcki sé nema vegna þessa atriðis við ritun Hb er hér um milcinn kjörgrip að ræða að rnínum dómi. Um feril himnabréfsins í þessum kafla verður reynt að athuga feril himnabréfsins á Islandi eftir heimildum, bæði prentuðum og óprentuðum. Jafnframt verður hugað að því, hvort eða að hve milclu leyti menn hafa lcynnt sér efni þess og þá elclci sízt farið eftir boðslcap þess. Enda þótt ég búist elcki við milclum árangri af þeirri 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.