Ritmennt - 01.01.2005, Page 77

Ritmennt - 01.01.2005, Page 77
RITMENNT MUNNUR SKÁLDSINS annars fær. Neyðir konungur þá báða til að flytja hin lítilfjörlegu kvæði og þykir Þjóðólfs enn veigaminna. Þjóðólfur reiðist og minnir á að Halli hafi eklci hefnt föður síns en það hendir Halli á lofti og getur sagt auðmýkjandi sögu um hvernig Þjóðólfur át föðurbana sinn. Orðasennur af þessu tagi eru gott dæmi um hvernig munnurinn nýtist Islendingnum. Hann er helsta vopn hirðskálda og hirð- fífla og kemur eklci aðeins Halla í sess við hirðina, ávinnur honum hylli konungs og bjargar honum síðan frá afleiðingum eigin flónsku heldur nýtist hann honum einnig að lokum í þessu einvígi við Þjóðólf. Þó að Halli sé miklu grófari skemmtikraftur hefur hann greinilega sigur í þessum átökum við fágaðri starfsbróður sinn. Kannski vegna þess að munnur hans nær að vera hvort tveggja í senn, siðmenntaður og grófur. Merking merkingarlausra orða í vopnabúri Halla eru eklci aðeins hnyttin eða vel valin orð sem eru sett saman af hag- leilc og hafa djúpa merkingu. í þættinum tekst honum tvisvar að ná sér í fjármuni með bulli. Halli fær heilt þing í Danmörku til að þegja með því að fara með þulu sem enginn skilur: „Hlýði allir menn; mér er mikil máls þprf. Ek skal kæra of óðindælu mína sjálfs. Mér er horfin hein ok heinar sufl, nál ok skreppa ok allt skjóðu skrúð, þat er betra er at hafa en missa".21 Með þessu sannar hann að óvenjuleg hegðun og torskilin orð geta fengið fóllc til að hlusta. Ef til vill felst í þessu yfirlýsing um hlutverk hans sjálfs. Hegðun hans er yfirgengileg en hressandi, og kannski er það sá ferslti and- blær sem Haraldur lconungur heillast af. Síbyljuhávaðinn á danska þinginu er einnig dæmi um það hvernig munnurinn getur skapað truflun og ólcyrrð og minnir þar með á hina hættulegu hlið munnsins. Kjarni siðfágunar er málið, en of mikið tal verður að andhverfu sinni: Mörgæsahávaða þar sem enginn fær greint orð. Ógnin sem felst í munni hragðarefsins sést lílca vel í þætti Einars flugu í Sneglu- Halla þætti. Einar er ójafnaðarmaður sem aldrei hefur bætt mann fé, en Halli veðjar höfði sínu að hann muni fá bætur. Það telcst honum með því að ganga fyrir kon- ung og segja honum að hann hafi verið Þorleifur jarlaskáld í draumi, nítt Einar og muni ennþá noklcur orð. Síðan fer hann frá og tuldrar eitthvað sem enginn heyrir. Konungur segir þá Einari að bæta honum nokkru því að einn kviðlingur sem dreifist meðal manna og er síðan í minnum hafð- ur gæti orðið honum mun skaðlegri en að gjalda manngjöld. Slíkir lcviðlingar séu oft uppi meðan Norðurlönd séu byggð. Jafnvel tuldur getur haft rnikil áhrif, og þetta helst vel í hendur við það hvernig Halli notar merkingarlaus orð til að fá Dani til að hlusta. Merkingarleysan hefur líka sína merkingu og er enn eitt dæmið um vægi orðanna í vopnabúri slcáldsins, ólíkt hinum fáguðu hirðlcvæðum en lílca rudda- legum skrítlum Halla. Tuldur Halla er bara hávaði, og í raun er ræða hans á þinginu 21 Morkinskinna, bls. 245. Ég hef samræmt stafsetn- ingu sjálfur, miðað við siðvenjur Hins íslenska fornritafélags. 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.