Ritmennt - 01.01.2005, Síða 148

Ritmennt - 01.01.2005, Síða 148
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR RITMENNT haf a sinnt því verkefni að þýða f orn norsk lög yfir á dönsku - öðrum hefur tæplega verið til að dreifa. Lög voru aðalmenntunarefni höfðingjasona á miðöldum. Væntanlega hefur Oddur verið látinn læra að stauta á fornar norrænar lögbækur þeirra frænda sinna, aulc þess sem hann hefur lagt stund á klerkleg fræði, líklega í dómskólanum í Björgvin. Það er og líklegt að Oddur Gottskálksson hafi tekið þátt í slíkri þýðingarvinnu undir handarjaðri Guttorms og annarra lögfróðra manna í Björgvin. Nýir straumar í guðfræði á meginlandinu efldu einnig þýðingarstarfsemina. Vildu menn kynnast guðsorðinu hreinu og ómenguðu, varð að þýða það úr latínu, grísku eða þýsku. í íslensku samhengi var þýðing guðsorðabóka hins vegar engin sérstök nýmæli, þar sem mikið hafði verið þýtt af slíkum bókmenntum allt frá því að ritöld hófst á Islandi og skal í þessu sambandi vísað til handritsins Stjórnar, en í því eru þýðingar frá 13. og 14. öld af sögulegum bókum Gamla testamentisins.74 Einn helsti lærdómsmaður Norðmanna var Geble Pederssön (um 1490-1557), sem stúderað hafði og tekið magistergráðu í Leuven í Niðurlöndum, gekk í skóla í Björgvin og varð síðan skólameistari við dómskólann, sem hann endurskipulagði. Hann ákvarðaði námsefni, réð lcennara til lcennslu og lcenndi sjálfur.75 Rík ástæða er til þess að halda, að Geble og Oddur hafi þekkst og jafnvel stundað nám saman, fremur en að Oddur hafi verið nemandi Gebles. Allavega hafa þeir verið samtíða í Björgvin. Eðlilegt er að álykta að hugmyndin um að þýða Nýja testamentið hafi mótast í þessu andrúmslofti gerjunar, nýjunga og lærdóms, sem ríkti í Björgvin og í háskólabæjum í norðanverðri álfunni, þar sem Oddur stundaði nám, en samkvæmt Biskupa annálum var hann við nám í Danmörku og Þýskalandi og var vel lærður á dönsku, þýsku og latínu.76 Heimildir sýna, að persónuleg vinátta hefur verið með Geble og Gizuri Einarssyni, súperintendent í Skálholti (d. 1548), og stóðu þeir í bréfasambandi.77 Bréf Gizurar til Geble, sem hér er vísað í, er ritað á norrænu, sem Geble hefur haft á valdi sínu, annars hefði Gizur skrifað bréfið á öðru tungumáli. Þetta og fleiri bréf sýna, að norrænan var enn gjaldgeng sem ritmál milli íslendinga og Norðmanna, meira að segja í opinberum bréfum svo sem dómum á vegum erkibislcupsins í Noregi á fyrri hluta 16. aldar.78 74 Stefán Karlsson, „Samfellan I íslensku biblíumáli", bls. 406 o.áfr.; Chr. Westergárd-Nielsen, To bibelske visdomsboger og deres islandske overlevering, bls. 4. 75 Öystein Rian, „Den nye begynnelsen 1520-1660", bls. 47. 76 Jón Egilsson, „Biskupa annálar", bls. 76-77. 77 DIX, nr. 111. 78 DI VIII, nr. 458, 470, 562, 576b, 586, 592, bréf Ögmundar til Eiríks Walkendorf. DI VIII, nr. 598, bréf Ögmundar til Kristjáns II 1521, nr. 604, 606, bréf Ögmundar til Magnúsar biskups í Harnri 1521, 607, bréf Ögmundar til Mattísar biskupsefnis í Osló 1521. Þessi bréf, sem skrifuð eru í Noregi, eru noltk- uð dönskuskotin. DIIX, nr. 71, 72, bréf frá Ögmundi til Eirílcs Walkendorfs og Ólafs Engilbriktssonar. DI IX, nr. 137, bréf Ögmundar biskups til Ólafs Engilbriktssonar 1523. DI IX, nr. 202. Hér er um að ræða dóm Höskuldar biskups í Stafangri og tíu annarra manna frá árinu 1524 um kærur Ögmundar biskups á hendur Jóni Arasyni. DI IX, nr. 212. Þetta er vígslubréf Jóns Arasonar útgefið af Ólafi Engilbriktssyni. DIIX, nr. 379. Hér er um að ræða ldögunarbréf síra Jóns Einarssonar til crldbiskups frá árinu 1528. DIIX, nr. 570. Bréf Ögmundar bisk- 144
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.