Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 3

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 3
akranes 63 Guðsþjónusta í Almannagjá á Alþingishátíðinni 1930. — Myndin er úr „Alþingishátíðin 1930“. Skúli Magnússon var stórhuga maður. Varð honum mikið ágengt. Kom hann á fót í Reykja- vík innlendum iðnaði, dúkagerð og færaspuna, m- m., innréttingunum svokölluðu, og var það þrekvirki mikið -eins og á stóð. Nú rofaði til á himni íslendinga. Fyrstu Seislar af bjarma hins nýja dags vöktu vonir um betri og bjartari tíma. Nýtt líf færðist í líkama þjóðarinnar. Hjartaslögin urðu hraðari °n áður. Hálfstirnað blóð í æðum hennar tók að renna örara. Eggert Ólafsson flutti nýjan boðskap um trú á landið og gæði þess. Nýir menn komu til sög- unnar, sem vísuðu veginn. Baldvin Einarsson hefur útgáfu Ármanns á alþingi. Fjölnismenn, Tómas Sæmundsson, og Jónas Hallgrímsson o. fl. létu ekki sitt eftir liggja, og loks kom Jón Sigurðsson forseti, sverð og skjöldur íslendinga á þessu endurreisnartímabili. Um þessar mundir gekk frelsisalda yfir lönd- m- Jörðin tók að loga undir fótum hinna ein- völdu konunga. Stjórnarbyltingin í Frakklandi 1830 og aftur 1848, hafði geysimikil stjórnar- farsleg áhrif um öll Norðurlönd. Arið 1849 afsalaði Danakonungur sér einveld- mU og sett voru grundvallarlög í Danmörku. í Þeim átökum, sem þá urðu um þetta, kom einn- lf! nokkurt rót á málefni íslendinga. Var þar fast fylgt á eftir af þeim mönnum, sem nefnd- Ir voru hér að framan og þá voru á lífi. Með konungsboði 1838 var skipuð nefnd embættis- manna á íslandi til að gjöra tillögur um helztu mál íslendinga. Starfaði nefnd þessi í Reykja- vlk árin 1839 og ’41. Árið 1843 var gefið út kon- Ur>gsbréf um það að alþingi skyldi endurreist. Árið eftir fóru fram fyrstu kosningar til alþing- ls á íslandi og alþingi kom saman 1845. Þetta Þing var aðeins ráðgefandi en hafði ekki sjálf- slaatt ákvörðunarvald nema innan mjög þröngra takmarka. Þá varð að senda konungi bænar- skrár um hvaðeina. A þjóðfundinum, sem haldinn var í Reykja- Vlk 1851 lét danska stjórnin leggja fram frum- VarP um stjórnskipan íslands, þar sem gengið Var í berhögg við kröfur íslendinga. Undir for- Vstu Jóns Sigurðssonar báru fulltrúar íslands fram tillögur til breytinga á frumvarpinu. Þeg- ar íslendingar sýndu sig líklega til að halda kröfum sínum til streitu og sajmþykkja tillög- urnar, greip fulltrúi konungs, Trampe greifi, til þess ráðs að hleypa upp fundinum og sleit hon- um áður en frekar væri aðgjört. Þá var það sem Jón Sigurðsson sagði: „Ég mótmæli í nafni þjóðarinnar og konungs þeirri lögleysu, sem hér er höfð í frammi," en aðrir fulltrúar íslend- inga tóku undir og sögðu: „Við mótmælum all- ir.“ Hafði Trampe greifi tiltækt danskt herlið til að skakka leikinn, ef honum byði svo við að horfa. Er það í fimmta skiptið, sem danskt herlið hefur verið til kvatt hér á landi til valdbeiting- ar og í ógnunarskyni í viðskiptum Dana og ís- lendinga um stjórnmál. Hélzt fyrrnefnd tilhögun um þingið til 1874, að stjórnarskráin, sem Kristján IX. gaf út, og kennd er við þetta ár, tók gildi. Með þeirri stjórnarskrá fengu íslendingar viðurkennt fjár- forræði og hlutdeild í löggjafarvaldi. Þegnrétt- ur íslendinga og Dana var sameiginlegur, og dómsmálaráðherrann danski fór með öll ís- landsmál í ríkisráði Dana, en landshöfðingi var um allt háður honum og dönskum stjórnarvöld- um. Næstu árin á undan höfðu undir forystu Jóns Sigurðssonar verið bornar fram tillögur um breyting á stjórnskipun landsins, en ávallt ver- ið synjað. Árið 1871 settu Danir stöðulögin, sem gilda áttu fyrir ísland, en þau voru aldrei viðurkennd af íslendingum. Þótt nokkuð hefði áunnist með stjórnarsltránni 1874, sættu íslendingar sig eng- an veginn við það, að danski dómsmálaráðherr- ann færi með mál þeirra. Vildu íslendingar flytja stjórnina inn í landið. Á alþingi 1881 bar Benedikt Sveinsson sýslumaður fram frumvarp um breytingu á stjórnarskránni um, að stjórn- in væri flutt inn í landið. Frumvarp þetta var samþykkt á þingunum 1885 og 1886, en ávallt neitað staðfestingar af konungi. Samskonar frv. var enn samþykkt á þingunum 1893 og-1894, en var enn .synjað staðfestingar. Þá kemur Valtýr Guðmundsson til sögunnar og flytur frumvarp um þá breytingu á stjórnarskránni, að íslenzk- ur maður, búsettur í Danmörku, fari þar með íslandsmál og að hann eigi sæti á alþingi ís- lendinga. Frumvarp Valtýs, en við hann er Valtýskan kennd, var samþ. á þinginu 1901. Um þessar mundir urðu stjórnarskipti í Danmörku. Beið hægrimannastjórnin, sem lengi hafði ver- ið við völd, lægri hluta, en við tók vinstri- mannastjórn. Vakti það vonir íslendinga um að meiri skilningur yrði af hennar hálfu sýndur á málefnum þeirra en vonir gátu staðið til af hálfu hægrimanna, sem jafnan höfðu verið ís- lendingum þungir í skauti. Reyndist þetta einn- ig svo. Með konungsbréfi, sem gefið var út 1902, var því lofað að íslendingar skyldu fá heimastjórn með búsettum ráðherra á íslandi. En þegar frumvarp kom fram um þetta á al- þingi að afstöðnum kosningum, var því ákvæði bætt inn í, að íslenzk mál skyldi eigi að siður bera upp í ríkisráði Dana. Sætti þetta ágreiningi. Á alþingi risu ýmsir þingmenn gegn því. Var landvarnarflokkurinn þá stofnaður, en frv. var samþykkt og aftur á þingi 1903 og var þar með orðið að lögum. Að samþykkt þess stóðu heimastjórnarmenn. Var stjórnin svo samkvæmt þessu flutt inn í landið, og tók hún sæti í febrúar 1904. Enn hélt sjálfstæðisbaráttan áfram. Það, sem áunnist hafði voru aðeins áfangar á leiðinni að settu marki, endurheimt sjálfstæðisins. Eftir heimsókn Friðriks VIII. 1907 varð það að ráði, að utan skyldu fara sjö íslendingar, sem til þess voru kjörnir af alþingi og vinna skyldu ásamt 13 Dönum, er tilnefndir væru af danska þinginu, að endurskoðun á stjórnskipun íslands og gjöra tillögur til breytinga. Samkomulag varð af hálfu Dana og sex hinna íslenzku nefndarmanna um tillögur þar að lútandi. Sá hinna íslenzku nefndarmanna, er úr leik skarst, snerist gegn þessu samkomulagi. Árið 1908 fóru kosningar fram, sem snerust um þessar tillög- ur, uppkastið svonefnda. Urðu þeir í miklum minnihluta á alþingi, sem að tillögunum stóð, og var uppkastið þar með úr sögunni. Barátt- unni fyrir endurheimt sjálfstæðisins var enn haldið áfram og róðurinn hertur. Á þinginu 1909 var samþykkt frumvarp um stjórnskipun landsins, en því var synjað staðfestingar. Einn þátturinn í sjálfstæðisbaráttunni á þess-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.