Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 4

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 4
64 AKRANES Ól. B. Björnsson: Við skulum líta yfir farinn veg um árum, var um sérstakan fána fyrir ísland. En þá blakti danski fáninn hér við hún. Tóku þá nokkrir menn að nota hér bláhvítan fána, sem staðarfána. Um þann fána kvað Einar Benediktsson fánaljóð sín. í saimbandi við notk- im þessa fána gerðist sögulegur atburður á Heykjavíkurhöfn 12. júní 1913. Ungur maður hafði uppi þennan fána á litlum árabáti, sem hann réri um höfnina. Varðskipið danska, sem hafði hér strandgæzlu um þessar mundir, lá á höfninni. Brá foringi varðskipsins skjótt við, er hann sá flaggið, og sendi bát frá skipinu, full- skipaðan hermönnum. Skyldu þeir gera atlögu að hinum litla báti og taka fánann af eiganda hans. Var þessari skipun foringjans fullnægt, því fátt varð um varnir hjá hinum unga imanni, sem vænta mátti gegn slíku ofurefli. Varð at- burður þessi landsfleygur á skömmum tíma, og olli þetta atvik sárri gramju meðal landsmanna. En mjög ýtti þetta undir kröfu um sérstakan fána, enda fékkst hann viðurkenndur tveimur árum síðar. Var gerð hans breytt, og er sá fáni nú ríkisfáni íslands. Árið 1917 var á alþingi kosin fullveldisnefnd, er taka skyldi þátt í nýj- um samningatilraunum við Dani um stjórnskip- un íslands. Það var vitað íslendingum að Danir sóttu það <mjög fast við friðarborðið eftir heims- styrjöldina, sem lauk 1918, að fá aftur Suður- Jótland, en það misstu þeir í hendur Þjóðverj- um, er þeir biðu ósigur fyrir þeim 1861. Þótti íslendingum því, að eigi mundi tíminn óhentug- ur til að sækja mál sín í hendur Dönum. Hafði Jón Magnússon, sam þá var forsætisráðherra, vitur maður og hygginn, forgöngu um þetta. Varð það að samkomulagi, að Danir sendu hing- að nefnd manna til samninga um þessi mál sumarið 1918, en þá var alþingi háð. Árangur- inn af þessu varð dansk-íslenzki sambandslaga- sáttmálinn. Með honum fengu íslendingar við- urkenningu Dana fyrir fullveldi sínu, og þá var leiðin opnuð fyrir íslendinga til að slíta að fullu og öllu stjórnmálasambandi við Dan- mörku og danskan konung. Hér hafa í örstuttu máli verið raktir nokkrir stærstu drættirnir i stjórnmálasögu íslendinga til ársins 1918. Það, sem síðan hefur gerst, er óþarft að rifja upp hér, það hefur verið dags- ins mál nú um skeið í sambandi við samþykkt- ir alþingis og þjóðaratkvæðagreiðslu um niður- felling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins og stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. Stjórnmálasaga íslendinga er fyrir margra hluta sakir athyglisverð og lærdómsrík. Hún sýnir okkur, hvernig landinu farnaðist undir inn- lendri stjórn á lýðveldistímabilinu. Þá skipaði hið litla þjóðfélag öndvegissess meðal þjóðanna og skaraði langt fram úr á sumum sviðum. Hin andlegu afrek, sem þá voru unnin á íslandi verða í minnum höfð meðan lönd eru byggð. Þegar íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu og urðu handbendi erlends valds, er skammt að bíða hnignunarinnar. Því lengra sem hið er- lenda vald teygði arma sína til íhlutunar og yf- irdrottnunar um málefni þjóðarinnar, því ver var komið hag hennar. Hitt er ekki síður eftir- tektarvert, að jafnskjótt sem linað var á þess- um tökum, færist nýtt líf í dofna limi. Það sýn- ir, að hinn innsti kjarni í lífi þjóðarinnar var ódrepandi. Þar var ávallt falinn neisti, sem blossaði upp, ef einhver skilyrði voru fyrir hendi til sjálfstæðrar lífshræringar. Þessir eðl- iskostir voru arfur frá gullaldartímabili þjóð- arinnar. Myrkur og hörmungar margra alda höfðu ekki svipt hana þessum arfi. Það tók hundrað ára baráttu fyrir íslendinga að komast úr kútnum. Einokunarböndin voru torleyst, og það var ekkert áhlaupaverk að höggva af þjóðinni harðstjórafjötrana. En dugmikil, óeigingjörn og þrautseig barátta forystumanna þjóðarinnar á viðreisnartímabil- inu ruddi brautina, svo að komist varð yfir örðugasta hjallann. Framhaldið var því auð- Tvöföld tímamót Þjóð vor lifir nú merkileg tímamót. Hún fagnar þeim vitanlega sem langþráðum sigri eftir örðuga alda baráttu. Þegar þjóðin öll fagnar fullkomnu frelsi, minnist Akranes líka mikilsverðra tímamóta, því að hinn 16. júní eru liðin 80 ár frá því að hér var löggiltur verzlun- arstaður. Þessi tímamót eru svo náin, að vel fer á því að beggja sé minnst hér samtimis. Af þessu til- efni hefur bæjarstjórnin óskað þess, að gefið væri út sérstakt hátíðablað. Er það bæði ljúft og skylt. Þess heldur sem hún hefur beinlínis lagt blaðinu nokkurn styrk til þessa eintaks. Því miður hefur enn ekki verið samin heild- arsaga Akraness að fornu og nýju. Hefði nú verið ánægjulegt að eiga slíkt handrit; en því er ekki að heilsa. Hinsvegar er það ekki mögu- legt á þessum merku tímamótum að ganga með öllu fram hjá að minnast hins liðna, og þá sérstaklega þess tímabils, er helgar þetta af- mæli. Sjálfsagt finnst einhverjum, að hvorki sé margs eða mikils að minnast í þessu sambandi, og ef til vill má það til sanns vegar færast. Hinsvegar hefur hér byggð verið allt frá land- námsöld, og við vonum að sagan á sínum tíma sanni, að þeir sem hér hafa lifað eigi fullkom- lega sinn þátt í þeirri þróun og þeim þroska sem náðst hefur allt til þessa með þjóð vorri yfirleitt. Af þessu tvöfalda tilefni verður hér reynt að horfa yfir farinn veg. Stikla á stóru í örstuttu máli, ef það mætti verða til þess að sýna oss hyldýpi mismunarins fyrr og nú, og kynna al- menningi í höfuðdráttum samhengi sögunnar. Landnám Akraness Ég hef samið þátt úr sögu Akraness, er heit- ir: „Hversu Akranes byggðist". Er þar gerð til- tilraun til að segja sögu hvers býlis og húss allt frá landnámstíð. Þar koma og fram nokkr- ar persónulýsingar, sérstaklega þeirra, sem ekki koma fram í öðrum þáttum, sem skráðir verða. í þessu stutta og ófullkomna yfirliti ætla ég því að nota sem inngang formálsorðin að þess- um umrædda þætti, sem er um fyrstu byggingu Akraness. veldara, þótt torsótt reyndist nokkuð uns settu marki varð náð. Nú fagnar þjóðin unnum sigri. Þátttakan í at- kvæðagreiðslunni var glæsilegt tákn um sam- hug og samstarf. Minnumst þess, góðir íslendingar, að forfeður okkar glötuðu frelsi þjóðarinnar og sjálfstæði vegna sundrungar og flokkadrátta. Látum þetta okkur að varnaði verða, en þjóðareiningu þá, sem nú varð um lausn okkar stærsta máls, til eftirbreytni og fyrirmyndar. Betri gjöf getur enginn íslendingur gefið ætt- jörð sinni nú á hátíðlegri stund við endurheimt sjálfstæðisins en að efla og þroska með sjálfum sér einlægan vilja og ásetning til samstarfs um friðsamlega lausn á hverju því vandamáli, sem þjóðinni ber að höndum. Samstarf og samhug- ur er þjóðinni lífsskilyrði, það er hornsteinninn ur.dir sjálfstæði hennar í Landnámu er gerð góð grein fyrir bygg- ingu og landnámi Akraness. Þar stendur: „Þor- móður hinn gaimli og Ketill Bresasynir fóru af írlandi til íslands og námu Akranes allt, á milli Urriðaár og Kalmansár. Þeir voru írskir.------ Þeir bræður skiptu löndum með sér, svo að Þormóður átti fyrir sunnan Reynir til Kalmans- ár, og bjó að Hólmi hinum iðra, en Ketill bróð- ir hans átti fyrir vestan Reynir og fyrir norðan Akrafjall til Urriðaár.-----— Jörundur hinn kristni var son Ketils Bresasonar, hann bjó í Jörundarholti, það er nú kallað að Görðum. Hann hélt vel kristni til dauðadags, og var ein- setumaður í elli sinni.-------Bekan hét mað- ur, er nam land í landnámi Ketils, frá Berja- dalsá til Urriðaár, og bjó að Bekansstöðum —.‘ Af þessu má sjá að allt nesið inn fyrir Akra- fjall hefur í öndverðu fengið nafnið Akranes, en ekki aðeins tanginn, sem kaupstaðurinn stendur á. Heldur að imeðtöldum þeim tanga, þó að blátanginn fengi síðar nafnið Skipaskagi. Það er því ljóst að landnám Akraness hefur allt hlotið þetta nafn. Þ. e. allt land í kringum Akrafjall, og auk þess allt land jarðarinnar Katanes, sem nú er í Hvalfjarðarstrandar- hreppi, því að Kalmansá er landamerkjalína milli Kataness og Kalastaðakots. Það er með öllu óvíst, hvenær tanginn sjálí- ur hefur fyrst verið byggður. í skjölum er hans fyrst getið svo í máldagabréfi fyrir Garðakirkju frá 1220: „Ekki íylgir Skagi Garöalandi.“ Þetta sýnir, að þá hefur tanginn verið nefndur Skagi, hvort sam þar er þá byggð (jörð) eða ekki. Merkin milli Garða og Skagans eru þar, sem landið byrjar að skaga út í sjóinn. Það er merkilegt í þessu sambandi, að þessi merki eru núkvæmlega hin sömu enn í dag, og hefur Skaginn aldrei verið kirkju- eða landssjóðseign fyrr eða síðar. Það er engan veginn útilokað að þegar á þessum tíma hafi Skaginn verið byggð- ur. Þ. e. verið ein jörð, og þá framur heitað Skagi en Skipaskagi. En hvenær Skipaskaga- nafnið kemur til sögunnar, er allt í mikilli ó- vissu. En öll rök mæla með því, að það hafi ekki verið fyrr en útræðið er orðið verulegt, því það má telja víst, að siglingar hafi aldrei verið svo miklar hingað, að nafnið helgaðist af því. En af því sem hér er áður vitnað til, er ljóst að Skipaskaganafnið er ekki til 1220. Má þó telja víst, að þá þegar hafi verið hér nokk- urt útræði, þó ef til vill hafi það þó ekki verið mikið. Hefur það þá sennilega ekkert síður ver- ið af Nesinu yfirleitt. Enda þótt þar sé lengi róið, eykst útgerðin fljótt verulega á Skagan- um, sam sjá má af því, að árið 1428 braut hér 18 skip og báta í miklum sjávargangi. Þrátt fyr- ir þessa miklu útgerð hér verður Skipaskaga- nafnsins ekki vart í skjölum fyrr en mjög seint. Um byggingu Skagans er því allt í mikilli ó- vissu, og móðu hulið. Hvorki er Skaginn sjálf- ur né Garðar landnáimsjörð, heldur „Akranes allt“, eins og þar stendur. Til að að byrja með hefur því verið einn og sami eigandi Garða og Skagans. Þegar því sá hinn sami gefur Garða (Jörundarholt) til ævinlegs kirkjustaðar og prestsseturs, er ekkert líklegra en hann hafi þá einmitt tekið Skagann undan. Skaginn gat verið, og hefur verið ágæt jörð, með fjörubeit og fiskifangi. Er ekki ósennilegt, að eigandinn hafi verið svo framsýnn að sjá, að þaðan var fengsælla og styttra á venjulegar fiskislóðir. Reynslan hefur líka sannað þetta, þar

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.