Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 5

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 5
akranes 65 Teigakot. Síöasti torfbœr á Akranesi. Fyrir sköinmu rifinn sem öll sjósókn úr nógrenninu hefur um síðir lagst hingað. Það er því vafalítið að upphaflega og lengi fram eftir hefur þetta verið ein jörð, sam síðar °g smátt og smátt „greinist í fleiri jarðir", eins °g Árni Magnússon orðar það. Árið 1706, þegar hann gerir jarðamatið, kallar hann tangann Skipaskaga, og segir „að það sé að fornu ein íörð“, og að hún hafi „í langan tíma verið af- heild í mörg smábýli, sum fyrir lengri, en sum fyrir skemmri tíma byggð". Hvar þetta fyrsta býli, Skagi eða Skipaskagi hefur staðið, veit enginn með nokkurri vissu. Nú er hér aðeins ein jörð, sem felur í sér skaga- nafnið. Það er Heimaskagi. Þar getur skaga- hafnið loðað við. Það er heldur ekki ósennilegt að þar eða í námunda við Heiimaskaga sé hið upphaflega jarðarstæði. Þar til mætti nefna bessi rök: 1. Nafnið. 2. Það liggur nálægt beztu lendingunni að íornu og nýju. 3- í námunda við þetta svæði er auðveldast til túnræktar, því að þar er jarðvegurinn mold- urkenndastur. Þ. e. í Teigakoti, Háteigs eða Níiðteigslandi. Fjárhús jarðarinnar hafa sjálfsagt staðið þar sem Lambhús eru. Stekkjarstæði var þar sem tvarshús voru síðar byggð. Sumir segja og að Stekkur hafi verið þar sem Hóll er, efsti bær á Skaga. Þó er það næsta ótrúlegt, þar sem það er í landi Garða. Þetta, sem hér hefur verið hefnt, þykja mér sennilegustu rökin fyrir því, a5 á þessu svæði hafi hið upphaflega býli stað- ið. Samkvæmt jarðamatsbókinni fró 1706 eru hér a Skaga þessi býli: 1- ívarshús. 2- Efsti Teigur, síðar nefnt Teigakot. 3- Heimaskagi. 4- Sýrupartur Neðri. 5- Sýrupartur Efri. 6. Bræðrapartur. Breið. 3- Sandgerði, öðru nafni kallað Neðravíti. 3- Tobbabær, eða Tjarnarkot, þriðja nafni Nfravíti. 10. Laimbhús. 11- Háteigur. 12. Teigaskarð, Teigapartur, eða þriðja nafni hliðteigur, og enn seinna kallað Guðrúnarkot. l ámenni, fátækt og basl Nrá því um 1700 og fram um 1780 er fátt eitt a'-* segja um Akranes. Fólkið er fátt og framtak litið hér sem víða annars staðar á landinu. Nlenn draga fisk úr sjó, þegar hann er að fó, °n Það hefur löngum verið „stopull sjávarafli". ^ar sem búskapur var hér svo að segja enginn, Gn oft algert fiskileysi. Lá ekki einasta við; heldur mátti segja, að hér væri alger sultur á Nundum. Árið 1703 eru hér á Skaganum sjálf- um 78 manns, ungir og gamlir. En þetta sama ar eru ómagar í hreppnum alls 82, eða heldur Heiri en íbúarnir og skyldulið þeirra. Það er einkennilegast við þessa þurfamannaskrá, hvað tiltölulega fátt af þessum mikla fjölda þurfa- manna er gamalt fólk, heldur börn, unglingar og miðaldra. Þessu er víða annars staðar líkt farið, og sýnir ljóst það ófremdarástand, sem um það leyti ríkti yfirleitt í landinu. Fyrir og eftir 1790 býr Ólafur Stefánsson stiftamtmaður á Innra-Hólmi, og á þá einn allan Skagann. Hjá honum voru þá 35 manns í heimili. Þá voru fimm hreppstjórar á Akranesi: 1. Bjarni Jónsson í Lambhúsum, síðar á Bakka. Hann var bróðir Ólafar á Álftanesi og Þórðar á Háteig. En þessi Þórður var faðir Einars Þórðarsonar, síðar prentara í Reykjavík. 2. Ari Jónsson í Elínarhöfða, síðar á Miðteig. 3. ís- leifur í Arakoti. 4. Sveinbjörn Þórðarson lög- réttumaður á Ytra-Hólmi, faðir Þórðar Svein- björnssonar háyfirdómara, en afi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, tónskáldsins fræga. 5. Sig- urður Björnsson, líka á Ytra-Hólmi. Á þessum árum var hæsta sveitarútsvar á Skaga 4 ríkis- dalir = 8 krónur, en 5 ríkisdalir mesta meðlag Hannes Stephensen prófastur. Fyrsti þingmaður Borgfirðinga, eftir að alþingi var endurreist. með ómaga. (Þá var 1 rd. og 58 sk. jafngildi vættar, eða 40 fiska). Þá voru á Skaganum 14 kýr og 15 kindur alls. Þá áttu búendur sjálfir aðeins 9 skip og báta, en þá átti Ólafur stift- amtmaður bát eða skip á hverju býli. Þá voru jarðirnar á Skaganum þessar: ívarshús, Teiga- kot, Heimaskagi, Efri- og Neðri-Sýrupartur, Breið, Lambhús, Háteigur og Miðteigur. Þá voru hér fá tómthús: Nýjabúð, þar sem síðar var kallað Nýibær, Hestbúð og Krosshús. Um þetta leyti eða fáum árum síðar kemur Hann- esarbúð, Skarðsbúð og Ásbúð. Þilbúð eða Norð- urbúð, Nýlenda og Melshús. Þá var Efra- og Neðravíti horfið. Um þetta leyti voru hér fáir efnamenn. Að- eins þeir Bjarni í Lambhúsum, Sigurður Bjarna- son bóndi á Bræðraparti og Narfi Pétursson húsmaður í Hestbúð. Bjarni var só eini á Skaga, sem bæði átti skip og bát. Hann var mesti sjó- sóknari. Sigurður á Bræðraparti hafði 4 kýr, og tíundaði oft peninga, 40 ríkisdali, og stund- um meira. Það var þá eitt hundrað, og þótti mikið. Svo sem kunnugir vita, er Breið og Bræðra- partur neðstu jarðir á Skaga, og mest hætta búin af sjávargangi. Komu hér stundum á ára- og aldabili feiknaflóð, sem ollu miklum skemmdum. Svo mikið flóð gekk á land í jan- úar 1798, að í bili var bátfært upp um allar mýrar. Þ. e. upp að Bárugötu sem nú er. Þá lagðist Bræðrapartur og Breiðin í eyði. Bræðra- partur í 24 ár, en Breiðin í 76 ár. Árið 1706 var Breiðin 10 hundruð að dýrleika, eða einn sjötti hluti allra jarða á Skaga, en Bræðra- partur 5 hundruð. Um og eftir þessi aldamót var hér allsleysi og manndauði mikill, hefur fólk sennilega allt að því dáið úr hungri. Var algengt að jarða á „fjöl“ sem kallað var og grafnir á þriðja og fjórða degi. Um 1810 og þar á eftir fer hagur manna hér heldur batnandi. Þá er Magnús Stephensen | kominn að Innra-Hó’mi eftir föður sinn. Hann á þá einn allan Skagann, nema Miðteig, sem þá 'er kominn í Finsensætt, en það helgaðist af því, að Hannes biskup Finsen átti Þórunni, dóttur Ólafs súftamtmanns, og systur Magnúsar. Magnús hafði slórt bú og margt manna. Hann átti 35 skip og báta, sem hann gerði út. Alls tí- undaði hann mest 98 hundruð. Um þá feðga, Ólaf stiftamtmann og Magnús, segir Hallgrim- ur hreppstjóri: „Þeir voru höfðingjar miklir og velgjörðasamir. Þeir voru vitmenn og valds- imenn. Almennt sóttu menn ráð þeirra". Frelsishetja Árið 1825 kemur sr. Hannes Stephensen að Ytra-Hólmi sem Garðaprestur. Kemur hann all- mikið við sögu hér, og þá ekki síður landsins í heild, þar sem hann er um margra ára skeið í fremstu „víglínu" í baráttunni um réttindi landsins við Dani. Hann kemur mikið við sögu Þingvallafunda, á í miklum bréfaskriftum og deilum við Trampe greifa út af þjóðfundinum og stendur á fundinum fast með Jóni Sigurðs- syni. Hannes Stephensen var fyrsti þingmaður Borgfirðinga eftir ’að alþingi var endurreist. Þegar er þetta þing hafði verið sett, konungs- fulltrúi haldið þingsetningarræðuna og því um líkt, kveður sr. Hannes Stephensen sér hljóðs á þessa leið: „Að þingið yrði haldið í heyranda hljóði, og skoraði hann á forseta að spyrja kon- ungsfulltrúa um, hvort ekki mætti svo vera, enda væru opnar dyr, það sem allir hér á landi mundu óska eftir, með því alþing hið forna hefði og verið haldið í heyranda hljóði, héldi hann og þetta einkar afdrifamikið fyrir vin- sældir þingsins og gagnsemi þess.“ Þetta sýnir glögglega, hve frjálslyndur og þjóðhollur sr. Hannes hefur verið. Hversu hann hefur álitið þessa nýendurreistu stofnun mikils virði. Að hún um frjálslyndi og gagnsemi fet- aði í sín fyrri fctspor, þar sem þjóðinni allri Bœr próf. Hannesar Stephensen á Ytra-Hólmi.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.