Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 8

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 8
68 AKRANES ÓL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úr sögu Akraness IV., 5. Y E R Z L IJ N I N Framhald. Núverandi hús á Ytra-Hólmi. Byggt um aldamót af Oddgeir Ottesen, en var breytt og steypt utan um það af Pétri Ottesen. Um 1930 var og keypt mikið land úr jörðinni Ós og stærðar afréttarland í Grafardal. Byggður hafnargarðurinn eins og fyrr segir. Bryggja í Lambhússundi. (Þar var hreppurinn áður búinn að byggja steinbryggju 1925). Bær- inn lagði nokkurt fé í byggingu síldarverk- smiðjunnar. Miðað við stærð þorpsins annars vegar og fólksfjölda hins vegar, hefur verið byggt hér allmikið af vegum. Skolpræsi er nú árlega verið að leggja. Lögð hefur verið hing- að vatnsleiðsla, sem hefur upptök sín um 5 km. frá bænum. Byggt myndarlegt hús yfir starf- semi bæjarins. (Gagnfræðaskóla og Sparisjóð). Byrjað að girða fyrir landbrot. Árið 1939 átti hreppurinn frumkvæði að byggingu 65 tonna mótorbáts, sem gerður hefur verið hér út síð- an. Komið hefur verið upp vísir að elliheimili. Byggt leikfimishús o. fl. Á þessu og síðasta ári hefur bærinn tekið frá til hafnarbóta upp undir 500 þúsund krónur. Þá er um það að hefjast bryggjugerð innan við hafnargarðinn. Af þessu má sjá — þó ekki sé mikið — að ekki hefur hér verið setið alveg auðum hönd- um. Hér hefur þó ekkert verið talið af því, sem einstaklingar hafa „fært til betri vegar“, bættan húsakost sem og framleiðsluhætti til lands og sjávar. En allt þetta samanlagt sýnir ljóslega, hve skipt hefur í tvö horn um af- komu manna alla frá því sem áður var, og að ekki er af dregið um álög og framkvæmdir, þegar fært er, — og í þá átt, sem þorfin er brýnust. Bjarni Ólafsson & Co. Árið 1915 stofnuðu þeir með sér sameignar- félag, bræðurnir og frændurnir, Bjarni Ólafs- son, Ólafur B. Björnsson og Níels Kristmanns- son, undir ofanrituðu firmanafni. Enga verzlun- armenntun hafði neinn þeirra hlotið á skólum, en allir höfðu þeir fengist nokkuð við verzlun- arstörf hér á staðnum. Bjarni hjá Thomsen, Ní- els hjá Vilhjálmi og Ólafur hjá Loftsverzlun. Hins vegar höfðu þeir allir aflað sér þeirrar menntunar, sem hér var bezt fáanleg fram yfir venjulega barnaskólamenntun, en hún var þá sannast að segja ekki mikil. Verzlunarleyfið var leyst 1915, en verzlun lítið hafin fyrr en um vorið 1917 í Hoffmannshúsi, sem þeir bræð- ur, Ólafur og Bjarrn. höfðu þá keypt af Vil- hjátmi Þorvaldssyni. Þetta var í miðju fyrra stríðinu, vörur skammtaðar og alls konar erfið- leikar við að etja um alla aðdrætti og við- skipti, þá eins og í þessu stríði. Verzlun þessi varð vinsæl og hafði allmikla verzlun bæði hér og þó nokkuð upp um sveit- ir. Sendi hún vörur sjóleiðis í Hvalfjörð um nokkur ár. Þeir höfðu um mörg ár timbur- og byggingarefnaverzlun í félagi við Guðjón Jóns- son kaupmann. En þegar Veðdeildin eða Lands- bankinn hætti að kaupa bréf sín, hættu þeir allri timbursölu í stórum stíl, en héldu áfram að verzla með annað byggingarefni, sem þeir gera enn. Veðdeildarbréfin komust á tíma mjög lágt, og var meira að segja þrátt fyrir það treg sala á þeim. Gátu fæstir greitt mismuninn á byggingarkostnaðinum og því sem þeir fengu þannig úr veðdeild. Út af þessu áttu þeir félag- ar mikla peninga hjá ýmsum þeim, sem byggðu á þessum árum. Margir áttu óhægt með greiðsl- ur, því árferði var ekki gott, aflaleysi og hlut- ir litlir. Af þessum sökum tapaði verzlunin þó Verzlunarhús B. Ólafsson & Co. (Boco). nokkru fé, bæði í höfuðstól og vöxtum. Enn hafa þeir ekki gengið að neinum manni, og láta sennilega þjarma nokkuð að sér áður en þeir gera menn gjaldþrota. Þeir fóru strax af stað með nokkra útgerð, eins og sagt hefur verið frá annars staðar. Þeir höfðu lengi verið verzlunarmenn hjá firmanu Jón Hallgrímsson og Ólafur Sigurðs- son. Þegar Ólafur Björnsson seldi Hoffmanns- hús 1931, hættu þeir félagar um stund að verzla með matvörur, en létu þeim Jóni og Ólafi eftir þær vörur, er þeir áttu. Stofnsettu þeir þá í fé- lagi verzlunina „Frón“ og verzluðu í Hoffmanns- húsi til að byrja með. En Bjarni Ólafsson & Co. byggðu verzlunar- og vörugeymsluhús á Miðteigslóð, þar sem þeir hafa rekið verzlun- ina síðan. Verzlunin er nú í þremur deildum og hefur á boðstólum flestar vörutegundir, nema matvör- ur, en þá deildina ráku þeir á öðrum stað í bænum, og yfirlétu þann þáttinn til H.f. And- vara. Bjarni Ólafsson & Co. hafa haft söluumboð fyrir Olíuverzlun íslands h.f. frá byrjun. Af- greiðslu Suðurlands og Laxfoss um langt skeið Við lítum um öxl — en höldum áfram Þegar nú litið er til baka yfir þessi 80 ár, er margs að minnast. Gatan hefur ekki alltaf ver- ið blómum stráð — fyrir fólkið eða samfélagið í heild. — En þegar á allt er litið, getum við eftir atvikum verið ánægð. Mikið hefur áunn- ist, þó margt sé ógert. Þrátt fyrir ýmsa agnúa og erfiðleika — sem enn gera okkur gramt i geði, — er ástæðulaust að örvænta eða horfa í gaupnir sér. Aldrei höfum við — og landsfólkið í heild — haft eins stórkostlega möguleika til að „ávaxta pund vort“ til hags og heilla þjóð vorri og fósturjörð. Landið er enn „fagurt og frítt" og möguleikar þess ótæmandi, ef okkur brestur ekki hugdirfð, kjark og þor, skilning og samvinnuvilja til þess að lyfta á koamndi tímum enn stærra Grettis- taki en á hinum liðpu. Það er allt okkur að kenna, — en ekki land- inu — sem miður fer. En allt það, sem ávinnst og betur má fara, getur verið bæði landinu og okkur að þakka sameiginlega. Við göngum örugg og vonglöð inn í framtíð- ina í þeirri von, að landið og fólkið, sem þar býr, megi verða eitt í öllu, sem horfir til hags og heilla, þroskar það og göfgar. Þar, sem eining ríkir eru öllu óhœtt. Þetta er Hoffmannshús í sinni upphaflegu mynd, byggt 1883, (nema að þar voru sex rúöu gluggar). Nú Hótel Akranes. Húsið var svona í útliti þangað til 1920, er við Bjarni Ólafs- son byggðum framan við húsið inngangsskúr, þann sem nú á síðastl. vetri var rifinn. Þetta gamla hús stendur algerlega enn. Atfur á móti hefur verið byggt við báða gafla þess, eins og sjá má með því að bera þessa mynd saman við hótelið nú. Því hefur og eðlilega verið breytt mikið að innan, en lofthœð er á báðum hœðum sú sama og upphaflega. Litla húsið með flagg- stönginni stendur og enn. Það var upphaflega byggt sem bakarí, enda gengur það enn und- ir nafninu bakaríið, hjá þeim, sem búa i Hoffmannshúsi. Strengurinn milli húsanna er „tal- rör", sem var milli bakarísins og búðarinnar. Þessi mynd átti að birtast áður með greinar- korninu um Pétur Hoffmann, en hún var þá ekki tilbúin úr prentmyndagerðinni í Reykjav.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.