Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 16

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 16
76 AKRANES Verzlunin Brú Þá verzlun stofnsetti Sveinbjörn Oddsson 1 september 1940, í Ási við Vesturgötu. Verzlaði hann með imatvörur og smávarning. Hann seldi verzlunina í maí 1942 hlutafélaginu Brú, en þessir voru hluthafar: Ármann Halldórsson og sonur hans, Ármann, Elías Guðjónsson, Arnór og Guðmundur Sveinbjörnssynir. í janúar 1943 seldu þeir Daníel Vigfússyni verzlunina, en hann lagði hana niður í ágúst 1943. Síðast á árinu 1943 byrjaði svo Oddur Sveins- son frá Akri að verzla í þessum húsakynnum, uiidir sama nafni. Skömmu eftir aldamót var Oddur nokkur ár við verzlun Vilhjálms Þor- valdssonar. Síðan hefur hann fengist við margt. Gengið á kennaraskóla og verið kennari, sjó- maður og bóndi um mörg ár. Alls staðar lið- tækur, hvernig sem honum gengur að verzla. Verzlun Axels Sveinbjörnssonar Axel er fæddur í Reykjavík 10. des. 1904, en er uppalinn hér hjá frændfólki sínu á Traðar- bakka. Hann gerðist sjómaður strax er hann „óx úr grasi“. Gekk á stýrimannaskólann í Reykjavík og tók próf þaðan 1930. Eftir það gerðist hann formaður á bátum hér, eins og sagt hefur verið hér áður. Á árinu 1936 hætti Axel alveg við sjóinn og gerðist það ár verzl- unarmaður hjá Haraldi Böðvarssyni. Þar var hann þar til seint á árinu 1942, er hann hóf sína eigin verzlun í húsi því, er hann byggði til þess hér við Ránargötu. Sérstaklega hefur hann til sölu nauðsynjar skipa. Kona hans er Lovísa Jónsdóttir Ólafssonar og Kristínar Ásbjörnsdóttur frá Melshúsum. Þau eiga tvö börn. Hlutafélagið Andvari í ársbyrjun 1942 keypti þetta félag, eins og áður er sagt, matvöruverzlun þá, er Bjarni Ól- afsson & Co. rak í svonefndu Mjólkurfélagshúsi við Óðinsgötu. Þetta nýja félag keypti húsið og byrjaði á því stækkun og breytingar. En meðan húsið var í smíðum seldi það bænum það, sem hefur stækkað það enn og fullgert fyrir margvíslega starfsemi bæjarins. Þá byggði h.f. Andvari nokkru ofar verzlun- arhús sitt, þar sem það hefur nú rekstur sinn, sem er fyrst og fremst. imatvöruverzlun, búsá- höld o. fl. Verzlunarstjórinn er Þórður Bjarna- son, en auk hans eru eigendur þeir Andrés Níelsson, Níels Kristmannsson, Friðjón Run- ólfsson og Ól. B. Björnsson. Yerzlun Yilhjálms Jónssonar Vilhjálmur er sonur Jóns á Ferstiklu Einars- sonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, og er fæddur þar. Hann hefur um allmörg ár átt heima hér á Akranesi, en mörg síðari árin ver- ið heilsuveill og enda dvalið nokkurn tíma í sjúkrahúsi. Þegar hann kom þaðan aftur var hann ekki fær til neinnar erfiðisvinnu. Vann hann nokkurn tíma að skrifstofustörfum hjá hreppnum, en 1940 setti hann á fót smáverzlun í kjallaranum í Akbraut, með mjólk, brauð og sælgæti. Hann flutti svo alfarinn til Reykja- víkur vorið 1942 og hætti þá sínum verzlunar- rekstri hér. Vilhjálmur er reglusamur ágætisdrengur, og hefur alls staðar komið sér vel. Hann er tví- giftur. Fyrri kona hans hét Margrét Arnbjörg Jóhannsdóttir, ættuð að norðan, þau áttu tvær dætur, Rósu og Guðrúnu. Síðari kona hans er Guðrún Björnsdóttir, og eiga þau eina dóttir, Margréti Arnbjörgu að nafni. Yerzlun Þóru Pálsdóttur Þegar Vilhjálmur Jónsson hætti verzlun sinni í Akbraut, setti Þóra Pálsdóttir á fót verzlun í sömu húsakynnum og með sams konar vörur, og verzlar þar síðan. Maður Þóru er Sigurjón Sigurðsson Halldórs- sonar frá Akbraut. Þorbjörn Jónasson j í. 2. tbl. 1944 er talað um Þorbjörn Jónsson í sambandi við Þórð Guðmundsson á Háteig, í þættinum um verzlunina. Það skal hér með leiðrétt, að þar átti að standa Þorbjörn Jónasson, en ekki Jónsson. Þá vissi ég ekki meira um Þorbjörn þenna en þar er sagt. Síðan hef ég grafist nokkru nánar fyr- ir um þennan mann. Mun áður langt líður verða sagt nokkru nánar frá honum hér í blað- inu, þó að það geti því imiður ekki orðið í þessu blaði, í sambandi við þennan þátt. Eftirmáli — Yfirlit Hér hefur nú verið gerð nokkur grein fyrir verzlun Akurnesinga fram á þennan dag. Hef- ur og nokkuð verið minnst á alla þá, sem við verzlunina hafa fengist. Um þá í heild sinni getur ekki gengið annar dómur, en að þeir hafi yfirleitt verið starfi sínu vaxnir og staðið sóma- samlega í stöðu sinni. Hafa flestir þeirra verið frjálslyndir, félagslyndir, góðgjarnir og hófsam- ir imenn. Menn, sem hafa borið hag þorpsins fyrir brjósti og unnið mikið að málefnum þess, sem sjá má af því, hve margir þeirra hafa t. d. verið oddvitar hreppsins. Nú mun einhver segja: Hvað liggur eiginlega eftir þessa menn? Hér að framan hefur verið gerð tilraun til að svara þvi, en til frekari á- réttingar skal eitthvað af því dregið saman í örstuttu máli. Sá, sem stofnsetti hér fyrstur fastaverzlun, Þorsteinn Guðmundsson, gerði hér út hið fyrsta dekkskip, sem Akurnesingar eign- uðust. Við verzlun Snæbjarnar færðist hér líf í viðskiptin, en auk þess vann hann ötullega að mörgum nytja- og framfaramálum. Böðvar var atnaínamaður á gamla vísu, og hafði hér nokkra dekkskipaútgerð, þrátt fyrir hafnleysið og ýmsa aðra erfiðleika á þeim tímum. Pétur Hoffmann hafði stórt í hug og byggði hér hið stærsta og veglegasta verzlunarhús, sem að allri gerð og traustleik var langt á undan sinni sam- tíð. Á Akranesi var ekki byggt stærra eða veg- legra hús fyrr en 1925. Þá hafði Thor Jensen hér mikla útgerð, byggði stórt fiskhús og reiti. Hafði hann stórt í huga svo sem verkin sýna, þó frekari fraimkvæmdir hans yrðu ekki hér. Edinborgarverzlun studdi menn hér ötullega til útgerðar og húsbygginga. Vilhjálmur Þorvalds- son rak verzlun í nýjum stíl, með því að leggja höfuðáherzlu á að selja ódýrt, en selja aðeins gegn staðgreiðslu. Haraldur Böðvarsson, Þórð- ur Ásmundsspn, Loftur Loftsson, Bjarni Ólafs- son og félagar hans hafa verið hér brautryðj- endur um útgerð á stærri og minni skipum. Verður því engan veginn sagt, að þessir menn hafi verzlað hér aðeins til þess að nurla fé af almenningi eða til að sjá sér og skylduliði sínu einu fyrir atvinnu. Hér hefur ekkert borið á ofríki kaupmanna eða yfirlæti. Það geta víst ekki öll kauptún sagt, því meðan kaupmannaveldið var í al- gleymingi hér á landi, var víst nokkuð algengt að þeir „litu niður á“ almenning og almenning- ur endurgildi það með því að „líta upp“ til þeirra, jafnvel þótt viðkomandi kaupmaður verðskuldaði slíkt ekki hót. Þetta var eins kon- ar „arfur" frá hinum dönsku kaupmönnum og verzlunarstjórum selstöðuverzlananna. — Þeir reyndu að „halda fólkinu frá sér“ með því að þéra það, sem aftur hefur alið upp hjá því minnimáttarkennd. Hafa kaupmenn vitanlega á stundum notað sér slíkt, og þá frekast þeir, sem minnst voru gefnir. Allir kaupmenn og verzlunarstjórar á Akra- nesi frá upphafi voru innlendir menn, nema Thor Jensen. En hann gerði sér þegar mikið far um að tala íslenzkuna, og tókst það óvenju- lega fljótt og vel, enda kom hann hingað til lands ungur. Að hann væri erlendur maður, kom því ekkert við hina innlendu menn. Hann skyldi fólkið og samlagaðist því óvenjulega fljótt. Hvorki hann eða aðrir kaupmenn og verzlunarstjórar hér þéruðu karlmenn yfirleitt. Aftur á móti munu flestir þeirra hafa þérað konur, nema þá þeir, sem mestan þátt og að staðaldri tóku þátt í félagsstarfi þorpsins. Hér varð því aldrei eins mikið bil milli kaup- manna og almennings sem víða annars staðar, enda voru þeir yfirleitt vel gefnir, þroskaðir menn, sem margir tóku mikinn þátt í félags- starfsemi eins og áður er sagt. Yngri kaupmennirnir þéruðu yfirleitt hvorkj karl eða konu, enda allir uppaldir hér í þorp- inu. Ef t. d. einhver kona fann upp á slíku, var þeim ami að þvi, og viðkomandi fljótt van- in af þeim „óvanda." Allt frá því að Akranes var löggilt sem verzlunarstaður 1864, til 1915, sótti meginhluti Borgarfjarðarsýslu mikla verzlun til Akraness. Keyptu verzlanir hér fé upp um alla sýslu, og ráku það hingað til slátrunar, eða fluttu það stundum lifani til útlanda. Bændur keyptu aftur af Akurnesingum fisk, hertan eða saltað- ann. Eftir að vegarsambandið batnaði upp um hérað beggja megin Hvítár, lagðist verzlunin meira og meira til Borgarness úr héraðinu inn- an Skarðsheiðar, og er nú fyrir mörgum árum algerlega komin þangað. Hins vegar hefur hér- aðið utan Skarðsheiðar alla jafnan sótt verzl- un til Akraness og selt þangað afurðir sínar, nema hvað Strandamenn verzluðu flestir við sitt kaupfélag meðan það stóð. Eftir að teknir voru upp mjólkurflutningar til Reykjavíkur, verzluðu bændur nokkuð við Mjólkurfélag Reykjavíkur — með flutningi um Akranes — en nú hefur aftur dregið úr þeirri verzlun. Munu sveitir þessar nú svo til ein- göngu hafa verzlun alla við Akranes. Það var víst víðar en hér, sem sá ósiður tíðk- aðist að karlmenn vendu sig á búðarstöður. Þetta var slæmur vani, sem erfitt var að upp- ræta. Til þess hafa sjálfsagt legið margar or- sakir. Vínsala og staupagjafir hafa sennilega dregið menn þangað meðan um það var að ræða. Á þessum tímum var líka lítið um skemmtanir, eða samkomustaði til að mætast á. Þarna bar ýmislegt nýtt fyrir augu og eyru, fátítt og fréttnæmt í öllu fásinninu. Þar mátti segja að haldnir væru málfundir um menn og málefni, lands- og hreppsmál, og um allt milli himins og jarðar. Menn fóru búð úr búð, og voru að þessu megin hluta dagsins, ef þeir höfðu ekkert sérstakt við að vinna. Hér var oft ymprað á því, t. d. í Æfingar- félaginu, hver menningarskortur þetta væri, og var ýmislegt gert til að fá menn til að hætta þessum óvana. Létu sumir kaupmenn þetta í ljós eftir því sem fært þótti. Var það ekki óeðlilegt, því það var t. d. vitanlegt að kvenfólk kynokaði sér við að koma í búð- irnar til að verzla, meðan búðarstöðurnar voru mestar. Því stundum var varla þverfótað fyr- ir þessum „föstu" gestum. Smám saman lagðist þessi ósiður þó niður, og gerir nú lítt eða ekkert vart við sig. Þann- ig aflegst ýms óvani sem betur fer, en of oft ber það við að annar nýr kemur í skarðið, og ef til vill síst betri þegar á allt er litið. Aldrei hafa þessir kaupmenn hér haft með sér félagsleg samtök til hagsmuna fyrir stétt sína

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.