Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 15

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 15
akranes 75 Jón Hallgrímsson og kona hans Kristrún Ólafsd. Jón Hallgrímsson var fæddur í Bakkagerði hér 23. marz 1904, sonur Hallgríms Jónssonar og Guðrúnu ívarsdóttur. Eru þau bæði ætt- uð ofan úr Reykholtsdal, og fluttust hingað um s- 1. aldamót. Jón var um mörg ár verzlunar- rnaður hjá B. Ólafsson & Co. Hann fór á verzl- unarskólann og tók þar próf. Jón var greindur niaður, stilltur og prúður. Hann tók mikinn þátt í félagslífi hér. Ungmennafélaginu, Góð- templarareglunni, Skátafélagsskapnum, Sjúkra- samlaginu o. fl. Kona hans var Kristrún Ólafs- dóttir, lifir hún mann sinn og býr í húsinu. Þeim hluta hússins sem verzlað var í hefur hún fyrir, nokkru breytt í vistlegan samkamusal, sem hún hefur leigt K. F. U. M. og K. fyrir starfsemi félaganna hér. Hefur hún þannig ver- ið stoð og stytta þess kristilega starfs hér, og á þakkir skilið fyrir. Verzlun Júlíusar Everts Júlíus flutti hingað til Akraness árið 1928 og setti á í'ót smáverzlun. Fyrst í Mörk, þá í kjall- aranum í Akbraut og síðast í kjallaranum hjá ^agnúsi Gunnlaugssyni. Hann flutti sig til Reykjavíkur 1935, þar sem hann hefur verzlað síðan með ágætum árangri, nú upp á síðkastið i Lækjargötu. Halldór Jónsson (Halldórssonar) verzlaði hér um þriggja ára skeið í búð Árna Böðvarssonar, frá því um haustið 1930. Nokkru þar eftir fluttist hann til Reykjavíkur, þar sem hann hefur átt heima síðan. Hann er nú starfsmaður hjá Landsíman- um. Stefán Jónsson (skókaupmanns Stefánssonar) frá Reykjavík. Hann verzlaði hér um eins árs skeið í húsi Kaupfélagsins gamla við Skírnisgötu. Það var frá vori til vors 1931 eða 32. Hann fluttist síð- an til Reykjavíkur. Verzlun Ólafs Péturssonar Ólafur fluttist hingað frá Siglufirði árið 1932 og byrjaði þá fljótlega að verzla í skúr, sem hann byggði áfast við hús sitt. Hann hafði þarna ákaflega litla verzlun, og var eingöngu í smá- vörum varðandi iðn hans, en hann var tré- smiður og fékkst örlítið við það meðan hann dvaldi hér. Ólafur flutti héðan til Reykjavíkur árið 1936, en nokkru síðar austur í Hveragerði, þar sem hann dvelur enn. Kona hans Helga Halldórsdóttir var ættuð héðan af nesinu. Haraldur Böðvarsson & Co. Þrátt fyrir þó Haraldur hafi meira og minna fengist við útgerð hér og í Sandgerði frá því skömmu eftir aldamót, hafði hann ekki verzlun hér, eða opna sölubúð fyrr en 1933. Aftur á móti verzlaði hann í Sandgerði allt frá 1915. Verzlunin hefur alltaf verið í þeim húsakynn- um, sem hún nú er í, og meðfylgjandi mynd sýnir. Þó var nokkuð fram eftir syðri hluti hússins notaður fyrir vörugeymslur niðri, en uppi esm skrifstofa. Nú er öll lengdin með göt- unni notað sem sölubúð, enda eru nú seldar þar fleiri vörutegundir en upphaflega. Verzlun- in hefur nú á boðstólum langflestar algengar vörur og er í þrem deildum, auk fisk- og kjöt- búðar. Verzlunarhús Haraldar BöSvarssonar & Co. Ingólfur Jónsson frá Vindhæli hefur verið verzlunarstjóri frá byrjun, en áður hafði hann starfað við verzlun Haraldar í Sandgerði. Eftir talið fólk hefur starfað' við þessa verzlun, auk Ingólfs: Margrét Björnsdóttir, Dóra Jóhannes- dóttir, Þorbjörg Einarsdóttir, Axel Sveinbjörns- son, Helga Haraldsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Ólöf Elíasdóttir, Kristbjörg Þórðardóttir, Ing- veldur Albertsdóttir, Margrét Erlendsdóttir, Þorbjörg Þorbjarnardóttir og Sóffanías Guð- mundsson. Haraldur hafði lengi kjötsölu í sambandi við íshúsið, en 1938 setti hann upp nýja kjöt- og fiskbúð áfast við íshúsið, og er það fjórða deild verzlunarinnar. Þar hefur þetta fólk starfað: Agnar Sigurðs- son, Herdís Jónsdóttir, Jón S. Jónsson og Ragn- ar Kristjánsson. Verzlun Einars Ólafssonar Faðir Einars var Ólafur Árnason Bergþórs- sonar frá Lambhaga. Móðir hans er Anna Svein- bjarnardóttir, Guðmundssonar, eldra, borgara í Reykjavík, síðar á Hvítárvöllum, Sveinbjörns- sonar prests á Staðarhrauni Sveinbjörnssonar á Ytra-Hólmi Þórðarsonar. Þau Anna og Ólafur hafa gifst líklega 1878. Þeirra börn: Páll, löngu dáinn, Petrína Regína og Málfríður, báðar giftar í Ameríku og eiga þar börn og Einar, sá er hér að framan er nefndur. Ólafur, faðir Einars varð bráðkvadd- ur í fiskiróðri, var Einar þó aðeins sex ára gamall. Síðar giftist Anna Jónasi Ikkaboðssyni, ættuðum úr Dölum. Þeirra börn: Halldóra, Ás- geir, sem dó ungur, Benedikt og Helga, tvíbur- ar og Sveinbjörn, prestur í Minnisota í Amer- íku. Árið 1910 fer Einar til Ameríku (en þangað voru alsystur hans farnar óður), önglar þar saman fé í sex fargjöld, sem hann sendir fólki sínu heim til þess að geta komist vestur. Fór Fjölskyldan öll fljótlega vestur, þar sem þau öll hafa dvalið síðan. Jónas, stjúpi Einars, and- aðist þar 1912. Ekki hélt Einar lengi kyrru fyrir vestra, þvi að hann kemur heim aftur eftir sex ára dvöl, en er þá ekki hér heima nema í þrjú ár. Þá fer hann aftur vestur og dvelur þar í 11 ár, en kemur svo alkominn heim 1930. Er ósennilegt, að hann fari vestur aftur, a. m. k. til langdval- ar. Vestra hafði Einar ýms störf með höndum, þó fyrst og fremst málaraiðn. Eftir heimkom- una setti hann á fót smáverzlun í Reykjavík, en málaði alltaf samhliða. Til Akraness fluttist hann 1935, þar sem hann hefur búið síðan. — Hann byrjaði þá verzlun í litlu búðinni í Ás- bergi, en síðar í húsi Guðjóns heitins Jónsson- ar Óðinsgötu 1. Einar hefur ekki mikið um sig, enda málar hann enn samhliða verzluninni. Einar er tvígiftur, fyrri konu sinni^ Guðrúnu Jónsdóttur, giftist hann vestra 1912, hún var ættuð úr Vopnafirði. Þau áttu eina dóttur, Lydiu, sem nú er gift kona í Reykjavík. Seinni kona hans er Guðrún Ásmundsdóttir frá Lamb- húsum, eiga þau einn son, Einar Jón Ólafsson að nafni. Anna, móðir Einars, var hin mesta dugnaðar- og myndarkona. Hún lifir enn í Ameríku, 88 ára að aldri, er við sæmilega heilsu eftir aldri. Hún les og skrifar enn og vakir hálfar og heil- ar nætur yfir blöðum eða fréttum að heiman. í bréfi nýlega hafði hún það helzt á orði að koma heim í flugvél. Af öllu þessu má glögg- lega sjá, að hugurinn leitar heim. Yerzlun Sigurðar Hallbjarnarsonar Árið 1937 setti Sigurður á fót verzlun í húsi Sláturfélagsins við Skírnisgötu, en flutti hana nokkru síðar í nýbyggt verzlunarhús úr steini, áfast við Grímsstaði. Var þar fyrst um að ræða verzlun með imatvörur, en fljótlega nokkuð af búsáhöldum og nokkuð af álnavöru. Forstöðu verzlunarinnar hafa þessir haft á hendi: Andrés Níelsson, Elías Guðjónsson í fjögur fyrstu ár- in og Þórður Hjálmsson frá því snemma á ár- inu 1941. Bókaverzlun Andrésar Níelssonar Þegar Petrea G. Sveinsdóttir hætti bóksölu sinni, tók Andrés við henni 1938 og kom sér fyrir í núverandi húsi Sláturfélagsins við Skírnisgötu. Auk bóka og ritfanga hefur hann þar til sölu leikföng og ýmsan smærri varning. Andrés er lipur verzlunarmaður, og gengur verzlunin vel, enda er nú keypt meira af bók- um hin síðari árin en áður var. Andrés útskrif- aðist úr verzlunarskólanum í Reykjavík 1935, en var eftir það nokkur ár við verzlun Slátur- félagsins hér, og síðar við verzlun Sigurðar Hallbjarnarsonar, hvorttveggja samhliða þess- ari verzlun sinni. Verzlunin Gríma Stofnandi hennar og eigandi er frú Guðrún Guðmundsdóttir, ættuð norðan úr Húnavatns- sýslu. Hún hóf verzlun þessa í nóvember 1940 á Sólbakka við Suðurgötu, og verzlar eingöngu með vefnaðarvörur. Hún er gift Daníel Péturssyni.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.