Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 9

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 9
akranes 69 °g slátrun fyrir Sláturfélag Suðurlands um íjölda ára. Verzlunin hefur verið ákaflega heppin með starfsfólk og hefur það ekki verið að skipta um. Þetta fólk hefur starfað þar lengst: Friðjón Runólfsson, Jón Hallgrímsson, Ólafur Sigurðs- son, Bjarni Kristmannsson, Jónas Guðmunds- son, Eðvarð Friðjónsson, Þórður Bjarnason, Margrét Níelsdóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Gunnarsson og Júlíana Gísladóttir. Jón Jónsson, Asbergi Hann var ættaður sunnan af Vatnsleysuströnd °g fæddur þar 18. júlí 1885. Hann varð á unga aldri fyrir imiklum veikindum, sem hefti mjög líkamlegan þroska hans, en virtist hins vegar ekki á nokkurn hátt hafa lamað andlegt þrek hans og þroska. Sennilega má til þessara miklu veikinda rekja, að hann var látinn nema skó- smíði þegar á unga aldri. Hingað til Akraness fluttist Jón 1909 og kaup- if þá þegar Akrahúsið af Árna Árnasyni, sem öyggði það 1904—5, og sezt þar þegar að sem skósmiður. Tekur hann fljótlega til sín nem- endur og skóar af miklu kappi. Það sást þegar að Jón var enginn meðalmaður í neinu. Hann var áhugamaður mikill og athafnasamur. Gerð- ist hann nú formaður á mótorbátnum „Lax- ánni“ og „Trausta", en stundaði mestmegnis flutninga á þeim hér um flóann. 1910 giftist Jón Guðbjörgu Einarsdóttur frá Akurprýði, Gíslasonar á Hliði. 1916 byggir hann vestari part Ásbergshússins og byrjar að verzla Þar í félagi við Magnús Guðmundsson frá Traðarbakka, sem þá var formaður á m.b. „Sæ- öorg. 1919 hætta þeir verzluninni, en í stað þ°ss styður Jón að stofnun Kaupfélags Akraness 30. juní það ár, og er í stjórn félagsins þar til það kaettir störfum 1923. Um þetta leyti selur hann neðri hæð hússins a leigu fyrir brauðgerðarhús, en byggir timb- urskúr vestan við húsið, reisir þar verzlun aft- Ur einsamall og skóar þar janfhliða. 1929 hætt- lr brauðgerðin í húsi hans, flytur hann þá verzlunina inn og verzlar nú af kappi með vefnaðarvörur og skótau. En í hið fyrra skipti verzlaði hann með matvörur aðallega, og keypti afurðir bænda. Jón var einn hinn mesti fjörmaður er ég hef Þskkt, hann var ákaflega viljugur og dugnað- arforkur, kappsfullur, áræðinn og hinn mesti haannkostamaður. Honum var umhugað um framfarir hreppsins og studdi mjög að Garða- kaupunum á sínum tíma, og var þegar einn af fjórum, sem tóku lönd til ræktunar til þess að syna mönnum, að Garðaland væri ræktanlegt °g af því mætti hafa mikið og varanlegt gagn. A þessu landi setti hann sér þá þegar upp kúabú, en lét sér það ekki nægja, heldur keypti hann jörðina Bekansstaði í Skilmannahreppi 1931 og hefur þar ráðsmann um sinn. Þangað Uytur hann svo alfarinn um vorið 1933, og rek- Ul' verzlunina samhliða, en selur hana í ágúst 1935 tengdasyni sínum Óöni S. Geirdal, sem átt hefur verzlunina og rekið hana af miklum á- huga og dugnaði. Vorið 1939 hefur Jón svo makaskiti á Bek- unsstöðum við Oddgeir Ólafsson á eigninni Svalbarða á Akranesi og flytur þangað strax. Þar býr hann svo þar til hann andast 16. imarz 1940. Af því sem hér er sagt má sjá, að Jóni nægði ekkert smátt, heldur engir smásnúningar eða shatt. Eftir að hann kom að Bekansstöðum hraust hann um á „hæl og hnakka", gerði stór- lelldar jarða- og húsabætur og setti upp stórt hú á litlu koti. Hann „bjó þar til læk“ með því að safna saman vatni af flóanum fyrir ofan, >.beislaði“ hann og lét hann „þræla“ í bænum. Jón tók mikinn þátt í opinberum málum og lélagsstarfsemi allri, svo sem ungmennafélaginu Jón Jónsson Ásbergi og kona hans Guöbjörg Einarsdóttir. og fiskideildinni. Hann var hreppsnefndarmað- ur í mörg ár, og alla tíð í fátækranefndinni, þar var hann sem annars staðar duglegur, sam- vinnuþýður og úrræðagóður. Jón hefur því lagt margt á gjörva hönd og alltaf gengið að því heill og óskiptur, þrátt fyrir hin mörgu verk- efni. Hann var hinn imesti framfaramaður og ótrauður að styðja framkvæmd þeirra mála, er miðuðu til almenningsheilla. Kona Jóns lifir mann sinn og býr á Sval- barði. Hún er mjög stillt kona og var manni sínum samhent og hjónaband þeirra ágætt. Þau áttu þessi börn: Guðrúnu, Einar, Guðlaugu, Jó- hann Grétar og Guðjón Ásberg, sem öll eiga heima hér á Akranesi. Eftir að Óðinn keypti verzlunina rak hann hana undir nafninu J. Jónsson & Geirdal, en haustið 1943 seldi Óðinn vörubirgðir verzlun- arinnar Jóhannesi Arngrímssyni klæðskera frá Hafnarfirði, og leigir honum búðina. Nú rekur Jóhannes í þessum húsakynnum klæðskeraverk- stæði og verzlun. Verzlun Guðjóns Jónssonar Guðjón var ættaður af Akranesi og fæddur hér. í Hákoti bjó hinn broshýri móðurfaðir hans, Jón Pálsson, sem allir gamlir Akurnesing- ar hljóta að kannast við. Á unga aldri stundaði Guðjón sjóinn eins og flestir jafnaldrar hans gerðu og gera enn. Hann hafði snemma mikinn hug á að eiga með sig sjálfur og vinna sjálfstætt. Hann var þess vegna einn af þeim, sem lagði í byggingu m.b. „Hegr- inn“ 1909, um þátttöku lians í útgerðinni verð- ur annars staðar getið. Árið 1918 byrjaði hann fyrst eigin verzlun í „Oddgeirsbúð", nálægt þar sem hús Þorgeirs Jósefssonar stendur. Árið 1922 byggði hann svo stórt hús, Staðarfell, við Óðinsgötu 1, og rak verzlunina þar af mikilli nákvæmni meðan hon- um entist líf og heilsa til. Guðjón heitinn and- aðist 2. 6. 1929 og var banamein hans krabba- mein. Nokkur ár rak Guðjón timburverzlun í félagi við firmað Bjarni Ólafsson & Co., ennfremur reisti hann ásamt Birni Björnssyni bakara í Reykjavík brauðgerðarhús það, er enn stend- ur við Skírnisgötu og er nú rekið af Alþýðu- brauðgerðinni. Guðjón tók nokkurn þátt í opinberum málum og var hreppsnefndarmaður og oddviti í nokk- ur ár. Guðjón var allvel greindur, gætinn mað- ur og grandvar, skrifaði ágæta hönd og var hinn reglusamasti maður í hvívetna. Hann var ágætur félagsmaður og starfaði í ungmennafé- laginu og fiskideildinni um mörg ár. Hann var kvæntur Ólafíu Ólafsdóttur, ágætri konu, sem lifir mann sinn, ásamt tveimur börn- um þeirra, sem bæði eru uppkomin, Elías og Unnur. Hún rak verzlunina áfram eftir lát manns síns til 1933 með aðstoð Jóns Sigmunds- sonar. Hætti henni þá, en var þá byrjuð að reka matsölu og hefur haft það starf með höndum síðan. Guðjón var einn af fjórmenningunum, sem tóku ræktunarland í Garðalandi og hóf þar ræktun. Kaupfélagsstarfsemi á Akranesi Á fundi Æfingarfélagsins er því fyrst hreyft, að því er ég frekast veit, að koma upp einhvers konar samkaupum á nauðsynjum manna. Af þessu varð þó ekkert þá. Rétt eftir síðustu aldamót er svo stofnað hér sjómannafélagið „Báran" og 1906 upp úr því Fiskideildin Báran. Enda þó markmið félagsins væri engan veginn fyrst og fremst kaupfélagsstarfsemi, vaknaði fljótt þessi sama hugmynd sem fyrr, að hafa samtök um sameiginleg innkaup á nauðsynjum til heimilisþarfa. Var þegar gerð alvara úr þessu og samið við verzlunina Edinborg um að annast þessi samkaup allra félagsmanna. Vegna þessara „stórkaupa" fengu menn nokkru betri kaup, enda skyldi þessi verzlun vera algerlega kontant. Edinborg hafði þetta á hendi í nokkur ár, ennfremur verzlun Lofts Loftssonar og Þórðar Ásmundssonar. Nokkur ár keypti félagið og vörur sínar beint frá heildsölum og skiptu þeir vörunum á milli félagsmanna, er hingað kom. Akurnesingar hafa nú um mörg ár engin slík samkaup eða félagsskap haft með höndum. Hins vegar hefur Kaupfélag Borgfirðinga hér opna söludeild frá 1908—1914 í húsi Sveins Guð- mundssonar, sem var á þeim tima kaupfélags- stjóri fyrir félagið. Ekki aðeins fyrir þessari söludeild þess, heldur og starfsemi þess í Borg- arnesi og Seleyri. Um tíu ára skeið eða meir lá þessi starfsemi niðri, en hinn 30. júní 1919 er stofnað Kaupfé- lag Akraness, í Báruhúsinu hér, og segir svo í fundargerðinni: 1. „Voru lesin upp lög Kaupfélags verka- manna í Reykjavík, og var samþykkt að sníða lög Kaupfélags Akraness að mestu eftir þeim. 2. Borin upp tillaga um að gengið væri til at- kvæða um, hvort kaupfélagið skyldi stofnað nú Guðjón Jónsson.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.