Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 10

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 10
70 AKRANES þegar. Bæði til-lagan og kaupfélagsstofnunin var samþykkt í einu hljóði og um 40 menn greiddu 2 kr. hver í inntökugjald. Að endingu var kosin 5 imanna stjórn fyrir félagið og hlutu þessir kosningu: Jón Jónsson, Ásbergi, Jón Auðunsson, Höfn, Sveinn Magnússon, Setbergi, Sveinbjörn Odds- son, Árnabæ, og Sigurður Halldórsson, Ak- braut.“ Formaður stjórnarinnar var kosinn Sveinbj. Oddsson. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn 7. sept. 1919 og samþykkt lög fyrir félagið, er stjórnin hafði samið. Á þessum sama fundi var og samþykkt svofelld tillaga fró Guðjóni Tóm- ássyni: „Fundurinn ályktar að fela stjórninni að annast innkaup og afhendigu á nauðsynja- vörum og starfrækja sölubúð undir félagsins nafni þar til öðruvísi verður ákveðið." Á fundi 1. jan. 1920 er rætt um byggingu vörugeymsluhúss og verzlunarhúss, en var þá ekkert frekara aðhafst. Á fundi 23. júní þetta sama ár er svo samþykkt tillaga frá Guðjóni Tómássyni eftir miklar umræður um imálið, að byggja verzlunarhús á yfirstandandi sumri. — Fram að þessu hafði félagið bækistöð sína hjá Jóni í Ásbergi, en hann sagðist ekki geta hjálp- að því lengur um húsnæði. Fyrsta haustið annaðist formaðurinn Svein- björn Oddsson um verzlunarreksturinn, en er hann fór til sjós á vertíðinni tók starfið að sér Sveinn Magnússon á Setbergi. En næsta vor mun Arnmundur Gíslason hafa verið ráðinn kaupfélagsstjóri, og gegndi hann því starfi til haustsins 1921. Á fundi 7. nóv. er því svo yfirlýst að búið sé að byggja hús fyrir félagið og kosti það 16000 kr., sé það mun meira en ráð hafi verið fyrir gert, og stafi það fyrst og fremst af ýmsum breytingum, sem taldar hafi verið nauðsynleg- ar. Um þetta leyti voru að ýmsu erfiðir tíimar, illt að fá peningalán, og er að sjá sem félagið hafi reist sér „hurðarás um öxl“ með bygging- unni, þar sem hún hvíldi þungt á rekstri fé- lagsins, því framlög félagsmanna í upphafi voru vitanlega alltof lítil. Það er því auðheyrt á fundargerðum félagsins að fjárhagurinn hefur verið þröngur og imiklar bollaleggingar um, hversu bæta mætti þar úr. Haustið 1921 er Hjörtur B. Helgason ráðinn kaupfélagsstjóri félagsins. Hinn 15. des. þetta sama ár er það til umræðu að félagið hefji fískreitagerð og verkun á saltfiski. Er samþykkt að fram fari athugun á þessu máli frá öllum hliðum. Það er bert, að þó nokkuð af skuldum hefur safnast hjá félagsimönnum og jafnvel utanfé- lagsmönnum, því að oft eru gerðar fundarsam- þykktir um þetta efni og menn hvattir til að greiða þær. Einnig er samþykkt að neita þeim um lán, sem ekki greiði eldri skuldir sínar. Á árinu 1922 virðist seim félagið eigi mjög erfitt. Einstaka félagsmenn gera mikið til að hvetja til framlags og samheldni um starf og rekstur félagsins. En áhuginn virðist ekki nógu almennur og verður því ekkert úr framlögun- um. Á árinu 1923 kreppir enn meira að félaginu. og er nú auðheyrt á imönnum, að þeir telja því ekki langs lífs auðið. Enda selja þeir hús fé- lagsins þá um vorið Gísla Gíslasyni frá Lamb- haga, og er kaupverðið 12 þús. kr. Á fundi 10. júní er talað um félagsslit, innheimtu skulda og samninga við lánardrottna. Er stjórninni falið að annast um þessi störf. Skuldir náðust allar, en nokkrum mönnum þurfti að stefna. Það var svo samið við þá, sem félagið skuldaði, þannig að sumum var greitt að fullu, en við aðra samið og greitt með af- föllum. Þessir menn voru í stjórn félagsins meðan það starfaði: Jón Jónsson, Jón Auðunsson, Sveinn Magnússon, Sveinbjörn Oddsson, Sig- urður Halldórsson Akbraut, Jón Sigurðsson, Vindhæli, Árni Böðvarsson, Hjörtur B. Helga- son, Hallgrímur Jónsson Miðteig, Jón Ólafsson Stað, Einar Ingjaldsson Bakka, Svafar Þjóð- björnsson og Vilhjálmur Benediktsson. Frá 1923 liggur hér niðri öll kaupfélagsstarf- seimi þar til 1931, en það ár, hinn 20 janúar, kýs Verklýðsfélag Akraness þriggja manna nefnd til þess enn á ný að taka upp og annast innkaup félagsmanna á nauðsynjum þeirra. í nefndina voru þessir menn kosnir: Sigurður Björnsson, Sigurður Símonarson og Sigurdór Sigurðsson. Fyrir nefndina var lagt að safna saman pöntunum félagsmanna og kaupa það samanlagða magn af kaupmönnum eða heild- sölum í Reykjavík, sem bezt kjör byðu. Allt þetta gerði nefndin. Tveir nefndarmanna munu hafa viljað gera þessi kaup þegar í Reykjavík, en einn nefndarmanna vildi fresta kaupum þessum, en í stað þess leggja inn pöntun hjá S. í. S., sem pantaði þær rneð næsta skipi, gegn 3% ómakslaunum. Af þessum eða einhverjum öðrum orsökum féllu frekari aðgerðir í málinu niður í bili. Að nokkrum tíma liðnuim var svo horfið að því ráði að panta vörur í gegn um S. í. S. Komu vörurnar beint til Akraness og hafði nefndin á hendi afhending þeirra, og umsjón með þess- um verzlunarrekstri. Þetta gekk allt saman vel, og var fljótlega gerð pöntun á ný, mun stærri en hin fyrri, og fór eins uim afgreiðslu alla. Ekkert fé hafði nefndin á milli handa til kaup- anna. Sömdu þeir við S. í. S. að þeir mættu afhenda viðkomandi vörur gegn staðgreiðslu, enda skyldu þeir að kveldi hvers dags senda greiðslu suður. Hinn 29. maímán. 1931 var svo haldinn stofn- fundur Pöntunarfélags Akraness, og lög samþ. fyrir félagið. Félagssvæðið skyldi vera Ytri- Akraneshreppur. í fyrstu stjórn voru þeir kosnir: Sigurður Símonarson, Sigurður Björns- son og Sigurdór Sigurðsson, en til vara Sæ- mundur Friðriksson. Starfseimi þess var hafin í verzlunarhúsum Þórðar Ásmundssonar, við Vesturgötu, en var aðeins pöntunarstarfsemi, eins og nafnið bend- ir til. Var ætlunin að taka á móti pöntunum fé- lagsmanna og afhenda vörurnar haust og vor, en hafa ekki opna sölubúð. Fyrsti og aðal- starfsmaður var Sigurður Símonarson, og fyrst í stað með honum Sigurður Björnsson. Á aðalfundi 14. febrúar 1934 er allmikið rætt um þessa starfssmi félagsins í því formi, sem hún hafði verið rekin, svo og um framtíðar- starfsemi félagsins. Urðu um þetta miklar um- ræður, þar sem sumir vildu eingöngu halda starfseiminni áfram á sama grundvelli og hing- að til. Þ. e. eingöngu sem pöntunarfélag. En aðrir vildu opna sölubúð þegar, og ráðast í hús- byggingu. Kom þá fram tillaga frá Sveinbirni Oddssyni um að kjósa nefnd til þess að athuga þetta mál og leggja fyrir félagsfund. En áður en nefnd þessi hafði lokið störfum, opnar fé- Igasstjórnin sölubúð á áðurnefndum stað. Á að- alfundi 1935 er samþykkt að félagssvæðið skuli líka ná yfir Innri-Akraneshrepp. Sömuleiðis að fjölga imönnum í stjórninni úr þrem í fimm. Aðalfundur fyrir árið 1935 er haldinn 13. 11. 1936. Höfðu þá skuldir félagsmanna aukist verulega. Á árinu 1936 kaupir stjórnin húsið á Óðinsgötu 11 af Árna Árnasyni fyrir kr. 50000. Virðist það hafa verið gert án þess að stjórnin hefði til þess formlegt samþykki félagsfundar. Er á þessum aðalfundi einmitt mikið rætt um þessi tvö mál. Af fundargerðinni virðist mega ráða, að félagsmenn séu almennt ánægðir með gerðir stjórnarinnar, að því er tekur til húsa- kaupanna. Á þessum fundi er og samþykkt að gefa félagsmönnum 5% afslátt af viðskiptum gegn staðgreiðslu. Á þessum fundi er enn sam- þykkt að stækka svæðið, og skyldi nú ná til allra hreppa utan Skarðsheiðar. Síðari hluta ársins 1936, 1937 og fyrri hluta ársins 1938 hrakar starfsemi og efnahag félags- Kaupfélag Suður-Borgfiröhiga. Áður eign Árna Árnasonar og byggt af honum. ins verulega. Enda eru svo komið á imiðju ári 1938 að félagið verður að leita nauðasamninga. Þegar hér er komið er félagið orðið mjög mik- ið skuldbundið Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga. Býður S. í. S. félaginu að greiða skuld- heimtumönnuim 40% af inneignum þeirra, ef um það náist samkomulag, gegn ýmsum þar til greindum skilyrðum. Að þessu er gengið á fé- lagsfundi 23. ágúst 1938. Virðast eftirgjafirnar hafa orðið 46 þúsund kr. Á þessurn sama fundi eru samin og samþykkt ný lög fyrir félagið, þar sem nafni þess er m. a. breytt. Skyldi það nú heita Kaupfélag Suður-Borgfirðinga, og heitir það svo enn. Á félagsfundi 21. marz 1940 er samþykkt að félagið gangi í S. í. S. Eftir nauðasamningana 1938 réði S. í. S. að mestu um framkvæmdastjórn félagsins, og út- vegaði því menn til að veita því forstöðu. Hafa það allt verið gætnir og góðir menn, enda hef- ur félagið verulega bætt hag sinn síðan og eflt starfsemi sína. Vörusala á árinu 1943 varð yfir 900 þúsund krónur, en var 1942 rúmar 500 þús. kr. Félagið úthlutaði 7% ársarði til félags- manna fyrir 1943 og lagði 4% í stofnsjóð. Upp á síðkastið hefur komið til mála á fund- um félagsins, að það beitti sér fyrir byggingu ullar-þvottahúss og bygging imjólkurstöðvar, en ekki hefur þótt tiltækilegt að hefja framkvæmd- ir í þessa átt. Að síðustu skal þá getið um starfsfólk félags- starfsemi þessarar eftir því sem föng standa til. Eins og áður er sagt, voru þeir við fyrstu pöntunarstarfsemina: Sigurður Björnsson, Sig- urður Símonarson og Sigurdór Sigurðsson. — Eftir að búð var opnuð er Sigurður Símonar- son kaupfélagsstjóri allt til 6. júní 1937. Þá Árni Benediktsson frá Reykjavík til 14. maí 1938. Jón Gunnarsson kaupfélagsstjóri á Seyð- isfirði frá 14. 5. ’38 til 5. 9. sama ár. Þá er um nokkurra mánaða skeið til 17. nóv. 1938 Einar Jónsson, starfsmaður hjá S. í. S. Eftir hann kemur Björn Stefánsson frá Fáskrúðsfirði frá 17. 11. 1938 til 22. 6. 1939. Af honum tekur við starfinu Friðjón bróðir hans, (nú starfandi við Kron í Reykjavík) og er til 10. 10. 1942. En frá þeim tíma hefur verið kaupfélagsstjóri Sveinn Guðmundsson frá Norðfirði. Annað starfsfólk frá upphafi hefur m. a. ver- ið þetta: Guðfinna Svafarsdóttir, Áslaug Ás- mundsdóttir, Sveinbjörg Arnimundardóttir, Sig- urbjörg Ásta Magnúsdóttir og Sigurður Matt- híasson. Þessir hafa verið endurskoðendur: Arn- mundur Gíslason, Þórh. Sæmundsson, Svein- björn Oddsson, Einar Jónsson, Guðm. Kr. Ólafs- son og Svafar Þjóðbjörnsson. Það hefur verið félaginu mikið happ, að' eign- ast þetta stóra hús fyrir starfsemi sína, fyrir til- tölulega lítið verð. Það var myndarlega gert, (og þurfti nokkra hugdirfð til) af Árna Árna- syni að byggja þetta hús, aleignalausan mann, þó hann á erfiðum tímum gæti ekki lokið full- komlega við það né haldið því. Ef skynsamlega er haldið á málum félagsins, má telja víst, að því sé sigurinn vís héðan af. Framhald á bls. 74.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.