Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 17

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 17
AKRANES 77 eða starf. Hin allra síðustu ár mun þó vera til félag, sem nefnir sig Verzlunarmannafélag Akraness. En ekki stendur stormur af því eða um það. Er heldur ekki til þess stofnað í þeim tilgangi, að taka saman ráð sín um, hvern veg hægast sé að „féfletta náungann“. Frá 1880 og allt fraim undir 1915, fór allur íjöldi bænda úr Borgarfjarðarsýslu lestaferðir til Akraness, eins og áður segir. Einnig nokkuð úr efri hluta Mýrasýslu. Eftir 1905 fóru menn þó smátt og smátt að heltast úr lestinni, enda lagðist verzlunin þá meira og meira til Borgar- ness. Af þessu urðu mikil og náin kynni milli Ak- urnesinga og bænda af því svæði öllu, er hér um ræðir. Kynni og vinátta, sem í imörgum til- íellum helzt enn, og hefur færst frá hinni eldri kynslóð til hinnar yngri. Þó kynnunum sé nú ekki lengur við haldið með sama hætti og áður, Þar sem ferðir hingað á þann hátt eru löngu aflagðar, þá lifir lengi í „gömlum glæðum". Verzlun þessara manna hér var tví- — eða öllu heldur — þríþætt. Þeir komu til að sækja til kaupmannsins hvers konar erlenda vöru, er Þá vanhagaði um, og hvergi fékkst nema í »kaupstaðnum“. Og til að selja honum afurðir af búi sínu. Einnig til að afla sér fiskætis hjá sjávarbændum. Þessi verzlun milli bændanna þar og hér skapaði kynni og traustari tengsl en ella mundi, ef þeir hefðu aðeins komið hing- að til þess að verzla við kaupmanninn. Þessi bönd treystust líka verulega fyrir enn meiri samskipti, nefnilega þau, að héðan fór margt fólk fram eftir öllu í kaupavinnu upp um allt hérað. Þangað fóru og unglingar til snúninga °g smalaimennsku. Þá var og enn eitt, sem hjálpaði til. Þetta fólk gisti hér almennt hjá vinum sínum og viðskiptamönnum, því að á þessu tímabili var gistihúshald hér venjulega Utið, og stundum alls ekkert. Á vorin var því margt um manninn hér og fjöldi hesta að sama skapi. Þetta fólk, og hin mikla umferð, setti því verulega „svip á bæinn“, sérstaklega á vorin. Fyrir okkur strákana var þetta nýr heimur, er skapaði okkur mörg tækifæri til að komast á hestbak, sem ekki þótti alveg ónýt skemmtun eða einskis virði. Hestunum þurfti vitanlega að koma á haga. Þótti bændum gott að losna við að fara þangað með hestana, ef þeir gátu trú- a® viðkomandi strákum fyrir að annast þetta. hegar menn gátu borgað fengum við hjá þeim einhverja þóknun fyrir að fara með eða sækja hestana. Það þótti nú heldur en ekki fengur, s«m hjá mörgum voru einustu vasapeningarn- lr er þeir fengu, svo að þarna var til mikils að vinna. Ekki einu sinni foreldrar eða fullorðnir höfðu þá mikla peninga handa á milli, hvað þá börn. Maður minnist og lengi þessara daga fyrir það að þá komu margir góðir gestir og skemmti- legir. Þetta var eins konar hátíðatímabil, eftir langan og stundum strangan vetur, þar sem fátt var um ferðamenn. Við þessa daga eru því bundnar margar skemmtilegar og hugðnæmar nrinningar, sem margir imunu lengi minnast, og sem skópu tengsl við ágætt fólk, tengsl, sem Víða haldast enn í dag. Þá var Akranes miðstöð sýslunnar og aðal- verzlunarstaður hennar. Nú er ekki einasta öll verzlun farin héðan, heldur og öll umferð' þessa fólks úr héraðinu, þó að það enn eigi ef til vill eftir að „renna hér um“ og þannig ef til vill finnast á förnum vegi. U<m allt þetta hérað minnist ég á þessu tíma- bili margs kjarna- og myndarfólks, sem var h'yggðin sjálf og trúmennskan á gamla og góða islenzka vísu. Búið þeim kostum, sem um víða veröld hljóta að verða í íiávegum hafðir, með- an mannskepnan kann nokkurt mat á gæðum °S göfgi, réttu og röngu. Þessi tryggð margs gamals fólks var alveg emstök, færðist í sumum tilfellum vináttan og Kveðja frá viðskiptamálaráðherra í skjótu bragöi virðist þaö ekki miklu varöa, þótt lítið kauptún fagni áttatíu ára verzlunarafmœli sínu. En þegar það ber að á sömu stund. og þjóðin fagnar endurreisn fullveldis síns, fœr það dýpri merkingu og vekur menn til umhugsunar um þann þátt, sem slíkir atburðir eiga í viðreisn þjóðarinnar og frelsisbaráttu hennar. Engin þjóð er fœr um að vera frjáls og fullvalda, sem ekki annast sín eigin við- skipti og er að öllu leyti sjálfráð um, hvernig hún rekur verzlun sína og siglingar. Niöur- læging og fátœkt þjóðarinnar var mest þegar íslendingar sjálfir gátu enga íhlutun haft um viðskipli landsins og voru gestir í sínum eigin kauplúnum. Sá getur ekki borið höf- uðið hátt, sem allt þarf til annarra að sœkja. Sú tið er liðin. Með batnandi viðskiptum kom vaxandi velmegun og aukið sjálfstraust. Sjálfstœðisbaráttan hefði orðið eins og bátur án byrjar, ef landsmenn hefðu ekki með fádœma atorku tekið verzlunina í sínar hendur og á þann hátt gert mögulega þá efnalegu viðreisn, sem var hornsteinn hins stjórnfarslega frelsis. Áttalíu ár er skammur tími í lífi þjóðarinnar, en þó hafa á þeim tíma gerst ein- hverjar hinar mestu breytingar, sem.orðið hafa hér í þúsund ár. Á þessum tíma hefur Akranes breylzt úr litlu, fátœku sjávarþorpi í stórt kauplún, þar sem duglegir og stór- huga menn leggja fram sinn skerf í hinni sameiginlegu lífsbaráttu þjóðarinnar fyrir frelsi og farsœld. Ég er borinn og barn jœddur á Akranesi, og því hefur mér jafnan fundist ég hafa nokkurn rétt til að gleðjast yfir þeim miklu framförum, sem þar hafa orðið undan- farna áratugi, og þeim manndómi, sem sett hefur svip á staðinn. Ég trúi því, að miklu stórstígari framfarir muni verða þar á nœstu árum, og ég ber fram þá ósk, að heill og hamingja megi hvíla yfir staðnum og þeim, sem þar starfa. BJÖRN ÓLAFSSON umhyggjan yfir á börnin, jafnvel í marga ætt- liðu, svo trölltryggt var einstaka fólk. Faðir minn var vel kunnugur Húsafellshjónum, Þor- steini og Ástríði. Hafði hann miklar mætur á þeim, ekki sízt Ástríði. Þegar ég var átta ára gamall var ég sumarlangt hjá frændum imínum í Kalmanstungu. Var þá sem alltaf mikil vinátta og samgangur milli þessara bæja. Þegar þetta var, bjó Ástríður sem ekkja á Húsafelli. Undir eins og Ástríður vissi hverra manna ég var, var eins og hún ætti í mér hvert bein. Vinahót hennar og umhyggja fyrir þessum „strák“ var svo einlæg, að mér mun Ástríður aldrei úr minni líða. Ástúð hennar hóf vitanlega Húsa- fell og allt hennar fólk í hærra veldi í huga mínum, og sem mér mun hennar vegna þykja vænt um, meðan ég man nokkuð. Af þessu má glögglega sjá, hve fjarri það fer, að sama sé hvað að manni snýr, og þá alveg sérstaklega við fyrstu kynni. Að slíkri tryggð og ræktar- semi þarf fremur að hlúa heldur en fyrirbyggja hana. Hvenær sem vér íslendingar lítum nið- ur á slíka dyggð, eða sláum slöku við að rækja hana, hefur þjóðin í heild sinni sóað verðmæt- um, sem eru gulli dýrri. Hinn 16. júní á þessu ári eru liðin 80 ár síð- an löggiltur var hér verzlunarstaður. Eins og getið var um í upphafi þessa þáttar, urðu um þetta mál imiklar deilur á alþingi. Hvort það væri æskilegt, og leyfa skyldi, en hafðist þó fram með miklu harðfylgi þáverandi þing- manns okkar, Arnljóts Ólafssonar og annarra góðra manna. Pétur biskup var þá konungkjörinn þing- maður, og einn í hópi þeirra, sem harðast börð- ust móti löggildingunni. Af því tilefni orti hann þessa löngu þjóðkunnu vísu: „Kaupstður d Skipaskaga, skötnum verður helzt til baga, eftir sér þann dilk mun draga: Drykkjurúta og letimaga". í reyndinni hefur sanngildi þessa spádóms biskupsins orðið næst lítið. Það má segja, að framfarir á Akranesi hefjist einmitt fyrir alvöru um þetta sama leyti, og á þessi ákvörðun vafa- laust sinn veigamikla þátt þar í. Yfirleitt hafa Akurnesingar líka verið blessunarlega lausir við alla „letimaga". Hins vegar orkar meira tvímælis um drykkjurútana. Þó mun ekki verða deilt um, að þar hafi biskupinn líka skotið yfir mark, því ekkert bendir til að fjöldi þeirra eða fýsnir stæði í neinu sambandi við löggildinguna. Og í seinni tíð held ég, að sízt hafi verið drukk- ið hér meira en annars staðar, þótt það sé ekki réttur mælikvarði. En í þessum þætti á það við sérstaklega, að minnast með þakklæti, hve kaupmenn gáfu fljótt og greiðlega eftir vín- söluleyfi sín hér á staðnum, þegar til þeirra var leitað um það. Hefur aldrei síðan verið hér áfengisútsala. Þar með er ekki sagt, að menn „smakki það ekki“ enn. Á þessu merkilega af- mæli staðarins ættu menn nú einimitt að „taka sig á“ í þeim efnum, og gera nú biskupinn í eitt skipti fyrir öll „ómerkan orða sinna“ í sambandi við löggildinguna. En það er víst, að þrátt fyrir allt hefur löggilding verzlunar á Akranesi orðið staðnum drjúgur áfangi til þess, sem hér hefur á unnist, þó lengi megi segja: Betur má, ef duga skal. Starfantli verzlanir á Akranesi árið 1944 1. Bjarni Ólafsson & Co„ stofnsett 1915 2. Þórður Ásmundsson h.f., stofnsett 1943. (Má raunverulega segja að það sé áframhald þeirr- ar verzlunar, er Loftur og Þórður stofnsettu 1908, þótt hún lægi niðri um nokkur ár, sbr. hér að framan). 3. Sláturfélag Suðurlands, útibú, stofns. 1930. 4. Kaupfélag Suður-Borgfirðinga, stofnsett 1938. (Má þó segja að það sé framhald þess pöntunarfélags, sem stofnsett var 1931, sbr. um félagið hér að framan). 5. Haraldur Böðvarsson & Co„ stofnsett 1933. 6. Verzlun Einars Ólafssonar, stofnsett 1935. 7. Verzlun Sig. Vigfússonar, stofnsett 1937. 8. Verzlun Sig. Hallbjarnarsonar, stofns. 1937. 9. Verzlun Andrésar Níelssonar — Bókabúð. Stofnsett 1938. 10. „Gríma“ — Guðrún Guðmundsdóttir. — Stofnsett 1940. 11. „Brú“ — núverandi eigandi Oddur Sveins- son. — Stofnsett 1940. 12. Verzlun Þóru Pálsdóttur, stofnsett 1942. 13. Verzlun Axels Sveinbjörnssonar. stofn- sett 1942. 14. „Andvari" h.f„ stofnsett 1942. 15. Verzlun Jóhannesar Arngrímssonar, stofn- sett 1943.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.