Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Síða 11

Freyr - 01.02.1998, Síða 11
Hildur Ragnarsdóttir og Guðrún, dóttir hennar, sem heldur á kisu. Þœr mœðgur eru staddar úti ífjósi. inu en það var eina aðkeypta vinnan við þessar framkvæmdir. Mér fannst að úr því að farið var út í að steypa í gólfið, þá væri ekki annað hægt en að endumýja milligerðimar líka. Þær virtust vera í góðu lagi en þegar þær voru fjarlægðar sást að þær áttu ekki langt eftir. Nýju innréttingarnar vom að mestu smíðaðar eftir teikn- ingum frá Bændsamtökunum. Bóg- grindumar eru fremur litlar og kým- ar hafa betra svigrúm til að standa upp en í gömlu beislunum. Hægt er að stilla bóggrindumar fyrir hveija kú því að þær em boltaðar á milligerðina. Ég byrjaði á að fá tilboð frá inn- flytjanda í innréttingar fyrir 43 bása fjós sem hljóðaði upp á 700 þús. kr. Mér fannst það of mikið og keypti efni og lét beygja rörin fyrir mig og smíðaði þær sjálfur héma úti í véla- geymslu í fyrravetur. Síðan lét ég galvanhúðaða þær norður á Akur- eyri því að þar voru þeir ódýrastir. Vinnulaunin við þessa smíði voru mjög góð og það er eitt af því nauð- synlegasta í búskap í dag, að menn séu sjálfbjarga um sem flest. Þakið er nánast hið eina í fjósinu sjálfu sem ekkert hefur verið átt við en það er mjög vel klætt og einangr- að. Mjólkurhúsið er ennþá óbreytt en það var flísalagt og í sæmilegu lagi. Það er reyndar stefnan hjá okk- ur að smíða mjaltabás. Vinnuaðstað- an er miklu betri og maður endist lengur í búskapnum þó að vinnan sjálf minnki lítið. Með þessum endurbótum teljum við okkur vera að lengja líftíma fjóssins um kannski tuttugu ár. Það væri örugglega víða hægt í stað þess að byggja ný fjós ef farið er nógu snemma í lagfæringamar. Ef menn þurfa að byggja fjós má útlagður kostnaður helst ekki fara upp fyrir það sem hægt er að fá lán- að á hagstæðum kjömm en það þýð- ir að menn verða að vinna mikið sjálfir. Þetta er hægt, t.d. er nýbúið að byggja stórt fjós á Hofsá í Svarf- aðardal. Ég held að í dag ætti varla að byggja minni fjós heldur en fyrir 50 kýr. Það munar ekki það miklu í kostnaði en getur skipt sköpum fyrir afkomuna. Hvernig var ræktunin þegar þið tókuð við og hvað hafíð þið gert? Ræktunin var í góðu lagi en hún þarf að vera í stöðugri endumýjun. Þegar við fluttum hingað voru hér tólf hektara nýræktir en það er mjög mikils virði að taka við góðri rækt. Við höfum bætt við örfáum spildum og endurunnið um 30 hektara. Við emm mjög ósátt við ríkis- valdið að hafa ekki staðið í skilum með jarðræktarstyrki en það kemur sér mjög illa fyrir marga. Ráðunaut- amir keyra um og taka framkvæmd- irnar út og í afurðaverði er gert ráð fyrir að bændur fái þessi framlög. Sumir fara þá leið að gera ekkert en það gengur ekki til lengdar. Aðrir hafa reynt að klóra í bakkann en vita ekkert hvort þeir fá einhvem styrk eða ekki. Ég á inni yfir 1.200 þúsund krónur og það er ekkert einsdæmi. Hér á þessu svæði, þar sem túnrækt- in byggist á góðri framræslu, felst heilmikill kostnaður í viðhaldi skurða og kýfingu túna. Ég hef ræktað kom í öll árin okk- ar hér, oftast í 5 - 6 ha og í haust var það súrsað í stórsekki. Stundum hef- ur það verið þurrkað en mér finnst það dýrt. Þurrkað kom er skemmti- legra í meðhöndlun en það súrsaða er alveg jafngott fóður. Ef það tekst að geyma komið án skemmda er súrsunin mun hagkvæmari en þurrk- un. Menn verða ekki ríkir á komrækt en í flestum ámm stendur hún undir sér. Flúðasveppir kaupa allan hálm- inn og það borgar yfirleitt fræið og sláttinn. Komið sjálft þarf að borga það sem eftir stendur. Erlendis er komrækt styrkt og við eigum litla möguleika í samkeppni við það kom. Þetta sleppur héma vegna þess að hún er í svo smáum stíl og við reikn- um okkur ekki há vinnulaun. Kom- ræktin er líka mjög skemmtileg og maður er duglegri að endurrækta túnin. Hvernig er heyskapnum háttað? Núorðið heyjum við eingöngu í rúll- Freyr 1/98 - 7

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.