Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 15

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 15
yrkjubænda o.fl.) skipulagt dreifðar athuganir og tilraunir meðal garð- yrkjubænda. Með dreifðum athug- unum og tilraunum er átt við til- raunastarfsemi sem fer fram hjá mörgum framleiðendum en sam- kvæmt einni tilraunaáætlun og einni faglegri yfirstjórn. Þar má nefna stórt tilraunaverkefni varðandi vaxt- arlýsingu grænmetis og blóma sem m.a. Rannls styrkir og verkefni varðandi lífræna ræktun tómata svo að dæmi séu tekin. I þriðja lagi er það hlutverk Garð- ykjuskólans að stunda hagnýtar rannsóknir og grunnrannsóknir í garðyrkju í faglegri samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og aðra aðila, í því skyni að skapa nýja þekkingu á efnivið garð- yrkjunnar, plöntunum - þekkingu sem tekur mið af íslenskum veru- leika og aðstæðum. Við RALA og Garðyrkjuskólann er að finna ýmsa aðstöðu og sérfræðiþekkingu sem einungis er til á öðrum hvorum staðnum og of dýrt yrði að byggja upp á báðum stöðum. Slík samvinna er því nauðsynleg fyrir báða aðila og garðyrkjuna í landinu. Þess má einnig geta að ég mun áfram vera í samstarfi við vísindamenn og gamla samstarfsfélaga við SLU Alnarp og tel ég slíka samvinnu vera mjög mikilvæga fyrir hið fámenna vísindaþjóðfélag okkar. Hverjir koma að tilraunamálum garðyrkjunnar? Með stoð í nýrri reglugerð um Garð- yrkjuskóla nkisins, settri af land- búnaðarráðherra hinn 30. des. 1996, var undirritaður ráðinn tilraunastjóri við skólann á liðnu sumri og tók til starfa í janúar 1998. Tilraunastjóri stýrir og skipuleggur tilraunastarfið í samvinnu við skólastjóra og aðra starfsmenn skólans. Aherslur í til- raunum eru mótaðar í samráði við m.a. skólanefnd, skólastjóra skól- ans, fagráð í garðyrkju og í faglegri samvinnu við RALA. Þess má einn- ig geta að nú er unnið að stofnun 55 Vaxtarlýsing plantna með útflutning í huga getur orðið nœsta stóriðja íslendinga ef rétt er á málum haldið en öfugt við núverandi stóriðju og stóriðjuáform þá bindur stóriðja byggð á plöntum koltvísýring u miðstöðvar garðyrkjunnar að Reykj- um þar sem þess er vænst að allir fagaðilar innan garðyrkjunnar eigi sér aðsetur og styrki þannig það fag- lega umhverfi sem fyrir er á Reykj- um. Hvað viljum við rannsaka? Eins og nefnt var í upphafi eru við- fangsefnin fjölmörg og brýn en fjár- magnið til rannsókna og tilrauna er takmarkað. Því verður að forgangs- raða verkefnum. Hér á eftir mun ég nefna nokkur verkefni sem mér finn- ast persónulega fýsileg til tilrauna en þessi listi er sífellt í endurskoðun með nýjum aðstæðum. Að þeim fyr- irvara gefnum vil ég nefna eftirfar- andi svið: • Vaxtarlýsing plantna • Markaðsaðlögun, ræktun í smá- um stíl (MaRS) • Ræktun í vikri og öðrum innlend- um ræktunarefnum • Lokuð ræktunarkerfi í ylrækt • Lífræn ræktun • Yrkis- og tegundaprófanir • Næring garðplantna og útigræn- metis • Tilraunir á öðrum sviðum garð- yrkjunnar Hér á eftir mun ég lýsa hverjum flokki í örstuttu máli. Vaxtarlýsing plantna Hér er átt við lýsingu með sérstök- um lömpum til að örva vöxt plantna í gróðurhúsum í skammdeginu. Oft- ast er lýst með háþrýstum natríum- perum en aðrar gerðir eru einnig til. Stórt tilraunaverkefni er nú í gangi á þessu sviði og því ekki ástæða tii að fjölyrða mikið um áherslur í tilraun- um fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr því verkefni. Þó er ljóst að ælíð er þörf á nýrri þekkingu á heppilegum yrkjum sem henta lýsingu í gróður- húsum, hvaða þættir í lífeðlisfræði plöntunnar eru viðkvæmir fyrir til- búinni lýsingu, við þurfum að vita meira um loftslagstýringu við lýs- ingu og mismunandi lampagerðir svo að dæmi séu nefnd. Þó að vaxt- arlýsingartilraunir eigi sér langa og merkilega sögu við skólann, m.a. vegna áætlana um ylræktarver um miðjan áttunda áratuginn, þá breytist tæknibúnaður hratt og aðrar forsend- ur lýsingar. Hér er um margt | óplægður akur og Islendingar hafa j verulega möguleika á að skapa eftir- sóknarverða sérþekkingu og e.t.v. sérhæfðan tæknibúnað í fyllingu tímans. Vaxtarlýsing plantna með útflutning í huga getur orðið næsta stóriðja Islendinga ef rétt er á málum haldið en öfugt við núverandi stór- iðju og stóriðjuáform þá bindur stór- iðja byggð á plöntum koltvísýring sem kunnugt er. Markadsadlögud ræktun í smáum stíl (MaRS) Víða, t.d. í A-Evrópu, eru rnenn farnir að gefa gaum sérstökum rækt- j unum sem minni framleiðendur geta sinnt, þar sem stóru framleiðendurn- ir hafa ekki áhuga eða vilja til að beita sér. I garðyrkjunni verður sér- Freyr 1/98-11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.