Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1998, Qupperneq 28

Freyr - 01.02.1998, Qupperneq 28
bleikju mismunandi eftir möskvastœrð. Úr afla í tilraunaseríu í Arnarvatni stóra 1993 og 1994. framt veiðni þeirra. Botngerð og birtuskilyrði geta ráðið nokkru um hvaða litur er hentugastur. Teygjanleiki: Net sem gefa að- eins eftir eru veiðnari en þau sem gera það ekki. Hér hefur efnið í net- unum mikið að segja en einnig girn- issverleikinn. Net með sömu möskva- stærð en mjög ólíkan gimissverleika velja misstóran fisk. Fínna gimi er teygjanlegra en gróft gimi og velur því stærri fisk. Hengihlutfall: Lögun fiska ræð- ur nokkru um hvaða lögun net- möskva er heppilegust. Hengihlut- fall, hlutfallið á milli lengdar flot- línu og lengdar á strektum möskvum (netslöngu) á flotlínunni ræður lög- un netmöskva. Eftir því sem hengi- hlutfallið er lægra henta net betur til veiða á fiskum með djúpan skrokk. Netslangan er því lauslegri sem hún er hlutfallslega lengri en flotlínan. Ef 100 m löng netslanga er fest á 50 m langa ílotlínu þá er hengihlutfallið 50/100 eða 0,50 (algengt hengihlut- fall fyrir lagnet er 0,4-0,6). Þegar hengihlutfallið er lágt, til dæmis lægra en 0,5, þá verður slaki á netinu og netin fara að veiða fisk á víðara stærðarbili, fiska sem ánetjast með ýmsu öðru móti en því að ganga í möskva. Þeir sem fella net sín sjálfir þekkja að það hvemig net em felld hefur áhrif á veiðni þeirra. Gæta þarf þess að samfella sé í fellingu neta og að möskvar séu ekki misstrekktir. Net sem em felld þétt eiga það síður til að flækjast eða rifna en em á stundum ekki eins veiðin. Við neta- kaup er það góð regla að athuga neta- teinana og hvemig netpokinn er felldur á þá. Sum net sem em á mark- aðnum eru þannig að lítið þarf til þess að netpokinn rifni frá teinunum. Lykt: Lykt af netum getur orðið til þess að fæla fiska frá eða jafnvel draga þá að. Lokaorð Algengt er að fjárfest sé í óhentug- um netum eða þau notuð þannig að þau gagnast verr en skyldi. Silunga- net eru öflug veiðarfæri ef rétt er á málum haldið sem jafnframt gera fólki mögulegt að miða veiðisókn við ákveðna stærðarflokka fiska. Það þarf hinsvegar að vanda val á netum þannig að þau henti aðstæð- um á hverjum stað og hirða vel um þau. Það þarf svo vart að taka fram að nytjaveiði verður markvissari þegar haldnar em góðar skrár yfir veiðisókn, afla og veiðistaði. 24- Freyr 1/98

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.