Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1998, Qupperneq 33

Freyr - 01.02.1998, Qupperneq 33
Heygœða-Móri er enn á kreiki! Fyrir um og yfir 15 árum fjallaði undirritaður alloft um heygæði og fóðrun mjólkurkúa og hagkvæmni í því sambandi. Nefna má eftirtaldar greinar þar að lútandi: Hugleiðingar um heygœði og fóðrun mjólkurkúa, Ráðunautafund- ur 1979 bls. 247. Fóðrun um burð, súrdoði og afurðasemi mjólkurkúa, Freyr nr. 22 1981 bls. 902 og nr. 23 bls. 942. Afurðageta upp á punt, Freyrnr. 3 1984 bls. 112. Þrátt fyrir nánast einhlítar niður- stöður úr rannsóknum og reynslu fyrr og síðar um hið sterka samband heygæða og afurðasemi á hagkvæm- ari rekstur kúabúa virðist full þörf á að vera á verði fyrir þeirri áráttu sumra manna - ekki síður lærðra en leikra - að vinna gegn raunhæfu og mjög þörfu leiðbeiningastarfi á þess- um vettvangi. Síðan undirritaður var virkur þátt- takandi í að verja þessi vísindi og eftir Þórarin Lárusson rS * % v..- jf Búnaðar- sambandi Austurlands reyna að fá menn til að nýta betur - já miklu betur - þann fjársjóð, sem fólginn er í afurðagetu mjólkurkúa, hefur hann haft ýmsum öðrum hnöppum að hneppa eins og ýmsum er kunnugt og ekki lagt orð í belg opinberlega, þótt vissulega hafi hann oft fundið þörf hjá sér til þess. Nú æxluðust mál svo að fyrir u.þ.b. ári voru þeim er hér ritar falin leiðbeiningastörf í nautgriparækt hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Eins og vera ber var hafist handa við að athuga stöðu þessa mála- flokks þar sem frá var horfið hartnær 15 árum áður. Það leið ekki á löngu þar til stað- festur var sá grunur að í þessum mál- um hafði alltof víða harla lítið gerst. Enn gengur ljósum logum sá draugur sem hefur þá undarlegu áráttu að vinna gegn bættum hey- gæðum í gegnum hina ólíklegustu menn í leiðbeiningaþjónustunni og áður hefur verið vitnað til með dæm- um (Ráðunautafundur 1979, bls. 147). Nýlegt og heldur dapurlegt dæmi um vélarbrögð þessa „Heygæða- Móra“ kemur fram í grein eftir ágæt- an vin minn, Ríkharð Brynjólfsson á Hvanneyri, sem birtist í Bændablað- inu 10. des. 1996, sem bar yfirskrift- ina „Góð hey, hvað sem það kost- ar?“. Satt að segja byrjaði undirritaður þá, a.m.k. í huganum, að senda Bændablaðinu nokkrar athugasemd- ir við þessa grein, en ekkert varð úr. Til að hylma yfir vaxandi penna- Freyr 1/98 - 29

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.