Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1998, Page 13

Freyr - 01.02.1998, Page 13
Kýr í fjósinu í Akurey II, ánœgð með nýju milligerðimar sem hœgt er að stilla fyrir hverja kú. Nýi búvörusamningurinn gefur loksins kost á umbun fyrir úrvals- mjólk en þetta hefði þurft að koma miklu fyrr og fleiri munu leggja sig eftir að framleiða úrvalsmjólk. Mér sýnist á ársreikningum MBF fyrir síðustu ár að hægt hefði verið að borga allt að tveim krónum hærra verð fyrir hvem lítra en það verður líka að segja þeim til hróss að ílutn- ingskostnaðurinn hefur lækkað á síð- ustu árum og þjónustan er mjög góð. Ef bændur á Suðurlandi fá borgað yfirverð vilja aðrir bændur að sjálf- sögðu fá samsvarandi kjarabót. Það hlýtur að verða hvatning til að stækka mjólkursamlögin fyrir norð- an. Við héma á Suðurlandi emm mjög heppin að eiga sterka afurða- stöð en víða eiga kaupfélögin mjólk- ursamlögin og þau þurfa að gæta hagsmuna fleiri hópa en kúabænda og því næst ekki eins góður árangur. I fyrra urðu tímamót þegar Mjólkurbú Flóamanna borgaði í fyrsta sinn arð til bænda. Mjólkurbú eru fyrirtæki sem ætti að reka nánast á núlli því að þau eiga að koma afurðunum í verð og skila bóndanum sem mestu. Þeir eiga ekki að þurfa að eyða hagnaðinum til þess að skatturinn komist ekki í hann. Bændur eru margir hverjir það tekjulágir að þeir hefðu ekki þurft að borga neinn skatt af arði. Það er til úrvinnslunnar sem bændur verða að sækja kjarabætur sínar í framtíðinni. Varan í búðunum má ekki verða of dýr og það verður að vera samræmi í hvar hagnaðurinn verður eftir. Haftð þið einhverja aðstoð við vinnuna? Stundum höfum við verið með vinnumann en Iris elsta dóttir okkar hefur verið mjög dugleg að vinna við búið. Heyskapurinn er ekki erf- iður og gengur mjög hratt. Það er líka svo heppilegt að fjósverkin eru minnst á þeim árstíma. í heildina hefur þetta gengið prýðilega en við höfum þurft að leggja mikið á okkur. Við vorum að leggja það saman um daginn að í næstum sjö ár höfum við samtals farið fimm daga af bæ. Það þætti einhverjum ekki mikið. Ef búið er stórt er erfitt fyrir fjölskyldu að taka sér frí. Helst að fá tvo til að sinna verkunum og það er ekkert hlaupið að því að finna fólk sem er fært um að taka það að sér. Þegar við byrj- uðum vissum við að ef við ætluðum að hafa þetta af yrði fátt um frí en þeim gæti fjölgað eitthvað í framtíð- inni. En lífið í sveitinni er þess virði. Ymsa langar að fara út í búskap, er eitthvert vit í því? Það er ekkert hægt að gefa út um það hvort það sé eitthvert vit í því að hefja búskap. Hvert dæmi verður að skoða fyrir sig, það sem gengur hjá einum er ekkert víst að gangi hjá öðrum. Fólk er einfaldlega svo mis- jafnt en fyrst og fremst þarf útsjón- arsemi. Alltaf er sagt að menn séu að kaupa á versta tíma í það og það skiptið. Þetta hefur gengið héma en það er samt alveg ljóst að það þyrfti að vera meiri fyrirgreiðsla til að hjálpa ungu fólki að hefja búskap. Það gengur ekki að fólk eigi allt undir að semja við bóndann sem er að hætta búskap. Jarðakaup er lang- tímafjárfesting en það er allt hægt ef menn hafa lag á að bjarga sér og eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu. Freyr 1/98 — 9

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.