Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 42

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 42
nautar og dýralæknar gegna lykil- hlutverki en einnig munu koma við sögu í æ ríkari mæli ýmsir sem ann- ast rannsóknir og kennslu í landbún- aði og skyldum greinum. Þá má geta þess að víða í lögum og reglugerð- um landbúnaðarins er að finna ákvæði sem mynda grunn undir ýmsa liði gæðastýringar, t.d. í lögum um búfjárhald og búfjárrækt og í reglugerðum um einstakar búfjár- tegundir. Viðhorf bóndans sjálfs til hvers konar gæðastýringar skipta meginmáli. Margir bændur fylgjast vel með þessari þróun og gera sér ljóst að gæðastýring framleiðslunnar er ekki aðeins æskileg heldur er hún að verða nauðsynleg í ýmsum grein- um. Sem dæmi mætti taka örmerk- ingu folalda til að tryggja rétta upp- runaskráningu eða auðkenningu ein- stakra dilkafalla til útflutnings svo að unnt sé að rekja og sannreyna uppruna þeirra. Þróunin erlendis Uppbygging gæðastjórnunar hér á landi hefur að mestu byggst á er- lendum fyrirmyndum, bæði alþjóð- legum og frá einstökum heimshlut- um, einkum frá Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Fyrir okkur er nærtækast að líta til hinna Norður- landanna. í haust átti ég þess kost að sækja fræðslunámskeið sem NJF - Norræna búfræðifélagið - efndi til í Turku (Ábo) í Finnlandi um alla þætti gæðastýringar í landbúnaði. Meðal þátttakenda, sem voru 65 af tölu, var mikill áhugi á að koma á sem víðtækastri gæðastýringu að teknu tilliti til aðstæðna sem eru all breytilegar, svo sem vegna land- fræðilegrar legu, búskaparskilyrða og aðildar eða tengsla við Evrópu- sambandið. I öllu hinum löndunum, líkt og hér, er til mikið af gögnum hjá þorra bænda sem nýtast til gæða- stýringar vegna þess hve skýrsluhald af ýmsu tagi er útbreitt. Meðal vandamála sem upp koma eru fyrirhöfn og kostnaður samfara uppsetningu og rekstri gæðastýring- arkerfa og árekstrar sem geta orðið þegar ráðunautum er falið að vera jöfnum höndum eftirlits- og úr- skurðaraðilar á sömu búum þar sem þeir hafa jafnframt leiðbeiningahlut- verki að gegna. Talið var nauðsyn- legt að takast á við þann vanda því að reikna mætti með að leiðbein- ingaþjónustan yrði að hafa forgöngu um þróun og framkvæmd gæðastýr- ingar á sveitabýlum eins og verið hefur til þessa. Lífræni landbúnað- urinn hefur þá sérstöðu að þar starfa sérstakar vottunarstofur, reknar af opinberum stofnunum, (Danmörk, Finnland) eða einkaaðilum (Island, Noregur, Svíþjóð) en að öðru leyti er gæðavottunin með ýmsum hætti. Sérstakir aðilar utan landbúnaðar annast vottun ISO og H ACCP gæða- stýringarkerfa í fyrirtækjum en þeg- ar kemur að bændabýlunum er treyst á leiðbeiningaþjónustu landbúnað- arins og þjónustu dýralækna, líkt og gerist hér á landi, sbr. framkvæmd reglugerðar nr. 89/1996 um sértækt gæðastýrða íslenska landbúnaðar- framleiðslu. Á námskeiðinu var fjallað jöfnum höndum um almenna gœðastýringu og hina umhverfis- tengdu sem er að öðlast aukið vægi (lífrænt, vistrænt o.fl.). Þeirri ábend- ingu minni, að hún væri liður í efl- ingu sjálfbærrar þróunar, var afar vel tekið og einnig féll það í góðan jarð- veg að tengja þessi mál umræðum um byggðaþróun. Nýlega er farið að huga að gæða- stýringu í leiðbeiningaþjónustunni sjálfri, þ.e. í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þetta starf er skammt á veg komið, nánast á tilraunastigi. Danir og Finnar eru að reyna ISO 9002 staðlana sem er samþætt gæða- og stjómunarkerfi en Svíar eru að fikra sig áfram með kerfi sem nokkr- ir búfjárræktarráðunautar em að leggja drög að í tengslum við gæða- stýringu í mjólkurframleiðslu. Gæðastýring í leiðbeiningaþjónustu í þessum löndum varðar eingöngu einstaklingsleiðbeiningar þar sem bændur gera samninga um ákveðnar leiðbeiningar á búum sínum gegn tilteknu gjaldi. Að þessu mætti huga í sambandi við endurskoðun og efl- ingu leiðbeiningaþjónustunnar hér á landi. Umhverfistengd gæðastýring Gerðar em stöðugt meiri kröfur um að tekið sé tillit til umhveifisverndar og því tengjast umhverfismál gæða- vottun í æ ríkari mæli. Mikið er rætt um umhverfisvottun af ýmsu tagi og fyrirtæki sjá sér hag í að taka þessi mál fastari tökum. Gera má ráð fyrir svipaðri þróun í landbúnaði, þ.e. að umhverfisvemd verði hluti af gæða- ímyndinni og því liður í gæðastýr- ingu á ákveðnum eða öllum stigum framleiðslunnar. Síðan umhverfis- ráðstefnan í Rio de Janeiro var hald- in árið 1992 hefur verið unnið að þróun umhverfisstjómunarkerfisins ISO 14004 sem er alþjóðlegt og í Evrópusambandinu eru til sérstakir umhverfisstaðlar m.a., EN 45001. Þetta á einkum við um fyrirtæki. Innan íslensks landbúnaðar hafa verið miklar umræður um hreinleika og gæði afurða með tilvísun í hreint land, gott vatn, litla mengun, lág- marks lyfjanotkun o.fl. Ákveðin skref hafa nú þegar verið stigin í átt til umhverfistengdrar gæðastýringar að fmmkvæði Bændasamtaka Is- lands, landbúnaðarráðuneytisins, ÁFORMS-Átaksverkefnis o.fl. aðila (6,7) og hefur verið greint nokkuð frá þróun þeirra mála á Ráðunauta- fundi og víðar (3,4). í fyrsta lagi er um að ræða lífrœna landbúnaðar- framleiðslu skv. lögum nr. 162/1994 og reglugerð nr. 219/1995 og í öðm lagi vistræna landbúnaðarfram- leiðslu, millistig á milli lífræns og almenns landbúnaðar, skv. reglugerð nr. 89/1996 um sértækt gæðastýrða íslenska landbúnaðarframleiðslu sem sett var skv. heimild í 67. grein laga nr. 124/1995 um breytingu á búvörulögum. Reglugerð nr. 219/ 1995 hefur verið endurskoðuð og er verið að ganga frá staðfestingu nokkurra breytinga á henni um þess- ar mundir. Hafin er endurskoðun reglugerðar nr. 89/1996 þar sem m.a. er áformað að kveða nánar á um umhverfisþætti á borð við jarðvegs- og gróðurvemd. Þess má geta að nú hafa um 30 bændur og nokkrar af- urða- og dreifingastöðvar hlotið líf- 38- Freyr 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.