Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1998, Page 23

Freyr - 01.02.1998, Page 23
Notkun heysýna er lykilatriði Sigurður Grétar Ottósson og Katrín Birna Viðarsdóltir, bœndur í Asólfsskála undir Eyjafjöllum. Að Ásólfsskála undir Eyjafjöll- um búa tvenn hjón félagsbúi. Viðar Bjarnason og Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir eru eldri hjónin en dóttir þeirra Katrín Birna Viðarsdóttir og Sigurður Grétar Ottósson þau yngri. Þau búa með kýr og er mjólkurkvótinn um 120 þúsund lítrar en sauðfé er aðeins til heimilisnota. Bændablaðið tók Sig- urð Grétar tali á dögunum, en að Ás- ólfsskála hefur heyverkun verið með miklum ágætum undanfarin ár. Hver er galdurinn við að ná góð- um heyjum? „Galdurinn felst fyrst og fremst í því að bæði bera á og slá snemma. Það verður að nýta vorið, sem kemur snemma, héma undir Fjöllunum. Ég vil helst geta hafið slátt um miðjan júní af þeim spildum sem slegnar eru tvisvar og fæ þar úrvalshey fyrir nýbærur en magnið er ekki mikið í fyrri slætti. I tíðarfari eins og síðast- liðið sumar er líka eins gott að hafa tímann fyrir sér. I heyskapnum vinna þrír til fjórir og helst er sama fólkið alltaf á sömu tækjunum. Þannig gengur heyskapurinn hratt og snurðulaust því að hver og einn kann sitt verk. Heyið er múgað upp í fremur stóra múga fyrir rúlluvélina og hún keyrð heldur hægar. Mér finnst skynsamlegra að keyra rakstra- vélina meira en rúllubindivélinna vegna minni olíueyðslu auk þess sem rúllumar verða þéttari. Heyskapurinn hjá okkur er um 800-1000 rúllur á ári og fömm við yfir um 60 hektara alls. Einnig höf- um við rúllað fyrir aðra í sveitinni þannig að vélagengið okkar rúllar alls um 1.600-1.700 rúllur á ári og teljum við það góða nýtingu á fjár- festingunni. Við erum með rúllu- bindivél frá '92 og pökkunarvél frá '95 og dráttarvélarnar eru 90 og 75 hestöfl. Tengdapabbi er góður við- gerðamaður og sér um viðhald vél- anna þannig að við þurfum lítið að leita út fyrir búið í þessum efnum.“ Hvernig hagarðu endurræktun? „Við emm árlega með um 10-12 hektara lands opna í flögum og rækt- um kom og grænfóður. Flögunum er lokað á fjórða ári og er þá sáð vallar- foxgrasi og vallarsveifgrasi. Ég hef farið upp í allt að 90% vallarfoxgras en oftast um 75%. Ennþá erum við að endurrækta mjög gömul tún en þegar við erum búin að fara einn hring er stefnan að halda áfram. Taka þá upp það sem lélegasta rækt- in er í og svo koll af kolli, til að halda túnunum alltaf í góðri rækt. Fastur liður í endurræktuninni er að dreifa skeljasandi því að samkvæmt jarðvegssýnum er sýmstigið heldur lágt í túnunum. Síðustu ár höfum við dreift skeljasandi reglulega bæði á tún og í flög. Á túnin er dreift að hausti en í flögin að vori, um 2,5-5 tonn/ha, sérstaklega fyrir kornið. Við sjáum mikinn mun á þeim tún- um sem hafa nýlega fengið skelja- sand. Áburðaráætlun er mjög ein- föld, við notum aðeins tvær tegundir af tilbúnum áburði; Foldu 9 á sand- rækt, og svo Folda 11 með búfjár- Freyr 1/98-19

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.